Mál í takt við tímann

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur áttundi pistillinn.

Auglýsing

8. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að átta sig á að málið verður að henta mál­sam­fé­lag­inu á hverjum tíma og stöðnun í máli er ávísun á hnign­un.

Þótt mik­il­vægt sé að halda í hefðir máls­ins er ekki síður mik­il­vægt að málið þró­ist með sam­fé­lag­inu til að það geti gegnt hlut­verki sínu sem sam­skipta­tæki. Við þurfum sífellt að vera að end­ur­skoða skil­grein­ingu okkar á orðum og notkun þeirra. Mörg orð sem áður þóttu góð og gild eru það ekki lengur vegna breyttra hug­mynda eða sam­fé­lags­gerð­ar. Fæstum dettur í hug núorðið að nota fáviti um fólk (nema sem skammar­yrð­i), og sama gildir um negri, van­gef­inn og mörg fleiri orð. Þarna er mik­il­vægt að tungu­málið lendi ekki á eftir sam­fé­lags­þró­un­inni eða verði drag­bítur á hana.

Eitt af því sem tungu­málið þarf að end­ur­spegla er staða kynj­anna og jafn­rétt­is­við­horf sam­tím­ans. Í íslensku er mál­fræði­legt karl­kyn ómarkað (hlut­laust) og þess vegna segjum við Eng­inn má yfir­gefa húsið þótt við vísum til bland­aðs hóps karla og kvenna, og við segjum líka Allir tapa á verð­bólg­unni án þess að meina að það séu bara karl­menn í þeim hópi. Í þessu felst ekki nein karl­remba eða úti­lokun kvenna – svona virkar tungu­málið bara, og fyrir því eru sögu­legar ástæður. Mál­fræði­legt kyn og líf­fræði­legt kyn er tvennt óskylt.En þrátt fyrir það er ljóst að margar konur upp­lifa slíka notkun karl­kyns sem úti­lok­andi – finnst ekki vísað til sín, og vilja nota hvor­ug­kyn fleir­tölu í stað­inn, t.d. Engin mega yfir­gefa hús­ið, Öll tapa á verð­bólg­unni. Sama gildir um fólk sem skil­greinir sig hvorki sem karl­kyns né kven­kyns. Síð­ar­nefndi hóp­ur­inn er líka ósáttur við að til sín sé vísað með for­nafn­inu það – finnst það lít­ils­virð­andi og nið­ur­lægj­andi. Þess í stað hefur verið tekið upp nýtt hvor­ug­kyns þriðju per­sónu for­nafn, hán, til að nota þegar vísað er til ein­stak­linga í þessum hópi.

Auglýsing

Það koma vissu­lega upp ýmis álita­mál við breyt­ingar af þessu tagi. Notkun karl­kyns sem ómark­aðs kyns er svo inn­gróin í málið að henni verður ekki auð­veld­lega breytt. Fornöfn eru líka einn grunn­þáttur mál­kerf­is­ins og það er meira en að segja það að taka upp nýtt for­nafn. Það er líka óljóst hvernig slíkar breyt­ingar geti orðið. Eiga þær að vera sjálf­sprottnar meðal mál­not­enda, þannig að það sé látið ráð­ast hvort þær breið­ast út og ná að lokum yfir­hönd­inni – eða á að reyna að koma þeim á með ein­hvers konar stýr­ingu, og þá hvaðan og hvern­ig?

Hvað sem þessu líður er bráð­nauð­syn­legt að íslenskan komi til móts við breytt við­horf. Ann­ars vegar er það nauð­syn­legt vegna mál­not­end­anna. Tungu­málið er ekki und­an­þegið jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­sjón­ar­miðum – það á ekki að mis­muna fólki eða úthýsa því. Hins vegar er þetta nauð­syn­legt vegna tungu­máls­ins sjálfs. Líf íslensk­unnar veltur á því að mál­not­endur tengi sig við hana, finn­ist hún vera sitt mál. Þess vegna þarf hún að breyt­ast og end­ur­nýja sig til að þjóna þörfum sam­fé­lags­ins á hverjum tíma, eins og hún hefur alltaf gert. Hún þolir það alveg – og við þurfum að leyfa henni það.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit