„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“

Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Full­trúar stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna köll­uðu eftir auk­inni sam­stöðu í stjórn­mál­un­um, er þeir komu einn af öðrum í Silfrið á RÚV í morgun til að ræða þær aðgerðir sem kynntar hafa verið af hálfu stjórn­valda til þess að spyrna við áhrifum heims­far­ald­urs­ins.

„Það sem rík­is­stjórnin er að gera er fínt en ekki nóg,“ ­sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisn­ar, sem sagði deg­inum ljós­ara að kreppan vegna heims­far­ald­urs­ins væri og yrði engin venju­leg kreppa. „Við þurfum að skuld­setja rík­is­sjóð veru­lega,“ sagði Þor­gerður Katrín.

Hún sagði að henni þætti gott ef „gagn­kvæm hlust­un“ en ekki bara ein­tal ætti sér stað af hálfu rík­is­stjórn­ar­innar og bætti við að Við­reisn­ar­fólk hefði orðið þess vart í nefndum þings­ins að ekki mætti taka inn þeirra hug­mynd­ir, til dæmis eina um að afnema trygg­inga­gjald tíma­bundið á fyr­ir­tæki með sjö starfs­menn eða færri.

Auglýsing

Aðrir stjórn­ar­and­stöðu­leið­togar töl­uðu á svip­uðum nótum og létu glitta í óánægju með sam­ráðs­leysi af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagð­ist þannig „hissa“ á því að stjórn­ar­and­staðan væri ekki höfð meira með í ráðum, sér­stak­lega í ljósi þess að hún hefði sýnt að hún skipti máli, til dæmis í þeim breyt­ingum sem voru gerðar á hluta­bóta­frum­varpi félags­mála­ráð­herra í nefnda­starfi þings­ins og þegar ákvæðum var bætt við um að fyr­ir­tækjum sem fengju lán með rík­is­á­byrgð yrði tíma­bundið óheim­ilt að greiða sér arð.

„Betur sjá augu en auga,“ sagði Logi að ætti við á þessum tím­um.

Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna komu í Silfrið og ræddu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við veirunni.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins sagði sam­starfið við rík­is­stjórn­ina hafa verið ágætt, en að það væri byrjað að líta út fyrir að vera „bara í aðra átt­ina“.

For­mað­ur­inn sagð­ist hafa orðið fyrir von­brigðum með að hver ein og ein­asta til­laga stjórn­ar­and­stöð­unnar hefði verið felld. Hann sagði að fyrst að þessi sund­ur­leita stjórn­ar­and­staða hefði náð sam­an, um „hóf­sama“ breyt­inga­til­lögu við sér­stakt fjár­fest­ing­ar­á­tak rík­is­stjórn­ar­inn­ar, væri ljóst að eitt­hvað væri í til­lög­una spunn­ið.

„Þetta voru til­lögur sem voru aug­ljós­lega til bóta,“ sagði Sig­mund­ur, sem kall­aði eftir því að rík­is­stjórnin veiti inni­stæðu fyrir tali sínum um sam­stöðu á þessum erf­iðu tímum með því að taka til­lögur stjórn­ar­and­stöð­unnar til greina.

Saknar rót­tækni

„Það sem ég sakna mest er meiri rót­tækni, en hennar var kannski ekki að vænta hjá frekar íhalds­samri stjórn,“ sagði Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata, sem sagð­ist einnig telja að ástand dags­ins í dag kalli á „ákveðna sam­fé­lags­lega sjálfs­skoðun og að við end­ur­skoðum verð­mæta­mat okk­ar.“



Hún benti á að fólkið sem héldi sam­fé­lag­inu gang­andi í dag væru heil­brigð­is­starfs­fólk, starfs­fólk í vel­ferð­ar­þjón­ustu, kenn­ar­ar, sorp­hirðu­fólk, fólk í mat­væla­fram­leiðslu og fleiri hóp­ar.

„Við sjáum það bara að þeirra verð­mæti fyrir sam­fé­lag­ið, þessa grund­vall­ar­fólks, það end­ur­spegl­ast ekki í þeim launa­seðlum sem þau fá,“ sagði Þór­hildur Sunna, sem nefndi einnig að það hefði verið höf­uð­á­hersla Pírata að reyna að stjórn­völd til að sjá mik­il­vægi þess að eng­inn félli utan þess­ara aðgerða og sagð­ist telja að stjórn­völd gerðu illt verra með því að búa til „ölm­usu­kerfi“ sem væru flókin fyrir not­end­ur.

„Við höfum talað fyrir borg­ara­laun­um,“ sagði Þór­hildur Sunna og benti á að sú hug­mynd væri að njóta auk­innar hylli þessa dag­ana, jafn­vel úr óvæntum áttum eins og frá leið­ar­ara­höf­undum breska blaðs­ins Fin­ancial Times.

Tími til að end­ur­skoða almanna­trygg­inga­kerfið

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­maður Flokks fólks­ins sagð­ist ótt­ast að eldri borg­arar og öryrkjar yrðu skildir eftir í við­brögðum stjórn­valda. Hann sagði þá 20 þús­und króna ein­greiðslu sem öryrkjar fá nú í aðgerðum stjórn­valda ekki nægi­legt fram­lag og sagði að hann hefði kosið að greiðsl­urnar næmu 50 þús­und krónum bæði núna þessi mán­aða­mót og næstu, þar sem þessi hópur væri í þröngri stöðu.

Einnig sagði hann að þörf væri á því að hækka atvinnu­leys­is­bætur og end­ur­skoða almanna­trygg­inga­kerfið gjör­sam­lega frá A til Ö. Logi Ein­ars­son tal­aði með svip­uðum hætti og sagði að þegar veiru­far­ald­ur­inn væri far­inn hjá yrðu stjórn­völd að hafa það hug­fast að það þyrfti alltaf að verja veik­ustu hópana í sam­fé­lag­inu, ekki bara fyrir heims­far­aldri heldur almennt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent