Opið bréf til mennta- og menningarmálaráðherra: Fylgjum fordæmi Dana

Dr. Sigrún Stefánsdóttir skorar á yfirvöld að fara að dæmi Dana og styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla út frá svipuðum viðmiðum og Danir hafa gert. Það þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið.

Auglýsing


Þjóðin berst líf­róðri. Sama hvert er lit­ið. Við erum öll í sama báti. Tengsl okkar við umheim­inn eru í gegnum síma, netið og fjöl­miðla. Á sama tíma og fyr­ir­tæki draga úr starf­semi sinni og jafn­vel loka vegna kór­ónu­veirunn­ar, treystum við því að fjöl­miðlar fræði okkur áfram um ástand­ið, standi vörð um vel­ferð okkar og geð­heilsu og séu okkar bestu vinir á löngum dögum inni­lok­un­ar. Krafan er jafn­vel sú að miðl­arnir gefi í og auki þjón­ustu við okkur sem heima sitj­um.

Ég sit í stjórn fjöl­miðla­fyr­ir­tæks­ins N4 á Akur­eyri. Ég hef stolt fylgst með því hvernig fram­kvæmda­stjóri þess og starfs­fólk hafa hag­rætt og end­ur­skoðað allan rekst­ur­inn til þess að þrauka á und­an­förnum árum. Hver mán­að­ar­mót hafa verið fyr­ir­kvíð­an­leg og spurn­ingin verið brenn­andi um hvort fyr­ir­tækið þrauki enn önnur mán­að­ar­mót?  Í stað þess að gef­ast upp þann fyrsta apríl var ákveðið að mæta kór­ónu­far­aldr­inum með því að leggja enn harðar að sér. 

N4 vildi leggja sitt af mörkum og eru nú með sér­staka upp­lýs­inga­þætti um COVID-19 tvisvar í viku, tón­list­ar­þætti og þétta dag­skrá til þess að stytta okkur stundir á fjar­stæðu­kenndum tím­um. Ofan á aukið álagið bæt­ast æ þyngri fjár­hags­á­hyggj­ur, áhyggjur af starfs­ör­yggi og áhyggjur af heilsu starfs­fólks og fjöl­skyldna þeirra. 

Auglýsing

Fylgi­fiskur þess að fyr­ir­tækin í land­inu draga saman starf­semi er sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekjum sjálf­stætt starf­andi fjöl­miða. Þessa hefur þegar orðið áþreif­an­lega vart. Fjöl­miðl­arnir hafa lengi barist í bökkum og reynt að þregja Þorr­ann í þeirri von að fjöl­miðla­frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Alfreðs­dótt­ur, um stuðn­ing við sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla næði fram að ganga. Eðli­lega hverfur þetta frum­varp um stund í skugg­ann fyrir líf­róðri rík­is­stjórnar á þessum krísu­tím­um. En hvar verðum við stödd ef þessir fjöl­miðlar gef­ast nú upp og loka vegna fjár­skorts? Án stuðn­ings yfir­valda stefnir hratt í það. 

Með þessu bréfi til hátt­virts ráð­herra vil ég vekja athygli á því sem Dan­ir, vinir okkar og grann­ar, hafa gert. Þeir hafa sam­þykkt mik­il­vægan stuðn­ing til fjöl­miðla til þess að mæta tekju­bresti vegna sam­dráttar í aug­lýs­ing­um. Danska rík­is­stjórnin sam­þykkti að veita tíma­bund­inn stuðn­ing sem nemur 3.7 millj­örðum íslenskra króna til að koma í veg fyrir að dönsk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki fari í þrot. Þessi stuðn­ingur gildir frá byrjun mars og fram í júní. For­maður danska blaða­manna­fé­lags­ins hefur lýst yfir ánægju sinni með þessa ráð­stöfun enda sé hún til þess fallin að fjöl­miðla­fólk geti sinnt hlut­verki sínu af kappi í stað þess að ótt­ast um störf sín og fram­tíð miðl­anna. 

Það þarf að bregð­ast hratt við. Ég skora á yfir­völd að fara að dæmi Dana og styðja strax við starf­semi sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla út frá svip­uðum við­miðum og Danir hafa gert. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjól­ið.  

Þó má ekki gleyma því að fjöl­miðla­frum­varp­ið, sem enn liggur óaf­greitt í þing­inu, verður enn brýnna en áður þegar horft er til fram­tíðar að kór­ónu­far­aldr­inum afstöðn­um.  Þannig er hægt að efla útgáfu á frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni eins og frum­varpið kveður á um.

Höf­undur er fjöl­miðla­fræð­ing­ur.p.s.

For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son hefur látið hafa eftir sér að fjöl­miðlar gegni lyk­il­hlut­verki við skrán­ingu sög­unnar um kór­ónu­far­ald­ur­inn sem sagn­fræði­legt við­fangs­efni. Brýnt sé að halda til haga upp­lýs­ing­um, heim­ildum og frá­sögnum um þá atburði sem nú eru að ger­ast fyrir þá sem á eftir koma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar