Gylfi: Verðbólgan ekki vegna lóðaskorts

Meintur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu er ekki ástæða þess að fasteignaverð hefur hækkað, að mati hagfræðiprófessors sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Auglýsing

Hækkun hús­næð­is­verðs und­an­farna mán­uði er ekki skipu­lags­mi­s­tökum að kenna, heldur afleið­ing af vaxta­lækk­unum og breyttri neyslu­hegð­un. Þetta skrifar Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands sem á sæti í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Í grein­inni fer Gylfi yfir áhrif hús­næð­is­verðs á verð­bólgu, en sam­kvæmt honum hafa verð­breyt­ingar á hús­næð­is­mark­aði áhrif á tekju­skipt­ingu og verð­trygg­ingu lána, auk þess sem það leikur stórt hlut­verk í hag­stjórn. Mik­il­vægt sé þó að rugla ekki þessu þrennu sam­an.

Hús­næð­is­verð hærra vegna vaxta­lækk­ana

Sam­kvæmt Gylfa eru eru áhrif vaxta á hús­næð­is­verð mik­il­væg fyrir hag­stjórn. Hann segir lækkun vaxta valda því að verð á öllum eignum – hús­næð­is, hluta­bréfs, sum­ar­bú­staða og lista­verka – hækki. Hins vegar ætti hærra eign­ar­verð einnig að auka eft­ir­spurn og hvetja fyr­ir­tæki til að ráð­ast í fjár­fest­ingu og fram­leiðslu á þessum eign­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt Gylfa var lækkun seðla­banka­vaxta í fyrra ætlað að auka eft­ir­spurn á meðan far­sótti gengi yfir og bæta þannig upp fyrir minni útflutn­ing ferða­þjón­ustu. Þessi lækkun hafði í för með sér örari hækkun hús­næð­is­verðs, en sú hækkun var ekki fyr­ir­séð vegna þess að ótt­ast var að far­sóttin hefði nei­kvæð áhrif á eft­ir­spurn eftir hús­næði.

„Það er ekki rétt eins og haldið hefur verið fram að vextir hafi verið hækk­aðir á þessu ári vegna þess að lóða­skortur hafi haft í för með sér hækkun hús­næð­is­verðs sem síðan drífi verð­bólg­una áfram,“ segir Gylfi. „Vextir hafa einnig verið lækk­aðir í öðrum löndum á COVID-­tímum og áhrifin þar, eins og hér, komið fram í þróun hús­næð­is­verðs.“

Því segir Gylfi að vaxta­hækkun Seðla­bank­ans í síð­ustu viku hafi „alls ekki“ verið vegna þess að sveit­ar­fé­lög hefðu ekki skipu­lagt ný hverfi, heldur vegna þess að sú pen­inga­stefna sem hefur örvað hag­kerfið á tímum far­ald­urs­ins eigi ekki lengur við.

Hægt er að lesa grein Gylfa í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent