Andað á ofurlaunum

Dagur Hjartarson segir að honum detti ekki í hug stétt sem stjórnvöld hafa niðurlægt jafnrækilega og hjúkrunarfræðingar.

Auglýsing

Á dögunum var heilbrigðisráðherra í Vikunni með Gísla Marteini. Þar gaf hún þjóðinni þetta ráð á óvissutímum: Anda. Munið bara að anda. Þá líður manni betur. 

Þetta er alveg satt. Rétt öndun skiptir máli. Að veita önduninni athygli hjálpar okkur að vera hér og nú. Sama hvað á okkur dynur, við getum reynt að anda. Öndunin er akkerið.  

Stundum er einfalt að anda, stundum ekki. 

Ætli það sé, til dæmis, einfaldara að anda í náttfötunum heima heldur en með grímu yfir andlitinu? Ætli það sé einfaldara að anda þegar maður er á ofurlaunum? Ætli það sé ekki erfiðara að anda þegar maður er hver mánaðamót minntur svart á hvítu á verðgildi sitt sem mannauður? Og mikið hrikalega hlýtur að vera erfitt að anda eðlilega yfir deyjandi manneskju sem ekki einu sinni fjölskyldan fær að kveðja – að horfa í þau augu og anda – nei, þá vildi ég heldur vera á náttfötunum heima.

Anda. Anda.

Auglýsing
Í fljótu bragði dettur mér ekki í hug stétt sem stjórnvöld hafa niðurlægt jafnrækilega og hjúkrunarfræðingar. Kjarabaráttan kæfð með gerðardómi. Lög sett á verkföll. Logið til um meðallaun. Launin lækkuð í miðjum heimsfaraldri. Samningarnir látnir lafa lausir því hvað eiga hjúkrunarfræðingar svo sem að gera? Fara í verkfall? Nei, nú fyrst missa ráðamenn andann af hlátri.

Anda. Muna að anda. Og muna að betla til baka hjúkrunarfræðingana sem við hröktum í önnur störf. 

Því það er svo merkilegt að þegar mest á reynir eru það ekki náskyldir ráðgjafar eða aðstoðarmenn ráðherra sem við treystum á, þótt launaseðlar bendi til annars – nei, við treystum á mæður sem snúa til baka úr fæðingarorlofi með fimm mánaða gömul börn á brjósti, ömmur á eftirlaunum, fórnfúsar frænkur og frændur – þetta eru manneskjurnar sem við treystum á.

Svo næst þegar heilbrigðisráðherra hugar að andardrættinum vona ég að í fullkominni hugarró fái hún eftirfarandi hugmynd: Það þarf að hækka laun hjúkrunarfræðinga. Peningarnir eru til. Þeir hafa alltaf verið til. Nú er bara að hugsa sig um eitt andartak og finna tölu sem segir: Takk. 

Höfundur er rithöfundur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit