Mál í takt við tímann

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur áttundi pistillinn.

Auglýsing

8. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að átta sig á að málið verður að henta mál­sam­fé­lag­inu á hverjum tíma og stöðnun í máli er ávísun á hnign­un.

Þótt mik­il­vægt sé að halda í hefðir máls­ins er ekki síður mik­il­vægt að málið þró­ist með sam­fé­lag­inu til að það geti gegnt hlut­verki sínu sem sam­skipta­tæki. Við þurfum sífellt að vera að end­ur­skoða skil­grein­ingu okkar á orðum og notkun þeirra. Mörg orð sem áður þóttu góð og gild eru það ekki lengur vegna breyttra hug­mynda eða sam­fé­lags­gerð­ar. Fæstum dettur í hug núorðið að nota fáviti um fólk (nema sem skammar­yrð­i), og sama gildir um negri, van­gef­inn og mörg fleiri orð. Þarna er mik­il­vægt að tungu­málið lendi ekki á eftir sam­fé­lags­þró­un­inni eða verði drag­bítur á hana.

Eitt af því sem tungu­málið þarf að end­ur­spegla er staða kynj­anna og jafn­rétt­is­við­horf sam­tím­ans. Í íslensku er mál­fræði­legt karl­kyn ómarkað (hlut­laust) og þess vegna segjum við Eng­inn má yfir­gefa húsið þótt við vísum til bland­aðs hóps karla og kvenna, og við segjum líka Allir tapa á verð­bólg­unni án þess að meina að það séu bara karl­menn í þeim hópi. Í þessu felst ekki nein karl­remba eða úti­lokun kvenna – svona virkar tungu­málið bara, og fyrir því eru sögu­legar ástæður. Mál­fræði­legt kyn og líf­fræði­legt kyn er tvennt óskylt.En þrátt fyrir það er ljóst að margar konur upp­lifa slíka notkun karl­kyns sem úti­lok­andi – finnst ekki vísað til sín, og vilja nota hvor­ug­kyn fleir­tölu í stað­inn, t.d. Engin mega yfir­gefa hús­ið, Öll tapa á verð­bólg­unni. Sama gildir um fólk sem skil­greinir sig hvorki sem karl­kyns né kven­kyns. Síð­ar­nefndi hóp­ur­inn er líka ósáttur við að til sín sé vísað með for­nafn­inu það – finnst það lít­ils­virð­andi og nið­ur­lægj­andi. Þess í stað hefur verið tekið upp nýtt hvor­ug­kyns þriðju per­sónu for­nafn, hán, til að nota þegar vísað er til ein­stak­linga í þessum hópi.

Auglýsing

Það koma vissu­lega upp ýmis álita­mál við breyt­ingar af þessu tagi. Notkun karl­kyns sem ómark­aðs kyns er svo inn­gróin í málið að henni verður ekki auð­veld­lega breytt. Fornöfn eru líka einn grunn­þáttur mál­kerf­is­ins og það er meira en að segja það að taka upp nýtt for­nafn. Það er líka óljóst hvernig slíkar breyt­ingar geti orðið. Eiga þær að vera sjálf­sprottnar meðal mál­not­enda, þannig að það sé látið ráð­ast hvort þær breið­ast út og ná að lokum yfir­hönd­inni – eða á að reyna að koma þeim á með ein­hvers konar stýr­ingu, og þá hvaðan og hvern­ig?

Hvað sem þessu líður er bráð­nauð­syn­legt að íslenskan komi til móts við breytt við­horf. Ann­ars vegar er það nauð­syn­legt vegna mál­not­end­anna. Tungu­málið er ekki und­an­þegið jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­sjón­ar­miðum – það á ekki að mis­muna fólki eða úthýsa því. Hins vegar er þetta nauð­syn­legt vegna tungu­máls­ins sjálfs. Líf íslensk­unnar veltur á því að mál­not­endur tengi sig við hana, finn­ist hún vera sitt mál. Þess vegna þarf hún að breyt­ast og end­ur­nýja sig til að þjóna þörfum sam­fé­lags­ins á hverjum tíma, eins og hún hefur alltaf gert. Hún þolir það alveg – og við þurfum að leyfa henni það.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit