Samsett mynd, úr skýringarmyndum í skýrslu Eflu fyrir Betri samgöngur ohf. greiningökutækis1231231.jpeg
Samsett mynd, úr skýringarmyndum í skýrslu Eflu fyrir Betri samgöngur ohf.

Veggjaldaáætlanir í vinnslu – horft til gjaldtöku í Fossvogsdal og Elliðaárvogi

Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um álagningu flýti- og umferðargjalda á höfuðborgarsvæðinu, en slík gjöld eiga þó að standa undir stórum hluta fjármögnunar Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins næsta rúma áratuginn. Það er þó eitt og annað í pípunum, samkvæmt minnisblaði sem opinbera hlutafélagið Betri samgöngur sendi á fjármálaráðuneytið og sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins í haust.

Hug­mynda­vinna vegna svo­kall­aðra flýti- og umferð­ar­gjalda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stendur nú yfir á vett­vangi opin­berra aðila, en engar ákvarð­anir í þeim efnum hafa þó verið tekn­ar. Betri sam­göngur ohf. hefur lagt fram þá til­lögu til hlut­hafa sinna, rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, að unnið verði að útfærsl­unni með það að mark­miði að inn­heimta gjald­anna geti haf­ist 1. jan­úar 2023.

Sú til­laga var reyndar sett fram í sept­em­ber síð­ast­liðn­um, en þá sendi stjórn Betri sam­gangna, sem leidd er af Árna M. Mathiesen fyrr­ver­andi ráð­herra, frá sér minn­is­blað með hug­myndum sínum um mögu­lega inn­heimtu flýti- og umferð­ar­gjalda. Opin­bera hluta­fé­lagið hafði þá þegar látið verk­fræði­stof­una Eflu vinna útfærslu á því hvernig fýsi­legt væri að rukka fyrir akstur með sjálf­virkum tolla­hliðum á ákveðnum svæðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og áætla kostnað við upp­setn­ingu gjald­töku­lausna á þeim sömu svæð­um.

Fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna, Davíð Þor­láks­son, sagði frá því á fundi Vega­gerð­ar­innar um sam­göngusátt­mál­ann fyrir rúmri viku að hann von­að­ist til þess að hægt yrði að kynna til­lögur að útfærslu umferð­ar­gjalda fljót­lega, en fyrir liggur að sam­kvæmt áætl­unum á að fjár­magna helm­ing­inn af þeim stór­tæku sam­göngu­fram­kvæmdum sem framundan eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með svoköll­uðum flýti- og umferð­ar­gjöld­um, eða þá með öðrum fjár­mögn­un­ar­leiðum rík­is­ins, sem enn hafa ekki verið útfærð­ar.

Alls er um að ræða 60 millj­arða króna, sem fjár­magna skal með þessum hætti.

Lítið verið talað um útfærsl­una

Um útfærslu þess­ara hugs­an­legu gjalda hefur lítið verið talað opin­ber­lega frá því að sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins var und­ir­rit­aður árið 2019. Kjarn­inn vildi kanna hvar þessi vinna væri stödd og óskaði eftir því við fjár­mála­ráðu­neytið að fá afhent öll fyr­ir­liggj­andi gögn sem væru í fórum þess og sneru að útfærslu flýti- og umferð­ar­gjalda. Tvö skjöl bár­ust blaða­manni í upp­hafi þess­arar viku.

Ann­ars vegar er um að ræða áður­nefnt minn­is­blað með til­lögum stjórnar Betri sam­gangna um gjald­tök­una, sem sent var til ráðu­neyt­is­ins og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í lok sept­em­ber í fyrra og hins vegar skýrslu frá verk­fræði­stof­unni Eflu um mögu­lega útfærslu toll­hliða á því gjald­töku­svæði sem Betri sam­göngur sjá helst fyrir sér að taka til skoð­un­ar.

Sam­kvæmt minn­is­blað­inu er helsta til­lagan sem Betri sam­göngur horfa til sú að taka gjald af öku­mönnum sem aka inn á eða út af mið­svæði Reykja­vík­ur­borg­ar, sem afmarkast af Foss­vogs­dal og Elliða­ár­ósum – en sam­kvæmt því sem segir í minn­is­blaði Betri sam­gagna voru um 280.000 bíl­ferðir farnar í gegnum hið mögu­lega gjald­töku­svæði á hverjum degi árið 2018.

Áætl­aður kostn­aður við að setja upp sjálf­virkan gjald­töku­búnað á alls 22 akreinar á þessu svæði er í skýrsl­unni frá Eflu áætl­aður um 360 millj­ónir króna, en þá er miðað við reynslu­tölur frá Ósló í Nor­egi þar sem sam­bæri­legt fyr­ir­komu­lag gjald­töku er fyrir hendi. Kostn­aður við hug­búnað vegna bak­vinnslu og reikn­inga­gerð er svo sagður geta legið á milli 200 og 400 millj­óna króna, en tekið er fram að það væri kostn­aður sem óháður væri stærð og stað­setn­ingu kerfis og gæti þess vegna nýst fyrir bak­vinnslu og rukk­anir á fleiri stöðum á land­inu.

Það er svo tíundað að rekstr­ar­kostn­aður sjálfs gjald­töku­kerf­is­ins geti verið nokkur pró­sent af inn­heimtum tekj­um, jafn­vel upp í 8,5 pró­sent eins og það er í Ósló.

Und­ir­strikað að engar ákvarð­anir liggi fyrir

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið lagði áherslu á það í svari sínu við gagna­beiðni Kjarn­ans að í vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun á tekju­stofnum rík­is­ins vegna öku­tækja og elds­neytis sem nú fer fram hjá ráðu­neyt­inu hafi verið horft til „ein­hvers konar gjald­töku af umferð,“ en að þeirri vinnu sé ekki lok­ið.

„Mun nið­ur­staða þeirrar vinnu verða höfð til hlið­sjónar við útfærslu á inn­heimtu flýti- og umferð­ar­gjalda vegna sam­göngusátt­mál­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ ­segir í svari ráðu­neyt­is­ins, sem seg­ist enn fremur ekki hafa tekið afstöðu til þeirra hug­mynda um mögu­lega inn­heimtu gjalda af umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem Betri sam­göngur hafa sett fram.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bára Huld Beck

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefur tjáð sig nokkuð um þessa vinnu að und­an­förnu, meðal ann­ars í sam­tölum við Kjarn­ann síðla á síð­asta ári. Þar nefndi hann sjálf­virkni­lausnir og tolla­hlið á meðal val­kosta þegar kæmi að gjald­töku af umferð.

„Þar koma margir kostir til greina, eins og við sjáum bara í öðrum lönd­­um. Það er hægt að lesa af mæl­um, það er hægt að vera með toll­hlið, það er hægt að nota sjálf­­virkn­i­­lausnir og fleira. Þetta er eitt­hvað sem við ætlum að taka til skoð­unar og hrinda í fram­­kvæmd,“ sagði Bjarni við Kjarn­ann.

Grófir útreikn­ingar um mögu­leg gjöld

Í minn­is­blaði Betri sam­gangna, sem ber tit­il­inn „Flýti- og umferð­ar­gjöld – til­laga um næstu skref“ er rifjað upp að sam­kvæmt fram­kvæmda- og fjár­streym­is­á­ætlun sem fylgdi Sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem und­ir­rit­aður var í sept­em­ber 2019, skuli „flýti- og umferð­ar­gjöld eða önnur fjár­mögnun rík­is­ins“ skila 5 millj­arða króna tekjum á ári í tólf ár frá og með árinu 2022.

Mögulegar árstekjur af veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu m.v. mismunandi há gjöld samkvæmt grófum útreikningum Betri samgangna.

Þar er dregin upp gróf mynd af því hversu há veggjöldin þyrftu að vera á anna­tímum og utan þeirra til þess að nægt fé myndi nást í kass­ann árlega. Ef allar ferðir myndu kosta 50 krónur og sama gjaldið rukkað allan sól­ar­hring­inn myndi það skila 5,1 millj­arði í árlegar tekj­ur, ef gengið væri út frá því að dag­legar ferðir um í gegnum tolla­hliðin væru 250 þús­und tals­ins.

Anna­tíma­gjöld morgna og kvölds

Í minn­is­blaði Betri sam­gangna er dregið fram að hægt sé að setja að minnsta kosti þrenns konar hvata inn í gjald­skrána, til þess að ná fram jákvæðum áhrifum á umferð­ar­málin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í fyrsta lagi væri um að ræða hvata til að nýta aðra ferða­máta en einka­bíl­inn „og draga þannig úr umferð­artöfum og umhverf­is­á­hrifum sam­gangna í heild“, í öðru lagi hvata fyrir fólk til þess að aka utan anna­tíma virka daga og draga þannig úr umferð­artöfum og umhverf­is­á­hrifum bíla­um­ferðar og í þriðja lagi hvata til „vist­vænnar end­ur­nýj­unar bíla­flot­ans“ og umhverf­is­á­hrifum bíla­um­ferð­ar.

Betri sam­göngur nefna til sög­unnar í minn­is­blaði sínu dæmi um veggjalda­kerfi í fjórum borgum á Norð­ur­lönd­um, Ósló og Bergen í Nor­egi og Stokk­hólmi og Gauta­borg í Sví­þjóð, en þar eru veggjöld hærri á anna­tímum en utan þeirra til þess að draga úr umferð­ar­þyngsl­um.

Sam­kvæmt sam­an­tekt Betri sam­gangna fer þetta gjald hæst upp í 675 íslenskar krónur í Stokk­hólmi, fyrir hverja ferð inn í mið­borg­ina á anna­tímum yfir umferð­ar­þyngstu mán­uði árs­ins. Í Gauta­borg er gjaldið að hámarki 330 íslenskar krónur á hverja ferð á anna­tím­um, en þar er akstur gjald­frjáls eftir 18:30 á kvöldin til 6 á morgn­ana og sömu­leiðis um helg­ar.

Gjald fyrir bens­ínknú­inn fólks­bíl í Ósló er svo almennt um 330 krónur á hverja ferð, en um 420 krónur á anna­tím­um. Þeir sem fara um á raf­magns- og vetn­is­bílum eru rukk­aðir um lægri gjöld.

Í til­lögum Betri sam­gangna frá því í haust er hvergi talað um að anna­tíma­verðið verði hærra en 200 krónur á ferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en það er hæsta upp­hæðin sem sett er fram í töfl­unni sem sjá má hér að ofan.

Nánar á að vinna með sviðs­myndir um anna­tíma­gjöldin og með­al­gjald á öku­tæki, en þó segir í minn­is­blað­inu að á þessu stigi sé miðað við að „anna­tíma­gjald­skrá verði í gildi kl. 7-9 og aftur kl. 16-18 virka daga“.

Svara þurfi fleiri spurn­ingum til að ná sátt um gjald­tök­una

Í minn­is­blaði Betri sam­gangna segir að af fyr­ir­liggj­andi gögnum megi ráð að flýti- og umferð­ar­gjöld geti verið „góður kostur til að ná settum mark­miðum Sam­göngusátt­mál­ans“ og að það ættu ekki að vera tækni­legar hindr­anir við inn­leið­ingu þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Betri sam­göngur vísa til skýrslu frá OECD um sam­fé­lags­leg áhrif veggjalda sem séu breyti­leg eftir tíma dags og stað­setn­ingu og þess að slík gjöld séu umdeild, þar sem ein­hverjir not­endur gatna­kerf­is­ins tapi á þeim á meðan aðrir njóti af þeim góðs. Reynslan sýni hins vegar að þar sem flýti- og umferð­ar­gjöld hafi verið inn­leidd sé „sam­fé­lagið fljótt að sam­þykkja hinn nýja veru­leika“ og að gjöldin njóti stuðn­ings á áhrifa­svæði sínu. Flestir nái að aðlaga ferða­venjur sínar eða ferða­tíma­gjöld­unum en séu ekki „verð­lagðir út af göt­unn­i“ eins og það er orðað í minn­is­blað­inu.

Í nið­ur­lagi minn­is­blaðs­ins segir hins vegar að svara þurfi fjöl­mörgum fleiri spurn­ingum um gjald­tök­una til að sátt verði um hana. Til dæmis hvort það væri æski­legt og sann­gjarnt að taka gjald af umferð víðar en ein­ungis við akstur inn og út af mið­svæði Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem sú gjald­taka hefði ein­ungis „bein áhrif á um fjórð­ung bíl­ferða á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u“.

Þrátt fyrir að í minnisblaði Betri samgangna sé helst horft til þess að skoða gjaldtöku á þeim ás sem þverar Fossvogsdalinn og Elliðaár, eru einnig teiknaðir upp fleiri umferðarásar þar sem gjaldtaka gæti verið möguleg. Tollahlið á Seltjarnarnes virðist ekki óhugsandi framtíðarmúsík, samkvæmt þessu.
Úr minnisblaði Betri samgangna

Svo þurfi einnig að greina greiðslu­vilja veg­far­enda og meta hver upp­hæð gjalda á anna­tímum og utan þeirra þurfi að vera til að bæta umferð­ar­flæði, minnka tafir og meng­un.

„Þá er mik­il­vægt að ræða hvort inn­heimta eigi hærri gjöld og nýta hluta þeirra í rekstur almenn­ings­sam­gangna til að auka tíðni og þjón­ustu þeirra og bæta val­kosti veg­far­enda um leið og gjöldin verða inn­leidd,“ segir í minn­is­blað­inu.

Sem áður segir er ekki búið að taka neinar ákvarð­anir um inn­leið­ingu þess­ara gjalda, en til þess að þau geti orðið að veru­leika þarf að leggja fram og sam­þykkja þing­mál sem heim­ilar gjald­töku sem þessa á Alþingi. Slíkt mál er ekki á þing­mála­lista rík­is­stjórn­ar­innar á yfir­stand­andi þingi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar