Sundrung í Kanada eftir umsátur vörubílstjóra og aðgerðir lögreglu

Kanadísk stjórnvöld bundu enda á þriggja vikna mótmæli vörubílstjóra í höfuðborg landsins um helgina. Mótmælin voru mjög óvinsæl á meðal almennings í landinu, en viðbrögðin við þeim hafa einnig mætt mikilli gagnrýni.

Óeirðarlögregla mætti mótmælendum í Ottawa um helgina og handtók fjölda þeirra.
Óeirðarlögregla mætti mótmælendum í Ottawa um helgina og handtók fjölda þeirra.
Auglýsing

Þriggja vikna mót­mælum kanadískra vöru­bíl­stjóra í höf­uð­borg lands­ins, Ottawa, lauk um helg­ina, eftir að rík­is­stjórnin setti neyð­ar­lög og óeirð­ar­lög­regla réðst í umfangs­miklar fjölda­hand­tök­ur, hald­lagn­ingu á bif­reiðum og fryst­ingar á banka­reikn­ingum á grund­velli þeirra.

Meiri­hluti Kana­da­búa var and­vígur mót­mæl­un­um, sem leiddu til þess að sam­göngur voru í lama­sessi í borg­inni. Hins vegar hafa stjórn­ar­and­stæð­ingar gagn­rýnt við­brögð stjórn­valda við þeim, en sam­kvæmt þeim voru aðgerðir lög­reglu yfir­gengi­leg­ar.

Lokað á sam­göngur

Fyrir þremur vikum síðan hófu bíl­stjór­arn­ir, sem mót­mæltu skyldu­bólu­setn­ingum þeirra sem fara um landa­mærin við Banda­rík­in, að stífla helstu sam­göngu­æðar Ottawa. Sam­kvæmt umfjöllun Fin­ancial Times hafa þau svo undið upp á sig og snú­ast þau nú um and­stöðu gegn sitj­andi stjórn­völd­um.

Auglýsing

Á þessum 24 dögum sem mót­mælin stóðu yfir höfðu bíl­stjór­arnir sett sér upp aðstöðu á miðjum götum í miðbæ borg­ar­inn­ar, en þar mátti meðal ann­ars finna úti­eld­hús, tjöld, leik­svæði fyrir börn og svið. Framan af skipti lög­reglan sér ekki að ástand­inu, en sam­kvæmt BBC fengu þátt­tak­endur mót­mæl­anna að flauta bílum sín­um, kveikja á sírenum og skjóta flug­eldum á loft óáreitt­ir.

Tengsl við kyn­þátta­hyggju

Mót­mæl­end­urnir hafa fengið millj­ónir Banda­ríkja­dala í fjár­hags­legan stuðn­ing frá hægrisinn­uðum öfga­hópum og and­stæð­ingum bólu­setn­inga, bæði frá Kanada og Banda­ríkj­un­um. Einnig voru hægri­s­inn­aðir öfga­menn á meðal mót­mæl­enda, en Fin­ancial Times greinir frá því að að sumir þeirra veif­uðu haka­krossum og Suð­ur­ríkja­fána Banda­ríkj­anna.

Þá hefur einn skipu­leggj­enda mót­mæl­anna, Kana­da­bú­inn Pat King, einnig tekið undir mál­flutn­ing öfga­hópa, en fyrir tveimur árum síðan birti hann mynd­band af sér þar sem hann tal­aði um að sótt væri að hvíta kyn­stofn­in­um, sem væri kom­inn af sterk­ustu ætt­un­um.

Lít­ill stuðn­ingur frá almenn­ingi

Þrátt fyrir stuðn­ing­inn frá áður­nefndum hópum hafa mót­mælin ekki verið vin­sæl á meðal kanadísks almenn­ings. Sam­kvæmt umfjöllun CNN hefur fjöldi skoð­ana­kann­ana sýnt að meiri­hluti Kana­da­búa sé and­stæður þeim og mál­flutn­ingi þeirra.

Í einni slíkri könn­un, sem var fram­kvæmd fyrir tveimur vikum síðan og var byggð á slembi­úr­taki á kanadísku þjóð­inni, töldu tæp­lega tveir af hverjum þremur við­mæl­endum að mót­mælin voru ógn við lýð­ræð­ið. Jafn­margir voru fylgj­andi því að stjórn­völd myndu binda enda á þeim með hjálp hers­ins og var meiri­hlut­inn fylgj­andi því að hand­taka ætti þá sem fylgja ekki fyr­ir­mælum stjórn­valda.

Raun­veru­legar aðgerðir sem bíta

Fyrir viku síðan til­kynnti for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, Justin Tru­deau, svo að hann myndi virkja neyð­ar­lög í fyrsta skipti í sögu lands­ins til að koma böndum á ástand­ið. Neyð­ar­lögin gefa lög­regl­unni í land­inu meira vald í 30 daga til að leysa upp ólög­legar sam­komur, hald­leggja eigur mót­mæl­end­anna og frysta banka­reikn­inga þeirra. Sam­kvæmt Tru­deau eru lögin mik­il­væg til að tryggja öryggi og atvinnu Kana­da­búa og auka traust til stofn­ana lands­ins.

Á blaða­manna­fundi síð­asta mánu­dag sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann að lög­mælin væru ekki lengur lög­leg, heldur ólög­legt umsátur um höf­uð­borg­ina. „Það er kom­inn tími á að fólk fari heim til sín,“ bætti hann við.

Mótmælendurnir stífluðu vegi Ottawa-borgar og settu þar upp m.a. útieldhús og matarvagna.

Á fimmtu­dag­inn byrj­uðu kanadískir bankar að frysta banka­reikn­inga hjá ein­stak­lingum sem voru tengdir mót­mæl­un­um, en fjár­mála­ráð­herra lands­ins, Chrystia Freeland, sagði að bíl­stjór­arnir sem tækju þátt í umsátr­inu gætu misst trygg­ing­arnar sín­ar. „Af­leið­ing­arnar eru raun­veru­legar og þær munu bíta,“ sagði hún á blaða­manna­fundi.

Á föstu­dag­inn hófust svo einar stærstu lög­reglu­að­gerðir í sögu lands­ins, þar sem lög­reglan í Ottawa skarst í leik­inn og hand­tók yfir 170 þátt­tak­endur mót­mæl­end­anna, en þeirra á meðal var áður­nefndur Pat King. Þar að auki fjar­lægði hún 53 far­ar­tæki til að losa um stífl­una á umferð­ar­æðum borg­ar­inn­ar. Í gær sagð­ist löggan svo ætla að leit­ast við að bera kennsl á mót­mæl­end­urna og ákæra þá fyrir lög­brot, auk þess sem þeir verði beittir fjár­hags­legum refsi­að­gerð­um.

Starf­andi lög­reglu­stjóri Ottawa, Steve Bell, sagði að aðgerðir lög­reglu hefðu verið ómögu­legar ef stjórn­völd hefðu ekki virkjað neyð­ar­lög­in.

Ekki ein­hugur um við­brögðin

Fjöldi þing­manna kanadíska Íhalds­flokks­ins, sem situr í stjórn­ar­and­stöðu, gagn­rýndi aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar harka­lega og segja þær hafa verið yfir­drifn­ar. Einn þeirra, Pierre Poi­l­evre, lof­sam­aði vöru­bíl­stjór­ana og sak­aði Tru­deau um hefnd­ar­að­gerðir gegn þeim sem eru á móti bólu­setn­ing­um.

Þá hefur Don­ald Trump, fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, einnig mót­mælt aðgerð­irnar og kallað Tru­deau „öfga-vinstri brjál­æð­ing.“ Sömu­leiðis hefur Repúblík­ana­þing­mað­ur­inn Ted Cruz opin­ber­lega stutt kanadísku vöru­bíl­stjór­ana og Tucker Carl­son, frétta­þulur á Fox-­sjón­varps­stöð­inni segir „harð­stjórn“ ríkja í land­inu.

Tíma­ritið The Economist gagn­rýndi einnig við­brögð Tru­deau í leið­ara sem birt­ist um helg­ina, en þar sagði að for­sæt­is­ráð­herr­ann hefði ekki gert nóg til að kom­ast til móts við mót­mæl­end­urna.

Þó segir Lori Turn­bull, stjórn­mála­fræði­pró­fessor í Nova Scotia og við­mæl­andi Fin­ancial Times, að við­brögð Tru­deau við mót­mælin séu ólík­leg til að draga úr vin­sældum hans. „Allir í Ottawa eru svo ánægðir með að losna við þau, en það vekur ugg ef rík­is­stjórnin getur ekki verndað eigin höf­uð­borg,“ bætti hún við. Þrátt fyrir það sagði hún að flokkur Tru­deau, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn, ætti ekki að vera of spenntur fyrir næstu kosn­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiErlent