Jólablað Vísbendingar er komið út

Nú er hægt að nálgast 40 síðna jólablað Vísbendingar, vikurits um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun, á vefsvæði Kjarnans.

Auglýsing

Eftir þriggja ára hlé höfum við hjá Vís­bend­ingu ákveð­ið að end­ur­vekja gamla hefð og útbúa veg­lega jóla­út­gáfu ­rits­ins þar sem litið er yfir árið sem er að líða, en hægt er að opna það með því að smella hér. Okkur fann­st nægt til­efni til þess, enda verður seint sagt að árið 2020 hafi verið við­burða­lít­ið. 

Hefðir eru mik­il­væg­ar, sér­stak­lega á umbrota­tím­um ­sem þess­um. Þegar allt fer í skrúf­una er gott að eiga fasta ­punkta í til­ver­unni til að týn­ast ekki í óreiðu. Vís­bend­ing hefur verið fastur punktur í lífi margra síð­ustu 38 árin, með­ viku­legum grein­ingum á efna­hags­málum og við­skipt­um.

Ég tók við sem rit­stjóri Vís­bend­ingar í byrjun mars­mán­að­ar, tveimur dögum eftir að fyrsta kór­ónu­veirusmit­ið ­greind­ist hér á landi. Á þeim tíma höfðu áhyggj­urnar af mögu­legum heims­far­aldri vaxið hægt og rólega, þótt fáa grun­aði að hann myndi hafa jafn­mikil áhrif á sam­fé­lag okkar og raun ber vitn­i. 

Auglýsing

Síðan þá höfum við gefið út 37 tölu­blöð með yfir 80 ­greinum sem skrif­aðar eru af sér­fræð­ingum úr öllum átt­u­m, en flestar þeirra snúa að þessum áhrifum á einn eða ann­an hátt. Alls eru tölu­blöðin orðin 48 og birtar greinar á árin­u ­yfir 100.

Árið 2020 hefur verið ein­stak­lega slæmt, það verður ekki orðað öðru­vísi. Veiran hefur haldið heimnum í gísl­ingu, sett dag­legt líf úr skorðum og valdið sögu­legri efna­hag­skreppu. Hins vegar virð­ist árið ætla að enda á bjart­ari nót­um, en ­bú­ist er við fyrstu bólu­setn­ingum gegn veirunni hér á land­i um ára­mótin og að hjarð­ó­næmi mynd­ist gegn henni inn­an­ ­fárra mán­aða. Það er við hæfi að frétt­irnar um vænt­an­lega bólu­setn­ing­u komi um það leyti sem dag­inn tekur að lengja á ný. Loks er hægt að horfa fram á veg­inn og segja skilið við árið 2020. 

Vís­bend­ing óskar ykkur öllum gleði­legra jóla og far­sæld­ar á nýju ári, megi það verða marg­falt betra en það gamla. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiÁlit