Verðbólgan mögulega vanmetin

Seðlabankinn telur að meiri líkur séu á því að spáð verðbólga á næstu mánuðum sé vanmetin frekar en ofmetin, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Ríkur maður peningar
Auglýsing

Verðbólga verður töluvert þrálátari en áður var spáð og vísbendingar eru um að væntingar um verðhækkanir til framtíðar séu byrjaðar að hækka. Meiri líkur eru á að núverandi spár vanmeti verðbólguna frekar en ofmeti.

Þetta kemur fram í grein Karenar Á. Vignisdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabankans í nýjasta tölublaði Vísbendingar, sem kom út á föstudaginn. Í henni fer Karen yfir verðbólguhorfur næstu missera, auk þess sem hún útskýrir hvers vegna verðbólgan á þessu ári hefur reynst meiri og þrálátari en vænst var, þrátt fyrir hækkandi gengi krónunnar.

Skipsstrand og fasteignamarkaðurinn

Samkvæmt henni eru það bæði innlendir og erlendir þættir sem vega á móti gengisstyrkingunni. Innanlands hefur eftirspurnin verið meiri en búist var við, sem sjá má í miklum hækkunum launa og húsnæðisverðs. Auk þess hefur verð á hrávörum hækkað og kostnaður innfluttra vara sömuleiðis vegna framboðstruflana í kjölfar farsóttarinnar og skipsstrands flutningaskipsins Ever Given í Súesskurðinum í mars.

Auglýsing

Áhrif þessara framboðstruflana voru vanmetin í fyrri spám Seðlabankans, en kostnaður við gámaflutninga milli landa er nú orðinn þrefalt meiri en hann var að meðaltali fyrir tveimur árum síðan. Karen telur að það taki nokkurn tíma að vinda ofan af þessum frambooðstruflunum og gætu áhrifin af þeim varað fram eftir ári.

Væntingar hækka og kjölfestan veikist

Karen Á. Vignisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs SÍ

Eftir því sem verðbólgan hefur reynst þrálátari hafa verðbólguvæntingar til skemmri tíma einnig hækkað, en nú búast flestir við 3-4 prósenta verðbólgu á næstunni. Heimili búast svo við að verðbólgan verði 3 prósent næstu fimm árin, auk þess sem skuldabréfaeigendur búast við svipaðri verðbólgu næstu tíu árin.

Samkvæmt Karen gæti þessi þróun bent til þess að kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hafi veikst að undanförnu.

Mikil óvissa um verðbólguhorfur

Seðlabankinn spáir nú að verðbólga mælist að meðaltali 4,4 prósent í apríl, maí og júlí, en lækki svo nokkuð á haustmánuðunum. Ekki er búist við að verðbólgan verði komin í markmið bankans fyrr en um mitt næsta ár, aðallega vegna verðhækkunar innfluttrar vöru og þjónustu. Þó segir Karen að mikil óvissa sé um verðbólguhorfur, sem ráðast af krafti efnahagsbatans og langtímaáhrifum farsóttarinnar. „Talið er að meiri líkur séu á að verðbólga á næstunni sé vanmetin í spánni en að hún sé ofmetin,“ skrifaði Karen.

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu með því að smellla hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent