Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun

Stefán Ólafsson segir að æskilegt sé að verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur og stjórnvöld stilli saman strengi sína á uppbyggilegan hátt til að tryggja sem best kröftuga uppsveiflu að loknum sóttvarnaraðgerðum.

Auglýsing

Sumir hafa áhyggjur af því að fyr­ir­tækjum reyn­ist erfitt að taka á sig umsamdar launa­hækk­anir frá 1. apríl í þeim þreng­ingum sem nú eru vegna sótt­varn­ar­að­gerða.

Nefnd hefur verið sú hug­mynd að launa­fólk gefi eftir hluta af líf­eyr­is­rétt­indum sínum til að létta atvinnu­rek­endum róð­ur­inn. Það felur í reynd í sér að launa­fólk á almennum mark­aði greiði sér sjálf launa­hækk­un­ina með skertum líf­eyr­is­rétt­ind­um.

Innan Efl­ingar hefur einnig verið rætt um aðrar leiðir sem verja betur rétt­indi og kjör launa­fólks. 

Auglýsing

Ein er hug­myndin um tíma­bundna eft­ir­gjöf trygg­inga­gjalds­ins sem leggst á launa­greið­end­ur. Sú leið myndi létta fyr­ir­tækjum að greiða umsamda launa­hækkun – og jafn­vel ríf­lega það.

Ríkið hefur gott svig­rúm til að gera þetta, bæði vegna góðrar fjár­hags­stöðu og vegna þess að fram­kom­inn aðgerða­pakki rík­is­ins er frekar lít­ill miðað við mörg grann­rík­in, þó hann sé ann­ars ágæt­lega hann­að­ur.

Trygg­inga­gjaldið leggst á launa­greið­endur og það mætti fella niður í 3 til 6 mán­uði eða lækka það veg­lega til lengri tíma, eftir því hver fram­vinda krepp­unnar verð­ur.

Það er bæði sann­gjarn­ari og virk­ari leið en skerð­ing líf­eyr­is­rétt­inda launa­fólks á almennum mark­að­i. 

Launa­drif­inn hag­vöxt í kjöl­far sótt­varna

Launa­hækkun í sam­drátt­ar­kreppu eins og nú er verður afar mik­il­vægur liður í því að ná efna­hags­líf­inu á flug á ný, þegar sótt­varn­ar­að­gerðum lýk­ur.

Eft­ir­far­andi eru rök fyrir því.

Stöðvun atvinnu­lífs­ins vegna sótt­varn­ar­að­gerð­anna verður tíma­bundin – von­andi aðeins nokkrar vikur eða örfáir mán­uðir í við­bót, ef marka má reynslu Kín­verja.

Í kjöl­farið eru ágætar for­sendur fyrir því að þeir hlutar atvinnu­lífs­ins sem ekki byggja að mestu á ferða­þjón­ustu geti snúið til sem næst eðli­legrar starf­semi.

Ferða­þjón­ustan verður í sér­stöðu því lengri tíma mun taka að ná henni á flug aft­ur, vegna þess að útlend­ingar munu trauðla ferð­ast hingað í stórum stíl strax. 

Við gætum þurft að bíða eftir að virk bólu­efni eða lyf gegn veirunni komi fram til að skapa á ný eðli­leg skil­yrði fyrir alþjóð­lega ferða­þjón­ustu. Svo skiptir einnig máli hvernig kreppan leikur kaup­mátt þeirra þjóða sem hingað leita sem ferða­menn. 

Í ferða­þjón­ustu og bein­tengdum greinum (fólks­flutn­ing­ar, flug, hót­el, veit­inga­hús og bíla­leigur o.fl.) starfa um 12% vinn­andi fólks á Íslandi. Aðrar greinar ættu að kom­ast smám saman í þokka­legt horf eftir að sótt­varn­ar­að­gerðum lýk­ur.

Það er því lík­legt að fyrst eftir að sótt­varn­ar­að­gerðum lýkur þurfum við að stóla á okkur sjálf að umtals­verðu leyti til að örva hag­kerfið til upp­sveiflu á ný.

Klass­íska leiðin til þess er örvun eft­ir­spurnar í anda hag­fræð­ings­ins John M. Key­nes. Þar getur launa­drif­inn hag­vöxtur leikið stórt hlut­verk í að rífa einka­neysl­una upp, ásamt auknum opin­berum fram­kvæmdum við inn­viði, við­hald bygg­inga og fleira.

Launa­hækkun þegar hag­kerfið er til­búið í upsveiflu verður þannig vítamíns­sprauta fyrir þjóð­ar­bú­skap­inn og gæti jafn­vel mildað höggið sem ferða­þjón­ustan verður fyrir (aukin ferða­lög inn­an­lands, aukin notkun veit­inga­staða, aukin verslun o.fl.). 

Aukin áhersla á notkun inn­lendrar fram­leiðslu verður líka gagn­leg við svona aðstæð­ur.

Það er því mjög mik­il­vægt að halda umsömdum launa­hækk­unum til haga. Um það er eng­inn ágrein­ingur innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Ríkið getur greitt fyrir því að ofan­greind örfun hag­kerf­is­ins komi að fullu til fram­kvæmda á næst­unni, einmitt með því að létta enn frekar undir með launa­greið­endum en þegar hefur verið gert.

Lækkun trygg­inga­gjalds­ins væri öflug og skjót­virk leið til þess.

Önnur leið gæti verið að auka við hluta­bóta­leið­ina. 

Æski­legt er að verka­lýðs­hreyf­ing­in, atvinnu­rek­endur og stjórn­völd stilli saman strengi sína á upp­byggi­legan hátt til að tryggja sem best kröft­uga upp­sveiflu að loknum sótt­varn­ar­að­gerð­um.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi í hluta­starfi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar