Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu

Árás er hafin á nokkrar borgir í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti flutti sjónvarpsávarp snemma í morgun og sagði markmið sitt með innrás í Úkraínu vera að „aflétta hernaðaryfirráðum“ í landinu en ekki hernema það.

Sprengjuárás við borgina Kharkiv í morgun.
Sprengjuárás við borgina Kharkiv í morgun.
Auglýsing

„Sér­stök hern­að­ar­að­gerð“ Rússa, líkt og Vla­dimír Pútín for­seti orðar það, er hafin í Úkra­ínu. Mán­uðum saman hefur hættan á átökum vofað yfir. Tug­þús­undir her­manna höfðu safn­ast að landa­mær­unum til „her­æf­inga“ eins og reynt var að halda fram. En nú hefur her Rússa látið til skarar skríða. Stjórn­völd í Úkra­ínu segja árásir hafa verið gerðar bæði frá Rúss­landi og Hvíta-Rúss­landi.

Pútín flutti sjón­varps­ávarp snemma í morgun og sagði mark­mið sitt með inn­rás í Úkra­ínu vera að „aflétta hern­að­ar­yf­ir­ráðum“ í land­inu en ekki her­nema það. Aðeins nokkrum mín­útum síðar mátti sjá stóran glampa frá sprengjum á morg­un­himn­inum í nágrenni Kharkiv, ann­arrar stærstu borgar Úkra­ínu og einnig herma frétt­ir, að því er New York Times greinir frá, að spreng­ingar hafi heyrst í höf­uð­borg­inni Kænu­garði. Þá hafa fréttir einnig borist af spreng­ingum ann­ars staðar í land­inu. Enn­fremur greinir Was­hinton Post frá því að sjón­ar­vottar segi spreng­ingar hafa orðið á flug­vell­inum í Kænu­garði. Loft­varnaflautur voru þandar í höf­uð­borg­inni en segja stjórn­völd það hafa verið gert til að vekja borg­ar­búa. Ekki sjá­ist enn til her­flug­véla.

Örvænt­ing

Langar raðir bíla hafa mynd­ast við bens­ín­stöðvar í Úkra­ínu og miklar umferð­ar­teppur eru í Kænu­garði, m.a. á vegum út úr borg­inni. Úkra­ínu­menn hafa á und­an­förnum vikum og mán­uðum haldið ró sinni, en um leið og sprengja féll á flug­völl­inn í morg­un, að sögn New York Times, var ógnin orðin áþreif­an­leg. Fólk flykkt­ist í mat­vöru­versl­anir og biðraðir eru við hvern ein­asta hrað­banka í Kænu­garði.

Auglýsing

New York Times hefur eftir inn­an­rík­is­ráðu­neyti Úkra­ínu: „Inn­rásin er haf­in“. Utan­rík­is­ráð­herr­ann skrif­aði á Twitter í morgun að „alls­herjar stríð“ Pútíns gegn Úkra­ínu væri byrj­að. „Úkra­ína mun verja sig og fara með sig­ur. Heims­byggðin verður að bregð­ast við og stöðva Pútín. Það er tíma­bært að bregð­ast við – nú þeg­ar.“

Pútín seg­ist vera bregð­ast við ákalli leið­toga aðskiln­að­ar­sinna í Aust­ur-Úkra­ínu. Hann segir aðgerð sína „spurn­ingu upp á líf og dauða“ fyrir Rússa sem væru að verða aðþrengdir vegna NATO sem Úkra­ína hefur óskað eftir að ganga inn í. „Þetta er þessi rauða lína sem ég hef oft talað um,“ sagði Pútín í ávarpi sínu. „Þeir hafa nú farið yfir hana.“

Hót­arnir í garð ann­arra ríkja

Mark­mið hern­að­ar­að­gerð­anna er að sögn Pútíns að „verja fólk sem hefur í átta ár þurft að þola ofsóknir og þjóð­ar­morð af hálfu stjórn­valda í Kænu­garð­i“.

Blaða­menn New York Times túlka svo ávarp hans í morgun sem beina hótun gegn öðrum ríkj­um.

„Hver sá sem reynir að skipta sér af okk­ur, eða að ganga lengra og skapa ógn fyrir land okkar og þjóð, skal vita að Rúss­land mun bregð­ast við þegar í stað þannig að afleið­ing­arnar verða eitt­hvað sem þið hafið aldrei upp­lifað áður í sögu ykk­ar.“

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segir inn­rás­ina „órétt­læt­an­lega“ og ein­göngu á ábyrgð Rússa. Hann segir Pútín hafa valið stríð sem muni hafa ham­fara­kenndar afleið­ingar í för með sér, mann­fall og þján­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokki