Fólki í sóttkví fjölgar á ný

Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.

Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Auglýsing

Stað­fest smit af kór­ónu­veirunni eru orðin 1.486 hér á landi. Í gær voru þau 1.417 og hefur þeim því fjölgað um 69 á einum sól­ar­hring. Í dag eru 5.511 manns í sótt­kví og hefur þeim fjölgað tölu­vert frá því í gær, er fjöld­inn var 5.275. Alls hafa 11.657 manns lokið sótt­kví.

Í dag eru 1.054 ein­stak­lingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 ­manns batn­að.

Tæp­lega ­sex­tíu ný smit greindust í þeim 574 sýnum sem tekin voru á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala í gær. Af 1.080 sýnum sem tekin voru hjá Íslenskri erfða­grein­ingu fund­ust tíu ný smit. Alls hafa 25.394 sýni nú verið tekin hér á landi frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

Á sjúkra­húsi liggja 42 ­sjúk­lingar vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins, þar af ell­efu á gjör­gæslu, ­sam­kvæmt því sem fram kemur á vefnum covid.­is.

Af þeim sem grein­st hafa með COVID-19 á Íslandi eru fjögur lát­in.

Auglýsing

Í spálík­an­i ­vís­inda­manna við Háskóla Íslands sem upp­fært var fyrir helgi kemur fram að á meðan far­ald­ur­inn gengur yfir er gert ráð fyrir því að rúm­lega 1.800 manns á Ís­landi verði greind með COVID-19 í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins, en talan gæt­i ­náð nær 2.500 manns sam­kvæmt svart­sýnni spá.

Gert er ráð ­fyrir að fjöldi greindra ein­stak­linga með virkan sjúk­dóm nái hámarki í fyrst­u viku apríl og verði senni­lega um 1.200 manns, en gæti viku seinna náð 1.700 manns ­sam­kvæmt  svart­sýnni spá.

Þá er gert ráð fyrir að á meðan að far­ald­ur­inn gangi yfir muni 120 manns þarfnast inn­lagnar á sjúkra­hús, en gæti náð hátt í 180 manns.

Mesta álag á heil­brigð­is­þjón­ustu vegna sjúkra­húsinn­lagna verður fyrir miðjan apríl en þá er ­gert ráð fyrir að um það bil 60 ein­stak­lingar geti verið inniliggj­andi á sama ­tíma, en svart­sýnni spá er 90 ein­stak­ling­ar.

Gert er ráð ­fyrir því að á tíma far­ald­urs­ins muni um 26 ein­stak­lingar veikj­ast alvar­lega, þ.e. þurfa inn­lögn á gjör­gæslu, á tíma­bil­inu en svart­sýnni spá er 40 ein­stak­ling­ar.

Mesta álag á gjör­gæslu­deildir gæti orðið í annarri viku apr­íl, en þá er búist við því að 10 ­manns liggi þar inni á sama tíma, en sam­kvæmt svart­sýnni spá gætu það verið 18 ­manns.

Smá­vægi­leg hliðrun ald­urs­dreif­ingar í átt að fleiri greindum smitum meðal ein­stak­linga ­yfir sex­tugt myndi auka álag á heil­brigð­is­þjón­ustu tals­vert.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent