Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni

Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.

Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Auglýsing

Sam­kvæmt spá banda­rískra yfir­valda um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn er talið lík­legt að á bil­inu 100-240 þús­und manns láti lífið vegna COVID-19 sýk­ingar þar í landi. Stað­fest smit eru hvergi fleiri en í Banda­ríkj­un­um, en þar hafa tæp­lega 300 þús­und smit þegar verið stað­fest og hart­nær 8 þús­und manns eru lát­in.

Lang­verst er staðan orðin í New York-­ríki. Þar lét­ust 630 síð­asta sól­ar­hring, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem rík­is­stjór­inn Andrew Cuomo sendi frá sér fyrr í dag.

Auglýsing

Sér­fræð­ing­arnir sem standa í stafni fyrir banda­rísk heil­brigð­is­yf­ir­völd í þess­ari bar­áttu telja að það gæti farið enn verr, ef Banda­ríkja­menn virða ekki þau til­mæli sem gefin hafa verið út í því skyni að hefta útbreiðsl­una.

Það nýjasta í þeim efnum er að mælst er til þess að allir Banda­ríkja­menn gangi um með grímur eða aðrar hlífar fyrir vit­unum ef þeir eru úti á almanna­færi. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur þó gefið það út, eig­in­lega þvert á til­mæli heil­brigð­is­yf­ir­valda, að hann ætli sér ekki að ganga með grímu.

Ant­hony Fauci, yfir­maður smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna, hefur hvatt öll ríki lands­ins til þess að fyr­ir­skipa íbúum að halda sig heima, en ríkj­unum hefur verið í sjálfs­vald sett hvort þau beina ströngum til­mælum til fólks um að halda sig heima eða ekki. Lang­flest, eða yfir fjöru­tíu ríki, hafa sagt fólki að vera heima nema brýna nauð­syn beri til.

Breyttur tónn for­set­ans

Don­ald Trump var­aði við því á þriðju­dag að framundan væru „erf­iðir dag­ar“ og næstu tvær vikur yrðu þung­ar. Í fyrsta sinn frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn fór að geisa virt­ist for­set­inn átta sig að fullu á alvar­leika máls­ins og tala opin­ber­lega í sam­ræmi við það, en fjöl­margar yfir­lýs­ingar hans um far­ald­ur­inn til þessa hafa ekki stað­ist nokkra skoð­un. 

Ekki er nema rúm vika síðan for­set­inn sagð­ist helst vilja aflétta öllum til­mælum til fólks um sam­skipta­fjar­lægð strax um pásk­ana vegna þeirra geig­væn­legu áhrifa sem aðgerð­irnar eru að hafa á efna­hags­lífið í Banda­ríkj­un­um. 

„Lækn­ingin má ekki verða verri en sjúk­dóm­ur­inn,“ varð hálf­gerð mantra for­set­ans á tíma­bili, á milli þess sem hann lét fjöl­miðla­fólk heyra það fyrir „ósann­gjarnar spurn­ing­ar“ og það sem að hans mati voru til­raunir til þess að hræða almenn­ing að óþörfu.

Ant­hony Fauci, sem hefur gjarnan birst við hlið Trump á blaða­manna­fundum þar sem farið er yfir útbreiðslu veirunnar og aðgerðir stjórn­valda, sagði í við­tali í hlað­varps­þætt­inum Daily frá New York Times í vik­unni að þó væri það svo að for­set­inn hefði alla tíð, frá því að hann og aðrir sér­fræð­ingar byrj­uðu að miðla upp­lýs­ing­um, tekið ógn­inni af veirunni alvar­lega. Þrátt fyrir allt sem hann hefur sagt.

Trump hefur bara „ákveð­inn stíl“, sem erfitt er fyrir emb­ætt­is­mann að ætla sér reyna að hemja, sagði Fauci, sem per­sónu­lega hefur í nokkrum til­fellum þurft að leið­rétta eða draga úr yfir­lýs­ingum for­set­ans um far­ald­ur­inn. Í kjöl­farið hefur hann svo þurft að fá aukna örygg­is­gæslu vegna hót­ana sem honum hafa borist fyrir að vara við hætt­unni sem stafar af far­aldr­inum og hvetja til harðra aðgerða. Sam­sær­is­kenn­inga­smiðir telja vís­inda­mann­inn vera að reyna að grafa undan Trump á kosn­inga­ári.

Far­ald­ur­inn er enn í hröðum vexti í Banda­ríkj­unum og ekki er útséð með hvernig hann mun fara með þjóð­ina, en bæði staðan og horf­urnar eru slæmar, sér­stak­lega í New York og fleiri stór­borgum þar sem mann­mergðin er mikil og smit­leiðir hafa verið greið­ar.

Þungt högg fyrir neyslu­drif­inn efna­hag

Ljóst er að efna­hags­höggið í Banda­ríkj­unum verður gríð­ar­legt, þrátt fyrir þann tveggja billj­arða dala björg­un­ar­pakka sem sam­þykktur hefur verið til þess að reyna að halda stærsta efna­hags­kerfi heims á flot­i. 

Um tíu millj­ónir manna hafa sótt um atvinnu­leys­is­bætur und­an­farnar tvær vikur og sér­fræð­ingar telja margir að það sé bara byrj­un­in, millj­ónir eigi enn eftir að bæt­ast við. Áður höfðu mest innan við sjöhund­ruð þús­und manns sótt um atvinnu­leys­is­bætur á einni viku í Banda­ríkj­un­um. 

Efna­hags­á­fallið sem fylgir veirunni á án efa eftir að hafa mikil áhrif á líf og heilsu fjölda Banda­ríkja­manna, enda þýðir atvinnu­leysi þar í landi í mörgum til­fellum að fátækt fólk missir sjúkra­trygg­ingar sínar og það öryggi sem þær veita. Það veit ekki á gott þegar heilsuvá steðjar að, en þó hafa banda­rísk yfir­völd gefið út að allir geti fengi með­ferð vegna kór­ónu­veirusmits sér að kostn­að­ar­lausu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent