Opið bréf til mennta- og menningarmálaráðherra: Fylgjum fordæmi Dana

Dr. Sigrún Stefánsdóttir skorar á yfirvöld að fara að dæmi Dana og styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla út frá svipuðum viðmiðum og Danir hafa gert. Það þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið.

Auglýsing


Þjóðin berst líf­róðri. Sama hvert er lit­ið. Við erum öll í sama báti. Tengsl okkar við umheim­inn eru í gegnum síma, netið og fjöl­miðla. Á sama tíma og fyr­ir­tæki draga úr starf­semi sinni og jafn­vel loka vegna kór­ónu­veirunn­ar, treystum við því að fjöl­miðlar fræði okkur áfram um ástand­ið, standi vörð um vel­ferð okkar og geð­heilsu og séu okkar bestu vinir á löngum dögum inni­lok­un­ar. Krafan er jafn­vel sú að miðl­arnir gefi í og auki þjón­ustu við okkur sem heima sitj­um.

Ég sit í stjórn fjöl­miðla­fyr­ir­tæks­ins N4 á Akur­eyri. Ég hef stolt fylgst með því hvernig fram­kvæmda­stjóri þess og starfs­fólk hafa hag­rætt og end­ur­skoðað allan rekst­ur­inn til þess að þrauka á und­an­förnum árum. Hver mán­að­ar­mót hafa verið fyr­ir­kvíð­an­leg og spurn­ingin verið brenn­andi um hvort fyr­ir­tækið þrauki enn önnur mán­að­ar­mót?  Í stað þess að gef­ast upp þann fyrsta apríl var ákveðið að mæta kór­ónu­far­aldr­inum með því að leggja enn harðar að sér. 

N4 vildi leggja sitt af mörkum og eru nú með sér­staka upp­lýs­inga­þætti um COVID-19 tvisvar í viku, tón­list­ar­þætti og þétta dag­skrá til þess að stytta okkur stundir á fjar­stæðu­kenndum tím­um. Ofan á aukið álagið bæt­ast æ þyngri fjár­hags­á­hyggj­ur, áhyggjur af starfs­ör­yggi og áhyggjur af heilsu starfs­fólks og fjöl­skyldna þeirra. 

Auglýsing

Fylgi­fiskur þess að fyr­ir­tækin í land­inu draga saman starf­semi er sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekjum sjálf­stætt starf­andi fjöl­miða. Þessa hefur þegar orðið áþreif­an­lega vart. Fjöl­miðl­arnir hafa lengi barist í bökkum og reynt að þregja Þorr­ann í þeirri von að fjöl­miðla­frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Alfreðs­dótt­ur, um stuðn­ing við sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla næði fram að ganga. Eðli­lega hverfur þetta frum­varp um stund í skugg­ann fyrir líf­róðri rík­is­stjórnar á þessum krísu­tím­um. En hvar verðum við stödd ef þessir fjöl­miðlar gef­ast nú upp og loka vegna fjár­skorts? Án stuðn­ings yfir­valda stefnir hratt í það. 

Með þessu bréfi til hátt­virts ráð­herra vil ég vekja athygli á því sem Dan­ir, vinir okkar og grann­ar, hafa gert. Þeir hafa sam­þykkt mik­il­vægan stuðn­ing til fjöl­miðla til þess að mæta tekju­bresti vegna sam­dráttar í aug­lýs­ing­um. Danska rík­is­stjórnin sam­þykkti að veita tíma­bund­inn stuðn­ing sem nemur 3.7 millj­örðum íslenskra króna til að koma í veg fyrir að dönsk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki fari í þrot. Þessi stuðn­ingur gildir frá byrjun mars og fram í júní. For­maður danska blaða­manna­fé­lags­ins hefur lýst yfir ánægju sinni með þessa ráð­stöfun enda sé hún til þess fallin að fjöl­miðla­fólk geti sinnt hlut­verki sínu af kappi í stað þess að ótt­ast um störf sín og fram­tíð miðl­anna. 

Það þarf að bregð­ast hratt við. Ég skora á yfir­völd að fara að dæmi Dana og styðja strax við starf­semi sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla út frá svip­uðum við­miðum og Danir hafa gert. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjól­ið.  

Þó má ekki gleyma því að fjöl­miðla­frum­varp­ið, sem enn liggur óaf­greitt í þing­inu, verður enn brýnna en áður þegar horft er til fram­tíðar að kór­ónu­far­aldr­inum afstöðn­um.  Þannig er hægt að efla útgáfu á frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni eins og frum­varpið kveður á um.

Höf­undur er fjöl­miðla­fræð­ing­ur.p.s.

For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son hefur látið hafa eftir sér að fjöl­miðlar gegni lyk­il­hlut­verki við skrán­ingu sög­unnar um kór­ónu­far­ald­ur­inn sem sagn­fræði­legt við­fangs­efni. Brýnt sé að halda til haga upp­lýs­ing­um, heim­ildum og frá­sögnum um þá atburði sem nú eru að ger­ast fyrir þá sem á eftir koma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar