Mannfall hafið – „Stríðsglæpamenn fara beint til helvítis, sendiherra“

Fólk hljóp um götur í örvæntingu er árásir hófust í Úkraínu í morgun. Mannfall hefur þegar orðið og rússneskir hertrukkar eru komnir yfir landamærin. Árásir eru gerðar úr lofti og fólk reynir að flýja.

Gríðarlega langar bílalestir í Kænugarði. Aðeins í aðra áttina. Út úr bænum.
Gríðarlega langar bílalestir í Kænugarði. Aðeins í aðra áttina. Út úr bænum.
Auglýsing

„Ég vakn­aði klukkan fimm í morgun við drun­ur. Ég hljóp út á svalir og átt­aði mig á því að þetta voru ekki flug­eldar – þetta voru sprengj­ur.“

Sasha býr í borg­inni Kharkiv í norð­aust­ur­hluta Úkra­ínu. Það sem hún vakn­aði við í morgun var upp­hafið að árás her­liðs Rússa inn í land­ið. Sprengjum tók að rigna á sama tíma og Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, flutti sjón­varps­ávarp þar sem hann hafði í hót­unum við alla þá sem myndu skipta sér af aðgerðum hans. Hann væri að bjarga Aust­ur-Úkra­ínu undan ógn­ar­stjórn­inni í Kænu­garði.

„Ég sá fólk hlaupa um göt­urn­ar,“ heldur Sasha áfram að lýsa því sem fyrir augu bar í morg­un. „Við fjöl­skyldan viljum ekki flýja. Þetta er heim­ili okk­ar. Við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta.“

Auglýsing

Kharkiv er ekki eina borgin sem fékk að finna fyrir því í morg­un. Til­kynn­ingar hafa borist um árásir víðar í land­inu. Mann­fall er haf­ið. Að minnsta kosti átta Úkra­ínu­menn höfðu lát­ist um klukkan átta í morgun að því er Reuter­s-frétta­stofan greindi frá. Stjórn­völd í land­inu segj­ast hafa skotið niður her­flug­vélar og þyrlu Rússa en þeir segja það ekki rétt.

Sasha vill ekki flýja en þús­undir ann­arra hafa gripið til þess. Umferð­ar­tepp­urnar út úr höf­uð­borg­inni eru því­líka að umferðin hreyf­ist varla. Rað­irnar við hrað­banka og versl­anir eru gríð­ar­leg­ar. Það hefur skelf­ing gripið um sig.

Her­lög hafa verið sett á í Úkra­ínu og hafa stjórn­völd heitið því að verja borg­ara sína með öllum til­tækum ráð­um. Allir sem vopni geta valdið hafa verið beðnir að skrá sig til þjón­ustu nú þeg­ar.

Ráð­ist hefur verið inn í landið bæði frá Rúss­landi og Hvíta-Rúss­landi. New York Times hefur stað­fest myndefni sem blað­inu hefur borist sem sýna rúss­neska her­menn að koma yfir landa­mærin á Krím­skaga. Ekki langt frá heima­borg Sös­hu.

Loft­varnaflautur hafa verið þandar í hverri borg­inni á fætur annarri. Rússar hafa gert árás á her­flug­vélar Úkra­ínu­manna á jörðu niðri. Reynt að draga úr við­náms­þrótti þeirra.

Sprengjur féllu í Kænugarði í morgun.

Pútín sagði í ávarpi sínu eldsnemma í morgun að hann ætl­aði sér ekki að „her­taka“ svæðin í austri, svæði sem hafa verið undir yfir­ráðum aðskiln­að­ar­sinna, hópa sem vilja halla sér að Rúss­landi fremur en stjórn­völdum í Kænu­garði, frá árinu 2014.

En nú er ljóst að „að­gerð­ir“ Pútíns bein­ast að allri Úkra­ínu – eru alls ekki aðeins bundnar við aust­ur­hér­uð­in. Árásir hafa verið gerðar á að minnsta kosti tíu svæði, bæði í austri og suðri og upp­lýs­ingar um nýjar árásir ber­ast stöðugt.

Dmytro Kuleba, utan­rík­is­ráð­herra Úkra­ínu, segir um „alls­herjar inn­rás“ að ræða. Rússar hafa svo sagt að almennir borg­arar séu ekki í hættu. Þegar er orðið ljóst að það stenst engan veg­inn. Fréttir hafa meðal ann­ars borist af særðum heil­brigð­is­starfs­mönnum er árás var gerð á her­stöð í Nizhyn í norð­ur­hluta lands­ins.

Trukkar Rússlandshers að koma yfir landamærin í austri.

„Við vitum ekki hvað við eigum til bragðs að taka,“ segir Olha sem býr í Lviv. Fjöl­skylda hennar er hins vegar í Kænu­garði í hund­raða kíló­metra fjar­lægð. Hún ótt­ast um líf þeirra. „Ég bað þau að finna sprengju­byrg­i.“

Borg­ar­stjór­inn í Kænu­garði, Vitali Klitschko, flutti sjón­varps­ávarp í morgun og bað borg­ar­búa, sem eru um 2,8 millj­ónir tals­ins, að reyna að halda ró sinni. Búð­ir, bens­ín­stöðvar og bankar væru opin. „Haldið ykkur heima.“

Pól­verjar búa sig undir að flótta­manna­straum­ur­inn frá Úkra­ínu verði gríð­ar­leg­ur. Að flótta­fólkið muni jafn­vel hlaupa á hund­ruðum þús­unda.

Vernd en ekki inn­rás

Á fundi örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna í gær­kvöldi var gerð loka til­raun til að koma í veg fyrir stríð. Vasily Neb­enzya, sendi­herra Rúss­lands og for­maður ráðs­ins þennan mán­uð­inn, ítrek­aði að Úkra­ínu væri um að kenna hvernig komið væri. „Ef þið breytið ekki hvernig þið horfið á hið póli­tíska lands­lag þá munið þið aldrei skilja okk­ur,“ sagði hann m.a. Hann sagði Rússa vera bjarg­vætti Aust­ur-Úkra­ínu en ekki óvina­her. „Í okkar huga,“ sagði hann og var þá að meina Rússa og aðskiln­að­ar­sinn­anna í Úkra­ínu, „þá býr þarna fólk; kon­ur, gam­al­menni og börn, sem hafa í fleiri ár þurft að skýla sér fyrir sprengjuregni frá Úkra­ín­u.“ Rússar ætl­uðu sér að „vernda fólkið sem hefur orðið fyrir þjóð­ar­morð­i“.

Sá sem síð­astur tók til máls á fundi örygg­is­ráðs­ins var full­trúi Úkra­ínu og hann virt­ist í áfalli eftir ræðu Neb­enzya. „Það er hlut­verk þess­arar sam­komu að stöðva stríð­ið,“ sagði Sergei Kyslitzia. Rödd hans skalf enda hafði Pútín þá lýst yfir stríði. Ræðan sem hann hafði und­ir­búið var því úrelt. „Ég biðla til ykkar allra að gera það sem þið getið til að stöðva þetta stríð.“

Þeir skipt­ust svo á hörðum athuga­semd­um, Rúss­inn og Úkra­ínu­mað­ur­inn. „Stríðs­glæpa­menn fara beint til hel­vít­is, sendi­herra,“ sagði sá úkra­ínski. Sá rúss­neski þagði um stund en sagði svo, yfir­veg­unin upp­mál­uð: „Við erum ekki ógn­andi við borg­ara Úkra­ínu, heldur gegn her­for­ingja­stjórn­inni í Kænu­garð­i“.

Lofar öllum mögu­legum stuðn­ingi

Íbúar smá­bæj­ar­ins Slovi­ansk í einu aust­ur­hér­aða Úkra­ínu vökn­uðu líkt og fleiri í land­inu við sprengj­ur. Þegar þær þögn­uðu og hljótt var um stund gripu margir til þess ráðs að koma sér í skjól – burt úr húsum sín­um. Irina Shevtsova flúði ásamt tveimur ungum börnum sínum í klaustur skammt frá heim­ili sínu. „Hér eru að minnsta kosti þrjár graf­hvelf­ing­ar.“

Slovi­ansk var und­ir­lagður af átökum árið 2014. Ástandið þar nú er ekk­ert í lík­ingu við það sem þá var en íbú­arnir eru ugg­andi. Lilia Soliak seg­ist ekki telja að bær­inn hennar verði skot­mark í þetta sinn. „Þeir munu ráð­ast á borgir þar sem eru mik­il­vægir flug­vell­ir,“ sagði hún snemma í morg­un.

Um klukkan 9 að íslenskum tíma rædd­ust Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seti og Volody­myr Zel­en­sky, for­seti Úkra­ínu, saman í síma. Sá síð­ar­nefndi óskaði eftir aðstoð og Macron lof­aði honum „öllum stuðn­ingi og sam­stöðu Frakk­lands.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar