„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“

Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Full­trúar stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna köll­uðu eftir auk­inni sam­stöðu í stjórn­mál­un­um, er þeir komu einn af öðrum í Silfrið á RÚV í morgun til að ræða þær aðgerðir sem kynntar hafa verið af hálfu stjórn­valda til þess að spyrna við áhrifum heims­far­ald­urs­ins.

„Það sem rík­is­stjórnin er að gera er fínt en ekki nóg,“ ­sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisn­ar, sem sagði deg­inum ljós­ara að kreppan vegna heims­far­ald­urs­ins væri og yrði engin venju­leg kreppa. „Við þurfum að skuld­setja rík­is­sjóð veru­lega,“ sagði Þor­gerður Katrín.

Hún sagði að henni þætti gott ef „gagn­kvæm hlust­un“ en ekki bara ein­tal ætti sér stað af hálfu rík­is­stjórn­ar­innar og bætti við að Við­reisn­ar­fólk hefði orðið þess vart í nefndum þings­ins að ekki mætti taka inn þeirra hug­mynd­ir, til dæmis eina um að afnema trygg­inga­gjald tíma­bundið á fyr­ir­tæki með sjö starfs­menn eða færri.

Auglýsing

Aðrir stjórn­ar­and­stöðu­leið­togar töl­uðu á svip­uðum nótum og létu glitta í óánægju með sam­ráðs­leysi af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagð­ist þannig „hissa“ á því að stjórn­ar­and­staðan væri ekki höfð meira með í ráðum, sér­stak­lega í ljósi þess að hún hefði sýnt að hún skipti máli, til dæmis í þeim breyt­ingum sem voru gerðar á hluta­bóta­frum­varpi félags­mála­ráð­herra í nefnda­starfi þings­ins og þegar ákvæðum var bætt við um að fyr­ir­tækjum sem fengju lán með rík­is­á­byrgð yrði tíma­bundið óheim­ilt að greiða sér arð.

„Betur sjá augu en auga,“ sagði Logi að ætti við á þessum tím­um.

Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna komu í Silfrið og ræddu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við veirunni.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins sagði sam­starfið við rík­is­stjórn­ina hafa verið ágætt, en að það væri byrjað að líta út fyrir að vera „bara í aðra átt­ina“.

For­mað­ur­inn sagð­ist hafa orðið fyrir von­brigðum með að hver ein og ein­asta til­laga stjórn­ar­and­stöð­unnar hefði verið felld. Hann sagði að fyrst að þessi sund­ur­leita stjórn­ar­and­staða hefði náð sam­an, um „hóf­sama“ breyt­inga­til­lögu við sér­stakt fjár­fest­ing­ar­á­tak rík­is­stjórn­ar­inn­ar, væri ljóst að eitt­hvað væri í til­lög­una spunn­ið.

„Þetta voru til­lögur sem voru aug­ljós­lega til bóta,“ sagði Sig­mund­ur, sem kall­aði eftir því að rík­is­stjórnin veiti inni­stæðu fyrir tali sínum um sam­stöðu á þessum erf­iðu tímum með því að taka til­lögur stjórn­ar­and­stöð­unnar til greina.

Saknar rót­tækni

„Það sem ég sakna mest er meiri rót­tækni, en hennar var kannski ekki að vænta hjá frekar íhalds­samri stjórn,“ sagði Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata, sem sagð­ist einnig telja að ástand dags­ins í dag kalli á „ákveðna sam­fé­lags­lega sjálfs­skoðun og að við end­ur­skoðum verð­mæta­mat okk­ar.“Hún benti á að fólkið sem héldi sam­fé­lag­inu gang­andi í dag væru heil­brigð­is­starfs­fólk, starfs­fólk í vel­ferð­ar­þjón­ustu, kenn­ar­ar, sorp­hirðu­fólk, fólk í mat­væla­fram­leiðslu og fleiri hóp­ar.

„Við sjáum það bara að þeirra verð­mæti fyrir sam­fé­lag­ið, þessa grund­vall­ar­fólks, það end­ur­spegl­ast ekki í þeim launa­seðlum sem þau fá,“ sagði Þór­hildur Sunna, sem nefndi einnig að það hefði verið höf­uð­á­hersla Pírata að reyna að stjórn­völd til að sjá mik­il­vægi þess að eng­inn félli utan þess­ara aðgerða og sagð­ist telja að stjórn­völd gerðu illt verra með því að búa til „ölm­usu­kerfi“ sem væru flókin fyrir not­end­ur.

„Við höfum talað fyrir borg­ara­laun­um,“ sagði Þór­hildur Sunna og benti á að sú hug­mynd væri að njóta auk­innar hylli þessa dag­ana, jafn­vel úr óvæntum áttum eins og frá leið­ar­ara­höf­undum breska blaðs­ins Fin­ancial Times.

Tími til að end­ur­skoða almanna­trygg­inga­kerfið

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­maður Flokks fólks­ins sagð­ist ótt­ast að eldri borg­arar og öryrkjar yrðu skildir eftir í við­brögðum stjórn­valda. Hann sagði þá 20 þús­und króna ein­greiðslu sem öryrkjar fá nú í aðgerðum stjórn­valda ekki nægi­legt fram­lag og sagði að hann hefði kosið að greiðsl­urnar næmu 50 þús­und krónum bæði núna þessi mán­aða­mót og næstu, þar sem þessi hópur væri í þröngri stöðu.

Einnig sagði hann að þörf væri á því að hækka atvinnu­leys­is­bætur og end­ur­skoða almanna­trygg­inga­kerfið gjör­sam­lega frá A til Ö. Logi Ein­ars­son tal­aði með svip­uðum hætti og sagði að þegar veiru­far­ald­ur­inn væri far­inn hjá yrðu stjórn­völd að hafa það hug­fast að það þyrfti alltaf að verja veik­ustu hópana í sam­fé­lag­inu, ekki bara fyrir heims­far­aldri heldur almennt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent