Mynd: Samsett asihafdisliljanota.jpg
Ásmundur Einar Daðason, Hafdís Helga Ólafsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir.
Mynd: Samsett

Íslenska ríkið fellur frá málarekstrinum gegn Hafdísi Helgu og greiðir henni miskabætur

Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu 2020 að Lilja Alfreðsdóttir hefði brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra. Lilja ákvað að stefna kærandanum persónulega í nafni íslenska ríkisins til að fá úrskurðinum hnekkt, tapaði fyrir héraðsdómi og ákvað að áfrýja til Landsréttar. Þar átti að taka málið fyrir í lok febrúar en af því verður ekki. Ásmundur Einar Daðason, sem tók við málarekstrinum, hefur ákveðið að semja um málalok og greiða konunni sem kærði miskabætur.

Mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið, undir stjórn Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, hefur ákveðið að falla frá áfram­hald­andi mála­rekstri gegn Haf­dísi Helgu Ólafs­dóttur og semja við hana um greiðslu miska­bóta. Heim­ildir Kjarn­ans herma að upp­hæðin sem verður greidd sé 2,3 millj­ónir króna.

Haf­dís Helga var á meðal þeirra sem sóttu um starf ráðu­neyt­is­stjóra í mennta­mála­ráðu­neyt­inu þegar það var aug­lýst árið 2019. Þann 1. nóv­em­ber saman ár var Páll Magn­ús­son skip­aður í starf­ið. Haf­dís Helga kærði þá nið­ur­stöðu til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála þar sem hún taldi ljóst að reynslu­minni og minna mennt­aður karl­­maður hefði verið ráðin í starfið sem hún sótt­­ist eft­­ir. Gögnin hafi sýnt að ráðn­­ing­­ar­­ferlið hefði ekki verið í sam­ræmi við ákvæði laga og reglna og Haf­­dís Helga taldi sig ekki hafa fengið sann­­gjarna og óhlut­­dræga með­­höndlun af hálfu ráðu­­neyt­is­ins. 

Kæru­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að Lilja Alfreðs­dótt­ir, þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefði brotið jafn­rétt­islög með ráðn­ingu Páls. Lilja ákvað að íslenska ríkið myndi stefna Haf­dísi Helgu per­sónu­lega til að fá úrskurð kæru­nefnd­ar­innar ógild­an. 

Í mars í fyrra hafn­aði hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur öllum máls­á­­stæðum Lilju og sagði í nið­­ur­­stöðu sinni að ekki hafi verið fyrir hendi neinir „ann­­markar á máls­­með­­­ferð kæru­­nefnd­­ar­innar sem leitt geti til ógild­ingar á úrskurði henn­­ar.“ 

Lilja ákvað að áfrýja dómnum rúmum fjórum klukku­­stundum eftir að hann hafði fall­ið. Þar með lá fyrir að málið yrði í áfrýj­un­ar­ferli að minnsta kosti fram yfir þing­kosn­ing­ar, sem fram fóru 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Eftir kosn­ing­arnar end­ur­nýj­uðu fyrri stjórn­ar­flokkar sam­starf sitt en mála­rekstur Lilju gegn Haf­dísi Helgu varð eftir í nýju barna- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti sem Ásmundur Einar Daða­son, flokks­bróðir Lilju, sett­ist í. Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um afstöðu hans til mála­rekst­urs­ins í byrjun des­em­ber í fyrra en fékk engin svör. 

Málið á dag­skrá í lok mán­aðar

Í byrjun febr­úar kom málið nokkuð óvænt inn á dag­skrá Lands­rétt­ar. Mál­flutn­ingur skyldi fara fram 28. febr­úar 2022.

Í aðdrag­anda þessa höfðu átt sér stað umtals­verð sam­skipti milli máls­að­ila þar sem lög­maður Haf­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, kall­aði eftir upp­lýs­ingum um hvað ráðu­neyti Ásmundar Ein­ars ætl­aði að gera. Þegar málið var komið á dag­skrá Lands­réttar varð meira knýj­andi að fá svar frá ráðu­neyt­inu og settum rík­is­lög­manni. Tím­inn leið.

Svörum var lofað í byrjun febr­ú­ar, en þau bár­ust ekki. Svo áttu þau að ber­ast viku síð­ar, en gerðu það ekki. Loks lá fyrir að Ásmundur Einar myndi láta aft­ur­kalla mála­rekst­ur­inn en það var ekki gert form­lega fyrr en á fimmtu­dag með sam­komu­lagi, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Og ekki gert opin­bert fyrr en í dag þegar málið var tekið út af dag­skrá Lands­rétt­ar, síð­asta virka dag áður en að mál­flutn­ingur átti að fara fram í Lands­rétti.

Haf­dís Helga gat ekki sótt skaða­bætur vegna þess að ekki lá fyrir að hún hefði fengið starf ráðu­neyt­is­stjóra ef Páll, sem hefur gegnt mýmörgum trún­að­ar­störfum fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn og bauð sig eitt sinn fram til for­mennsku í hon­um, hefði ekki verið ráð­inn. Af þeim þrettán sem sóttu um emb­ættið mat hæf­is­nefnd fjóra umsækj­endur mjög hæfa til að gegna því og Lilja tók þá fjóra í við­tal. Á meðal þeirra var Páll en ekki Haf­dís Helga. Ógjörn­ingur er því að sýna fram á að Haf­dís Helga hefði verið tekin fram fyrir þá tvo sem út af standa í mjög hæfa hópnum til að sækja skaða­bætur vegna tekju­taps, sem hefði verið mis­mun­ur­inn á launum ráðu­neyt­is­stjóra og núver­andi starfi hennar út starfs­fer­il­inn, út frá fyr­ir­liggj­andi gögn­um. 

Þess vegna var samið um miska­bæt­ur.

Kostn­að­­­ur­ rík­­is­ins við rekstur máls­ins fyrir hér­­­aðs­­­dómi nam alls 8,7 millj­­­ónum króna. Áætlað var að kostn­aður vegna áfrýj­unar til Lands­réttar yrði á bil­inu 900 þús­und krónur til 1,2 millj­­­ónir króna án virð­is­auka­skatts.

Til við­bótar bæt­ist sá kostn­aður sem fellur til vegna greiðslu miska­bóta.

For­dæma­laus mála­rekstur

Lilja er ekki fyrsti íslenski ráð­herr­ann sem kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála úrskurðar um að hafi broti jafn­rétt­islög. Hún varð hins vegar fyrsti ráð­herr­ann sem ákvað að una ekki nið­­ur­­stöðu kæru­­nefndar jafn­­rétt­is­­mála og höfða þess í stað mál per­­són­u­­lega gegn Haf­­dísi Helgu í nafni íslenska rík­­is­ins. 

Þegar greint var frá þeirri ákvörðun Lilju að stefna Haf­­dísi Helgu kom fram að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir að ráð­herr­ann hefði aflað sér lög­­­­fræð­i­á­lita sem bent hefðu á laga­­­­lega ann­­­­­marka í úrskurði kæru­­­­­nefnd­­­­­ar­inn­­­­­ar. Úrskurð­­­­­ur­inn byði upp á laga­­­­­lega óvissu í tengslum við það ferli sem unnið væri eftir við skipan emb­ætt­is­­­­­manna. Þeirri laga­ó­vissu vildi Lilja eyða. Kjarn­inn óskaði eftir því í byrjun að fá umrædd lög­­­­fræð­i­á­lit sem stefnan byggir á og ekki hefur verið upp­­lýst hverjir unnu afhent, en var synj­að.  

Kjarn­inn kærði þá nið­­­­ur­­­­stöðu til úrskurð­­­­ar­­­­nefndar um upp­­­­lýs­inga­­­­mál sem komst að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í ágúst 2020 að Lilja þyrfti ekki að afhenda álit­in. 

Hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur birti dóm sinn í mál­inu föst­u­dag­inn, 5. mars 2021. Hann var afdrátt­­ar­­laus og hafn­aði öllum laga­­legum aðfinnslum Lilju við nið­­ur­­stöðu kæru­­nefndar jafn­­rétt­is­­mála. ­Sam­andregið var það nið­­ur­­staða dóms­ins að „ekki hafi verið fyrir hendi neinir ann­­markar á máls­­með­­­ferð kæru­­nefnd­­ar­innar sem leitt geti til ógild­ingar á úrskurði henn­­ar.“ 

Kæru­­nefndin hefði byggt úrskurð sinn á ákvæðum laga og mál­efna­­legum sjón­­­ar­mið­um, beitt lög­­­mætum aðferðum í úrlausn sinni og  rök­­stutt  nið­­ur­­stöðu  sína ítar­­lega. „Þá verður nefndin ekki talin hafa farið út fyrir vald­­svið sitt eða verk­svið, hvorki við mat á ein­­stökum hæfn­is­þáttum eða við heild­­ar­­skoð­un  á ráðn­­ing­­ar­­ferl­inu. Verður nefndin því ekki talin hafa gengið of langt við end­­ur­­skoðun á mati veit­ing­­ar­­valds­hafans. Þannig  standa  eng­in  rök  til  þess  að ó­gilda úr­­skurð ­nefnd­­ar­inn­­ar. ­Dóm­­ur­inn hafn­ar því kröfu stefn­anda, íslenska rík­­is­ins, um að úrskurður kæru­­nefndar jafn­rétt­is­mála[...]verði felldur úr gild­i.“

Allur máls­­kostn­aður Haf­­dís­ar Helgu, alls 4,5 millj­­ónir króna, átti að greið­­ast úr rík­­is­­sjóð­i. 

Nokkrum klukku­­stundum eftir að dóm­­ur­inn lá fyrir feng­ust þær upp­­lýs­ingar frá mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráðu­­neyt­inu að dómnum yrði áfrýjað til Lands­rétt­­ar. Sam­hliða sagði ráðu­­neytið að Lilja ætl­­aði ekki að tjá sig um nið­­ur­­stöðu hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur á meðan að á áfrýj­un­­ar­­ferl­inu stæði.

Hún gerði það samt sem áður nokkrum dögum síðar og sagði við RÚV að ákvörð­unin um að stefna Haf­­dísi Helgu hefði ekki verið létt­væg en að hún hafi verið „tekin í kjöl­far þess að ég fékk álit sér­­fræð­inga á þessu sviði að rök­­stuðn­­ing­­ur­inn á sínum tíma að hann hefði ekki verið full­nægj­andi. Það er að segja að kær­anda hefði verið mis­­munað á grund­velli kyn­­ferð­­is.“ Það hafi verið hennar skylda að fara í ógild­ing­­ar­­mál á grund­velli þess sér­­fræð­i­á­lits. Um lög­­fræð­i­­legt álita­­mál væri að ræða. 

Nú hef­ur, líkt og áður sagði, verið fallið frá þeim mála­rekstri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar