Opið bréf til mennta- og menningarmálaráðherra: Fylgjum fordæmi Dana

Dr. Sigrún Stefánsdóttir skorar á yfirvöld að fara að dæmi Dana og styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla út frá svipuðum viðmiðum og Danir hafa gert. Það þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið.

Auglýsing


Þjóðin berst líf­róðri. Sama hvert er lit­ið. Við erum öll í sama báti. Tengsl okkar við umheim­inn eru í gegnum síma, netið og fjöl­miðla. Á sama tíma og fyr­ir­tæki draga úr starf­semi sinni og jafn­vel loka vegna kór­ónu­veirunn­ar, treystum við því að fjöl­miðlar fræði okkur áfram um ástand­ið, standi vörð um vel­ferð okkar og geð­heilsu og séu okkar bestu vinir á löngum dögum inni­lok­un­ar. Krafan er jafn­vel sú að miðl­arnir gefi í og auki þjón­ustu við okkur sem heima sitj­um.

Ég sit í stjórn fjöl­miðla­fyr­ir­tæks­ins N4 á Akur­eyri. Ég hef stolt fylgst með því hvernig fram­kvæmda­stjóri þess og starfs­fólk hafa hag­rætt og end­ur­skoðað allan rekst­ur­inn til þess að þrauka á und­an­förnum árum. Hver mán­að­ar­mót hafa verið fyr­ir­kvíð­an­leg og spurn­ingin verið brenn­andi um hvort fyr­ir­tækið þrauki enn önnur mán­að­ar­mót?  Í stað þess að gef­ast upp þann fyrsta apríl var ákveðið að mæta kór­ónu­far­aldr­inum með því að leggja enn harðar að sér. 

N4 vildi leggja sitt af mörkum og eru nú með sér­staka upp­lýs­inga­þætti um COVID-19 tvisvar í viku, tón­list­ar­þætti og þétta dag­skrá til þess að stytta okkur stundir á fjar­stæðu­kenndum tím­um. Ofan á aukið álagið bæt­ast æ þyngri fjár­hags­á­hyggj­ur, áhyggjur af starfs­ör­yggi og áhyggjur af heilsu starfs­fólks og fjöl­skyldna þeirra. 

Auglýsing

Fylgi­fiskur þess að fyr­ir­tækin í land­inu draga saman starf­semi er sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekjum sjálf­stætt starf­andi fjöl­miða. Þessa hefur þegar orðið áþreif­an­lega vart. Fjöl­miðl­arnir hafa lengi barist í bökkum og reynt að þregja Þorr­ann í þeirri von að fjöl­miðla­frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Alfreðs­dótt­ur, um stuðn­ing við sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla næði fram að ganga. Eðli­lega hverfur þetta frum­varp um stund í skugg­ann fyrir líf­róðri rík­is­stjórnar á þessum krísu­tím­um. En hvar verðum við stödd ef þessir fjöl­miðlar gef­ast nú upp og loka vegna fjár­skorts? Án stuðn­ings yfir­valda stefnir hratt í það. 

Með þessu bréfi til hátt­virts ráð­herra vil ég vekja athygli á því sem Dan­ir, vinir okkar og grann­ar, hafa gert. Þeir hafa sam­þykkt mik­il­vægan stuðn­ing til fjöl­miðla til þess að mæta tekju­bresti vegna sam­dráttar í aug­lýs­ing­um. Danska rík­is­stjórnin sam­þykkti að veita tíma­bund­inn stuðn­ing sem nemur 3.7 millj­örðum íslenskra króna til að koma í veg fyrir að dönsk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki fari í þrot. Þessi stuðn­ingur gildir frá byrjun mars og fram í júní. For­maður danska blaða­manna­fé­lags­ins hefur lýst yfir ánægju sinni með þessa ráð­stöfun enda sé hún til þess fallin að fjöl­miðla­fólk geti sinnt hlut­verki sínu af kappi í stað þess að ótt­ast um störf sín og fram­tíð miðl­anna. 

Það þarf að bregð­ast hratt við. Ég skora á yfir­völd að fara að dæmi Dana og styðja strax við starf­semi sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla út frá svip­uðum við­miðum og Danir hafa gert. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjól­ið.  

Þó má ekki gleyma því að fjöl­miðla­frum­varp­ið, sem enn liggur óaf­greitt í þing­inu, verður enn brýnna en áður þegar horft er til fram­tíðar að kór­ónu­far­aldr­inum afstöðn­um.  Þannig er hægt að efla útgáfu á frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni eins og frum­varpið kveður á um.

Höf­undur er fjöl­miðla­fræð­ing­ur.p.s.

For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son hefur látið hafa eftir sér að fjöl­miðlar gegni lyk­il­hlut­verki við skrán­ingu sög­unnar um kór­ónu­far­ald­ur­inn sem sagn­fræði­legt við­fangs­efni. Brýnt sé að halda til haga upp­lýs­ing­um, heim­ildum og frá­sögnum um þá atburði sem nú eru að ger­ast fyrir þá sem á eftir koma.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar