Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“

Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.

Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

Sara Dögg Svan­hild­ar­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi í Garða­bæ, sagði sögu sína af COVID-19 smiti á dag­legum upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­lækn­is­emb­ætt­is­ins í Skóg­ar­hlíð í dag, en henni er batnað fyrir all­nokkru. Hún sagð­ist hafa gengið í gegnum „COVID-­til­finn­inga­rús­sí­bana“ og nefndi að hún væri frekar vera að glíma við and­leg eft­ir­köst veirunnar en lík­am­leg.

Sara Dögg greind­ist í sýna­töku hjá Íslenskri erfða­grein­ingu, snemma í mars, þegar rétt rúm­lega hund­rað smit höfðu verið greind hér á landi. Hún hafði verið slöpp vik­una áður en hún fór í próf­ið, en sagði að henni hefði ekki grunað að hún væri með veiruna.

„Þetta var týpískur slapp­leiki, með miklu kvefi og höf­uð­verk og slíku. Ég taldi mig ekki vera veika og því síður óraði mig fyrir að ég væri með þessa veiru,“ sagði Sara Dögg, sem var nýkomin heim af bæj­ar­stjórn­ar­fundi þegar hún fékk sím­tal um að hún væri með veiruna. „Mér brá veru­lega,“ sagði Sara.

Auglýsing

Hún telur að þegar hún greind­ist með veiruna hafi hún í raun verið komin inn í bata­ferlið og það gerði smitrakn­inga­ferlið flókn­ara. „Þar sem ég var orðin frekar frísk var þetta ansi langur tími sem við þurftum að rekja aftur og þess vegna, kæra þjóð, upp með þetta rakn­ing­ar-app, all­ir,“ sagði Sara Dögg.

Frá blaðamannafundinum í dag. Mynd: Lögreglan

Alma Möller land­læknir greindi frá því á fund­inum að 96 þús­und manns væru þegar búin að ná sér í app­ið, Rakn­ing C-19, sem aðgengi­legt er fyrir bæði iPhone og Android-síma.

Sara Dögg sagði það hafa verið flókið að reyna að rifja upp ferðir sínar aftur í tím­ann og að enn í dag sé hún að lenda í því að muna skyndi­lega eftir ein­hverjum sem hún hafði hitt en ekki munað eftir þegar hún sat með smitrakn­ing­arteym­inu. Þá fyllist hún sam­visku­biti. Hún ræddi þetta sam­visku­bit sér­stak­lega og sagð­ist viss um að aðrir sem hefðu smit­ast væru að upp­lifa það sama.

Stórt og mikið verk­efni að vera með COVID-19

„Ég var ekk­ert síður bara hrædd um þann raun­veru­leika að ein­hver smit­að­ist af mér og það er kannski þessi stóra þunga til­finn­ing sem er erf­ið, alveg sama hvað við gerum við hana,“ segir Sara Dögg, sem ræddi um „sótt­kví­ar­hóp­inn sinn“, en það kallar hún fólkið sem fór í sótt­kví hennar vegna. Í þeim hópi var 93 ára gömul vin­kona, sem Sara Dögg hafði hitt sama dag og hún fékk grein­ing­una. Sara Dögg sagð­ist þó hepp­in, en hún veit ekki til þess að nokkur sem hún var í sam­skiptum við hafi smit­ast.

„Hún er mikil vin­kona mín og við höfum talað saman í síma á hverjum ein­asta degi, hlæjum mikið saman og við erum mjög hvetj­andi fyrir hvora aðra. Þannig að það hefur verið gríð­ar­lega mik­il­vægt og þess vegna segi ég, sam­veran í hvaða formi sem hún er er gríð­ar­lega mik­il­væg,“ sagði Sara Dögg.

„Ég gæti talað held ég í allan dag um þetta, en þetta er stórt og mikið verk­efni að vera með COVID-19,“ sagði Sara Dögg, sem kom því áleiðis til fólks að hugsa vel um þá sem eru smit­aðir og sendi sömu­leiðis bar­áttu­kveðjur til smit­aðra og aðstand­enda þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent