Breyttur heimur blasir við: Eftirsjár vart í Þýskalandi

„Ég er svo reið út í okkur,“ segir fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýnin á linkind Þjóðverja og annarra Evrópuríkja gagnvart Rússum. Utanríkisráðherra landsins segir Pútín að hann muni ekki ná að drepa drauma Úkraínumanna.

Frá mótmælum gagnvart aðgerðum Rússa í Berlín í dag.
Frá mótmælum gagnvart aðgerðum Rússa í Berlín í dag.
Auglýsing

Með inn­rás og sprengju­árásum Rúss­lands í Úkra­ínu er veru­leiki Evr­ópu­manna breytt­ur. Í morgun hefur stjórn­mála­fólk álf­unnar brugð­ist við þeirri stöðu sem upp er komin með yfir­lýs­ingum af ýmsu tag­i.

Í Þýska­landi, helsta áhrifa­ríki álf­unn­ar, hafa sumar yfir­lýs­ingar morg­uns­ins borið vott um eft­ir­sjá gagn­vart því að hafa gert Rússum mögu­legt að kom­ast í þá stöðu að geta leyft sér annað og eins fram­ferði og nú á sér stað í Úkra­ínu.

Þjóð­verjar heita því nú að beita Rússa hörðu, en áður en til inn­rás­ar­innar í nótt kom hafði Olaf Scholz kansl­ari áður boðað að áform um að gang­setja Nord Str­eam 2-gasleiðsl­una um Eystra­salt yrðu sett á hill­una um ein­hvern tíma.

Anna­lena Baer­bock, utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands og annar for­manna Græn­ingja, sagði í yfir­lýs­ingu í morgun að með hern­að­ar­að­gerðum gegn Úkra­ínu væri rúss­neska stjórnin að brjóta æðstu regl­urnar í skipan alþjóða­mála, fyrir allra aug­um. Hún segir Úkra­ínu­menn ekk­ert hafa gert til þess að eiga vænt­an­legar blóðsút­hell­ingar skil­ið.

Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands. Mynd: EPA

„Þetta stríð er hannað til þess að að eyði­leggja einn hlut: og það eru vonir íbúa Úkra­ínu. Pútín for­seti, þú munt aldrei ná að eyði­leggja löngun þeirra eftir lýð­ræði og frið­i,“ sagði í yfir­lýs­ingu Baer­bock, sem hét því að Þýska­land myndi ásamt banda­mönnum í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu og Evr­ópu­sam­band­inu beita Rúss­land „gríð­ar­legum efna­hags­þving­un­um.“

„Ef við beitum okkur ekki af ákveðni núna, munum við þurfa að greiða það háu verði í fram­tíð­inn­i,“ sagði þýski utan­rík­is­ráð­herr­ann.

Síð­asti varn­ar­mála­ráð­herra full eft­ir­sjár

Sem áður segir heyr­ast einnig frá Þýska­landi sjálfs­á­sak­anir og eft­ir­sjá, yfir því að hafa ekki beitt ákveðni fyrr. Stefna þýskra stjórn­valda gagn­vart Rúss­landi á umliðnum árum auk þess hlotið nokkra gagn­rýni í fjöl­miðl­um.

Auglýsing

Ann­egret Kramp-Kar­ren­bauer, sem var varn­ar­mála­ráð­herra frá 2019 til 2021 og leið­togi Kristi­lega demókra­ta­flokks­ins frá 2018 til 2021, sagði í merki­legri færslu á Twitter í morgun að hún væri „reið út í okk­ur“ – þá sem haldið hafa á stjórn­ar­taumunum í Þýska­landi og ef til vill í Evr­ópu í víð­ari skiln­ingi á und­an­förnum árum.

„Ég er svo reið út í okkur vegna sögu­legra mis­taka. Eftir Georg­íu, Krím og Don­bass, höfum við ekki und­ir­búið neitt sem gæti mögu­lega haft fæl­ing­ar­mátt fyrir Pútín,“ sagði ráð­herr­ann fyrr­ver­andi.

Hún segir jafn­framt að þær lex­íur sem þaul­setnir kansl­arar Þýska­lands á seinni hluta 20. ald­ar, Helmut Schmidt og Helmut Kohl, hafi skilið eftir sig, virð­ist hafa gleymst. Þær voru, segir hún, að samn­inga­við­ræður ættu alltaf að vera fyrsta val, en „við þyrftum að vera hern­að­ar­lega nógu sterk til þess að það að setj­ast ekki að samn­inga­borð­inu sé ekki mögu­leiki fyrir gagn­að­il­ann.“

Þýska­land hafi leyft Pútín að njóta vafans of lengi

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.

Í evr­ópsku útgáfu Polit­ico birt­ist í morgun nokkuð hvöss grein­ing á sam­skiptum Þýska­lands og Rúss­lands á und­an­förnum árum. Þar segir meðal ann­ars frá því í upp­hafs­orð­unum að á sama tíma og Rússar háðu stríð gegn Georgíu árið 2008 hafi þýskt stjórn­mála- og við­skipta­fólk mætt til glæsi­legrar veislu í sendi­ráði Rússa í Berlín og þegið þar kav­íar og kampa­vín.

Auglýsing

Gefið er í skyn að af hálfu þeirra sem réðu för hafi vilj­inn til þess að eiga við­skipti við Rússa hafi ráðið of miklu í sam­skiptum ríkj­anna og að þrátt fyrir að önnur ríki eins og Banda­ríkin og Bret­land hafi van­metið hætt­una af Pútín, eða verið of upp­tekin við að laða að fjár­fest­ingu rúss­neskra ólíg­ar­ka, hafi ekk­ert ríki gert jafn mikið og Þýska­land til að fyr­ir­gefa fram­göngu Rússa.

Í grein­inni, sem Matt­hew Karnitschnig, yfir­frétta­rit­ari Polit­ico í Evr­ópu rit­ar, segir að ákvörðun Þjóð­verja um að setja Nord Str­eam 2 á hill­una hafi verið „of lít­ið, of sein­t“, eftir ára­langa und­an­láts­semi þýskra stjórn­valda gagn­vart yfir­gangi Rússa í Georg­íu, á Krím og víð­ar.

Hjálpa Pól­verjum að taka við flótta­fólki

Þýsk stjórn­völd hétu því í morgun að hjálpa löndum í Aust­ur-­Evr­ópu, sér­stak­lega Pól­landi, að taka við flótta­fólki sem streymt hefur út úr Úkra­ínu í dag.

Sam­kvæmt því sem segir í frétt Reuters af þessu áætla þýskir fjöl­miðlar að á milli 200 þús­und og milljón flótta­menn frá Úkra­ínu muni flýja yfir til ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins ef alls­herj­ar­stríð brýst út í Úkra­ínu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent