Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun

Stefán Ólafsson segir að æskilegt sé að verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur og stjórnvöld stilli saman strengi sína á uppbyggilegan hátt til að tryggja sem best kröftuga uppsveiflu að loknum sóttvarnaraðgerðum.

Auglýsing

Sumir hafa áhyggjur af því að fyr­ir­tækjum reyn­ist erfitt að taka á sig umsamdar launa­hækk­anir frá 1. apríl í þeim þreng­ingum sem nú eru vegna sótt­varn­ar­að­gerða.

Nefnd hefur verið sú hug­mynd að launa­fólk gefi eftir hluta af líf­eyr­is­rétt­indum sínum til að létta atvinnu­rek­endum róð­ur­inn. Það felur í reynd í sér að launa­fólk á almennum mark­aði greiði sér sjálf launa­hækk­un­ina með skertum líf­eyr­is­rétt­ind­um.

Innan Efl­ingar hefur einnig verið rætt um aðrar leiðir sem verja betur rétt­indi og kjör launa­fólks. 

Auglýsing

Ein er hug­myndin um tíma­bundna eft­ir­gjöf trygg­inga­gjalds­ins sem leggst á launa­greið­end­ur. Sú leið myndi létta fyr­ir­tækjum að greiða umsamda launa­hækkun – og jafn­vel ríf­lega það.

Ríkið hefur gott svig­rúm til að gera þetta, bæði vegna góðrar fjár­hags­stöðu og vegna þess að fram­kom­inn aðgerða­pakki rík­is­ins er frekar lít­ill miðað við mörg grann­rík­in, þó hann sé ann­ars ágæt­lega hann­að­ur.

Trygg­inga­gjaldið leggst á launa­greið­endur og það mætti fella niður í 3 til 6 mán­uði eða lækka það veg­lega til lengri tíma, eftir því hver fram­vinda krepp­unnar verð­ur.

Það er bæði sann­gjarn­ari og virk­ari leið en skerð­ing líf­eyr­is­rétt­inda launa­fólks á almennum mark­að­i. 

Launa­drif­inn hag­vöxt í kjöl­far sótt­varna

Launa­hækkun í sam­drátt­ar­kreppu eins og nú er verður afar mik­il­vægur liður í því að ná efna­hags­líf­inu á flug á ný, þegar sótt­varn­ar­að­gerðum lýk­ur.

Eft­ir­far­andi eru rök fyrir því.

Stöðvun atvinnu­lífs­ins vegna sótt­varn­ar­að­gerð­anna verður tíma­bundin – von­andi aðeins nokkrar vikur eða örfáir mán­uðir í við­bót, ef marka má reynslu Kín­verja.

Í kjöl­farið eru ágætar for­sendur fyrir því að þeir hlutar atvinnu­lífs­ins sem ekki byggja að mestu á ferða­þjón­ustu geti snúið til sem næst eðli­legrar starf­semi.

Ferða­þjón­ustan verður í sér­stöðu því lengri tíma mun taka að ná henni á flug aft­ur, vegna þess að útlend­ingar munu trauðla ferð­ast hingað í stórum stíl strax. 

Við gætum þurft að bíða eftir að virk bólu­efni eða lyf gegn veirunni komi fram til að skapa á ný eðli­leg skil­yrði fyrir alþjóð­lega ferða­þjón­ustu. Svo skiptir einnig máli hvernig kreppan leikur kaup­mátt þeirra þjóða sem hingað leita sem ferða­menn. 

Í ferða­þjón­ustu og bein­tengdum greinum (fólks­flutn­ing­ar, flug, hót­el, veit­inga­hús og bíla­leigur o.fl.) starfa um 12% vinn­andi fólks á Íslandi. Aðrar greinar ættu að kom­ast smám saman í þokka­legt horf eftir að sótt­varn­ar­að­gerðum lýk­ur.

Það er því lík­legt að fyrst eftir að sótt­varn­ar­að­gerðum lýkur þurfum við að stóla á okkur sjálf að umtals­verðu leyti til að örva hag­kerfið til upp­sveiflu á ný.

Klass­íska leiðin til þess er örvun eft­ir­spurnar í anda hag­fræð­ings­ins John M. Key­nes. Þar getur launa­drif­inn hag­vöxtur leikið stórt hlut­verk í að rífa einka­neysl­una upp, ásamt auknum opin­berum fram­kvæmdum við inn­viði, við­hald bygg­inga og fleira.

Launa­hækkun þegar hag­kerfið er til­búið í upsveiflu verður þannig vítamíns­sprauta fyrir þjóð­ar­bú­skap­inn og gæti jafn­vel mildað höggið sem ferða­þjón­ustan verður fyrir (aukin ferða­lög inn­an­lands, aukin notkun veit­inga­staða, aukin verslun o.fl.). 

Aukin áhersla á notkun inn­lendrar fram­leiðslu verður líka gagn­leg við svona aðstæð­ur.

Það er því mjög mik­il­vægt að halda umsömdum launa­hækk­unum til haga. Um það er eng­inn ágrein­ingur innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Ríkið getur greitt fyrir því að ofan­greind örfun hag­kerf­is­ins komi að fullu til fram­kvæmda á næst­unni, einmitt með því að létta enn frekar undir með launa­greið­endum en þegar hefur verið gert.

Lækkun trygg­inga­gjalds­ins væri öflug og skjót­virk leið til þess.

Önnur leið gæti verið að auka við hluta­bóta­leið­ina. 

Æski­legt er að verka­lýðs­hreyf­ing­in, atvinnu­rek­endur og stjórn­völd stilli saman strengi sína á upp­byggi­legan hátt til að tryggja sem best kröft­uga upp­sveiflu að loknum sótt­varn­ar­að­gerð­um.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi í hluta­starfi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar