Mál í takt við tímann

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur áttundi pistillinn.

Auglýsing

8. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að átta sig á að málið verður að henta mál­sam­fé­lag­inu á hverjum tíma og stöðnun í máli er ávísun á hnign­un.

Þótt mik­il­vægt sé að halda í hefðir máls­ins er ekki síður mik­il­vægt að málið þró­ist með sam­fé­lag­inu til að það geti gegnt hlut­verki sínu sem sam­skipta­tæki. Við þurfum sífellt að vera að end­ur­skoða skil­grein­ingu okkar á orðum og notkun þeirra. Mörg orð sem áður þóttu góð og gild eru það ekki lengur vegna breyttra hug­mynda eða sam­fé­lags­gerð­ar. Fæstum dettur í hug núorðið að nota fáviti um fólk (nema sem skammar­yrð­i), og sama gildir um negri, van­gef­inn og mörg fleiri orð. Þarna er mik­il­vægt að tungu­málið lendi ekki á eftir sam­fé­lags­þró­un­inni eða verði drag­bítur á hana.

Eitt af því sem tungu­málið þarf að end­ur­spegla er staða kynj­anna og jafn­rétt­is­við­horf sam­tím­ans. Í íslensku er mál­fræði­legt karl­kyn ómarkað (hlut­laust) og þess vegna segjum við Eng­inn má yfir­gefa húsið þótt við vísum til bland­aðs hóps karla og kvenna, og við segjum líka Allir tapa á verð­bólg­unni án þess að meina að það séu bara karl­menn í þeim hópi. Í þessu felst ekki nein karl­remba eða úti­lokun kvenna – svona virkar tungu­málið bara, og fyrir því eru sögu­legar ástæður. Mál­fræði­legt kyn og líf­fræði­legt kyn er tvennt óskylt.En þrátt fyrir það er ljóst að margar konur upp­lifa slíka notkun karl­kyns sem úti­lok­andi – finnst ekki vísað til sín, og vilja nota hvor­ug­kyn fleir­tölu í stað­inn, t.d. Engin mega yfir­gefa hús­ið, Öll tapa á verð­bólg­unni. Sama gildir um fólk sem skil­greinir sig hvorki sem karl­kyns né kven­kyns. Síð­ar­nefndi hóp­ur­inn er líka ósáttur við að til sín sé vísað með for­nafn­inu það – finnst það lít­ils­virð­andi og nið­ur­lægj­andi. Þess í stað hefur verið tekið upp nýtt hvor­ug­kyns þriðju per­sónu for­nafn, hán, til að nota þegar vísað er til ein­stak­linga í þessum hópi.

Auglýsing

Það koma vissu­lega upp ýmis álita­mál við breyt­ingar af þessu tagi. Notkun karl­kyns sem ómark­aðs kyns er svo inn­gróin í málið að henni verður ekki auð­veld­lega breytt. Fornöfn eru líka einn grunn­þáttur mál­kerf­is­ins og það er meira en að segja það að taka upp nýtt for­nafn. Það er líka óljóst hvernig slíkar breyt­ingar geti orðið. Eiga þær að vera sjálf­sprottnar meðal mál­not­enda, þannig að það sé látið ráð­ast hvort þær breið­ast út og ná að lokum yfir­hönd­inni – eða á að reyna að koma þeim á með ein­hvers konar stýr­ingu, og þá hvaðan og hvern­ig?

Hvað sem þessu líður er bráð­nauð­syn­legt að íslenskan komi til móts við breytt við­horf. Ann­ars vegar er það nauð­syn­legt vegna mál­not­end­anna. Tungu­málið er ekki und­an­þegið jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­sjón­ar­miðum – það á ekki að mis­muna fólki eða úthýsa því. Hins vegar er þetta nauð­syn­legt vegna tungu­máls­ins sjálfs. Líf íslensk­unnar veltur á því að mál­not­endur tengi sig við hana, finn­ist hún vera sitt mál. Þess vegna þarf hún að breyt­ast og end­ur­nýja sig til að þjóna þörfum sam­fé­lags­ins á hverjum tíma, eins og hún hefur alltaf gert. Hún þolir það alveg – og við þurfum að leyfa henni það.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiÁlit