Framleiðsla og lýðræði

Þorvaldur Gylfason segir að lýðræðið sé ein merkasta uppfinning mannsandans, næsti bær við eldinn, hjólið og hjónabandið frá hans bæjardyrum séð, og hefur borið ríkulegan ávöxt þegar alls er gætt.

Auglýsing

Tölur þjóð­hags­reikn­inga um fram­leiðslu og tekjur á mann duga ekki til að lýsa efna­hags­lífi lands og þjóðar nema kannski til hálfs. Þessar tölur þarf að vega og meta í sam­hengi við aðrar hag­stærð­ir. Engum heil­vita manni dettur í hug að meta verð­bréf með því einu að skoða vænt­an­legan afrakstur bréf­anna. Verð­bréf þurfa menn að vega og meta í tveim vídd­um: ekki bara vænt­an­legan afrakst­ur, heldur einnig áhætt­una. 

Sama ætti að réttu lagi að gilda um lands­fram­leiðsl­una. Það er ekki nóg að vita hversu mikil hún er, heldur þurfum við einnig að kunna skil á skipt­ingu hennar milli manna. 

Tökum tvö lönd með sömu fram­leiðslu á mann en ger­ó­líka tekju- og eigna­skipt­ingu þannig að í öðru land­inu hirðir lít­ill hópur manna næstum allar tekj­urnar og á næstum allar eign­irnar en í hinu land­inu er tekjum og eignum miklu jafnar skipt. Í hvoru land­inu vildir þú heldur búa? Í hvoru land­inu heldur þú að meiri hluti kjós­enda vildi heldur búa? Síð­ari spurn­ingin svarar sér sjálf. 

Tekju- og eigna­skipt­ing lá utan við alfara­leiðir hag­fræð­inga þar til fyrir fáeinum árum þegar mis­skipt­ing ruddi sér loks­ins leið inn í meg­in­straum efna­hags­mál­anna þar sem hún á heima. Samt virð­ist mis­skipt­ingin vera hálf­gert feimn­is­mál. Hag­stofur heims­ins flagga henni yfir­leitt ekki á for­síðum vef­setra sinna þótt þar ætti hún að réttu lagi að ver­a. 

Einn vand­inn er sá að til­tækar tölur um tekju- og einkum eigna­skipt­ingu eru ófull­komnar þar eð mikið fé er falið í skatta­skjólum eins og heið­virðir og kjark­aðir blaða­menn hafa leitt í ljós síð­ustu ár og alþjóða­stofn­anir eins og Alþjóða­bank­inn og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn kom­ast nú ekki lengur hjá að fjalla um í skýrslum sín­um. Hag­stof­urnar þurfa að fylgja þessu for­dæmi bank­ans og sjóðs­ins. 

Margar vist­ar­ver­ur, margar víddir

Tvær víddir duga hag­fræð­ingum ekki heldur til fulls. Við þurfum ekki bara að vita hver lands­fram­leiðslan er og hvernig hún skipt­ist milli manna heldur þurfum við einnig að vita og skilja hvort und­ir­staðan sem fram­leiðslan hvílir á fer vax­andi eða minnk­and­i. 

Auglýsing
Tökum tvö lönd með sömu fram­leiðslu á mann og sömu tekju- og eigna­skipt­ingu en ger­ó­líka umgengni við umhverfið þannig að í öðru land­inu eru fiski­miðin að tæm­ast, skóg­arnir að eyð­ast og aðrar auð­lindir sömu­leið­is, menntun mann­afl­ans fer hrak­andi og mengun spillir umhverf­inu en í hinu land­inu eru auð­lind­irnar sjálf­bær­ar, mennt­unin í góðu horfi og umhverf­is­verndin einnig. Í hvoru land­inu væri betra að búa? Einnig þessi spurn­ing svarar sér sjálf. 

Við getum spurt hlið­stæðra spurn­inga um gegn­sæi, heil­brigði, lýð­ræði, traust og þannig áfram. Í húsi hag­fræð­innar eru margar vist­ar­ver­ur, margar víddir líkt og í eðl­is­fræði (þar sem strengja­fræð­ingum duga ekki færri víddir en 26, en það er önnur saga).

Lýð­ræði

Stöldrum við eina þess­ara hag­rænu vídda, lýð­ræði. Það var ekki fyrr en frekar nýlega að hag­fræð­ingar tóku að gefa lýð­ræði verð­ugan gaum sem eins konar hag­stærð. Það gerð­ist þegar mínir menn átt­uðu sig loks­ins á því að hag­vöxtur til langs tíma litið lýtur efna­hags­lög­málum og ekki bara tækni­fram­för­um. Mikil verð­bólga og vond hag­stjórn draga til að mynda jafnan úr hag­vexti hvað sem tækni­fram­förum líður svo sem rök og reynsla hafa leitt í ljós. Sama á við um fjölda ann­arra stærða, ekki bara hag­stærða í hefð­bundnum skiln­ingi þess orðs, heldur einnig stjórn­mála­stærða (t.d. lýð­ræði) og félags­vísa (t.d. lang­líf­i); sjá Þor­valdur Gylfa­son (2019). 

Gildi lang­lífis skýrir sig sjálft. Lang­lífi er eft­ir­sókn­ar­vert í sjálfu sér líkt og góð afkoma fólks og fyr­ir­tækja í efna­hags­legu til­liti. Fram­farir sums staðar um heim­inn lýsa sér enn betur og skýrar í batn­andi lýð­heilsu og lengri með­al­ævi en í hækk­andi tekj­um. Auk þess er batn­andi lýð­heilsa sjálf­stæður afl­vaki efna­hags­lífs­ins þar eð heil­brigður og hraustur mann­afli er ánægð­ari og skilar jafnan meiri afköstum við vinnu sína en las­burða starfs­fólk.

Lýð­ræði er aðeins flókn­ara mál. Lengi vel var ekki auð­veld­lega inn­an­gengt í félags­vís­indum milli lýð­ræðis og efna­hags­lífs þar eð menn töldu sig vita fram undir 1990 að hag­vöxtur væri til langs tíma litið ónæmur fyrir öllu öðru en tækni­fram­förum svo ósenni­lega sem sú kenn­ing hlýtur að hljóma í eyrum nútím­ans. Margir tóku því ekki fullt mark á töl­fræði­legum vitn­is­burðum stjórn­mála­fræð­inga sem bentu til að fram­leiðsla á mann og lýð­ræði hneigð­ust til að hald­ast í hendur frá einu landi til ann­ars. Síðan kom á dag­inn að hag­vöxtur fer – nema hvað! – einnig eftir fjöl­mörgu öðru: fjár­fest­ingu, erlendum við­skipt­um, menntun mann­afl­ans, innviðum sam­fé­lags­ins (góð stjórn­sýsla, sjálf­stæðir dóm­stólar og fjöl­miðlar o.s.frv.) auk margs ann­ar­s. 

Og þá spurðu menn loks­ins af fullum þunga: Hvert er þá sam­bandið milli efna­hags­lífs og lýð­ræðis eftir allt sam­an? 

Tvö sjón­ar­mið komu fram áður en gagna­vinnslan komst í fullan gang. Sumir sögðu: Lýð­ræði teflir upp í hendur harð­snú­inna hags­muna­hópa og dregur þannig úr hag­kvæmni og hægir á hag­vexti. Aðrir sögðu: Lýð­ræði leyfir öllum röddum að heyr­ast og þús­und blómum að blómstra, auð­veldar frið­sam­leg stjórn­ar­skipti og eflir þannig hag­kvæmni og hag­vöxt. 

Auglýsing
Tölfræðiathuganir á sam­band­inu milli lýð­ræðis og hag­vaxtar hafa ekki enn tekið af öll tví­mæli um hvort þess­ara tveggja and­stæðu sjón­ar­miða á við sterk­ari rök að styðj­ast. Ein ástæðan til óvissunnar er trú­lega sú að ein­ræð­is­herrar hneigj­ast til að falsa þjóð­hags­reikn­inga til að láta hag­vöxt­inn líta út fyrir að vera meiri en hann er eins og ég lýsti hér í Vís­bend­ingu 11. nóv­em­ber 2022. Þar kom fram að þjóð­ar­fram­leiðsla í ein­ræð­is­ríkj­um, þar á meðal Kína, kann að vera helm­ingi minni í reynd en hún er sögð vera í þjóð­hags­reikn­ingum ef gervi­hnatt­ar­myndir af næt­ur­ljósum eru hafðar til marks. Þess vegna er var­legt að trúa tölum sem sýna mik­inn vöxt í til­teknum hópum ein­ræð­is­ríkja borið saman við lýð­ræð­is­lönd. 

Frek­ari rann­sóknir síð­ustu ár virð­ast heldur styðja síð­ari til­gát­una, þá til­gátu að lýð­ræði örvi hag­vöxt og öfugt. Um lýð­ræði gegnir að því leyti til sama máli og um lýð­heilsu að lýð­ræði líkt og önnur mann­rétt­indi er eft­ir­sókn­ar­vert í sjálfu sér, svo mjög að mann­rétt­indi eru algild í skiln­ingi laga og trompa því aðrar stærðir sam­kvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­sátt­mál­um. Þannig kveður Mann­rétt­inda­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna á um að hægt er að draga menn til laga­legrar ábyrgðar fyrir að brjóta gegn mann­rétt­indum en ekki fyrir að halda fólki í fátækt sé það gert án þess að ganga gegn mann­rétt­ind­um. 

Hvað sem því líður er spurn­ingin um lands­lag efna­hags­lífs og lýð­ræðis um heim­inn nú glað­vökn­uð. Efna­hags­lífið er auð­mælt í krafti langrar reynslu af slíkum mæl­ingum þótt lands­fram­leiðsla sé ófull­kom­inn efna­hags­mæli­kvarði eins og fram kom í upp­hafi þessa máls. Lýð­ræði er á hinn bóg­inn tor­mælt því þar er í mörg horn að líta. 

Félags­vís­inda­menn styðj­ast einkum við þrjár upp­sprettur gagna um lýð­ræði um heim­inn. 

Mar­yland

Lýð­ræð­is­vísi­talan sem helzt er notuð var í byrjun búin til af stjórn­mála­fræð­ingum í Háskól­anum í Mar­yland í Banda­ríkj­unum (Polity5 Project, Center for Systemic Peace) og nær aftur til alda­mót­anna 1800 þegar lýð­ræði leit aftur dags­ins ljós og fram til árs­ins 2018 þegar gert var hlé á gagna­öfl­un­inni. Vísi­talan er ofin saman úr mörgum þráðum lýð­ræðis því lýð­ræði snýst ekki bara um frjálsar kosn­ingar með reglu­legu milli heldur einnig margt ann­að. Vísi­talan nær frá -10 í harðsvíruðum ein­ræð­is­ríkjum (t.d. Sádi-­Ar­ab­ía) upp í +10 í óskor­uðum lýð­ræð­is­ríkjum (t.d. Sví­þjóð). 

Mynd 1 sýnir hvernig lýð­ræð­is­ríkjum hefur fjölgað úr engu um alda­mótin 1800 upp í hund­rað 2018 og hvernig ein­ræð­is­ríkjum fjölg­aði úr 10 um alda­mótin 1900 upp í 90 árið 1990 og hvernig þeim fækk­aði síðan aftur niður í 20 árið 2018. 

Þróun lýðræðis, fáræðis og einræðis 1800-2018. Heimild: Polity5 Project.

Staðan 2018 var því þessi: 100 lýð­ræð­is­ríki, 50 fáræð­is­ríki og 20 ein­ræð­is­ríki. Lýð­ræð­is­ríkin voru þá orðin fleiri en nokkru sinni fyrr, en samt hefur hallað á lýð­ræði flest árin frá 2006; sjá Larry Diamond (2020). Jafn­vel Banda­ríkin hljóta ekki lengur hæstu ein­kunn +10 fyrir lýð­ræði heldur var ein­kunn þeirra lækkuð í +8 árið 2016 og hélzt þar 2017 og 2018. Tölur um árin 2019-2023 verða birtar 2024. Þegar hefur verið greint frá því að Banda­ríkin féllu niður úr lýð­ræð­is­flokknum með ein­kunn­ina +6 árið 2020 og voru flokkuð sem fáræð­is­ríki (+5) undir árs­lok 2020, en ein­kunn þeirra var hækkuð aftur upp í lýð­ræð­is­flokk 2021 (+8). 

Ísland er ekki í þessu gagna­safni þar eð lönd með færri íbúa en 500.000 eru ekki talin með.

Was­hington

Banda­ríska stofn­unin Freedom House hefur einnig haldið úti lýð­ræð­is­vísi­tölum um flest lönd heims­ins síð­ustu hálfa öld. Þar er um 200 lönd­um, stórum og smá­um, skipt í þrjá flokka: frjáls, frjáls að hluta og ófrjáls eftir þeim ein­kunnum sem lönd­unum eru gefnar fyrir ástand stjórn­mála­rétt­inda ann­ars vegar (kosn­inga­fyr­ir­komu­lag, fjöl­ræði, þátt­taka almenn­ings og stjórn­sýslu) og borg­ara­rétt­inda hins vegar (skoð­ana- og trú­frelsi, funda­frelsi, skil­virkni rétt­ar­rík­is­ins og frelsi ein­stak­lings­ins). Annar tveggja stofn­enda Freedom House 1941 var Eleanor Roos­evelt for­seta­frú Banda­ríkj­anna 1933-1945. Freedom House lækk­aði lýð­ræð­is­ein­kunn Banda­ríkj­anna smám saman úr 93 fyrir 2013 niður í 83 fyrir 2022. Á sama tíma lækk­aði lýð­ræð­is­ein­kunn Íslands úr 100 (fullt hús stiga) 2013 niður í 94 fyrir 2022. 

Gauta­borg

Síð­ustu ár hefur Lýð­ræð­is­stofnun Gauta­borg­ar­há­skóla rutt sér til rúms með nýja sam­setta lýð­ræð­is­vísi­tölu fyrir flest lönd heims­ins og tekur í sama streng og hinar gagna­veit­urnar tvær. Á Gauta­borg­ar­list­anum skipa Banda­ríkin 29. sæti í hópi 179 landa. Ísland er feti framar í 25. sæti. Sví­þjóð og Dan­mörk skipa tvö efstu sæt­in. Rúss­land er í 151. sæti og Kína í 172. sæt­i. 

Stjórn­mála­fræð­ing­arnir í Gauta­borg skipta lýð­ræði í fjóra flokka: Opin lýð­ræð­is­ríki (e. liberal democracies), lokuð lýð­ræð­is­ríki (el­ect­oral democracies), opin ein­ræð­is­ríki (el­ect­oral autocracies) og lokuð ein­ræð­is­ríki (closed autocracies). Mynd 2 sýnir fækkun í flokki opinna lýð­ræð­is­ríkja frá 2006. Hnignun lýð­ræðis lýsir sér sem sagt með tvennum hætti: ann­ars vegar með lægri ein­kunnum landa sem flokk­ast þó áfram sem lýð­ræð­is­lönd eins og hjá þeim í Mar­yland og hins vegar með fækkun í flokki lýð­ræð­is­landa eins og hjá þeim í Gauta­borg. Hér er engu ósam­ræmi til að dreifa heldur ólíkum áherzlum og skil­grein­ing­um.

Mynd 2. Fjöldi lýðræðisríkja og einræðisríkja 1789-2021. Snarfjölgun lýðræðisríkja um 1900 stafar af því að eftir það voru miklu fleiri lönd talin með, einkum fyrrverandi nýlendur. Heimild: Lýðræðistofnun Gautaborgarháskóla.

Að end­ingu

Lýð­ræðið er ein merkasta upp­finn­ing manns­and­ans, næsti bær við eld­inn, hjólið og hjóna­bandið frá mínum bæj­ar­dyrum séð, og hefur borið ríku­legan ávöxt þegar alls er gætt. 

Höf­uð­kostur lýð­ræð­is­ins er ekki sá að það skili endi­lega ævin­lega beztu hugs­an­legu  nið­ur­stöðu og stjórn­vizku. Nei, höf­uð­kostur lýð­ræð­is­ins er sá að það leiðir af sér þá reglu að menn þurfa að sætta sig við leik­reglur lýð­ræð­is­ins, þar með talin sú regla að menn uni nið­ur­stöðum lýð­ræð­is­legra kosn­inga og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslna hvort sem þeim sjálfum líkar nið­ur­staðan eða ekki.  

Ein mynd­birt­ing hnign­unar lýð­ræðis í Banda­ríkj­unum og á Íslandi und­an­gengin ár er sú að Don­ald Trump, þá Banda­ríkja­for­seti, og menn hans reyndu hvað þeir gátu til að kom­ast hjá að hlíta úrslitum for­seta­kosn­ing­anna þar vestra 2020 líkt og Alþingi hefur ekki enn feng­izt til að hlíta nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 2012 um nýja stjórn­ar­skrá. 

Ekk­ert þessu líkt gæti gerzt ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um.  

Höf­undur er doktor í hag­fræði.

Greinin birt­ist fyrst í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar. Hægt er að ger­­­­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Til­vís­anir

Center for Systemic Peace.

Freedom Hou­se.

Larry Diamond (2020). „Br­eak­ing Out of the Democratic Slump,“ Journal of Democracy 31(1), jan­ú­ar, bls. 36-50. 

Lýð­ræð­is­stofn­unin í Gauta­borg­ar­há­skóla (2022). V-Dem Institu­te.

Þor­valdur Gylfa­son (2019). „From Equ­ality, Democracy, and Public Health to Economic Prosperity.“

Þor­valdur Gylfa­son (2020). „Fals­aðar hag­töl­ur,“ Vís­bend­ing, 11. nóv­em­ber. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit