Opið bréf til mennta- og menningarmálaráðherra: Fylgjum fordæmi Dana

Dr. Sigrún Stefánsdóttir skorar á yfirvöld að fara að dæmi Dana og styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla út frá svipuðum viðmiðum og Danir hafa gert. Það þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið.

Auglýsing


Þjóðin berst líf­róðri. Sama hvert er lit­ið. Við erum öll í sama báti. Tengsl okkar við umheim­inn eru í gegnum síma, netið og fjöl­miðla. Á sama tíma og fyr­ir­tæki draga úr starf­semi sinni og jafn­vel loka vegna kór­ónu­veirunn­ar, treystum við því að fjöl­miðlar fræði okkur áfram um ástand­ið, standi vörð um vel­ferð okkar og geð­heilsu og séu okkar bestu vinir á löngum dögum inni­lok­un­ar. Krafan er jafn­vel sú að miðl­arnir gefi í og auki þjón­ustu við okkur sem heima sitj­um.

Ég sit í stjórn fjöl­miðla­fyr­ir­tæks­ins N4 á Akur­eyri. Ég hef stolt fylgst með því hvernig fram­kvæmda­stjóri þess og starfs­fólk hafa hag­rætt og end­ur­skoðað allan rekst­ur­inn til þess að þrauka á und­an­förnum árum. Hver mán­að­ar­mót hafa verið fyr­ir­kvíð­an­leg og spurn­ingin verið brenn­andi um hvort fyr­ir­tækið þrauki enn önnur mán­að­ar­mót?  Í stað þess að gef­ast upp þann fyrsta apríl var ákveðið að mæta kór­ónu­far­aldr­inum með því að leggja enn harðar að sér. 

N4 vildi leggja sitt af mörkum og eru nú með sér­staka upp­lýs­inga­þætti um COVID-19 tvisvar í viku, tón­list­ar­þætti og þétta dag­skrá til þess að stytta okkur stundir á fjar­stæðu­kenndum tím­um. Ofan á aukið álagið bæt­ast æ þyngri fjár­hags­á­hyggj­ur, áhyggjur af starfs­ör­yggi og áhyggjur af heilsu starfs­fólks og fjöl­skyldna þeirra. 

Auglýsing

Fylgi­fiskur þess að fyr­ir­tækin í land­inu draga saman starf­semi er sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekjum sjálf­stætt starf­andi fjöl­miða. Þessa hefur þegar orðið áþreif­an­lega vart. Fjöl­miðl­arnir hafa lengi barist í bökkum og reynt að þregja Þorr­ann í þeirri von að fjöl­miðla­frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Alfreðs­dótt­ur, um stuðn­ing við sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla næði fram að ganga. Eðli­lega hverfur þetta frum­varp um stund í skugg­ann fyrir líf­róðri rík­is­stjórnar á þessum krísu­tím­um. En hvar verðum við stödd ef þessir fjöl­miðlar gef­ast nú upp og loka vegna fjár­skorts? Án stuðn­ings yfir­valda stefnir hratt í það. 

Með þessu bréfi til hátt­virts ráð­herra vil ég vekja athygli á því sem Dan­ir, vinir okkar og grann­ar, hafa gert. Þeir hafa sam­þykkt mik­il­vægan stuðn­ing til fjöl­miðla til þess að mæta tekju­bresti vegna sam­dráttar í aug­lýs­ing­um. Danska rík­is­stjórnin sam­þykkti að veita tíma­bund­inn stuðn­ing sem nemur 3.7 millj­örðum íslenskra króna til að koma í veg fyrir að dönsk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki fari í þrot. Þessi stuðn­ingur gildir frá byrjun mars og fram í júní. For­maður danska blaða­manna­fé­lags­ins hefur lýst yfir ánægju sinni með þessa ráð­stöfun enda sé hún til þess fallin að fjöl­miðla­fólk geti sinnt hlut­verki sínu af kappi í stað þess að ótt­ast um störf sín og fram­tíð miðl­anna. 

Það þarf að bregð­ast hratt við. Ég skora á yfir­völd að fara að dæmi Dana og styðja strax við starf­semi sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla út frá svip­uðum við­miðum og Danir hafa gert. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjól­ið.  

Þó má ekki gleyma því að fjöl­miðla­frum­varp­ið, sem enn liggur óaf­greitt í þing­inu, verður enn brýnna en áður þegar horft er til fram­tíðar að kór­ónu­far­aldr­inum afstöðn­um.  Þannig er hægt að efla útgáfu á frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni eins og frum­varpið kveður á um.

Höf­undur er fjöl­miðla­fræð­ing­ur.p.s.

For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son hefur látið hafa eftir sér að fjöl­miðlar gegni lyk­il­hlut­verki við skrán­ingu sög­unnar um kór­ónu­far­ald­ur­inn sem sagn­fræði­legt við­fangs­efni. Brýnt sé að halda til haga upp­lýs­ing­um, heim­ildum og frá­sögnum um þá atburði sem nú eru að ger­ast fyrir þá sem á eftir koma.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar