Andað á ofurlaunum

Dagur Hjartarson segir að honum detti ekki í hug stétt sem stjórnvöld hafa niðurlægt jafnrækilega og hjúkrunarfræðingar.

Auglýsing

Á dög­unum var heil­brigð­is­ráð­herra í Vik­unni með Gísla Mart­eini. Þar gaf hún þjóð­inni þetta ráð á óvissu­tím­um: Anda. Munið bara að anda. Þá líður manni bet­ur. 

Þetta er alveg satt. Rétt öndun skiptir máli. Að veita önd­un­inni athygli hjálpar okkur að vera hér og nú. Sama hvað á okkur dyn­ur, við getum reynt að anda. Önd­unin er akk­er­ið.  

Stundum er ein­falt að anda, stundum ekki. 

Ætli það sé, til dæm­is, ein­fald­ara að anda í nátt­föt­unum heima heldur en með grímu yfir and­lit­inu? Ætli það sé ein­fald­ara að anda þegar maður er á ofur­laun­um? Ætli það sé ekki erf­ið­ara að anda þegar maður er hver mán­aða­mót minntur svart á hvítu á verð­gildi sitt sem mannauður? Og mikið hrika­lega hlýtur að vera erfitt að anda eðli­lega yfir deyj­andi mann­eskju sem ekki einu sinni fjöl­skyldan fær að kveðja – að horfa í þau augu og anda – nei, þá vildi ég heldur vera á nátt­föt­unum heima.

Anda. Anda.

Auglýsing
Í fljótu bragði dettur mér ekki í hug stétt sem stjórn­völd hafa nið­ur­lægt jafn­ræki­lega og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar. Kjara­bar­áttan kæfð með gerð­ar­dómi. Lög sett á verk­föll. Logið til um með­al­laun. Launin lækkuð í miðjum heims­far­aldri. Samn­ing­arnir látnir lafa lausir því hvað eiga hjúkr­un­ar­fræð­ingar svo sem að gera? Fara í verk­fall? Nei, nú fyrst missa ráða­menn and­ann af hlátri.

Anda. Muna að anda. Og muna að betla til baka hjúkr­un­ar­fræð­ing­ana sem við hröktum í önnur störf. 

Því það er svo merki­legt að þegar mest á reynir eru það ekki náskyldir ráð­gjafar eða aðstoð­ar­menn ráð­herra sem við treystum á, þótt launa­seðlar bendi til ann­ars – nei, við treystum á mæður sem snúa til baka úr fæð­ing­ar­or­lofi með fimm mán­aða gömul börn á brjósti, ömmur á eft­ir­laun­um, fórn­fúsar frænkur og frændur – þetta eru mann­eskj­urnar sem við treystum á.

Svo næst þegar heil­brigð­is­ráð­herra hugar að and­ar­drætt­inum vona ég að í full­kominni hug­arró fái hún eft­ir­far­andi hug­mynd: Það þarf að hækka laun hjúkr­un­ar­fræð­inga. Pen­ing­arnir eru til. Þeir hafa alltaf verið til. Nú er bara að hugsa sig um eitt and­ar­tak og finna tölu sem seg­ir: Takk. 

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit