Andað á ofurlaunum

Dagur Hjartarson segir að honum detti ekki í hug stétt sem stjórnvöld hafa niðurlægt jafnrækilega og hjúkrunarfræðingar.

Auglýsing

Á dög­unum var heil­brigð­is­ráð­herra í Vik­unni með Gísla Mart­eini. Þar gaf hún þjóð­inni þetta ráð á óvissu­tím­um: Anda. Munið bara að anda. Þá líður manni bet­ur. 

Þetta er alveg satt. Rétt öndun skiptir máli. Að veita önd­un­inni athygli hjálpar okkur að vera hér og nú. Sama hvað á okkur dyn­ur, við getum reynt að anda. Önd­unin er akk­er­ið.  

Stundum er ein­falt að anda, stundum ekki. 

Ætli það sé, til dæm­is, ein­fald­ara að anda í nátt­föt­unum heima heldur en með grímu yfir and­lit­inu? Ætli það sé ein­fald­ara að anda þegar maður er á ofur­laun­um? Ætli það sé ekki erf­ið­ara að anda þegar maður er hver mán­aða­mót minntur svart á hvítu á verð­gildi sitt sem mannauður? Og mikið hrika­lega hlýtur að vera erfitt að anda eðli­lega yfir deyj­andi mann­eskju sem ekki einu sinni fjöl­skyldan fær að kveðja – að horfa í þau augu og anda – nei, þá vildi ég heldur vera á nátt­föt­unum heima.

Anda. Anda.

Auglýsing
Í fljótu bragði dettur mér ekki í hug stétt sem stjórn­völd hafa nið­ur­lægt jafn­ræki­lega og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar. Kjara­bar­áttan kæfð með gerð­ar­dómi. Lög sett á verk­föll. Logið til um með­al­laun. Launin lækkuð í miðjum heims­far­aldri. Samn­ing­arnir látnir lafa lausir því hvað eiga hjúkr­un­ar­fræð­ingar svo sem að gera? Fara í verk­fall? Nei, nú fyrst missa ráða­menn and­ann af hlátri.

Anda. Muna að anda. Og muna að betla til baka hjúkr­un­ar­fræð­ing­ana sem við hröktum í önnur störf. 

Því það er svo merki­legt að þegar mest á reynir eru það ekki náskyldir ráð­gjafar eða aðstoð­ar­menn ráð­herra sem við treystum á, þótt launa­seðlar bendi til ann­ars – nei, við treystum á mæður sem snúa til baka úr fæð­ing­ar­or­lofi með fimm mán­aða gömul börn á brjósti, ömmur á eft­ir­laun­um, fórn­fúsar frænkur og frændur – þetta eru mann­eskj­urnar sem við treystum á.

Svo næst þegar heil­brigð­is­ráð­herra hugar að and­ar­drætt­inum vona ég að í full­kominni hug­arró fái hún eft­ir­far­andi hug­mynd: Það þarf að hækka laun hjúkr­un­ar­fræð­inga. Pen­ing­arnir eru til. Þeir hafa alltaf verið til. Nú er bara að hugsa sig um eitt and­ar­tak og finna tölu sem seg­ir: Takk. 

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit