Framleiðendur þurrmjólkur herja enn á óléttar konur og foreldra

Frá því að Nestlé-hneykslið var afhjúpað fyrir meira en fjórum áratugum hefur sala á þurrmjólk meira en tvöfaldast í heiminum en brjóstagjöf aðeins aukist lítillega.

UNICEF og WHO telja áróður þurrmjólkurframleiðenda hafa áhrif á lágt hlutfall brjóstagjafar í heiminum.
UNICEF og WHO telja áróður þurrmjólkurframleiðenda hafa áhrif á lágt hlutfall brjóstagjafar í heiminum.
Auglýsing

Her­skárri mark­aðs­herð­ferð fram­leið­enda þurr­mjólkur og ann­arra vara sem ætlað er að koma í stað brjósta­mjólkur er enn beint að nær öllum for­eldrum og óléttum konum í Kína, Víetnam og Bret­landi þrátt fyrir að sér­stakar reglur hafi verið settar á fyrir fjórum ára­tugum í kjöl­far mik­ils hneyksl­is­máls. Þetta hefur ný rann­sókn leitt í ljós.

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin og UNICEF segja að mark­aðs­setn­ing­in, sem m.a. felst í ókeypis prufum af „barna­mjólk“ og sér­stökum „mömmu­hóp­um“ á net­inu, geti ýtt konum frá því að gefa börnum sínum brjóst.

Her­ferðir fyr­ir­tækj­anna bein­ast einnig að heil­brigð­is­starfs­fólki. Því eru boðnir styrkir til rann­sókna og jafn­vel pró­sentur af sölu á þurr­mjólk­inni. Allt þetta er bannað sam­kvæmt alþjóð­legum reglum sem settar voru fyrir fjórum ára­tugum sem áttu að koma böndum á mark­aðs­setn­ingu þurr­mjólkur fyrir ung­börn.

Auglýsing

WHO mælir með því að mæður gefi börnum sínum fyrst og fremst brjósta­mjólk og ein­göngu ef þess ger­ist nokkur kostur fyrstu sex mán­uði ævi þeirra. Stofn­unin segir að aðeins um 44 pró­sent ung­barna fái nær­ingu sína ein­göngu úr brjósta­mjólk eins og staðan er í dag. Í stórri rann­sókn sem gerð var árið 2016 var nið­ur­staðan sú að lífum yfir 800 þús­und ung­barna mætti bjarga árlega ef hægt yrði að hækka hlut­fall þeirra sem fengju brjósta­mjólk í frum­bernsku.

Barna­morð­ing­inn

Alþjóð­legar reglur um mark­aðs­setn­ingu stað­geng­ilsvara brjósta­mjólkur fyrir ung­börn voru settar af WHO árið 1981. Þá höfðu komið fram ásak­anir á hendur fyr­ir­tæk­inu Nestlé fyrir að letja mæður til að hafa börn sín á brjósti og kaupa þess í stað þurr­mjólk. Þess­ari her­ferð Nestlé var sér­stak­lega beint að konum í fátæk­ari ríkj­um.

Upp komst um aðferðir Nestlé á fyrstu árum átt­unda ára­tug­ar­ins og breytti skýrsla Mike Mull­er, verk­fræð­ings og sér­fræð­ings í mál­efnum þró­un­ar­landa, sem kom út árið 1974, miklu. Skýrslan hét Barna­morð­ing­inn (e. Baby Kill­er) og byggði á rann­sókn á því hvernig stór­fyr­ir­tæki beindi spjótum sínum að fátækum konum með þeim afleið­ingum að brjósta­gjöf dróst saman sem aftur leiddi til þess að ung­börn lét­ust. „Börn í þriðja heim­inum eru að deyja vegna þess að mæður þeirra gefa þeim pela með vest­rænni þurr­mjólk,“ sagði í inn­gangi skýrsl­unn­ar. „Mörg þeirra sem lifa af eru vannærð og ber­skjölduð fyrir sjúk­dómum svo þau þroskast ekki eðli­lega.“

Sölu­stúlkur í hjúkr­un­ar­bún­ingum

Muller skrif­aði að trixin við söl­una væru marg­vís­leg. Sölu­stúlkur stæðu á götu­hornum í þorp­um, klæddar í föt hjúkr­un­ar­kvenna, og gæfu sýn­is­horn til kvenna. Í þessum heims­hluta væri hrein­læti oft ábóta­vant svo þrif á pel­um, túttum og öðru sem fylgir pela­gjöf væri ekki nægj­an­legt. Hann tók hins vegar fram að það væri ekki bundið við fátæk ríki að börn sýkt­ust við pela­gjöf. Það var á þeim árum sem skýrslan var skrif­uð, t.d. einnig útbreitt vanda­mál í Bret­landi.

Svissneska fyrirtækið Nestlé hóf að framleiða þurrmjólk í lok nítjándu aldar.

Afhjúpun Mull­ers og ann­arra sem til þekktu í Afr­íku varð hita­mál á Vest­ur­löndum enda dæmi um hvernig stór­fyr­ir­tæki nýttu sér neyð fólks á kostnað barns­lífa. Sam­an­tekt á mark­aðs­her­ferð Nest­lé, sem fyr­ir­tækið kall­aði „Babies Mean Business“, var lek­ið. Í henni mátti sjá svart á hvítu að mark­miðið var að koma mæðrum í fátækum ríkjum „á bragð­ið“ með að nota þurr­mjólk. Fyr­ir­tækið bjó til eft­ir­spurn í löndum þar sem hún hafði ekki verið til staðar og sann­færði fólk um að varan væri ómissandi.

Og almenn­ingur víða um heim brást harka­lega við með umfangs­mik­illi snið­göngu vara frá Nest­lé.

En hvað með vatn­ið?

Nestlé brást í fyrstu við með því að benda á að vanda­málið væri skortur á aðgengi að hreinu vatni í Afr­íku. Gagn­rýnendur fyr­ir­tæk­is­ins ættu nú að ein­beita sér frekar að því að bæta úr því. Fyr­ir­tækið höfð­aði mál, ekki bein­línis á hendur War on Wants, sam­tök­unum sem Muller hafði unnið skýrsl­una fyr­ir, heldur var það þýskur þýð­andi sem var lög­sótt­ur. Sá hafði þýtt skýrslu Mull­ers yfir á sænsku undir fyr­ir­sögn­inni „Nestlé drepur börn“. Nestlé hafði betur í mála­ferlunum en dóm­ar­inn hvatti fyr­ir­tækið til að breyta mark­aðs­her­ferðum sínum í grund­vall­ar­at­rið­um. Mörgum þótti það „varn­ar­sig­ur“ gagn­rýnenda fyr­ir­tæk­is­ins.

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin brást við með því að setja hinar alþjóð­legu mark­aðs­reglur á. Þær fela m.a. í sér að ekki má kynna „barna­mjólk“ á sjúkra­hús­um, í búðum eða gagn­vart almenn­ingi. Ekki má heldur gefa sýn­is­horn og ekki má gefa heil­brigð­is­starf­sólki eða mæðrum gjafir í tengslum við mark­aðs­setn­ing­una. Þá er einnig bannað að birta mis­vísandi upp­lýs­ingar um vör­urn­ar, m.a. var fram­leið­endum gert skylt að upp­lýsa hver kostn­að­ur­inn í heild við að gefa börnum pela væri – ekki aðeins hvað „mjólk­in“ þeirra kost­aði.

Þörf á end­ur­skoðun

Nú telja margir tíma til kom­inn að end­ur­bæta regl­urn­ar, sér­stak­lega í ljósi þess að þær virð­ast ekki lengur vera að hafa til­ætluð áhrif og að mark­aðs­setn­ing „barna­mjólk­ur“ auk­ist mik­ið. Nestlé er enn sakað af ýmsum mann­úð­ar­sam­tökum að „beygja“ og „sveigja“ regl­urn­ar.

Tveir fyrir einn! Auglýsing í afrísku tímariti árið 1972.

Þurr­mjólk og tóbak eru einu fram­leiðslu­vörur heims sem um gilda alþjóð­legar reglur þegar kemur að mark­aðs­setn­ingu. Hins vegar hafa aðeins 25 ríki heims tekið reglur WHO um „barna­mjólk­ina“ upp og á þeim fjórum ára­tugum sem liðnir eru síðan þær voru fyrst settar hefur sala á „barna­mjólk­ur­vörum“ meira en tvö­fald­ast. Á sama tíma hefur brjósta­gjöf aðeins auk­ist lít­il­lega.

Höf­undar nýju rann­sókn­ar­innar á mark­aðs­setn­ingu „barna­mjólk­ur“ segj­ast gera sér grein fyrir mik­il­vægi slíkra vara fyrir konur sem geta ekki eða vilja ekki gefa börnum sínum brjóst af ein­hverjum ástæð­um. Hins vegar er það þeirra nið­ur­staða að lágt hlut­fall brjósta­gjafar almennt í heim­inum sé til­komið vegna hinnar her­skáu mark­aðs­her­ferða fram­leið­enda barna­mjólk­ur.

„Rangar og mis­vísandi upp­lýsngar um þurr­mjólk standa í vegi fyrir auk­inni brjósta­gjöf,“ segir Catherine Russell, fram­kvæmda­stjóri UNICEF um rann­sókn­ina sem gerð var að und­ir­lagi þeirra og WHO.

Nú eru aug­lýs­ing­arnar að mestu birtar á net­inu, á sam­fé­lags­miðl­um, og erfitt hefur reynst að koma böndum á þær.

Auglýsing

Í frétta­skýr­ingu Reuter­s-frétta­stof­unnar um málið er vitnað til yfir­lýs­ingar alþjóða­sam­taka fram­leið­enda „sér­staks matar­æð­is“ (Special Diet­ary Foods Industries) þar sem þau segj­ast fara í einu og öllu að lögum og reglu­gerðum í þeim löndum sem þau starfa.

WHO vill ekki nafn­greina sér­stök fyr­ir­tæki í þurr­mjólkur­iðn­að­inum og gerir það ekki í skýrslu sinni. Stofn­unin segir hins vegar að fyr­ir­tækin beiti öll svip­uðum aðferð­um.

Reuters leit­aði einnig svara hjá Nest­lé. Þar á bæ kom fram að fyr­ir­tækið færi eftir lögum og regl­um. Fyr­ir­tækið seg­ist ekki kynna þurr­mjólk­ur­vörur sem ætl­aðar eru börnum 0-12 mán­aða í 163 löndum og að til standi að hætta að kynna vörur ætl­aðar 0-6 mán­aða alls staðar í heim­inum fyrir árs­lok.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar