Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn

Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.

Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Auglýsing

Stað­­fest smit af kór­ón­u­veirunni eru orðin 1.417 hér á landi. Í gær voru þau 1.364 og hefur þeim því fjölgað um 53 á einum sól­­­ar­hring. Í dag eru 5.275 manns í sótt­­­kví og hefur þeim fækkað tölu­vert frá því í gær, er fjöld­inn var um 6.300. Alls hafa 11.679 manns lokið sótt­kví.

Í dag eru ein­stak­lingar með virk COVID-19 smit 1.017 tals­ins, en í gær voru þeir 1.046. Þetta er í fyrsta sinn frá því að fyrsta smitið greind­ist hér á landi í lok febr­úar sem fjöldi virkra smita lækkar á milli daga, þ.e. að fleiri batni en grein­ast með ný stað­fest smit. Alls er 396 manns batn­að.

Bláa súlan, sem sýnir virk smit, sígur ögn á milli daga.

Íslensk erfða­grein­ing hefur aldrei greint fleiri smit á einum degi í skimunum sínum en gert var í gær, eða 20 tals­ins af alls 1.062 sýn­um, sem þýðir að rétt innan við 2 pró­sent sýn­anna reynd­ust jákvæð.

33 ný smit greindust í þeim 383 sýnum sem tekin voru á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala. Alls hafa 23.640 ­sýni nú verið tekin hér á landi frá upp­­hafi far­ald­­ur­s­ins.

Auglýsing

Nú liggja 45 ­sjúk­l­ingar á sjúkra­­húsi vegna COVID-19 sjúk­­dóms­ins, þar af tólf á gjör­­gæslu, sam­­kvæmt því sem fram kemur á vefnum covid.­­is. 

Af þeim sem ­greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru fjögur lát­in.

Búast við toppi virkra smita í þess­ari viku

Í spálík­­an­i ­vís­inda­­manna á vef Háskóla Íslands, sem síð­ast var upp­fært í fyrra­dag, kemur að á með­­an far­ald­­ur­inn gengur yfir er gert ráð fyrir því að rúm­­lega 1.800 manns á Ísland­i verði greind með COVID-19 í þess­­ari bylgju far­ald­­ur­s­ins, en talan gæti náð nær 2.500 manns sam­­kvæmt svart­­sýnni spá.

Gert er ráð ­fyrir að fjöldi greindra ein­stak­l­inga með virkan sjúk­­dóm nái hámarki í fyrst­u viku apríl og verði senn­i­­lega um 1.200 manns, en gæti viku seinna náð 1.700 ­manns sam­­kvæmt svart­­sýnni spá.

Þá er gert ráð ­fyrir að á meðan að far­ald­­ur­inn gangi yfir muni 120 manns þarfn­­ast inn­­lagnar á sjúkra­hús, en gæti náð hátt í 180 manns.

Mesta álag á heil­brigð­is­­þjón­­ustu vegna sjúkra­­húsinn­lagna verður fyrir miðjan apríl en þá er ­gert ráð fyrir að um það bil 60 ein­stak­l­ingar geti verið inniliggj­andi á sama ­tíma, en svart­­sýnni spá er 90 ein­stak­l­ing­­ar.

Gert er ráð ­fyrir því að á tíma far­ald­­ur­s­ins muni um 26 ein­stak­l­ingar veikj­­ast alvar­­lega, þ.e. þurfa inn­­lögn á gjör­­gæslu, á tíma­bil­inu en svart­­sýnni spá er 40 ein­stak­l­ing­­ar.

Mesta álag á gjör­­gæslu­­deildir gæti orðið í annarri viku apr­íl, en þá er búist við því að 10 ­manns liggi þar inni á sama tíma, en sam­­kvæmt svart­­sýnni spá gætu það verið 18 ­manns.

Smá­væg­i­­leg hliðrun ald­­ur­s­dreif­ingar í átt að fleiri greindum smitum meðal ein­stak­l­inga ­yfir sex­tugt myndi auka álag á heil­brigð­is­­þjón­­ustu tals­vert.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent