Evrópusambandið herðir enn takið

Lofthelgi Evrópusambandsins hefur verið lokað fyrir umferð flugvéla skráðra í Rússlandi, rússneskar áróðursfréttir verið bannaðar innan Evrópu og hefja á þvingunaraðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi.

Ursula von der Leyen hefur tilkynnt um enn frekari aðgerðir Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen hefur tilkynnt um enn frekari aðgerðir Evrópusambandsins.
Auglýsing

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­band­ins, hefur kynnt enn frek­ari við­ur­lög vegna inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu, í kjöl­far fundar fram­kvæmda­stjórn­ar­innar fyrr í dag þar sem var ákveðið að Evr­ópu­sam­bandið myndi fjár­magna og koma til skila her­gögnum til Úkra­ínu.

Til­kynnir von der Leyen um aðgerð­irnar á Twitt­er-að­gangi sín­um, þar sem segir Evr­ópu­sam­bandið ætla að bæta enn við þær víð­tæku þving­un­ar­að­gerðir sem kynntar voru í gær.

Auglýsing

Í fyrsta lagi verði loft­helgi Evr­ópu­sam­bands­ins lokað fyrir umferð flug­véla skráðra í Rúss­landi, sem muni ekki geta lent eða tekið á loft á land­svæði sam­bands­ins eða flogið yfir loft­helgi þess. Þetta eigi einnig við um einka­flug­vélar rúss­neskra ólíg­arka.

Í öðru lagi verði lagt algert bann við því sem hún kallar fjöl­miðlama­sk­ínu Kreml í Evr­ópu. Þannig muni rík­is­reknu rúss­nesku fjöl­miðl­arnir Russia Today og Sputnik, og und­ir­miðlar þeirra, ekki geta dreift lygum sínum til að rétt­læta stríð Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta.

Í þriðja lagi verði ráð­ist í aðgerðir gegn hinum árás­ar­að­ila stríðs­ins, stjórn Alex­and­ers Lukashenko Hvíta-Rúss­lands­for­seta, með áherslu á helstu atvinnu­greinar lands­ins.

Þá hælir hún hug­rekki Volodymyrs Zel­enzkyy, for­seta Úkra­ínu, sem og seiglu úkra­ínsku þjóð­ar­innar og segir Evr­ópu­sam­bandið taka opnum örmum á móti fólki á flótta frá Úkra­ínu vegna átak­anna, auk þess sem sam­bandið muni styðja við þær nágranna­þjóðir Úkra­ínu sem tekið hafi við flótta­fólki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent