Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni

Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.

Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Auglýsing

Sam­kvæmt spá banda­rískra yfir­valda um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn er talið lík­legt að á bil­inu 100-240 þús­und manns láti lífið vegna COVID-19 sýk­ingar þar í landi. Stað­fest smit eru hvergi fleiri en í Banda­ríkj­un­um, en þar hafa tæp­lega 300 þús­und smit þegar verið stað­fest og hart­nær 8 þús­und manns eru lát­in.

Lang­verst er staðan orðin í New York-­ríki. Þar lét­ust 630 síð­asta sól­ar­hring, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem rík­is­stjór­inn Andrew Cuomo sendi frá sér fyrr í dag.

Auglýsing

Sér­fræð­ing­arnir sem standa í stafni fyrir banda­rísk heil­brigð­is­yf­ir­völd í þess­ari bar­áttu telja að það gæti farið enn verr, ef Banda­ríkja­menn virða ekki þau til­mæli sem gefin hafa verið út í því skyni að hefta útbreiðsl­una.

Það nýjasta í þeim efnum er að mælst er til þess að allir Banda­ríkja­menn gangi um með grímur eða aðrar hlífar fyrir vit­unum ef þeir eru úti á almanna­færi. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur þó gefið það út, eig­in­lega þvert á til­mæli heil­brigð­is­yf­ir­valda, að hann ætli sér ekki að ganga með grímu.

Ant­hony Fauci, yfir­maður smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna, hefur hvatt öll ríki lands­ins til þess að fyr­ir­skipa íbúum að halda sig heima, en ríkj­unum hefur verið í sjálfs­vald sett hvort þau beina ströngum til­mælum til fólks um að halda sig heima eða ekki. Lang­flest, eða yfir fjöru­tíu ríki, hafa sagt fólki að vera heima nema brýna nauð­syn beri til.

Breyttur tónn for­set­ans

Don­ald Trump var­aði við því á þriðju­dag að framundan væru „erf­iðir dag­ar“ og næstu tvær vikur yrðu þung­ar. Í fyrsta sinn frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn fór að geisa virt­ist for­set­inn átta sig að fullu á alvar­leika máls­ins og tala opin­ber­lega í sam­ræmi við það, en fjöl­margar yfir­lýs­ingar hans um far­ald­ur­inn til þessa hafa ekki stað­ist nokkra skoð­un. 

Ekki er nema rúm vika síðan for­set­inn sagð­ist helst vilja aflétta öllum til­mælum til fólks um sam­skipta­fjar­lægð strax um pásk­ana vegna þeirra geig­væn­legu áhrifa sem aðgerð­irnar eru að hafa á efna­hags­lífið í Banda­ríkj­un­um. 

„Lækn­ingin má ekki verða verri en sjúk­dóm­ur­inn,“ varð hálf­gerð mantra for­set­ans á tíma­bili, á milli þess sem hann lét fjöl­miðla­fólk heyra það fyrir „ósann­gjarnar spurn­ing­ar“ og það sem að hans mati voru til­raunir til þess að hræða almenn­ing að óþörfu.

Ant­hony Fauci, sem hefur gjarnan birst við hlið Trump á blaða­manna­fundum þar sem farið er yfir útbreiðslu veirunnar og aðgerðir stjórn­valda, sagði í við­tali í hlað­varps­þætt­inum Daily frá New York Times í vik­unni að þó væri það svo að for­set­inn hefði alla tíð, frá því að hann og aðrir sér­fræð­ingar byrj­uðu að miðla upp­lýs­ing­um, tekið ógn­inni af veirunni alvar­lega. Þrátt fyrir allt sem hann hefur sagt.

Trump hefur bara „ákveð­inn stíl“, sem erfitt er fyrir emb­ætt­is­mann að ætla sér reyna að hemja, sagði Fauci, sem per­sónu­lega hefur í nokkrum til­fellum þurft að leið­rétta eða draga úr yfir­lýs­ingum for­set­ans um far­ald­ur­inn. Í kjöl­farið hefur hann svo þurft að fá aukna örygg­is­gæslu vegna hót­ana sem honum hafa borist fyrir að vara við hætt­unni sem stafar af far­aldr­inum og hvetja til harðra aðgerða. Sam­sær­is­kenn­inga­smiðir telja vís­inda­mann­inn vera að reyna að grafa undan Trump á kosn­inga­ári.

Far­ald­ur­inn er enn í hröðum vexti í Banda­ríkj­unum og ekki er útséð með hvernig hann mun fara með þjóð­ina, en bæði staðan og horf­urnar eru slæmar, sér­stak­lega í New York og fleiri stór­borgum þar sem mann­mergðin er mikil og smit­leiðir hafa verið greið­ar.

Þungt högg fyrir neyslu­drif­inn efna­hag

Ljóst er að efna­hags­höggið í Banda­ríkj­unum verður gríð­ar­legt, þrátt fyrir þann tveggja billj­arða dala björg­un­ar­pakka sem sam­þykktur hefur verið til þess að reyna að halda stærsta efna­hags­kerfi heims á flot­i. 

Um tíu millj­ónir manna hafa sótt um atvinnu­leys­is­bætur und­an­farnar tvær vikur og sér­fræð­ingar telja margir að það sé bara byrj­un­in, millj­ónir eigi enn eftir að bæt­ast við. Áður höfðu mest innan við sjöhund­ruð þús­und manns sótt um atvinnu­leys­is­bætur á einni viku í Banda­ríkj­un­um. 

Efna­hags­á­fallið sem fylgir veirunni á án efa eftir að hafa mikil áhrif á líf og heilsu fjölda Banda­ríkja­manna, enda þýðir atvinnu­leysi þar í landi í mörgum til­fellum að fátækt fólk missir sjúkra­trygg­ingar sínar og það öryggi sem þær veita. Það veit ekki á gott þegar heilsuvá steðjar að, en þó hafa banda­rísk yfir­völd gefið út að allir geti fengi með­ferð vegna kór­ónu­veirusmits sér að kostn­að­ar­lausu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent