Jólablað Vísbendingar er komið út

Nú er hægt að nálgast 40 síðna jólablað Vísbendingar, vikurits um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun, á vefsvæði Kjarnans.

Auglýsing

Eftir þriggja ára hlé höfum við hjá Vísbendingu ákveðið að endurvekja gamla hefð og útbúa veglega jólaútgáfu ritsins þar sem litið er yfir árið sem er að líða, en hægt er að opna það með því að smella hér. Okkur fannst nægt tilefni til þess, enda verður seint sagt að árið 2020 hafi verið viðburðalítið. 

Hefðir eru mikilvægar, sérstaklega á umbrotatímum sem þessum. Þegar allt fer í skrúfuna er gott að eiga fasta punkta í tilverunni til að týnast ekki í óreiðu. Vísbending hefur verið fastur punktur í lífi margra síðustu 38 árin, með vikulegum greiningum á efnahagsmálum og viðskiptum.

Ég tók við sem ritstjóri Vísbendingar í byrjun marsmánaðar, tveimur dögum eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma höfðu áhyggjurnar af mögulegum heimsfaraldri vaxið hægt og rólega, þótt fáa grunaði að hann myndi hafa jafnmikil áhrif á samfélag okkar og raun ber vitni. 

Auglýsing

Síðan þá höfum við gefið út 37 tölublöð með yfir 80 greinum sem skrifaðar eru af sérfræðingum úr öllum áttum, en flestar þeirra snúa að þessum áhrifum á einn eða annan hátt. Alls eru tölublöðin orðin 48 og birtar greinar á árinu yfir 100.

Árið 2020 hefur verið einstaklega slæmt, það verður ekki orðað öðruvísi. Veiran hefur haldið heimnum í gíslingu, sett daglegt líf úr skorðum og valdið sögulegri efnahagskreppu. Hins vegar virðist árið ætla að enda á bjartari nótum, en búist er við fyrstu bólusetningum gegn veirunni hér á landi um áramótin og að hjarðónæmi myndist gegn henni innan fárra mánaða. Það er við hæfi að fréttirnar um væntanlega bólusetningu komi um það leyti sem daginn tekur að lengja á ný. Loks er hægt að horfa fram á veginn og segja skilið við árið 2020. 

Vísbending óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, megi það verða margfalt betra en það gamla. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit