„Við erum ekki að fara að bjarga heiminum“

Nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikilvægt að ríkar umhverfiskröfur verði gerðar til stórnotenda á íslenskri orku sem og öðrum atvinnugreinum hérlendis í ítarlegu viðtali í jólablaði Vísbendingar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is,- orku- og lofts­lags­ráð­herra, segir Íslend­inga verða að vera kröfu­harða þegar kemur að erlendum fyr­ir­tækjum sem vilja nota íslenska orku og starfa hér­lend­is. Hann segir sjón­ar­mið þeirra sem gagn­rýna raf­mynta­fram­leiðslu hér­lendis eiga rétt á sér, en segir það þó vera ljóst að Ísland sé ekki að fara að bjarga heim­in­um. Þetta kemur fram í við­tali við Guð­laug Þór í jóla­blaði Vís­bend­ingar, sér­stakri við­hafnar­út­gáfu sem kom út fyrr í dag og er opið öllum að þessu sinni, en Vís­bend­ing er áskrift­ar­rit um efna­hags­mál sem kemur út viku­lega.

„Þurfum að hafa allt í lagi heima hjá okk­ur“

Í við­tal­inu segir ráð­herr­ann að tæki­færi til verð­mæta­sköp­unar með hreinni orku hér­lendis séu næg og að Íslend­ingar séu komnir á þann öfunds­verða stað að þeir geti valið á milli mis­mun­andi fjár­fest­inga­kosta. „Við höfum alla tíð verið að reyna að fá erlenda fjár­fest­ingu hingað inn. Eins og staðan er núna – þótt ekki sé vitað hversu lengi það verður – þá eru margir að líta hing­að, erlendir aðil­ar, og segja: Heyrðu getum við unnið sam­an?“

Auglýsing

Sam­kvæmt Guð­laugi er lögð sér­stök áhersla á sjálf­bærni og umhverf­is­mál þegar Ísland er kynnt fyrir erlendum fjár­fest­um. „Og þá þurfum við að hafa allt í lagi heima hjá okk­ur. Þá skiptir engu máli hvort það heitir fisk­eldi eða verk­smiðju­fram­leiðsla eða ferða­þjón­usta, þetta verður bara að vera í lag­i.“

Aðspurður um sjón­ar­mið þeirra sem gagn­rýna vægi raf­mynta­fram­leiðslu hjá gagna­verum hér­lendis og hvort Íslend­ingar hafi verið nógu kröfu­harðir á það hvaða fyr­ir­tæki nota íslenska orku segir Guð­laugur að honum finn­ist þessi sjón­ar­mið eiga rétt á sér. „Við verðum að vera kröfu­hörð, það er bara eitt af því sem við þurfum að ger­a.“

Jólablað Vísbeningar

Blaðið birtist ef þú þrýstir á forsíðuna

Tutorials Point

„En við getum ekki haft allt. Það er alveg sama hvað við gerum, við erum ekki að fara að bjarga heim­in­um, það liggur alveg fyr­ir. Og ég veit ekki til þess að neinn sé með þær hug­mynd­ir. Við verðum að mínu áliti að vanda okkur hvað við veljum og hvaða við­skiptum við ætlum að eiga í.“

Áhersla á sjálf­bærni og umhverf­is­mál

Í jóla­blaði Vís­bend­ingar er sér­stök áhersla lögð á umhverf­is­mál, sjálf­bærni og grænar lausn­ir. Þar má meðal ann­ars finna grein eftir Guð­rúnu John­sen hag­fræð­ing um fjár­fest­ing­ar­á­kvarð­anir líf­eyr­is­sjóða og Berg­lindi Rán Ólafs­dóttur fram­kvæmda­stýru Orku nátt­úr­unnar um það hvort Íslend­ingar ættu að virkja meira í þágu lofts­lags­mála.

Einnig skrifa þar Krist­ján Guy Burgess ráð­gjafi um grænt plan fyrir Ísland og Auður Önnu Magn­ús­dóttir fram­kvæmda­stjóri Land­verndar um bætta orku­nýt­ingu. Gunnar Jak­obs­son, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika, skrifar einnig um hlut­verk seðla­banka í lofts­lags­mál­um, auk þess sem Haf­dís Hanna Ægis­dótt­ir, for­stöðu­maður Stofn­unar Sæmundar fróða um sjálf­bæra þróun hjá Háskóla Íslands, skrifar um fjár­fest­ingu í líf­fræði­legri fjöl­breytni.

Auglýsing

Bjarni Her­rera, for­stöðu­maður sjálf­bærni hjá KPMG, fjallar líka um sjálf­bærar fjár­fest­ingar í grein sinni í blað­inu, en þar leggur hann áherslu á nýjar teg­undir fjár­mála­af­urða. Krist­björg M. Krist­ins­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður IcelandSIF, fer svo yfir leiðir til að auka fram­boð slíkra fjár­fest­inga­kosta hér­lend­is.

Þá skrifar Aðal­heiður Snæ­bjarn­ar­dótt­ir, sér­fræð­ingur í sjálf­bærni hjá Lands­bank­anum einnig í blað­ið, en hún fer yfir mik­il­vægi þess að bankar gefi upp gagn­sæjar sjálf­bærni­upp­lýs­ingar af starf­semi sinni. Sömu­leiðis fer Hrefna Ösp Sig­finns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Credit­in­fo, yfir þau skil­yrði sem íslensk fyr­ir­tæki þurfa að ná til að telj­ast fram­úr­skar­andi, en þau snúa mörg hver umhverf­is­málum eða sjálf­bærni.

Hag­fræð­ing­ur­inn Eiríkur Ragn­ar­son, sem er fastur penni hjá Vís­bend­ingu, fer svo yfir það hvernig efna­hags­leg áhrif lofts­lags­breyt­inga verða lík­lega ójöfn á milli landa, en því er spáð að þau verði mun meiri í fátæk­ari ríkjum heims­ins.

Hægt er að lesa jóla­blaðið í heild sinni með því að smella hér.

Áskrif­endur hafa þegar fengið jóla­blað Vís­bend­ingar sent í tölvu­pósti, en ritið kemur að þessu sinni aðeins út á raf­rænu formi en er ekki prent­að. Þetta er gert með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi og í því skyni að minnka kolefn­is­fót­spor.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu, sem kemur út viku­lega, með því að smella hér. Næsti útgáfu­dagur rits­ins er föstu­dag­ur­inn 7. jan­úar 2022.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent