Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun

Stefán Ólafsson segir að æskilegt sé að verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur og stjórnvöld stilli saman strengi sína á uppbyggilegan hátt til að tryggja sem best kröftuga uppsveiflu að loknum sóttvarnaraðgerðum.

Auglýsing

Sumir hafa áhyggjur af því að fyr­ir­tækjum reyn­ist erfitt að taka á sig umsamdar launa­hækk­anir frá 1. apríl í þeim þreng­ingum sem nú eru vegna sótt­varn­ar­að­gerða.

Nefnd hefur verið sú hug­mynd að launa­fólk gefi eftir hluta af líf­eyr­is­rétt­indum sínum til að létta atvinnu­rek­endum róð­ur­inn. Það felur í reynd í sér að launa­fólk á almennum mark­aði greiði sér sjálf launa­hækk­un­ina með skertum líf­eyr­is­rétt­ind­um.

Innan Efl­ingar hefur einnig verið rætt um aðrar leiðir sem verja betur rétt­indi og kjör launa­fólks. 

Auglýsing

Ein er hug­myndin um tíma­bundna eft­ir­gjöf trygg­inga­gjalds­ins sem leggst á launa­greið­end­ur. Sú leið myndi létta fyr­ir­tækjum að greiða umsamda launa­hækkun – og jafn­vel ríf­lega það.

Ríkið hefur gott svig­rúm til að gera þetta, bæði vegna góðrar fjár­hags­stöðu og vegna þess að fram­kom­inn aðgerða­pakki rík­is­ins er frekar lít­ill miðað við mörg grann­rík­in, þó hann sé ann­ars ágæt­lega hann­að­ur.

Trygg­inga­gjaldið leggst á launa­greið­endur og það mætti fella niður í 3 til 6 mán­uði eða lækka það veg­lega til lengri tíma, eftir því hver fram­vinda krepp­unnar verð­ur.

Það er bæði sann­gjarn­ari og virk­ari leið en skerð­ing líf­eyr­is­rétt­inda launa­fólks á almennum mark­að­i. 

Launa­drif­inn hag­vöxt í kjöl­far sótt­varna

Launa­hækkun í sam­drátt­ar­kreppu eins og nú er verður afar mik­il­vægur liður í því að ná efna­hags­líf­inu á flug á ný, þegar sótt­varn­ar­að­gerðum lýk­ur.

Eft­ir­far­andi eru rök fyrir því.

Stöðvun atvinnu­lífs­ins vegna sótt­varn­ar­að­gerð­anna verður tíma­bundin – von­andi aðeins nokkrar vikur eða örfáir mán­uðir í við­bót, ef marka má reynslu Kín­verja.

Í kjöl­farið eru ágætar for­sendur fyrir því að þeir hlutar atvinnu­lífs­ins sem ekki byggja að mestu á ferða­þjón­ustu geti snúið til sem næst eðli­legrar starf­semi.

Ferða­þjón­ustan verður í sér­stöðu því lengri tíma mun taka að ná henni á flug aft­ur, vegna þess að útlend­ingar munu trauðla ferð­ast hingað í stórum stíl strax. 

Við gætum þurft að bíða eftir að virk bólu­efni eða lyf gegn veirunni komi fram til að skapa á ný eðli­leg skil­yrði fyrir alþjóð­lega ferða­þjón­ustu. Svo skiptir einnig máli hvernig kreppan leikur kaup­mátt þeirra þjóða sem hingað leita sem ferða­menn. 

Í ferða­þjón­ustu og bein­tengdum greinum (fólks­flutn­ing­ar, flug, hót­el, veit­inga­hús og bíla­leigur o.fl.) starfa um 12% vinn­andi fólks á Íslandi. Aðrar greinar ættu að kom­ast smám saman í þokka­legt horf eftir að sótt­varn­ar­að­gerðum lýk­ur.

Það er því lík­legt að fyrst eftir að sótt­varn­ar­að­gerðum lýkur þurfum við að stóla á okkur sjálf að umtals­verðu leyti til að örva hag­kerfið til upp­sveiflu á ný.

Klass­íska leiðin til þess er örvun eft­ir­spurnar í anda hag­fræð­ings­ins John M. Key­nes. Þar getur launa­drif­inn hag­vöxtur leikið stórt hlut­verk í að rífa einka­neysl­una upp, ásamt auknum opin­berum fram­kvæmdum við inn­viði, við­hald bygg­inga og fleira.

Launa­hækkun þegar hag­kerfið er til­búið í upsveiflu verður þannig vítamíns­sprauta fyrir þjóð­ar­bú­skap­inn og gæti jafn­vel mildað höggið sem ferða­þjón­ustan verður fyrir (aukin ferða­lög inn­an­lands, aukin notkun veit­inga­staða, aukin verslun o.fl.). 

Aukin áhersla á notkun inn­lendrar fram­leiðslu verður líka gagn­leg við svona aðstæð­ur.

Það er því mjög mik­il­vægt að halda umsömdum launa­hækk­unum til haga. Um það er eng­inn ágrein­ingur innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Ríkið getur greitt fyrir því að ofan­greind örfun hag­kerf­is­ins komi að fullu til fram­kvæmda á næst­unni, einmitt með því að létta enn frekar undir með launa­greið­endum en þegar hefur verið gert.

Lækkun trygg­inga­gjalds­ins væri öflug og skjót­virk leið til þess.

Önnur leið gæti verið að auka við hluta­bóta­leið­ina. 

Æski­legt er að verka­lýðs­hreyf­ing­in, atvinnu­rek­endur og stjórn­völd stilli saman strengi sína á upp­byggi­legan hátt til að tryggja sem best kröft­uga upp­sveiflu að loknum sótt­varn­ar­að­gerð­um.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi í hluta­starfi.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar