Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“

Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.

Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

Sara Dögg Svan­hild­ar­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi í Garða­bæ, sagði sögu sína af COVID-19 smiti á dag­legum upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­lækn­is­emb­ætt­is­ins í Skóg­ar­hlíð í dag, en henni er batnað fyrir all­nokkru. Hún sagð­ist hafa gengið í gegnum „COVID-­til­finn­inga­rús­sí­bana“ og nefndi að hún væri frekar vera að glíma við and­leg eft­ir­köst veirunnar en lík­am­leg.

Sara Dögg greind­ist í sýna­töku hjá Íslenskri erfða­grein­ingu, snemma í mars, þegar rétt rúm­lega hund­rað smit höfðu verið greind hér á landi. Hún hafði verið slöpp vik­una áður en hún fór í próf­ið, en sagði að henni hefði ekki grunað að hún væri með veiruna.

„Þetta var týpískur slapp­leiki, með miklu kvefi og höf­uð­verk og slíku. Ég taldi mig ekki vera veika og því síður óraði mig fyrir að ég væri með þessa veiru,“ sagði Sara Dögg, sem var nýkomin heim af bæj­ar­stjórn­ar­fundi þegar hún fékk sím­tal um að hún væri með veiruna. „Mér brá veru­lega,“ sagði Sara.

Auglýsing

Hún telur að þegar hún greind­ist með veiruna hafi hún í raun verið komin inn í bata­ferlið og það gerði smitrakn­inga­ferlið flókn­ara. „Þar sem ég var orðin frekar frísk var þetta ansi langur tími sem við þurftum að rekja aftur og þess vegna, kæra þjóð, upp með þetta rakn­ing­ar-app, all­ir,“ sagði Sara Dögg.

Frá blaðamannafundinum í dag. Mynd: Lögreglan

Alma Möller land­læknir greindi frá því á fund­inum að 96 þús­und manns væru þegar búin að ná sér í app­ið, Rakn­ing C-19, sem aðgengi­legt er fyrir bæði iPhone og Android-síma.

Sara Dögg sagði það hafa verið flókið að reyna að rifja upp ferðir sínar aftur í tím­ann og að enn í dag sé hún að lenda í því að muna skyndi­lega eftir ein­hverjum sem hún hafði hitt en ekki munað eftir þegar hún sat með smitrakn­ing­arteym­inu. Þá fyllist hún sam­visku­biti. Hún ræddi þetta sam­visku­bit sér­stak­lega og sagð­ist viss um að aðrir sem hefðu smit­ast væru að upp­lifa það sama.

Stórt og mikið verk­efni að vera með COVID-19

„Ég var ekk­ert síður bara hrædd um þann raun­veru­leika að ein­hver smit­að­ist af mér og það er kannski þessi stóra þunga til­finn­ing sem er erf­ið, alveg sama hvað við gerum við hana,“ segir Sara Dögg, sem ræddi um „sótt­kví­ar­hóp­inn sinn“, en það kallar hún fólkið sem fór í sótt­kví hennar vegna. Í þeim hópi var 93 ára gömul vin­kona, sem Sara Dögg hafði hitt sama dag og hún fékk grein­ing­una. Sara Dögg sagð­ist þó hepp­in, en hún veit ekki til þess að nokkur sem hún var í sam­skiptum við hafi smit­ast.

„Hún er mikil vin­kona mín og við höfum talað saman í síma á hverjum ein­asta degi, hlæjum mikið saman og við erum mjög hvetj­andi fyrir hvora aðra. Þannig að það hefur verið gríð­ar­lega mik­il­vægt og þess vegna segi ég, sam­veran í hvaða formi sem hún er er gríð­ar­lega mik­il­væg,“ sagði Sara Dögg.

„Ég gæti talað held ég í allan dag um þetta, en þetta er stórt og mikið verk­efni að vera með COVID-19,“ sagði Sara Dögg, sem kom því áleiðis til fólks að hugsa vel um þá sem eru smit­aðir og sendi sömu­leiðis bar­áttu­kveðjur til smit­aðra og aðstand­enda þeirra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent