Þyrfti að grípa inn snemma til að minnka kynjahalla í háskólum

Vinnumarkaðshagfræðingur segir minni ásókn karla í háskóla geta verið vegna staðalímynda og félagslegra viðmiða. Nauðsynlegt sé að byrja á að hjálpa drengjum að ná fótfestu á fyrri stigum skólakerfisins ef jafna á hlut karla og kvenna í háskólum.

Háskóli
Auglýsing

Mik­ill munur er á náms­þátt­töku karla og kvenna í háskólum á Íslandi, en mik­il­vægt er að grípa inn á fyrri stigum skóla­kerf­is­ins til að draga úr hon­um. Þetta segir Her­dís Stein­gríms­dótt­ir, vinnu­mark­aðs­hag­fræð­ingur og dós­ent við Copen­hagen Business School, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem kom út í síð­ustu viku.

Hall­inn byrjar snemma

Sam­kvæmt Her­dísi virð­ast drengir eiga á bratt­ann að sækja frá því skóla­ganga þeirra hefst hér­lend­is. Sam­ræmd próf sýna að mark­tækur munur sé á milli kynj­anna í íslensku­kunn­áttu, en 15 ára strákar eru tvö­falt lík­legri til að geta ekki lesið sér til gagns heldur en stelp­ur.

Auglýsing

Þrátt fyrir þennan mikla mun segir Her­dís þó að lík­lega sé ekki mark­tækur munur á náms­greind drengja og stúlkna. Hins vegar virð­ist vera kyn­bund­inn munur þegar kemur að færni og hegð­un­ar­þátt­um. Hún bætir við að flest bendi til þess að slíkir eig­in­leikar séu ekki óum­breyt­an­legir og ráð­ist að miklu leyti af umhverf­is­þátt­um, svo sem upp­eldi, fyr­ir­myndum og við­horf­um.

Ýmsir mögu­legir áhrifa­þættir

Her­dís bendir einnig á að fækkun karl­kyns kenn­ara gæti að ein­hverju leyti útskýrt hvers vegna drengir hafi dreg­ist aftur úr í skóla­kerf­inu. Sú þróun gæti leitt til þess að karl­kyns nem­endur hafi færri fyr­ir­mynd­ir, en Her­dís segir einnig að kenn­arar gætu verið bjag­aðir í við­horfi sínu gagn­vart nemum af gagn­stæðu kyni. Þó hafa rann­sóknir sem skoða þessar kenn­ingar ekki sýnt fram á afger­andi nið­ur­stöð­ur.

Önnur mögu­leg útskýr­ing á meiri náms­þátt­töku kvenna í háskól­anum er sú að þær hafi meiri fjár­hags­legan ábata af námi heldur en karl­ar. Sam­kvæmt Her­dísi geta konur vænst þess að hækka meira í launum með betri menntun heldur en karlar hér á landi, miðað við vinnu­mark­aðs­tölur Hag­stof­unn­ar. Þó segir hún að lík­lega liggi aðrar ástæður einnig að baki kynja­hall­anum í háskólum á Íslandi, þar sem mun­ur­inn á náms­þátt­töku karla og kvenna hafi auk­ist á síð­ustu árum, sam­hliða því sem fjár­hags­legi ávinn­ingur háskóla­náms hefur orðið jafn­ari á milli kynj­anna.

Að lokum segir Her­dís að nýjar rann­sóknir bendi til þess að staðalí­myndir og félags­leg norm gætu valdið kynja­hall­an­um. Hins vegar hafa fáar rann­sóknir skoðað þessa áhrifa­þætti á háskóla­göngu karla og kvenna, en sýnt hefur verið að þeir hafa áhrif á aðra þætti, til dæmis vinnu­mark­aðs­þátt­töku kvenna. Þessi við­mið gætu virst vera þrá­lát og breyt­ast hægt, en sam­kvæmt Her­dísi er ýmis­legt sem bendir til þess að hægt sé að breyta þeim ef réttum aðgerðum er beitt.

Hægt er að lesa grein Her­dísar í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent