Segir þyrlukast henta illa smærri myntsvæðum

Hagfræðingur skrifar um óhefðbundna peningastefnu á krísutímum í Vísbendingu vikunnar.

þyrla
Auglýsing

Pen­inga­prentun án inni­stæðu hentar smærri mynt­svæðum illa sem leið seðla­banka til að örva hag­kerfi í krepp­um. Magn­bundin íhlutun geti hins vegar nýst íslenskum stjórn­völd­um, heim­ilum og fyr­ir­tækjum vel með lægri lang­tíma­vöxt­u­m.  Þórunn Helgadóttir, hagfræðingur hjá Compass Lexecon í Madríd.

Þetta kemur fram í grein Þór­unn­ar Helga­dótt­ur, hag­fræð­ings hjá Compass Lex­econ í Madríd, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar, sem kom út síð­asta föstu­dag.

Í grein­inni fjallar Þór­unn um tvær aðgerðir sem heyra til óhefð­bund­innar pen­inga­stefnu á krísu­tím­um, magn­bundna íhlutun (Qu­antita­tive easing) og þyrlu­kast (Helicopter drop). 

Báðar aðgerð­irnar hafa verið nefndar sem hugs­an­leg úrræði til þess að koma í veg fyrir enn frek­ari sam­drátt vegna veiru­far­ald­urs­ins með því að auka pen­inga­magn í umferð.

Magn­bundin íhlutun

Magn­bundin íhlut­un, sem felur í sér kaup á rík­is­skulda­bréf­um, er ætlað að örva fjár­mála­mark­aði og hafa þannig áhrif á lang­tíma­vexti. Seðla­banki Jap­ans var fyrstur til að grípa til slíkra úrræða á árunum 2001-2006, en seðla­bankar Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins gerðu slíkt hið sama í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar árið 2008 og efna­hags­þreng­ing­anna sem henni fylgd­i. 

Í grein sinni víkur Þór­unn sér­stak­lega að við­brögðum Mario Drag­hi, banka­stjóra evr­ópska seðla­bank­ans, sem sagð­ist munu standa vörð um evr­una „hvað sem það kostar“ í frægri ræðu sinni í miðju krepp­unnar á Evru­svæð­inu.

Auglýsing
„Orð seðla­banka­stjór­ans voru heldur ekki inn­an­tóm. Nokkrum vikum síðar hóf seðla­bank­inn að kaupa upp skuldir aðild­ar­ríkja í þeim til­gangi að lækka vexti (e. Outright Monet­ary Transact­ions) og tveimur árum síðar hóf evr­ópski seðla­bank­inn einnig að beita magn­bund­inni íhlut­un. Líkt og mynd 1 sýnir tóku lang­tíma­vextir á evru­svæð­inu dýfu í kjöl­far þess­ara aðgerða og hefur ítalski seðla­banka­stjór­inn hlotið við­ur­nefnið Super-Mario fyrir stað­festu sína í að bjarga evr­unni, sama hvað það kost­að­i,” skrifar Þór­unn.Áhrif efnda og aðgerða Mario Draghi sjást skýrt þegar langtímavextir á Evrusvæðinu eru bornir saman fyrir og eftir ræðu hans um að vernda evruna „hvað sem það kostar”. Mynd fengin úr síðasta tölublaði Vísbendingar.

Þyrlu­kast

Sam­kvæmt Þór­unni er þyrlu­kast, sem felur í sér inni­stæðu­lausa pen­inga­prentun þar sem hinir nýprent­uðu seðlar verða eftir í hag­kerf­inu, umdeild­ari aðgerð. Hún bendir þó á að Jordi Galí, einn virt­asti þjóð­hag­fræð­ingur heims, segi að efna­hags­að­stæður nú, ef ein­hvern tím­ann kalli á þyrlu­kast á Evru­svæð­inu. „Hins vegar leggur Galí áherslu á að slíkar aðgerðir séu neyð­ar­úr­ræði sem aðeins ætti að beita ef ljóst er að aðrar aðferðir verði árang­urs­lausar eða hafi óæski­legar afleið­ing­ar,“ skrifar hún. 

Einnig bætir Þór­unn við að pen­inga­prentun á stóru mynt­svæði líkt og Evru­svæð­inu sé ólík­leg til að þynna út gjald­mið­il­inn þar sem evrur hafa alþjóð­legt verð­mæti, en að smærri mynt­svæði gætu lent í greiðslu­jöfn­un­ar­vanda ef slíkum úrræðum er beitt þar. 

Fjallað er ítar­legar um málið í síð­ustu Vís­bend­ingu, sem hægt er að ger­ast áskrif­andi að hér. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent