Opið bréf til mennta- og menningarmálaráðherra: Fylgjum fordæmi Dana

Dr. Sigrún Stefánsdóttir skorar á yfirvöld að fara að dæmi Dana og styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla út frá svipuðum viðmiðum og Danir hafa gert. Það þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið.

Auglýsing


Þjóðin berst líf­róðri. Sama hvert er lit­ið. Við erum öll í sama báti. Tengsl okkar við umheim­inn eru í gegnum síma, netið og fjöl­miðla. Á sama tíma og fyr­ir­tæki draga úr starf­semi sinni og jafn­vel loka vegna kór­ónu­veirunn­ar, treystum við því að fjöl­miðlar fræði okkur áfram um ástand­ið, standi vörð um vel­ferð okkar og geð­heilsu og séu okkar bestu vinir á löngum dögum inni­lok­un­ar. Krafan er jafn­vel sú að miðl­arnir gefi í og auki þjón­ustu við okkur sem heima sitj­um.

Ég sit í stjórn fjöl­miðla­fyr­ir­tæks­ins N4 á Akur­eyri. Ég hef stolt fylgst með því hvernig fram­kvæmda­stjóri þess og starfs­fólk hafa hag­rætt og end­ur­skoðað allan rekst­ur­inn til þess að þrauka á und­an­förnum árum. Hver mán­að­ar­mót hafa verið fyr­ir­kvíð­an­leg og spurn­ingin verið brenn­andi um hvort fyr­ir­tækið þrauki enn önnur mán­að­ar­mót?  Í stað þess að gef­ast upp þann fyrsta apríl var ákveðið að mæta kór­ónu­far­aldr­inum með því að leggja enn harðar að sér. 

N4 vildi leggja sitt af mörkum og eru nú með sér­staka upp­lýs­inga­þætti um COVID-19 tvisvar í viku, tón­list­ar­þætti og þétta dag­skrá til þess að stytta okkur stundir á fjar­stæðu­kenndum tím­um. Ofan á aukið álagið bæt­ast æ þyngri fjár­hags­á­hyggj­ur, áhyggjur af starfs­ör­yggi og áhyggjur af heilsu starfs­fólks og fjöl­skyldna þeirra. 

Auglýsing

Fylgi­fiskur þess að fyr­ir­tækin í land­inu draga saman starf­semi er sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekjum sjálf­stætt starf­andi fjöl­miða. Þessa hefur þegar orðið áþreif­an­lega vart. Fjöl­miðl­arnir hafa lengi barist í bökkum og reynt að þregja Þorr­ann í þeirri von að fjöl­miðla­frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Alfreðs­dótt­ur, um stuðn­ing við sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla næði fram að ganga. Eðli­lega hverfur þetta frum­varp um stund í skugg­ann fyrir líf­róðri rík­is­stjórnar á þessum krísu­tím­um. En hvar verðum við stödd ef þessir fjöl­miðlar gef­ast nú upp og loka vegna fjár­skorts? Án stuðn­ings yfir­valda stefnir hratt í það. 

Með þessu bréfi til hátt­virts ráð­herra vil ég vekja athygli á því sem Dan­ir, vinir okkar og grann­ar, hafa gert. Þeir hafa sam­þykkt mik­il­vægan stuðn­ing til fjöl­miðla til þess að mæta tekju­bresti vegna sam­dráttar í aug­lýs­ing­um. Danska rík­is­stjórnin sam­þykkti að veita tíma­bund­inn stuðn­ing sem nemur 3.7 millj­örðum íslenskra króna til að koma í veg fyrir að dönsk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki fari í þrot. Þessi stuðn­ingur gildir frá byrjun mars og fram í júní. For­maður danska blaða­manna­fé­lags­ins hefur lýst yfir ánægju sinni með þessa ráð­stöfun enda sé hún til þess fallin að fjöl­miðla­fólk geti sinnt hlut­verki sínu af kappi í stað þess að ótt­ast um störf sín og fram­tíð miðl­anna. 

Það þarf að bregð­ast hratt við. Ég skora á yfir­völd að fara að dæmi Dana og styðja strax við starf­semi sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla út frá svip­uðum við­miðum og Danir hafa gert. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjól­ið.  

Þó má ekki gleyma því að fjöl­miðla­frum­varp­ið, sem enn liggur óaf­greitt í þing­inu, verður enn brýnna en áður þegar horft er til fram­tíðar að kór­ónu­far­aldr­inum afstöðn­um.  Þannig er hægt að efla útgáfu á frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni eins og frum­varpið kveður á um.

Höf­undur er fjöl­miðla­fræð­ing­ur.p.s.

For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son hefur látið hafa eftir sér að fjöl­miðlar gegni lyk­il­hlut­verki við skrán­ingu sög­unnar um kór­ónu­far­ald­ur­inn sem sagn­fræði­legt við­fangs­efni. Brýnt sé að halda til haga upp­lýs­ing­um, heim­ildum og frá­sögnum um þá atburði sem nú eru að ger­ast fyrir þá sem á eftir koma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar