Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót

Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.

Gjörgæsla
Auglýsing

Vakta­á­lags­auki sem hjúkr­un­ar­fræð­ingar á Land­spít­ala hafa fengið vegna til­rauna­verk­efnis spít­al­ans verður fram­lengdur til næstu mán­aða og nauð­syn­legar fjár­veit­ingar tryggð­ar. Þetta kemur fram í bréfi sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hafa sent for­stjóra Land­spít­ala vegna máls­ins. 

­Ís­lenskir hjúkr­un­­ar­fræð­ing­­ar, ­sem hafa staðið í eld­línu far­ald­­ur­s­ins síð­­­ustu vikur og starfað und­ir­ gríð­­ar­­legu álagi, vökn­uðu upp við vondan draum um mán­aða­­mótin er sér­­stakrar á­lags­greiðslu til þeirra var hætt. Eru dæmi um að laun þeirra hafi lækkað um 40 ­þús­und við þetta.

Eng­ar ­sér­­stakar greiðslur vegna álags á Land­­spít­­al­­anum í yfir­stand­andi far­aldr­i hafa ver­ið til­­kynnt­­ar, en slíkar hafa til að mynda verið teknar upp í Sví­þjóð.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráð­inu segir að vakta­á­lags­auk­inn, sem sé til­raun­ar­verk­efni sem sett hafi verið af stað árið 2017 og hafi marg­sinnis verið fram­lengt síð­an, verði fram­lengt til 1. októ­ber 2020 vegna þeirra „sér­stöku aðstæðna sem nú eru upp­i.“

Þar er haft eftir Bjarna Bene­dikts­syni að rík­is­stjórnin ætli að gera grund­vall­ar­breyt­ingar í þeim samn­ingum sem séu í far­vatn­inu við hjúkr­un­ar­fræð­inga á vakta­vinnu­fyr­ir­komu­lag­inu. „Von­andi hjálpar fram­leng­ing á greiðslum fyrir álag vegna vakta til að ljúka kjara­við­ræðum samn­inga­nefndar rík­is­ins og hjúkr­un­ar­fræð­inga far­sæl­lega. Ég vil trúa því." 

Svan­dís Svav­ars­dóttir segir að þegar horft sé til þeirra al­var­legu aðstæðna sem nú séu uppi í heil­brigð­is­kerf­inu vegna COVID-19, þar sem álag á heil­brigð­is­stéttir sé meira en nokkru sinni, telji hún „aug­ljóst að ráð­staf­anir sem skerða kjör hjúkr­un­ar­fræð­inga eru frá­leitar". 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent