Launahækkanir í kjölfar verðbólgu „eins og að pissa í skóinn sinn“

Hagfræðiprófessor segir að hætta sé á að ekki verði ráðist í aðgerðir sem bæta lífsgæði hér á landi til lengri tíma ef tímanum er varið í karp um skammtímahagsmuni og ef væntingar um launahækkanir eru óraunhæfar.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Lífs­gæði á Íslandi myndu frekar batna með umbótum á hús­næð­is­mark­aði, í mennta­kerf­inu og vinnu­á­lagi í stað krafna um frek­ari launa­hækk­an­ir, sem hafa verið miklar á síð­ustu tveimur árum. Þetta skrifar Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands og ytri með­limur í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Miklar launa­hækk­anir og óskyn­sam­legur hag­vaxt­ar­auki

Gylfi fer einnig yfir með­al­tal launa­hækk­ana félags­manna ASÍ, BSRB, BHM og Kenn­ara­sam­bands Íslands frá því að síð­ustu kjara­samn­ingar voru und­ir­rit­aðir í mars 2019. Þar hafa laun félags­manna ASÍ hækkað mest, eða um tæp 30 pró­sent. Hækk­an­irnar hjá hinum félög­unum á sama tíma­bili voru svo á milli 16 og 27 pró­sent.

Búist er við því að svo­kall­aður hag­vaxt­ar­auki, sem felur í sér hærri laun ef hag­vöxtur er mik­ill og er inn­byggður í kjara­samn­ing­un­um, muni leiða til enn meiri launa­hækk­ana á næsta ári. Að mati Gylfa getur þetta ákvæði varla talist skyn­sam­legt, þar sem hag­vöxt­ur­inn í ár og á næsta ári sé bein afleið­ing af sam­drætt­inum af völdum far­sótt­ar­innar í fyrra. Því leiði far­sóttin beint til launa­hækk­ana óháð afkomu fyr­ir­tækja og fram­leiðni vinnu­afls.

Auglýsing

„Skóla­bók­ar­dæmi“ um hvernig verð­bólga getur magn­ast

Ofan á þetta rifjar Gylfi einnig upp ummæli for­ystu­manna laun­þega um að vax­andi verð­bólga und­an­far­inna mán­aða muni leiða til þess að kraf­ist verði þess að laun þeirra hækki enn frekar svo að kaup­mátt­ur­inn hald­ist. Sam­kvæmt honum eru þessi ummæli skóla­bók­ar­dæmi um hvernig verð­bólga getur magn­ast og orðið við­var­andi, eins og gerð­ist á átt­unda og níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Slíkar kröfur eru hins vegar ekki til þess fallnar að bæta lífs­kjör á Íslandi, sam­kvæmt Gylfa. „Ef fram­leiðsla verður dýr­ari í heim­inum þá er það stað­reynd sem ekki verður umflúin að lífs­kjör versna. Það er sömu­leiðis eins og að pissa í skó­inn sinn að hækka laun vegna þess að inn­lent verð­lag hafi hækkað sem síðan leiðir til frek­ari launa- og verð­hækk­ana,“ bætir hann við.

Betra að bæta lífs­kjör með öðrum leiðum

Gylfi segir að lífs­gæði hér á landi séu góð, og bendir hann á há með­al­laun, mik­inn jöfnuð og litla fátækt því til stuðn­ings. Hins vegar segir hann að þau mætti bæta með öðrum leiðum en launa­hækk­un­um.

Hann bendir á stöðu Íslands í lífs­gæða­vísi­tölu OECD, en sam­kvæmt henni er hús­næð­is­mark­aði, mennt­un, og sam­rým­ingu vinnu og frí­stunda ábóta­vant hér á landi. Miklar hækk­anir á hús­næð­is­verði hafi gert lág­tekju­fólki erf­ið­ara um vik að eign­ast eigið hús­næði, auk þess sem það hafi valdið eigna­til­færslu frá ungu fólki til eldri kyn­slóða.

Sömu­leiðis hafi frammi­staða grunn­skóla­barna á PISA-­prófum ekki verið góð, sér­stak­lega ekki hjá drengj­um. Hlut­fall háskóla­mennt­aðra sé einnig lágt í sam­an­burði við önnur OECD-­rík­i.Þar að auki sé vinnu­tím­inn langur hér­lend­is, í sam­an­burði við hin Norð­ur­lönd­in. Gylfi segir Íslend­inga virð­ast eiga erfitt með að sam­ræma vinnu, einka­líf og barna­upp­eldi.

„Hættan er sú á kom­andi ári að ekki verði tekið á þessum sem öðrum þjóð­þrifa­málum en tím­anum varið í karp þar sem skamm­tíma­hags­munir ráða för og vænt­ingar um frek­ari launa­hækk­anir eru óraun­hæf­ar,“ bætir Gylfi við í grein­inni sinni.

Hægt er að lesa grein Gylfa í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent