Von bundin við samningaviðræður eftir að Pútín setti kjarnorkuvopn í viðbragðsstöðu

Samninganefnd úkraínskra stjórnvalda hefur samþykkt að funda með samninganefnd þeirrar rússnesku. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað hersveit sinni sem sér um kjarnavopn að vera í viðbragðsstöðu.

Úkraínu hefur tekist að veita rússneska hernum gott viðnám.
Úkraínu hefur tekist að veita rússneska hernum gott viðnám.
Auglýsing

Rúmir þrír sól­ar­hringar eru síðan Rúss­land hóf alls­herj­ar­inn­rás í Úkra­ínu. Enn hefur Rússum ekki tek­ist að ná valdi á neinum af helstu borgum Úkra­ínu, utan næst­stærstu borgar lands­ins, Kharkiv, um stund. Það varði þó ekki lengi og til­kynnti hér­aðs­stjóri Kharkiv að borgin væri komin aftur undir stjórn Úkra­ínu um hádeg­is­bil í dag. Það má því segja að Úkra­ínu hafi tek­ist ágæt­lega að veita nágranna sínum við­spyrnu þrátt fyrir að þeim hafi verið veitt tak­mörkuð aðstoð úr vestri, sér­stak­lega framan af. Boðað hefur verið til samn­inga­við­ræðna rúss­neskra og úkra­ínskra stjórn­valda á Pripyat-ána á landa­mærum Úkra­ínu og Hvíta-Rúss­lands.

Hvaða við­ur­lögum hefur verið beitt

Allar helstu rík­is­stjórnir Evr­ópu lýstu yfir stuðn­ingi við Úkra­ínu í orði dag­inn sem inn­rás Rúss­lands hóf­st, en hægar hefur gengið að ná sam­stöðu um þær aðgerðir sem alþjóða­sam­fé­lag­ið, og sér­stak­lega Atl­ants­hafs­banda­lagið og Evr­ópu­sam­band­ið, myndu beita gegn Rússum, sem brutu alþjóða­lög með inn­rás sinni. Það var loks í gær­kvöldi sem til­kynnt var að lokað yrði fyrir notkun helstu banka Rúss­lands á alþjóð­lega fjár­mála­kerf­inu SWIFT, sem nán­ast allar alþjóð­legar milli­færslur fara í gegnum og er von­ast til þess að það dragi veru­lega úr getu Rúss­lands til þess að halda hern­að­ar­að­gerðum af þess­ari stærð­argráðu áfram. Lengi vel voru það Þjóð­verjar sem stóðu í vegi fyrir þess­ari ákvörð­un, en Þýska­land reiðir sig veru­lega á jarð­gas frá Rúss­landi. Stefnu­breyt­ing varð hins vegar í gær­kvöldi þegar Þjóð­verjar sam­þykktu að lokað yrði á aðgang rúss­neskra banka að SWIFT-fjár­mála­kerf­inu, auk þess sem þeir skuld­bundu sig til þess að senda veru­legt magn her­gagna til Úkra­ínu.

Auglýsing

Aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til í til­raun til þess að draga úr sókn­ar­getu Rúss­lands fel­ast aðal­lega í ýmis konar við­skipta­þving­un­um, sem er sér­stak­lega beint gegn Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta og þeirra sem næst honum standa, en slíkt hefur raunar við­geng­ist síðan Rúss­land hernam Krím­skaga árið 2014. Þá hefur nokkur fjöldi landa þegar lokað loft­helgi sinni fyrir flug­vélum skráðum í Rúss­landi, þeirra á meðal Ísland, og er von á að sam­stillt átak Evr­ópu­sam­bands­ins í þeim efnum verði kynnt fyrr en síð­ar. Þá hefur Ísland, sam­stíga banda­lags­þjóðum sín­um, afnumið sér­staka ein­fald­ari með­ferð vega­bréfs­á­rit­ana fyrir rúss­neskra diplómata, við­skipta­fólk, þing­menn og full­trúa stjórn­valda.

Betur ef duga skal

Óljóst þykir hvort við­skipta­þving­anir dugi til þess að draga úr Pútín, sem mun hafa verið nokkuð ljóst að alþjóða­sam­fé­lagið myndi ekki bregð­ast vel við inn­rás hans í Úkra­ínu, og þykir ein­hverjum Vest­ur­veldin skilja Úkra­ínu eina eftir til að verja fram­gang Rúss­lands inn í Evr­ópu. Rúss­lands­for­seta virð­ist þó í öllu falli þykja þving­un­ar­að­gerðir hafa gengið nægi­lega langt, en hann fyr­ir­skip­aði fyrr í dag að kjarn­orku­vopn rúss­neska her­afl­ans yrðu sett í við­bragðs­stöðu. Er það nokkurn veg­inn í sam­ræmi við það sem hann hót­aði við upp­haf inn­rás­ar­inn­ar, þar sem hann sagði hvern þann sem myndi hafa hern­að­ar­leg afskipti af inn­rás hans mega búast við áður óséðum afleið­ing­um.

Segja má að ástandið vegna inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu sé eld­fimt, en ljóst er að betur má ef duga skal að stöðva fram­för Rúss­lands. Von­ast er til þess að samn­inga­við­ræð­urnar sem loks eru komnar á dag­skrá, eftir að Úkra­ína neit­aði að þær færu fram í Hvíta-Rúss­landi, sem hefur aðstoðað Rúss­land í inn­rásinni, beri árangur og veiti svig­rúm til þess að draga megi úr spennustig­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar