Sundrung í Kanada eftir umsátur vörubílstjóra og aðgerðir lögreglu

Kanadísk stjórnvöld bundu enda á þriggja vikna mótmæli vörubílstjóra í höfuðborg landsins um helgina. Mótmælin voru mjög óvinsæl á meðal almennings í landinu, en viðbrögðin við þeim hafa einnig mætt mikilli gagnrýni.

Óeirðarlögregla mætti mótmælendum í Ottawa um helgina og handtók fjölda þeirra.
Óeirðarlögregla mætti mótmælendum í Ottawa um helgina og handtók fjölda þeirra.
Auglýsing

Þriggja vikna mót­mælum kanadískra vöru­bíl­stjóra í höf­uð­borg lands­ins, Ottawa, lauk um helg­ina, eftir að rík­is­stjórnin setti neyð­ar­lög og óeirð­ar­lög­regla réðst í umfangs­miklar fjölda­hand­tök­ur, hald­lagn­ingu á bif­reiðum og fryst­ingar á banka­reikn­ingum á grund­velli þeirra.

Meiri­hluti Kana­da­búa var and­vígur mót­mæl­un­um, sem leiddu til þess að sam­göngur voru í lama­sessi í borg­inni. Hins vegar hafa stjórn­ar­and­stæð­ingar gagn­rýnt við­brögð stjórn­valda við þeim, en sam­kvæmt þeim voru aðgerðir lög­reglu yfir­gengi­leg­ar.

Lokað á sam­göngur

Fyrir þremur vikum síðan hófu bíl­stjór­arn­ir, sem mót­mæltu skyldu­bólu­setn­ingum þeirra sem fara um landa­mærin við Banda­rík­in, að stífla helstu sam­göngu­æðar Ottawa. Sam­kvæmt umfjöllun Fin­ancial Times hafa þau svo undið upp á sig og snú­ast þau nú um and­stöðu gegn sitj­andi stjórn­völd­um.

Auglýsing

Á þessum 24 dögum sem mót­mælin stóðu yfir höfðu bíl­stjór­arnir sett sér upp aðstöðu á miðjum götum í miðbæ borg­ar­inn­ar, en þar mátti meðal ann­ars finna úti­eld­hús, tjöld, leik­svæði fyrir börn og svið. Framan af skipti lög­reglan sér ekki að ástand­inu, en sam­kvæmt BBC fengu þátt­tak­endur mót­mæl­anna að flauta bílum sín­um, kveikja á sírenum og skjóta flug­eldum á loft óáreitt­ir.

Tengsl við kyn­þátta­hyggju

Mót­mæl­end­urnir hafa fengið millj­ónir Banda­ríkja­dala í fjár­hags­legan stuðn­ing frá hægrisinn­uðum öfga­hópum og and­stæð­ingum bólu­setn­inga, bæði frá Kanada og Banda­ríkj­un­um. Einnig voru hægri­s­inn­aðir öfga­menn á meðal mót­mæl­enda, en Fin­ancial Times greinir frá því að að sumir þeirra veif­uðu haka­krossum og Suð­ur­ríkja­fána Banda­ríkj­anna.

Þá hefur einn skipu­leggj­enda mót­mæl­anna, Kana­da­bú­inn Pat King, einnig tekið undir mál­flutn­ing öfga­hópa, en fyrir tveimur árum síðan birti hann mynd­band af sér þar sem hann tal­aði um að sótt væri að hvíta kyn­stofn­in­um, sem væri kom­inn af sterk­ustu ætt­un­um.

Lít­ill stuðn­ingur frá almenn­ingi

Þrátt fyrir stuðn­ing­inn frá áður­nefndum hópum hafa mót­mælin ekki verið vin­sæl á meðal kanadísks almenn­ings. Sam­kvæmt umfjöllun CNN hefur fjöldi skoð­ana­kann­ana sýnt að meiri­hluti Kana­da­búa sé and­stæður þeim og mál­flutn­ingi þeirra.

Í einni slíkri könn­un, sem var fram­kvæmd fyrir tveimur vikum síðan og var byggð á slembi­úr­taki á kanadísku þjóð­inni, töldu tæp­lega tveir af hverjum þremur við­mæl­endum að mót­mælin voru ógn við lýð­ræð­ið. Jafn­margir voru fylgj­andi því að stjórn­völd myndu binda enda á þeim með hjálp hers­ins og var meiri­hlut­inn fylgj­andi því að hand­taka ætti þá sem fylgja ekki fyr­ir­mælum stjórn­valda.

Raun­veru­legar aðgerðir sem bíta

Fyrir viku síðan til­kynnti for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, Justin Tru­deau, svo að hann myndi virkja neyð­ar­lög í fyrsta skipti í sögu lands­ins til að koma böndum á ástand­ið. Neyð­ar­lögin gefa lög­regl­unni í land­inu meira vald í 30 daga til að leysa upp ólög­legar sam­komur, hald­leggja eigur mót­mæl­end­anna og frysta banka­reikn­inga þeirra. Sam­kvæmt Tru­deau eru lögin mik­il­væg til að tryggja öryggi og atvinnu Kana­da­búa og auka traust til stofn­ana lands­ins.

Á blaða­manna­fundi síð­asta mánu­dag sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann að lög­mælin væru ekki lengur lög­leg, heldur ólög­legt umsátur um höf­uð­borg­ina. „Það er kom­inn tími á að fólk fari heim til sín,“ bætti hann við.

Mótmælendurnir stífluðu vegi Ottawa-borgar og settu þar upp m.a. útieldhús og matarvagna.

Á fimmtu­dag­inn byrj­uðu kanadískir bankar að frysta banka­reikn­inga hjá ein­stak­lingum sem voru tengdir mót­mæl­un­um, en fjár­mála­ráð­herra lands­ins, Chrystia Freeland, sagði að bíl­stjór­arnir sem tækju þátt í umsátr­inu gætu misst trygg­ing­arnar sín­ar. „Af­leið­ing­arnar eru raun­veru­legar og þær munu bíta,“ sagði hún á blaða­manna­fundi.

Á föstu­dag­inn hófust svo einar stærstu lög­reglu­að­gerðir í sögu lands­ins, þar sem lög­reglan í Ottawa skarst í leik­inn og hand­tók yfir 170 þátt­tak­endur mót­mæl­end­anna, en þeirra á meðal var áður­nefndur Pat King. Þar að auki fjar­lægði hún 53 far­ar­tæki til að losa um stífl­una á umferð­ar­æðum borg­ar­inn­ar. Í gær sagð­ist löggan svo ætla að leit­ast við að bera kennsl á mót­mæl­end­urna og ákæra þá fyrir lög­brot, auk þess sem þeir verði beittir fjár­hags­legum refsi­að­gerð­um.

Starf­andi lög­reglu­stjóri Ottawa, Steve Bell, sagði að aðgerðir lög­reglu hefðu verið ómögu­legar ef stjórn­völd hefðu ekki virkjað neyð­ar­lög­in.

Ekki ein­hugur um við­brögðin

Fjöldi þing­manna kanadíska Íhalds­flokks­ins, sem situr í stjórn­ar­and­stöðu, gagn­rýndi aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar harka­lega og segja þær hafa verið yfir­drifn­ar. Einn þeirra, Pierre Poi­l­evre, lof­sam­aði vöru­bíl­stjór­ana og sak­aði Tru­deau um hefnd­ar­að­gerðir gegn þeim sem eru á móti bólu­setn­ing­um.

Þá hefur Don­ald Trump, fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, einnig mót­mælt aðgerð­irnar og kallað Tru­deau „öfga-vinstri brjál­æð­ing.“ Sömu­leiðis hefur Repúblík­ana­þing­mað­ur­inn Ted Cruz opin­ber­lega stutt kanadísku vöru­bíl­stjór­ana og Tucker Carl­son, frétta­þulur á Fox-­sjón­varps­stöð­inni segir „harð­stjórn“ ríkja í land­inu.

Tíma­ritið The Economist gagn­rýndi einnig við­brögð Tru­deau í leið­ara sem birt­ist um helg­ina, en þar sagði að for­sæt­is­ráð­herr­ann hefði ekki gert nóg til að kom­ast til móts við mót­mæl­end­urna.

Þó segir Lori Turn­bull, stjórn­mála­fræði­pró­fessor í Nova Scotia og við­mæl­andi Fin­ancial Times, að við­brögð Tru­deau við mót­mælin séu ólík­leg til að draga úr vin­sældum hans. „Allir í Ottawa eru svo ánægðir með að losna við þau, en það vekur ugg ef rík­is­stjórnin getur ekki verndað eigin höf­uð­borg,“ bætti hún við. Þrátt fyrir það sagði hún að flokkur Tru­deau, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn, ætti ekki að vera of spenntur fyrir næstu kosn­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiErlent