Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars

Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.

Fjárfestir í kastinu
Auglýsing

Mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa í Kaup­höll Íslands hefur dreg­ist saman um næstum 30 millj­arða króna frá ára­mót­um. Í lok des­em­ber síð­ast­lið­ins var mark­aðsvirði þeirra 195,1 millj­arður króna en við lok við­skipta síð­ast­lið­inn þriðju­dag var það 165,6 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina. 

Veð­­setn­ing hluta­bréfa skarpt á síð­­­ast ári. Í byrjun þess var mark­aðsvirði veð­­settra hluta­bréfa 129 millj­­arðar króna. Í lok þess var það komið upp í rúm­lega 195 millj­­arða króna og virði veð­­settra hluta­bréfa því auk­ist um 66 millj­­arða króna, eða 50 pró­­sent. 

Það er vel umfram þá hækkun sem varð á mark­aðsvirði allra hluta­bréfa í íslensku Kaup­höll­inni á árinu 2019, en þau hækk­­uðu í heild um 30 pró­­sent. 

Alls er hlut­fall veð­töku um 15,5 pró­sent,

Heild­ar­virði félaga hríð­fallið ár árs­fjórð­ungnum

Árið 2020 hefur svo reynst fjár­festum erfitt. Heild­ar­virði hluta­bréfa þeirra félaga sem skráð eru á Aðal­l­ista Kaup­hallar Íslands og First North mark­að­inn, alls 24 tals­ins, var 1.251 millj­­arður króna í lok árs 2019.

Í lok mars var það 1.067 millj­arðar króna og hafði dreg­ist saman um 184 millj­arða króna á þremur mán­uð­u­m. 

Auglýsing
Þetta hefur enda verið hörmu­legur árs­fjórð­ung­ur, sér­stak­lega frá lokum febr­úar og út mars, eftir að áhrif af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum komu fram af fullum þunga. Ein­ung­is 

Eftir að heild­­­ar­­­mark­aðsvirðið skreið aftur yfir eitt þús­und millj­­­arða króna árið 2015 og fram á haustið 2018 var mark­aðsvirði veð­­­settra hluta nokkuð stöðugt í lengri tíma, frá um 105 millj­­­örðum kóna og upp í 123 millj­­­arða króna. Hlut­­­fall veð­töku af heild­­­ar­­­mark­aðsvirði skráðra félaga á þessu tíma­bili var frá um tíu pró­­­sent og upp í tæp­­­lega 14 pró­­­sent. 

Þá virð­ist hafa átt sér stað ein­hver breyt­ing sam­hliða því að fleiri einka­fjár­­­festar eru að gera sig gild­andi á mark­aðn­­­um. Frá því í lok sept­­em­ber 2018 og fram til loka des­em­ber 2019 jókst mark­aðsvirði veð­­­settra hluta­bréfa um 71 millj­­arð króna. Á síð­­asta ári einu saman jókst hún um 65 millj­­arða króna og ef síð­­­asti árs­fjórð­ungur árs­ins 2019 er skoð­aður einn og sér þá jókst hún um 25 millj­­arða króna, eða um 15 pró­­sent.  

 Mikil veð­­­setn­ing á árunum fyrir hrun

Veð­­­setn­ing hluta­bréfa var mjög algeng á árunum fyrir hrun, og bjó meðal ann­­­ars til mikla kerf­is­lega áhættu hér­­­­­lend­­­is. Stór fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­fé­lög, sem áttu meðal ann­­­ars stóra hluti í bönk­­­um, fengu þá lán­aðar háar fjár­­­hæðir með veði í bréf­um, til að kaupa önnur hluta­bréf. Þegar eitt­hvað súrn­aði varð keðju­verkun vegna kross­­­eign­­­ar­halds. 

Auk þess lán­uðu íslenskir bankar fyrir hluta­bréfa­­­kaupum í sjálfum sér með veði í bréf­unum sjálf­­­um. Með því var öll áhættan hjá bönk­­­unum sjálfum ef illa færi. Til­­­­­gang­­­ur­inn var að skapa markað fyrir bréf sem engin eðli­­­leg eft­ir­­­spurn var eft­ir, og þar með til að hafa áhrif á eðli­­­lega verð­­­mynd­un. Hæst­i­­­réttur Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í málum gegn öllum gömlu stóru bönk­­­unum þremur að þetta atferli hafi falið í sér mark­aðs­mis­­­­not­k­un. 

Tekið hefur verið fyrir þessa hegðun með laga­breyt­ingum á und­an­­­förnum árum.

Hafta­losun hleypti fag­fjár­­­festum út

Eftir hrun voru sett fjár­­­magns­höft. Þau gerðu það að verkum að  íslensku líf­eyr­is­­sjóð­irnir voru fastir inni í íslensku efna­hags­­lífi með þá nýju fjár­­muni sem þeir þurftu að ávaxta ár hvert. Þeir þurftu því að kaupa all­flest sem var á boðstól­um, þar með talið hluta­bréf í þeim félögum sem skráð voru á markað í end­­ur­reisn­­­ar­­ferli íslensku Kaup­hall­­ar­inn­­ar. 

Auglýsing
Auk þess voru fjöl­margir erlendir fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóðir sem veðjað höfðu á að hægt væri að ávaxta fjár­­muni veru­­lega á Íslandi í eft­ir­köstum banka­hruns­ins, meðal ann­­ars með því að kaupa kröfur á föllnu bankana, umsvifa­­miklir í kaupum á skráðum hluta­bréfum um tíma á meðan að höftin hengu uppi.

Þegar höft­unum var lyft, sem gerð­ist að stærstu leyti vorið 2017, gátu fag­fjár­­­fest­­arnir farið með fjár­­muni sína í ann­­ar­s­­konar fjár­­­fest­ing­­ar. Það hafa þeir margir hverjir gert. Líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins hafa verið að taka fjár­­muni úr virkri stýr­ingu hjá verð­bréfa­­sjóðum til að fjár­­­festa meira erlendis og erlendu fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóð­irnir hafa minnkað nær allar stöður sínar nema í Marel og Arion banka. 

Lít­ill sem eng­inn áhugi virð­ist vera erlendis frá á mik­illi fjár­­­fest­ingu hér­­­lend­is, eins og sást ljós­­lega þegar bind­i­­skylda var lækkuð niður í núll snemma árs í fyrra, aðgerð sem var til þess fall­inn að reyna að örva erlenda fjár­­­fest­ingu. Síðan að það var gert hefur erlend fjár­­­fest­ing verið minni en hún var á sama tíma árið áður. 

Jókst hratt í fyrra

Veð­­­sett hluta­bréfa­­­kaup hafa ekki verið jafn algengt tísku­­­fyr­ir­brigði síð­­­ast­lið­inn ára­tug og þau voru áður, þótt vissu­­­lega séu und­an­­­tekn­ingar þar á. Í lok árs 2014 var mark­aðsvirði veð­­­settra hluta 11,25 pró­­­sent af heild­­­ar­­­mark­aðsvirði félaga í Kaup­höll Íslands.

Eftir að heild­­­ar­­­mark­aðsvirðið skreið aftur yfir eitt þús­und millj­­­arða króna árið 2015 og fram á haustið 2018 var mark­aðsvirði veð­­­settra hluta nokkuð stöðugt í lengri tíma, frá um 105 millj­­­örðum kóna og upp í 123 millj­­­arða króna. Hlut­­­fall veð­töku af heild­­­ar­­­mark­aðsvirði skráðra félaga á þessu tíma­bili var frá um tíu pró­­­sent og upp í tæp­­­lega 14 pró­­­sent. 

Þá virð­ist hafa átt sér stað ein­hver breyt­ing sam­hliða því að fleiri einka­fjár­­­festar eru að gera sig gild­andi á mark­aðn­­­um. Frá því í lok sept­­em­ber 2018 og fram til loka des­em­ber 2019 jókst mark­aðsvirði veð­­­settra hluta­bréfa um 72 millj­­arð króna. Á síð­­asta ári einu saman jókst hún um 66 millj­­arða króna og ef síð­­­asti árs­fjórð­ungur árs­ins 2019 er skoð­aður einn og sér þá jókst hún um 25 millj­­arða króna, eða um 15 pró­­sent.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent