Sprengjur lýstu upp morgunhimininn í Kænugarði

Forseti Úkraínu segist vera helsta skotmark Rússa sem sækja nú að höfuðborginni Kænugarði. „Við stöndum ein í því að verja land okkar. Hver mun berjast við hlið okkar? Ég verð að vera hreinskilinn, ég sé engan gera það.“

Sprengjuregn yfir úthverfi Kænugarðs.
Sprengjuregn yfir úthverfi Kænugarðs.
Auglýsing

Miklar sprengjur mátti sjá springa í útjaðri Kænu­garðs, höfð­uð­borgar Úkra­ínu í morg­un. Brak, glæður og ryk féllu til jarðar í nágrenn­inu. Annað myndefni, sem m.a. New York Times hefur birt, virð­ist sýna tveimur loft­skeytum skotið á loft rétt utan við höf­uð­borg­ina. Sprengju­brot hæfði bygg­ingu almennra borg­ara. Borg­ar­stjór­inn skrif­aði á Twitter að þrír hefðu særst þar af einn lífs­hættu­lega. Húsið stendur í björtu báli og hætta er á að það hrynji.

„Hræði­leg eld­flauga­árás Rússa á Kænu­garð,“ skrif­aði úkra­ínski utan­rík­is­ráð­herrann, Dmytro Kuleba, á Twitter í morg­un. Borg­ar­búar hefðu ekki upp­lifað neitt sam­bæri­legt síðan í seinna stríði árið 1941 er nas­istar Þýska­lands gerðu árás. „Úkra­ína sigr­aði þá hið illa og mun gera slíkt hið sama núna. Stöðvum Pútín.“

For­seti Úkra­ínu, Volody­myr Zel­en­sky, tal­aði hins vegar um að „hermd­ar­verka­hópar“ væru komnir inn í Kænu­garð í ávarpi snemma í morgun sem bendir til að háska­leg staða hafi þegar skap­ast. Herir Rússa eru hins vegar sagðir nálg­ast borg­ina.

Auglýsing

Zel­en­sky segir að 130 Úkra­ínu­menn hefðu fallið í gær, á fyrsta degi inn­rás­ar­inn­ar. Einnig hefur nú komið fram að Rússar hafi her­tekið hið yfir­gefna kjarn­orku­ver í Cherno­byl og eyju í Svarta­hafi. Full­orðnir karl­menn hafa undir her­lögum í Úkra­ínu verið kvaddir til þjón­ustu við her­inn og hefur að því er fram kemur í Was­hington Post verið bannað að yfir­gefa land­ið.

Árás Rússa hefur nú staðið í sól­ar­hring. Sótt var að Úkra­ínu úr þremur átt­um, m.a. yfir landa­mæri Hvíta-Rúss­lands og frá Krím­skaga.

Vladimír Pútín tilkynnti um árásina á Úkraínu í sjónvarpsávarpi í gærmorgun. Mynd: EPA

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti segir árás­ina við­bragð við hjálp­ar­beiðni frá hópum aðskiln­að­ar­sinna í aust­ur­hér­uðum Úkra­ínu. Rússar hafa stutt hópana með ráðum og dáð und­an­farin ár og segir Pútín stjórn­völd í Úkra­ínu hafa farið fram með offorsi og þjóð­ern­is­hreins­unum gegn íbúum hér­að­anna. Í frétt New York Times kemur fram að ekk­ert bendi til þess að þessar alvar­legu ásak­anir Pútíns eigi við rök að styðj­ast. Í ávarpi í gær, um það leyti sem árás­irnar hófust, tal­aði hann um „afnas­ista­væð­ing­u“. Hann hefur líka sagt að hug­myndin um ríkið Úkra­ínu sé skáld­skap­ur.

Úkra­ína er hvorki í Evr­ópu­sam­band­inu né NATO en hefur sóst eftir því og hefur notið stuðn­ings vest­ur­veld­anna, bæði fjár­hags­legs og hern­að­ar­legs, í deilum við rúss­nesk stjórn­völd und­an­farin ár. Pútín lítur á þessa þróun hins póli­tíska lands­lags í næsta nágrenni Rúss­lands sem ógn.

Fólk safnast saman í neðanjarðarlestarkerfinu í Kænugarði sem þjóna einnig hlutverki sprengjubyrgja. Mynd: EPA

Fjand­skapur milli stjórn­valda í ríkj­unum tveimur hefur farið vax­andi frá árinu 2014 er rúss­neskir her­menn fóru yfir landa­mæri Úkra­ínu. Þá hafði upp­reisn átt sér stað í Úkra­ínu og for­seti vin­veittur Rússum var far­inn frá völdum og í stað hans kom­inn for­seti sem hall­aði sér til vest­ur­veld­anna. Krím­skagi, sem til­heyrt hafði Úkra­ínu, var inn­limaður í sam­bands­ríkið Rúss­land, og hreyf­ing aðskiln­að­ar­sinna í aust­ur­hluta Úkra­ínu tví­efldist með stuðn­ingi Rússa.

Samið var um vopna­hlé árið 2015 en ólga hefur allan tím­ann verið til stað­ar. Síð­ustu mán­uði hefur hún stig­magn­ast og miklir her­flutn­ingar átt sér stað að landa­mær­un­um. Er Pútín við­ur­kenndi sjálf­stæði tveggja aust­ur­hér­aða Úkra­ínu sem sjálf­stæð alþýðu­lýð­veldi 21. febr­ú­ar, var flestum farið að verða ljóst í hvað stefndi. „Sér­stök hern­að­ar­að­gerð“, líkt og Pútín kallar inn­rás­ina, hófst í gær­morgun með árás á mörg svæði í Úkra­ínu. „Alls­herj­ar­inn­rás“ sagði utan­rík­is­ráð­herra lands­ins.

Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið og Banda­ríkin og miklu fleiri hafa for­dæmt árás­irnar og hafa hert við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum, m.a. á banka- og olíu­geir­ann. Kín­versk stjórn­völd hafa hins vegar neitað að kalla það sem á gengur „inn­rás“.

For­seti Úkra­ínu sagði í ávarpi í morgun að landið væri eitt á báti í orr­ust­unum við Rússa. „Við stöndum ein í því að verja land okk­ar. Hver mun berj­ast við hlið okk­ar? Ég verð að vera hrein­skil­inn, ég sé engan gera það.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent