Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars

Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.

Fjárfestir í kastinu
Auglýsing

Mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa í Kaup­höll Íslands hefur dreg­ist saman um næstum 30 millj­arða króna frá ára­mót­um. Í lok des­em­ber síð­ast­lið­ins var mark­aðsvirði þeirra 195,1 millj­arður króna en við lok við­skipta síð­ast­lið­inn þriðju­dag var það 165,6 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina. 

Veð­­setn­ing hluta­bréfa skarpt á síð­­­ast ári. Í byrjun þess var mark­aðsvirði veð­­settra hluta­bréfa 129 millj­­arðar króna. Í lok þess var það komið upp í rúm­lega 195 millj­­arða króna og virði veð­­settra hluta­bréfa því auk­ist um 66 millj­­arða króna, eða 50 pró­­sent. 

Það er vel umfram þá hækkun sem varð á mark­aðsvirði allra hluta­bréfa í íslensku Kaup­höll­inni á árinu 2019, en þau hækk­­uðu í heild um 30 pró­­sent. 

Alls er hlut­fall veð­töku um 15,5 pró­sent,

Heild­ar­virði félaga hríð­fallið ár árs­fjórð­ungnum

Árið 2020 hefur svo reynst fjár­festum erfitt. Heild­ar­virði hluta­bréfa þeirra félaga sem skráð eru á Aðal­l­ista Kaup­hallar Íslands og First North mark­að­inn, alls 24 tals­ins, var 1.251 millj­­arður króna í lok árs 2019.

Í lok mars var það 1.067 millj­arðar króna og hafði dreg­ist saman um 184 millj­arða króna á þremur mán­uð­u­m. 

Auglýsing
Þetta hefur enda verið hörmu­legur árs­fjórð­ung­ur, sér­stak­lega frá lokum febr­úar og út mars, eftir að áhrif af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum komu fram af fullum þunga. Ein­ung­is 

Eftir að heild­­­ar­­­mark­aðsvirðið skreið aftur yfir eitt þús­und millj­­­arða króna árið 2015 og fram á haustið 2018 var mark­aðsvirði veð­­­settra hluta nokkuð stöðugt í lengri tíma, frá um 105 millj­­­örðum kóna og upp í 123 millj­­­arða króna. Hlut­­­fall veð­töku af heild­­­ar­­­mark­aðsvirði skráðra félaga á þessu tíma­bili var frá um tíu pró­­­sent og upp í tæp­­­lega 14 pró­­­sent. 

Þá virð­ist hafa átt sér stað ein­hver breyt­ing sam­hliða því að fleiri einka­fjár­­­festar eru að gera sig gild­andi á mark­aðn­­­um. Frá því í lok sept­­em­ber 2018 og fram til loka des­em­ber 2019 jókst mark­aðsvirði veð­­­settra hluta­bréfa um 71 millj­­arð króna. Á síð­­asta ári einu saman jókst hún um 65 millj­­arða króna og ef síð­­­asti árs­fjórð­ungur árs­ins 2019 er skoð­aður einn og sér þá jókst hún um 25 millj­­arða króna, eða um 15 pró­­sent.  

 Mikil veð­­­setn­ing á árunum fyrir hrun

Veð­­­setn­ing hluta­bréfa var mjög algeng á árunum fyrir hrun, og bjó meðal ann­­­ars til mikla kerf­is­lega áhættu hér­­­­­lend­­­is. Stór fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­fé­lög, sem áttu meðal ann­­­ars stóra hluti í bönk­­­um, fengu þá lán­aðar háar fjár­­­hæðir með veði í bréf­um, til að kaupa önnur hluta­bréf. Þegar eitt­hvað súrn­aði varð keðju­verkun vegna kross­­­eign­­­ar­halds. 

Auk þess lán­uðu íslenskir bankar fyrir hluta­bréfa­­­kaupum í sjálfum sér með veði í bréf­unum sjálf­­­um. Með því var öll áhættan hjá bönk­­­unum sjálfum ef illa færi. Til­­­­­gang­­­ur­inn var að skapa markað fyrir bréf sem engin eðli­­­leg eft­ir­­­spurn var eft­ir, og þar með til að hafa áhrif á eðli­­­lega verð­­­mynd­un. Hæst­i­­­réttur Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í málum gegn öllum gömlu stóru bönk­­­unum þremur að þetta atferli hafi falið í sér mark­aðs­mis­­­­not­k­un. 

Tekið hefur verið fyrir þessa hegðun með laga­breyt­ingum á und­an­­­förnum árum.

Hafta­losun hleypti fag­fjár­­­festum út

Eftir hrun voru sett fjár­­­magns­höft. Þau gerðu það að verkum að  íslensku líf­eyr­is­­sjóð­irnir voru fastir inni í íslensku efna­hags­­lífi með þá nýju fjár­­muni sem þeir þurftu að ávaxta ár hvert. Þeir þurftu því að kaupa all­flest sem var á boðstól­um, þar með talið hluta­bréf í þeim félögum sem skráð voru á markað í end­­ur­reisn­­­ar­­ferli íslensku Kaup­hall­­ar­inn­­ar. 

Auglýsing
Auk þess voru fjöl­margir erlendir fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóðir sem veðjað höfðu á að hægt væri að ávaxta fjár­­muni veru­­lega á Íslandi í eft­ir­köstum banka­hruns­ins, meðal ann­­ars með því að kaupa kröfur á föllnu bankana, umsvifa­­miklir í kaupum á skráðum hluta­bréfum um tíma á meðan að höftin hengu uppi.

Þegar höft­unum var lyft, sem gerð­ist að stærstu leyti vorið 2017, gátu fag­fjár­­­fest­­arnir farið með fjár­­muni sína í ann­­ar­s­­konar fjár­­­fest­ing­­ar. Það hafa þeir margir hverjir gert. Líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins hafa verið að taka fjár­­muni úr virkri stýr­ingu hjá verð­bréfa­­sjóðum til að fjár­­­festa meira erlendis og erlendu fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóð­irnir hafa minnkað nær allar stöður sínar nema í Marel og Arion banka. 

Lít­ill sem eng­inn áhugi virð­ist vera erlendis frá á mik­illi fjár­­­fest­ingu hér­­­lend­is, eins og sást ljós­­lega þegar bind­i­­skylda var lækkuð niður í núll snemma árs í fyrra, aðgerð sem var til þess fall­inn að reyna að örva erlenda fjár­­­fest­ingu. Síðan að það var gert hefur erlend fjár­­­fest­ing verið minni en hún var á sama tíma árið áður. 

Jókst hratt í fyrra

Veð­­­sett hluta­bréfa­­­kaup hafa ekki verið jafn algengt tísku­­­fyr­ir­brigði síð­­­ast­lið­inn ára­tug og þau voru áður, þótt vissu­­­lega séu und­an­­­tekn­ingar þar á. Í lok árs 2014 var mark­aðsvirði veð­­­settra hluta 11,25 pró­­­sent af heild­­­ar­­­mark­aðsvirði félaga í Kaup­höll Íslands.

Eftir að heild­­­ar­­­mark­aðsvirðið skreið aftur yfir eitt þús­und millj­­­arða króna árið 2015 og fram á haustið 2018 var mark­aðsvirði veð­­­settra hluta nokkuð stöðugt í lengri tíma, frá um 105 millj­­­örðum kóna og upp í 123 millj­­­arða króna. Hlut­­­fall veð­töku af heild­­­ar­­­mark­aðsvirði skráðra félaga á þessu tíma­bili var frá um tíu pró­­­sent og upp í tæp­­­lega 14 pró­­­sent. 

Þá virð­ist hafa átt sér stað ein­hver breyt­ing sam­hliða því að fleiri einka­fjár­­­festar eru að gera sig gild­andi á mark­aðn­­­um. Frá því í lok sept­­em­ber 2018 og fram til loka des­em­ber 2019 jókst mark­aðsvirði veð­­­settra hluta­bréfa um 72 millj­­arð króna. Á síð­­asta ári einu saman jókst hún um 66 millj­­arða króna og ef síð­­­asti árs­fjórð­ungur árs­ins 2019 er skoð­aður einn og sér þá jókst hún um 25 millj­­arða króna, eða um 15 pró­­sent.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent