Býst við hægum bata í ferðaþjónustu en er bjartsýnni með útflutning fisks og áls

Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir útflutning íslenska hagkerfisins geta verið meiri en áður var vænst til vegna bjartari horfa í sjávarútvegi og álútflutningi. Hins vegar sé útlit fyrir að ferðaþjónustan taki seint við sér.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands
Auglýsing

Útflutn­ingur Íslands gæti verið meiri í ár heldur en áður var búist við, þrátt fyrir að útlit sé fyrir að lengri tíma taki fyrir ferða­þjón­ust­una að taka við sér. Þetta segir Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræð­ingur Seðla­bank­ans, í grein sinni í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Í grein­inni fer Þór­ar­inn yfir efna­hags­horfur í kjöl­far far­ald­urs­ins, en þar segir hann að lands­fram­leiðslan gæti hafa vaxið um ríf­lega 2 pró­sent milli ára á fyrsta fjórð­ungi þessa árs. Sam­kvæmt spám Seðla­bank­ans er útlit fyrir því að hag­vöxt­ur­inn sæki enn frekar í sig veðrið þegar líður á árið og að hann muni verða að með­al­tali 3,1 pró­sent á öllu árinu.

Stærsti lið­ur­inn í hag­vexti þessa árs yrði vöxtur útflutn­ings, en Þór­ar­inn segir að útlit sé fyrir að meira verði flutt út en áður var búist við í ár. Seðla­bank­inn spáir nú að útflutn­ing­ur­inn auk­ist um 11 pró­sent á árinu og að aukn­ing­una megi meðal ann­ars rekja til bjart­ari horfa í sjáv­ar­út­vegi og álút­flutn­ingi.

Auglýsing

Aftur á móti segir Þór­ar­inn að vöxtur ferða­þjón­ust­unnar að lokum far­ald­urs­ins gæti tekið lengri tíma heldur en áður var gert ráð fyr­ir, þar sem far­ald­ur­inn hafi reynst þrá­lát­ari í helstu við­skipta­lönd­unum okk­ar. Enn sé óvissa um hvenær alþjóð­legt far­þega­flug kemst í eðli­legt horf og hvenær ferða­tak­mörk­unum á milli Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku verði að fullu aflétt.

Sam­kvæmt honum var fjöldi erlendra ferða­manna hér­lendis um miðjan maí ein­ungis 7 pró­sent af þeim fjölda sem heim­sótti landið á sama tíma árið 2019. Spár Seðla­bank­ans gera ráð fyrir að fjöldi ferða­manna á árinu öllu verði um 660 þús­und, en það er áþekk fjölgun og Alþjóða­sama­band flug­fé­laga spáir að flug­far­þegum fjölgi á heims­vísu á árinu.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent