Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni

Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.

Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Auglýsing

Sam­kvæmt spá banda­rískra yfir­valda um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn er talið lík­legt að á bil­inu 100-240 þús­und manns láti lífið vegna COVID-19 sýk­ingar þar í landi. Stað­fest smit eru hvergi fleiri en í Banda­ríkj­un­um, en þar hafa tæp­lega 300 þús­und smit þegar verið stað­fest og hart­nær 8 þús­und manns eru lát­in.

Lang­verst er staðan orðin í New York-­ríki. Þar lét­ust 630 síð­asta sól­ar­hring, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem rík­is­stjór­inn Andrew Cuomo sendi frá sér fyrr í dag.

Auglýsing

Sér­fræð­ing­arnir sem standa í stafni fyrir banda­rísk heil­brigð­is­yf­ir­völd í þess­ari bar­áttu telja að það gæti farið enn verr, ef Banda­ríkja­menn virða ekki þau til­mæli sem gefin hafa verið út í því skyni að hefta útbreiðsl­una.

Það nýjasta í þeim efnum er að mælst er til þess að allir Banda­ríkja­menn gangi um með grímur eða aðrar hlífar fyrir vit­unum ef þeir eru úti á almanna­færi. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur þó gefið það út, eig­in­lega þvert á til­mæli heil­brigð­is­yf­ir­valda, að hann ætli sér ekki að ganga með grímu.

Ant­hony Fauci, yfir­maður smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna, hefur hvatt öll ríki lands­ins til þess að fyr­ir­skipa íbúum að halda sig heima, en ríkj­unum hefur verið í sjálfs­vald sett hvort þau beina ströngum til­mælum til fólks um að halda sig heima eða ekki. Lang­flest, eða yfir fjöru­tíu ríki, hafa sagt fólki að vera heima nema brýna nauð­syn beri til.

Breyttur tónn for­set­ans

Don­ald Trump var­aði við því á þriðju­dag að framundan væru „erf­iðir dag­ar“ og næstu tvær vikur yrðu þung­ar. Í fyrsta sinn frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn fór að geisa virt­ist for­set­inn átta sig að fullu á alvar­leika máls­ins og tala opin­ber­lega í sam­ræmi við það, en fjöl­margar yfir­lýs­ingar hans um far­ald­ur­inn til þessa hafa ekki stað­ist nokkra skoð­un. 

Ekki er nema rúm vika síðan for­set­inn sagð­ist helst vilja aflétta öllum til­mælum til fólks um sam­skipta­fjar­lægð strax um pásk­ana vegna þeirra geig­væn­legu áhrifa sem aðgerð­irnar eru að hafa á efna­hags­lífið í Banda­ríkj­un­um. 

„Lækn­ingin má ekki verða verri en sjúk­dóm­ur­inn,“ varð hálf­gerð mantra for­set­ans á tíma­bili, á milli þess sem hann lét fjöl­miðla­fólk heyra það fyrir „ósann­gjarnar spurn­ing­ar“ og það sem að hans mati voru til­raunir til þess að hræða almenn­ing að óþörfu.

Ant­hony Fauci, sem hefur gjarnan birst við hlið Trump á blaða­manna­fundum þar sem farið er yfir útbreiðslu veirunnar og aðgerðir stjórn­valda, sagði í við­tali í hlað­varps­þætt­inum Daily frá New York Times í vik­unni að þó væri það svo að for­set­inn hefði alla tíð, frá því að hann og aðrir sér­fræð­ingar byrj­uðu að miðla upp­lýs­ing­um, tekið ógn­inni af veirunni alvar­lega. Þrátt fyrir allt sem hann hefur sagt.

Trump hefur bara „ákveð­inn stíl“, sem erfitt er fyrir emb­ætt­is­mann að ætla sér reyna að hemja, sagði Fauci, sem per­sónu­lega hefur í nokkrum til­fellum þurft að leið­rétta eða draga úr yfir­lýs­ingum for­set­ans um far­ald­ur­inn. Í kjöl­farið hefur hann svo þurft að fá aukna örygg­is­gæslu vegna hót­ana sem honum hafa borist fyrir að vara við hætt­unni sem stafar af far­aldr­inum og hvetja til harðra aðgerða. Sam­sær­is­kenn­inga­smiðir telja vís­inda­mann­inn vera að reyna að grafa undan Trump á kosn­inga­ári.

Far­ald­ur­inn er enn í hröðum vexti í Banda­ríkj­unum og ekki er útséð með hvernig hann mun fara með þjóð­ina, en bæði staðan og horf­urnar eru slæmar, sér­stak­lega í New York og fleiri stór­borgum þar sem mann­mergðin er mikil og smit­leiðir hafa verið greið­ar.

Þungt högg fyrir neyslu­drif­inn efna­hag

Ljóst er að efna­hags­höggið í Banda­ríkj­unum verður gríð­ar­legt, þrátt fyrir þann tveggja billj­arða dala björg­un­ar­pakka sem sam­þykktur hefur verið til þess að reyna að halda stærsta efna­hags­kerfi heims á flot­i. 

Um tíu millj­ónir manna hafa sótt um atvinnu­leys­is­bætur und­an­farnar tvær vikur og sér­fræð­ingar telja margir að það sé bara byrj­un­in, millj­ónir eigi enn eftir að bæt­ast við. Áður höfðu mest innan við sjöhund­ruð þús­und manns sótt um atvinnu­leys­is­bætur á einni viku í Banda­ríkj­un­um. 

Efna­hags­á­fallið sem fylgir veirunni á án efa eftir að hafa mikil áhrif á líf og heilsu fjölda Banda­ríkja­manna, enda þýðir atvinnu­leysi þar í landi í mörgum til­fellum að fátækt fólk missir sjúkra­trygg­ingar sínar og það öryggi sem þær veita. Það veit ekki á gott þegar heilsuvá steðjar að, en þó hafa banda­rísk yfir­völd gefið út að allir geti fengi með­ferð vegna kór­ónu­veirusmits sér að kostn­að­ar­lausu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent