Segir þyrlukast henta illa smærri myntsvæðum

Hagfræðingur skrifar um óhefðbundna peningastefnu á krísutímum í Vísbendingu vikunnar.

þyrla
Auglýsing

Pen­inga­prentun án inni­stæðu hentar smærri mynt­svæðum illa sem leið seðla­banka til að örva hag­kerfi í krepp­um. Magn­bundin íhlutun geti hins vegar nýst íslenskum stjórn­völd­um, heim­ilum og fyr­ir­tækjum vel með lægri lang­tíma­vöxt­u­m.  Þórunn Helgadóttir, hagfræðingur hjá Compass Lexecon í Madríd.

Þetta kemur fram í grein Þór­unn­ar Helga­dótt­ur, hag­fræð­ings hjá Compass Lex­econ í Madríd, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar, sem kom út síð­asta föstu­dag.

Í grein­inni fjallar Þór­unn um tvær aðgerðir sem heyra til óhefð­bund­innar pen­inga­stefnu á krísu­tím­um, magn­bundna íhlutun (Qu­antita­tive easing) og þyrlu­kast (Helicopter drop). 

Báðar aðgerð­irnar hafa verið nefndar sem hugs­an­leg úrræði til þess að koma í veg fyrir enn frek­ari sam­drátt vegna veiru­far­ald­urs­ins með því að auka pen­inga­magn í umferð.

Magn­bundin íhlutun

Magn­bundin íhlut­un, sem felur í sér kaup á rík­is­skulda­bréf­um, er ætlað að örva fjár­mála­mark­aði og hafa þannig áhrif á lang­tíma­vexti. Seðla­banki Jap­ans var fyrstur til að grípa til slíkra úrræða á árunum 2001-2006, en seðla­bankar Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins gerðu slíkt hið sama í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar árið 2008 og efna­hags­þreng­ing­anna sem henni fylgd­i. 

Í grein sinni víkur Þór­unn sér­stak­lega að við­brögðum Mario Drag­hi, banka­stjóra evr­ópska seðla­bank­ans, sem sagð­ist munu standa vörð um evr­una „hvað sem það kostar“ í frægri ræðu sinni í miðju krepp­unnar á Evru­svæð­inu.

Auglýsing
„Orð seðla­banka­stjór­ans voru heldur ekki inn­an­tóm. Nokkrum vikum síðar hóf seðla­bank­inn að kaupa upp skuldir aðild­ar­ríkja í þeim til­gangi að lækka vexti (e. Outright Monet­ary Transact­ions) og tveimur árum síðar hóf evr­ópski seðla­bank­inn einnig að beita magn­bund­inni íhlut­un. Líkt og mynd 1 sýnir tóku lang­tíma­vextir á evru­svæð­inu dýfu í kjöl­far þess­ara aðgerða og hefur ítalski seðla­banka­stjór­inn hlotið við­ur­nefnið Super-Mario fyrir stað­festu sína í að bjarga evr­unni, sama hvað það kost­að­i,” skrifar Þór­unn.Áhrif efnda og aðgerða Mario Draghi sjást skýrt þegar langtímavextir á Evrusvæðinu eru bornir saman fyrir og eftir ræðu hans um að vernda evruna „hvað sem það kostar”. Mynd fengin úr síðasta tölublaði Vísbendingar.

Þyrlu­kast

Sam­kvæmt Þór­unni er þyrlu­kast, sem felur í sér inni­stæðu­lausa pen­inga­prentun þar sem hinir nýprent­uðu seðlar verða eftir í hag­kerf­inu, umdeild­ari aðgerð. Hún bendir þó á að Jordi Galí, einn virt­asti þjóð­hag­fræð­ingur heims, segi að efna­hags­að­stæður nú, ef ein­hvern tím­ann kalli á þyrlu­kast á Evru­svæð­inu. „Hins vegar leggur Galí áherslu á að slíkar aðgerðir séu neyð­ar­úr­ræði sem aðeins ætti að beita ef ljóst er að aðrar aðferðir verði árang­urs­lausar eða hafi óæski­legar afleið­ing­ar,“ skrifar hún. 

Einnig bætir Þór­unn við að pen­inga­prentun á stóru mynt­svæði líkt og Evru­svæð­inu sé ólík­leg til að þynna út gjald­mið­il­inn þar sem evrur hafa alþjóð­legt verð­mæti, en að smærri mynt­svæði gætu lent í greiðslu­jöfn­un­ar­vanda ef slíkum úrræðum er beitt þar. 

Fjallað er ítar­legar um málið í síð­ustu Vís­bend­ingu, sem hægt er að ger­ast áskrif­andi að hér. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent