Um 75 þúsund Íslendingar náð í smitrakningarappið

Á miðnætti höfðu yfir fimmtíu þúsund manns hér á landi náð í smitrakningarappið, Rakning C-19. Í hádeginu höfðu 75 þúsund hlaðið appinu niður í símann sinn.

Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir.
Auglýsing

Smitrakn­ing­arappið Rakn­ing C-19 var gert aðgengi­legt í gær og við­brögðin hafa ekki látið á sér standa. Á mið­nætti höfðu yfir fimm­tíu þús­und manns hér á landi sótt appið og í hádeg­inu í dag höfðu 75 þús­und hlaðið app­inu niður í sím­ann sinn.

Alma Möll­er land­læknir þakk­aði sér­stak­lega fyrir við­tök­urnar á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Þessar við­tökur eru framar okkar von­um.“

Benti Alma á að fjöl­margir hafi komið að gerð apps­ins, þó að það sé á ábyrgð emb­ætt­is­ land­lækn­is. Allir hafi þessir aðilar boðið fram aðstoð án end­ur­gjalds. Þess­ir að­ilar eru: íslensku fyr­ir­tækin Aranja, Koli­bri, Stokk­ur, Sensa, Sam­sýn, ­for­rit­arar frá Íslenskri erfða­grein­ingu og Synd­is. Þakk­aði land­læknir þessum að­ilum sér­stak­lega á fundi dags­ins.

Auglýsing

Appið er liður í viða­miklum aðgerðum yfir­valda í því að hægja á og von­andi minn­ka út­breiðslu veirunnar sem veldur COVID-19.

 Ís­lend­ingar munu geta sótt app­ið, Rakn­ing C-19, end­ur­gjalds­laust í App eða Play Store. Því fleiri sem sækja app­ið, þeim mun betur mun það gagn­ast smitrakn­ingateym­inu. Appið mun þó engu að síð­ur­ ­gagn­ast við að aðstoða alla, sem velja að taka þátt, við að rifja upp ferð­ir sín­ar.

Notk­un apps­ins byggir á sam­þykki not­enda, bæði til að taka appið í notkun og til­ miðl­unar upp­lýs­inga síðar meir ef þess ger­ist þörf, en þetta er kallað tvö­falt ­sam­þykki.

Appið not­ar GPS stað­setn­ing­ar­gögn og eru upp­lýs­ingar um ferðir við­kom­andi ein­göngu vistað­ar á síma not­anda. Ef not­andi grein­ist með smit og rakn­ingateymið þarf að rekja ­ferðir þá fær not­andi beiðni um að miðla þeim upp­lýs­ingum til­ rakn­ingateym­is­ins.

Um leið og smitrakn­ingateymið biður um aðgang að gögn­unum mun það einnig óska eft­ir ­kenni­tölu við­kom­andi svo ekki fari á milli mála hver er á bak­við gögn­in. Þannig er tryggt að eng­inn hefur aðgang að þessum upp­lýs­ingum nema að not­and­inn vilj­i það. Stað­setn­ing­ar­gögn­unum verður svo eytt um leið og rakn­ingateymið þarf ekki ­lengur á þeim að halda.

Sjá frek­ari upp­lýs­ingar hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent