Jólablað Vísbendingar er komið út

Nú er hægt að nálgast 40 síðna jólablað Vísbendingar, vikurits um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun, á vefsvæði Kjarnans.

Auglýsing

Eftir þriggja ára hlé höfum við hjá Vís­bend­ingu ákveð­ið að end­ur­vekja gamla hefð og útbúa veg­lega jóla­út­gáfu ­rits­ins þar sem litið er yfir árið sem er að líða, en hægt er að opna það með því að smella hér. Okkur fann­st nægt til­efni til þess, enda verður seint sagt að árið 2020 hafi verið við­burða­lít­ið. 

Hefðir eru mik­il­væg­ar, sér­stak­lega á umbrota­tím­um ­sem þess­um. Þegar allt fer í skrúf­una er gott að eiga fasta ­punkta í til­ver­unni til að týn­ast ekki í óreiðu. Vís­bend­ing hefur verið fastur punktur í lífi margra síð­ustu 38 árin, með­ viku­legum grein­ingum á efna­hags­málum og við­skipt­um.

Ég tók við sem rit­stjóri Vís­bend­ingar í byrjun mars­mán­að­ar, tveimur dögum eftir að fyrsta kór­ónu­veirusmit­ið ­greind­ist hér á landi. Á þeim tíma höfðu áhyggj­urnar af mögu­legum heims­far­aldri vaxið hægt og rólega, þótt fáa grun­aði að hann myndi hafa jafn­mikil áhrif á sam­fé­lag okkar og raun ber vitn­i. 

Auglýsing

Síðan þá höfum við gefið út 37 tölu­blöð með yfir 80 ­greinum sem skrif­aðar eru af sér­fræð­ingum úr öllum átt­u­m, en flestar þeirra snúa að þessum áhrifum á einn eða ann­an hátt. Alls eru tölu­blöðin orðin 48 og birtar greinar á árin­u ­yfir 100.

Árið 2020 hefur verið ein­stak­lega slæmt, það verður ekki orðað öðru­vísi. Veiran hefur haldið heimnum í gísl­ingu, sett dag­legt líf úr skorðum og valdið sögu­legri efna­hag­skreppu. Hins vegar virð­ist árið ætla að enda á bjart­ari nót­um, en ­bú­ist er við fyrstu bólu­setn­ingum gegn veirunni hér á land­i um ára­mótin og að hjarð­ó­næmi mynd­ist gegn henni inn­an­ ­fárra mán­aða. Það er við hæfi að frétt­irnar um vænt­an­lega bólu­setn­ing­u komi um það leyti sem dag­inn tekur að lengja á ný. Loks er hægt að horfa fram á veg­inn og segja skilið við árið 2020. 

Vís­bend­ing óskar ykkur öllum gleði­legra jóla og far­sæld­ar á nýju ári, megi það verða marg­falt betra en það gamla. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiÁlit