Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni

Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.

Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Auglýsing

Sam­kvæmt spá banda­rískra yfir­valda um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn er talið lík­legt að á bil­inu 100-240 þús­und manns láti lífið vegna COVID-19 sýk­ingar þar í landi. Stað­fest smit eru hvergi fleiri en í Banda­ríkj­un­um, en þar hafa tæp­lega 300 þús­und smit þegar verið stað­fest og hart­nær 8 þús­und manns eru lát­in.

Lang­verst er staðan orðin í New York-­ríki. Þar lét­ust 630 síð­asta sól­ar­hring, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem rík­is­stjór­inn Andrew Cuomo sendi frá sér fyrr í dag.

Auglýsing

Sér­fræð­ing­arnir sem standa í stafni fyrir banda­rísk heil­brigð­is­yf­ir­völd í þess­ari bar­áttu telja að það gæti farið enn verr, ef Banda­ríkja­menn virða ekki þau til­mæli sem gefin hafa verið út í því skyni að hefta útbreiðsl­una.

Það nýjasta í þeim efnum er að mælst er til þess að allir Banda­ríkja­menn gangi um með grímur eða aðrar hlífar fyrir vit­unum ef þeir eru úti á almanna­færi. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur þó gefið það út, eig­in­lega þvert á til­mæli heil­brigð­is­yf­ir­valda, að hann ætli sér ekki að ganga með grímu.

Ant­hony Fauci, yfir­maður smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna, hefur hvatt öll ríki lands­ins til þess að fyr­ir­skipa íbúum að halda sig heima, en ríkj­unum hefur verið í sjálfs­vald sett hvort þau beina ströngum til­mælum til fólks um að halda sig heima eða ekki. Lang­flest, eða yfir fjöru­tíu ríki, hafa sagt fólki að vera heima nema brýna nauð­syn beri til.

Breyttur tónn for­set­ans

Don­ald Trump var­aði við því á þriðju­dag að framundan væru „erf­iðir dag­ar“ og næstu tvær vikur yrðu þung­ar. Í fyrsta sinn frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn fór að geisa virt­ist for­set­inn átta sig að fullu á alvar­leika máls­ins og tala opin­ber­lega í sam­ræmi við það, en fjöl­margar yfir­lýs­ingar hans um far­ald­ur­inn til þessa hafa ekki stað­ist nokkra skoð­un. 

Ekki er nema rúm vika síðan for­set­inn sagð­ist helst vilja aflétta öllum til­mælum til fólks um sam­skipta­fjar­lægð strax um pásk­ana vegna þeirra geig­væn­legu áhrifa sem aðgerð­irnar eru að hafa á efna­hags­lífið í Banda­ríkj­un­um. 

„Lækn­ingin má ekki verða verri en sjúk­dóm­ur­inn,“ varð hálf­gerð mantra for­set­ans á tíma­bili, á milli þess sem hann lét fjöl­miðla­fólk heyra það fyrir „ósann­gjarnar spurn­ing­ar“ og það sem að hans mati voru til­raunir til þess að hræða almenn­ing að óþörfu.

Ant­hony Fauci, sem hefur gjarnan birst við hlið Trump á blaða­manna­fundum þar sem farið er yfir útbreiðslu veirunnar og aðgerðir stjórn­valda, sagði í við­tali í hlað­varps­þætt­inum Daily frá New York Times í vik­unni að þó væri það svo að for­set­inn hefði alla tíð, frá því að hann og aðrir sér­fræð­ingar byrj­uðu að miðla upp­lýs­ing­um, tekið ógn­inni af veirunni alvar­lega. Þrátt fyrir allt sem hann hefur sagt.

Trump hefur bara „ákveð­inn stíl“, sem erfitt er fyrir emb­ætt­is­mann að ætla sér reyna að hemja, sagði Fauci, sem per­sónu­lega hefur í nokkrum til­fellum þurft að leið­rétta eða draga úr yfir­lýs­ingum for­set­ans um far­ald­ur­inn. Í kjöl­farið hefur hann svo þurft að fá aukna örygg­is­gæslu vegna hót­ana sem honum hafa borist fyrir að vara við hætt­unni sem stafar af far­aldr­inum og hvetja til harðra aðgerða. Sam­sær­is­kenn­inga­smiðir telja vís­inda­mann­inn vera að reyna að grafa undan Trump á kosn­inga­ári.

Far­ald­ur­inn er enn í hröðum vexti í Banda­ríkj­unum og ekki er útséð með hvernig hann mun fara með þjóð­ina, en bæði staðan og horf­urnar eru slæmar, sér­stak­lega í New York og fleiri stór­borgum þar sem mann­mergðin er mikil og smit­leiðir hafa verið greið­ar.

Þungt högg fyrir neyslu­drif­inn efna­hag

Ljóst er að efna­hags­höggið í Banda­ríkj­unum verður gríð­ar­legt, þrátt fyrir þann tveggja billj­arða dala björg­un­ar­pakka sem sam­þykktur hefur verið til þess að reyna að halda stærsta efna­hags­kerfi heims á flot­i. 

Um tíu millj­ónir manna hafa sótt um atvinnu­leys­is­bætur und­an­farnar tvær vikur og sér­fræð­ingar telja margir að það sé bara byrj­un­in, millj­ónir eigi enn eftir að bæt­ast við. Áður höfðu mest innan við sjöhund­ruð þús­und manns sótt um atvinnu­leys­is­bætur á einni viku í Banda­ríkj­un­um. 

Efna­hags­á­fallið sem fylgir veirunni á án efa eftir að hafa mikil áhrif á líf og heilsu fjölda Banda­ríkja­manna, enda þýðir atvinnu­leysi þar í landi í mörgum til­fellum að fátækt fólk missir sjúkra­trygg­ingar sínar og það öryggi sem þær veita. Það veit ekki á gott þegar heilsuvá steðjar að, en þó hafa banda­rísk yfir­völd gefið út að allir geti fengi með­ferð vegna kór­ónu­veirusmits sér að kostn­að­ar­lausu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent