Launahækkanir í kjölfar verðbólgu „eins og að pissa í skóinn sinn“

Hagfræðiprófessor segir að hætta sé á að ekki verði ráðist í aðgerðir sem bæta lífsgæði hér á landi til lengri tíma ef tímanum er varið í karp um skammtímahagsmuni og ef væntingar um launahækkanir eru óraunhæfar.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Lífs­gæði á Íslandi myndu frekar batna með umbótum á hús­næð­is­mark­aði, í mennta­kerf­inu og vinnu­á­lagi í stað krafna um frek­ari launa­hækk­an­ir, sem hafa verið miklar á síð­ustu tveimur árum. Þetta skrifar Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands og ytri með­limur í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Miklar launa­hækk­anir og óskyn­sam­legur hag­vaxt­ar­auki

Gylfi fer einnig yfir með­al­tal launa­hækk­ana félags­manna ASÍ, BSRB, BHM og Kenn­ara­sam­bands Íslands frá því að síð­ustu kjara­samn­ingar voru und­ir­rit­aðir í mars 2019. Þar hafa laun félags­manna ASÍ hækkað mest, eða um tæp 30 pró­sent. Hækk­an­irnar hjá hinum félög­unum á sama tíma­bili voru svo á milli 16 og 27 pró­sent.

Búist er við því að svo­kall­aður hag­vaxt­ar­auki, sem felur í sér hærri laun ef hag­vöxtur er mik­ill og er inn­byggður í kjara­samn­ing­un­um, muni leiða til enn meiri launa­hækk­ana á næsta ári. Að mati Gylfa getur þetta ákvæði varla talist skyn­sam­legt, þar sem hag­vöxt­ur­inn í ár og á næsta ári sé bein afleið­ing af sam­drætt­inum af völdum far­sótt­ar­innar í fyrra. Því leiði far­sóttin beint til launa­hækk­ana óháð afkomu fyr­ir­tækja og fram­leiðni vinnu­afls.

Auglýsing

„Skóla­bók­ar­dæmi“ um hvernig verð­bólga getur magn­ast

Ofan á þetta rifjar Gylfi einnig upp ummæli for­ystu­manna laun­þega um að vax­andi verð­bólga und­an­far­inna mán­aða muni leiða til þess að kraf­ist verði þess að laun þeirra hækki enn frekar svo að kaup­mátt­ur­inn hald­ist. Sam­kvæmt honum eru þessi ummæli skóla­bók­ar­dæmi um hvernig verð­bólga getur magn­ast og orðið við­var­andi, eins og gerð­ist á átt­unda og níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Slíkar kröfur eru hins vegar ekki til þess fallnar að bæta lífs­kjör á Íslandi, sam­kvæmt Gylfa. „Ef fram­leiðsla verður dýr­ari í heim­inum þá er það stað­reynd sem ekki verður umflúin að lífs­kjör versna. Það er sömu­leiðis eins og að pissa í skó­inn sinn að hækka laun vegna þess að inn­lent verð­lag hafi hækkað sem síðan leiðir til frek­ari launa- og verð­hækk­ana,“ bætir hann við.

Betra að bæta lífs­kjör með öðrum leiðum

Gylfi segir að lífs­gæði hér á landi séu góð, og bendir hann á há með­al­laun, mik­inn jöfnuð og litla fátækt því til stuðn­ings. Hins vegar segir hann að þau mætti bæta með öðrum leiðum en launa­hækk­un­um.

Hann bendir á stöðu Íslands í lífs­gæða­vísi­tölu OECD, en sam­kvæmt henni er hús­næð­is­mark­aði, mennt­un, og sam­rým­ingu vinnu og frí­stunda ábóta­vant hér á landi. Miklar hækk­anir á hús­næð­is­verði hafi gert lág­tekju­fólki erf­ið­ara um vik að eign­ast eigið hús­næði, auk þess sem það hafi valdið eigna­til­færslu frá ungu fólki til eldri kyn­slóða.

Sömu­leiðis hafi frammi­staða grunn­skóla­barna á PISA-­prófum ekki verið góð, sér­stak­lega ekki hjá drengj­um. Hlut­fall háskóla­mennt­aðra sé einnig lágt í sam­an­burði við önnur OECD-­rík­i.Þar að auki sé vinnu­tím­inn langur hér­lend­is, í sam­an­burði við hin Norð­ur­lönd­in. Gylfi segir Íslend­inga virð­ast eiga erfitt með að sam­ræma vinnu, einka­líf og barna­upp­eldi.

„Hættan er sú á kom­andi ári að ekki verði tekið á þessum sem öðrum þjóð­þrifa­málum en tím­anum varið í karp þar sem skamm­tíma­hags­munir ráða för og vænt­ingar um frek­ari launa­hækk­anir eru óraun­hæf­ar,“ bætir Gylfi við í grein­inni sinni.

Hægt er að lesa grein Gylfa í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent