Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn

Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.

Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Auglýsing

Stað­­fest smit af kór­ón­u­veirunni eru orðin 1.417 hér á landi. Í gær voru þau 1.364 og hefur þeim því fjölgað um 53 á einum sól­­­ar­hring. Í dag eru 5.275 manns í sótt­­­kví og hefur þeim fækkað tölu­vert frá því í gær, er fjöld­inn var um 6.300. Alls hafa 11.679 manns lokið sótt­kví.

Í dag eru ein­stak­lingar með virk COVID-19 smit 1.017 tals­ins, en í gær voru þeir 1.046. Þetta er í fyrsta sinn frá því að fyrsta smitið greind­ist hér á landi í lok febr­úar sem fjöldi virkra smita lækkar á milli daga, þ.e. að fleiri batni en grein­ast með ný stað­fest smit. Alls er 396 manns batn­að.

Bláa súlan, sem sýnir virk smit, sígur ögn á milli daga.

Íslensk erfða­grein­ing hefur aldrei greint fleiri smit á einum degi í skimunum sínum en gert var í gær, eða 20 tals­ins af alls 1.062 sýn­um, sem þýðir að rétt innan við 2 pró­sent sýn­anna reynd­ust jákvæð.

33 ný smit greindust í þeim 383 sýnum sem tekin voru á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala. Alls hafa 23.640 ­sýni nú verið tekin hér á landi frá upp­­hafi far­ald­­ur­s­ins.

Auglýsing

Nú liggja 45 ­sjúk­l­ingar á sjúkra­­húsi vegna COVID-19 sjúk­­dóms­ins, þar af tólf á gjör­­gæslu, sam­­kvæmt því sem fram kemur á vefnum covid.­­is. 

Af þeim sem ­greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru fjögur lát­in.

Búast við toppi virkra smita í þess­ari viku

Í spálík­­an­i ­vís­inda­­manna á vef Háskóla Íslands, sem síð­ast var upp­fært í fyrra­dag, kemur að á með­­an far­ald­­ur­inn gengur yfir er gert ráð fyrir því að rúm­­lega 1.800 manns á Ísland­i verði greind með COVID-19 í þess­­ari bylgju far­ald­­ur­s­ins, en talan gæti náð nær 2.500 manns sam­­kvæmt svart­­sýnni spá.

Gert er ráð ­fyrir að fjöldi greindra ein­stak­l­inga með virkan sjúk­­dóm nái hámarki í fyrst­u viku apríl og verði senn­i­­lega um 1.200 manns, en gæti viku seinna náð 1.700 ­manns sam­­kvæmt svart­­sýnni spá.

Þá er gert ráð ­fyrir að á meðan að far­ald­­ur­inn gangi yfir muni 120 manns þarfn­­ast inn­­lagnar á sjúkra­hús, en gæti náð hátt í 180 manns.

Mesta álag á heil­brigð­is­­þjón­­ustu vegna sjúkra­­húsinn­lagna verður fyrir miðjan apríl en þá er ­gert ráð fyrir að um það bil 60 ein­stak­l­ingar geti verið inniliggj­andi á sama ­tíma, en svart­­sýnni spá er 90 ein­stak­l­ing­­ar.

Gert er ráð ­fyrir því að á tíma far­ald­­ur­s­ins muni um 26 ein­stak­l­ingar veikj­­ast alvar­­lega, þ.e. þurfa inn­­lögn á gjör­­gæslu, á tíma­bil­inu en svart­­sýnni spá er 40 ein­stak­l­ing­­ar.

Mesta álag á gjör­­gæslu­­deildir gæti orðið í annarri viku apr­íl, en þá er búist við því að 10 ­manns liggi þar inni á sama tíma, en sam­­kvæmt svart­­sýnni spá gætu það verið 18 ­manns.

Smá­væg­i­­leg hliðrun ald­­ur­s­dreif­ingar í átt að fleiri greindum smitum meðal ein­stak­l­inga ­yfir sex­tugt myndi auka álag á heil­brigð­is­­þjón­­ustu tals­vert.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent