„Hafið er nýtt kapphlaup á Íslandi“

Þingmaður Vinstri grænna hvetur Alþingi til að tryggja að vindorkukapphlaupið endi ekki úti í mýri. „Við skulum hafa gamla Trabant-kjörorðið í heiðri: Skynsemin ræður.“

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Auglýsing

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, segir að nýtt kapphlaup sé hafið á Íslandi. „Það eru 30 til 40 vindorkukostir til skoðunar og mjög margir í erlendri eigu. Þetta eru stórar vindmyllur í hnapp, eins og menn vita, 100 til 200 MW hver. Meðaltal afls þeirra allra, ef þetta er reiknað út, er 4.500 til 5.000 MW, það er tvisvar sinnum meira en virkjað afl núna.“

Þetta sagði hann undir liðnum störf þingsins á Alþingi í vikunni. Telur hann að kostir og gallar vindorku séu margir en hann sagðist á þingi ekki ætla ekki að rekja þá – en þó minna á að kolefnisfótspor vindorkuvera megi ekki gleymast í öllu þessu.

Auglýsing

Lagði hann áherslu á fjögur atriði. Í fyrsta lagi að vindorka kæmi vissulega til greina í bland við jarðvarma og vatnsafl. Í öðru lagi að að fyrir lægi ávallt að orkunýting vindorkulunda væri í samræmi við orkuþörf hverju sinni og sjálfbæra auðlindanýtingu. Í þriðja lagi að vindorka lyti samræmdu skipulagi og heildrænni nálgun, enda væri það forsenda sjálfbærrar orkunýtingar og orkuframleiðslu. Í fjórða og síðasta lagi að til væri svæðaskipulag, það er þannig að það væri ljóst að höfð sé heildarstjórn á öllu saman.

„Það liggja fyrir tvö þingmál, þingsályktunartillaga um svæðaskipulag og breytingar á lögum um rammaáætlun. Í svæðisskipulaginu er það þannig að ekki eru heimil vindorkuver á 31 prósent af landinu. Til álita koma þau á 53 prósent af landinu og er það þá undir rammaáætlun og ráðherra sjálfum. Á forræði sveitarfélaga og annarra stjórnvalda eru þá 16 prósent. Það eru svokölluð græn svæði,“ sagði hann og hvatti að lokum Alþingi til að tryggja að vindorkukapphlaupið endaði ekki úti í mýri. „Við skulum hafa gamla Trabant-kjörorðið í heiðri: Skynsemin ræður.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent