„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“

Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Full­trúar stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna köll­uðu eftir auk­inni sam­stöðu í stjórn­mál­un­um, er þeir komu einn af öðrum í Silfrið á RÚV í morgun til að ræða þær aðgerðir sem kynntar hafa verið af hálfu stjórn­valda til þess að spyrna við áhrifum heims­far­ald­urs­ins.

„Það sem rík­is­stjórnin er að gera er fínt en ekki nóg,“ ­sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisn­ar, sem sagði deg­inum ljós­ara að kreppan vegna heims­far­ald­urs­ins væri og yrði engin venju­leg kreppa. „Við þurfum að skuld­setja rík­is­sjóð veru­lega,“ sagði Þor­gerður Katrín.

Hún sagði að henni þætti gott ef „gagn­kvæm hlust­un“ en ekki bara ein­tal ætti sér stað af hálfu rík­is­stjórn­ar­innar og bætti við að Við­reisn­ar­fólk hefði orðið þess vart í nefndum þings­ins að ekki mætti taka inn þeirra hug­mynd­ir, til dæmis eina um að afnema trygg­inga­gjald tíma­bundið á fyr­ir­tæki með sjö starfs­menn eða færri.

Auglýsing

Aðrir stjórn­ar­and­stöðu­leið­togar töl­uðu á svip­uðum nótum og létu glitta í óánægju með sam­ráðs­leysi af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagð­ist þannig „hissa“ á því að stjórn­ar­and­staðan væri ekki höfð meira með í ráðum, sér­stak­lega í ljósi þess að hún hefði sýnt að hún skipti máli, til dæmis í þeim breyt­ingum sem voru gerðar á hluta­bóta­frum­varpi félags­mála­ráð­herra í nefnda­starfi þings­ins og þegar ákvæðum var bætt við um að fyr­ir­tækjum sem fengju lán með rík­is­á­byrgð yrði tíma­bundið óheim­ilt að greiða sér arð.

„Betur sjá augu en auga,“ sagði Logi að ætti við á þessum tím­um.

Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna komu í Silfrið og ræddu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við veirunni.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins sagði sam­starfið við rík­is­stjórn­ina hafa verið ágætt, en að það væri byrjað að líta út fyrir að vera „bara í aðra átt­ina“.

For­mað­ur­inn sagð­ist hafa orðið fyrir von­brigðum með að hver ein og ein­asta til­laga stjórn­ar­and­stöð­unnar hefði verið felld. Hann sagði að fyrst að þessi sund­ur­leita stjórn­ar­and­staða hefði náð sam­an, um „hóf­sama“ breyt­inga­til­lögu við sér­stakt fjár­fest­ing­ar­á­tak rík­is­stjórn­ar­inn­ar, væri ljóst að eitt­hvað væri í til­lög­una spunn­ið.

„Þetta voru til­lögur sem voru aug­ljós­lega til bóta,“ sagði Sig­mund­ur, sem kall­aði eftir því að rík­is­stjórnin veiti inni­stæðu fyrir tali sínum um sam­stöðu á þessum erf­iðu tímum með því að taka til­lögur stjórn­ar­and­stöð­unnar til greina.

Saknar rót­tækni

„Það sem ég sakna mest er meiri rót­tækni, en hennar var kannski ekki að vænta hjá frekar íhalds­samri stjórn,“ sagði Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata, sem sagð­ist einnig telja að ástand dags­ins í dag kalli á „ákveðna sam­fé­lags­lega sjálfs­skoðun og að við end­ur­skoðum verð­mæta­mat okk­ar.“Hún benti á að fólkið sem héldi sam­fé­lag­inu gang­andi í dag væru heil­brigð­is­starfs­fólk, starfs­fólk í vel­ferð­ar­þjón­ustu, kenn­ar­ar, sorp­hirðu­fólk, fólk í mat­væla­fram­leiðslu og fleiri hóp­ar.

„Við sjáum það bara að þeirra verð­mæti fyrir sam­fé­lag­ið, þessa grund­vall­ar­fólks, það end­ur­spegl­ast ekki í þeim launa­seðlum sem þau fá,“ sagði Þór­hildur Sunna, sem nefndi einnig að það hefði verið höf­uð­á­hersla Pírata að reyna að stjórn­völd til að sjá mik­il­vægi þess að eng­inn félli utan þess­ara aðgerða og sagð­ist telja að stjórn­völd gerðu illt verra með því að búa til „ölm­usu­kerfi“ sem væru flókin fyrir not­end­ur.

„Við höfum talað fyrir borg­ara­laun­um,“ sagði Þór­hildur Sunna og benti á að sú hug­mynd væri að njóta auk­innar hylli þessa dag­ana, jafn­vel úr óvæntum áttum eins og frá leið­ar­ara­höf­undum breska blaðs­ins Fin­ancial Times.

Tími til að end­ur­skoða almanna­trygg­inga­kerfið

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­maður Flokks fólks­ins sagð­ist ótt­ast að eldri borg­arar og öryrkjar yrðu skildir eftir í við­brögðum stjórn­valda. Hann sagði þá 20 þús­und króna ein­greiðslu sem öryrkjar fá nú í aðgerðum stjórn­valda ekki nægi­legt fram­lag og sagði að hann hefði kosið að greiðsl­urnar næmu 50 þús­und krónum bæði núna þessi mán­aða­mót og næstu, þar sem þessi hópur væri í þröngri stöðu.

Einnig sagði hann að þörf væri á því að hækka atvinnu­leys­is­bætur og end­ur­skoða almanna­trygg­inga­kerfið gjör­sam­lega frá A til Ö. Logi Ein­ars­son tal­aði með svip­uðum hætti og sagði að þegar veiru­far­ald­ur­inn væri far­inn hjá yrðu stjórn­völd að hafa það hug­fast að það þyrfti alltaf að verja veik­ustu hópana í sam­fé­lag­inu, ekki bara fyrir heims­far­aldri heldur almennt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent