Þyrfti að grípa inn snemma til að minnka kynjahalla í háskólum

Vinnumarkaðshagfræðingur segir minni ásókn karla í háskóla geta verið vegna staðalímynda og félagslegra viðmiða. Nauðsynlegt sé að byrja á að hjálpa drengjum að ná fótfestu á fyrri stigum skólakerfisins ef jafna á hlut karla og kvenna í háskólum.

Háskóli
Auglýsing

Mik­ill munur er á náms­þátt­töku karla og kvenna í háskólum á Íslandi, en mik­il­vægt er að grípa inn á fyrri stigum skóla­kerf­is­ins til að draga úr hon­um. Þetta segir Her­dís Stein­gríms­dótt­ir, vinnu­mark­aðs­hag­fræð­ingur og dós­ent við Copen­hagen Business School, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem kom út í síð­ustu viku.

Hall­inn byrjar snemma

Sam­kvæmt Her­dísi virð­ast drengir eiga á bratt­ann að sækja frá því skóla­ganga þeirra hefst hér­lend­is. Sam­ræmd próf sýna að mark­tækur munur sé á milli kynj­anna í íslensku­kunn­áttu, en 15 ára strákar eru tvö­falt lík­legri til að geta ekki lesið sér til gagns heldur en stelp­ur.

Auglýsing

Þrátt fyrir þennan mikla mun segir Her­dís þó að lík­lega sé ekki mark­tækur munur á náms­greind drengja og stúlkna. Hins vegar virð­ist vera kyn­bund­inn munur þegar kemur að færni og hegð­un­ar­þátt­um. Hún bætir við að flest bendi til þess að slíkir eig­in­leikar séu ekki óum­breyt­an­legir og ráð­ist að miklu leyti af umhverf­is­þátt­um, svo sem upp­eldi, fyr­ir­myndum og við­horf­um.

Ýmsir mögu­legir áhrifa­þættir

Her­dís bendir einnig á að fækkun karl­kyns kenn­ara gæti að ein­hverju leyti útskýrt hvers vegna drengir hafi dreg­ist aftur úr í skóla­kerf­inu. Sú þróun gæti leitt til þess að karl­kyns nem­endur hafi færri fyr­ir­mynd­ir, en Her­dís segir einnig að kenn­arar gætu verið bjag­aðir í við­horfi sínu gagn­vart nemum af gagn­stæðu kyni. Þó hafa rann­sóknir sem skoða þessar kenn­ingar ekki sýnt fram á afger­andi nið­ur­stöð­ur.

Önnur mögu­leg útskýr­ing á meiri náms­þátt­töku kvenna í háskól­anum er sú að þær hafi meiri fjár­hags­legan ábata af námi heldur en karl­ar. Sam­kvæmt Her­dísi geta konur vænst þess að hækka meira í launum með betri menntun heldur en karlar hér á landi, miðað við vinnu­mark­aðs­tölur Hag­stof­unn­ar. Þó segir hún að lík­lega liggi aðrar ástæður einnig að baki kynja­hall­anum í háskólum á Íslandi, þar sem mun­ur­inn á náms­þátt­töku karla og kvenna hafi auk­ist á síð­ustu árum, sam­hliða því sem fjár­hags­legi ávinn­ingur háskóla­náms hefur orðið jafn­ari á milli kynj­anna.

Að lokum segir Her­dís að nýjar rann­sóknir bendi til þess að staðalí­myndir og félags­leg norm gætu valdið kynja­hall­an­um. Hins vegar hafa fáar rann­sóknir skoðað þessa áhrifa­þætti á háskóla­göngu karla og kvenna, en sýnt hefur verið að þeir hafa áhrif á aðra þætti, til dæmis vinnu­mark­aðs­þátt­töku kvenna. Þessi við­mið gætu virst vera þrá­lát og breyt­ast hægt, en sam­kvæmt Her­dísi er ýmis­legt sem bendir til þess að hægt sé að breyta þeim ef réttum aðgerðum er beitt.

Hægt er að lesa grein Her­dísar í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent