Vonast til að hægt verði að kynna tillögur að útfærslu flýti- og umferðargjalda fljótlega

Sextíu milljarðar af þeim 120 milljörðum sem eiga að fara í samgönguframkvæmdir innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á næsta rúma áratug eiga að koma til vegna sérstakra gjalda á umferð. Samtal um útfærslu þessara gjalda er farið af stað.

Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Auglýsing

Á næsta rúma ára­tug stendur til að ráð­ast í sam­göngu­fram­kvæmdir fyrir 120 millj­arða króna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sam­kvæmt sam­göngusátt­mála ríkis og sveit­ar­fé­laga frá árinu 2019.

Fjár­mögnun þess­ara miklu fram­kvæmda, sem fela m.a. í sér 52,2 millj­arða fjár­fest­ingu í stofn­vega­fram­kvæmdum og 49,6 millj­arða fjár­fest­ingu í innviðum Borg­ar­línu, nýs hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerf­is, er þannig að ríkið ætlar að koma með 30 millj­arða að borð­inu, sveit­ar­fé­lögin saman með 15 millj­arða, auk þess sem áætl­anir gera ráð fyrir að 15 millj­arðar króna fáist fyrir ráð­stöfun Keldna­lands­ins.

Þá standa heilir 60 millj­arðar króna eft­ir, eða 50 pró­sent alls þess fjár­magns sem áætlað er að renni til sam­göngu­bót­anna í Stór-Reykja­vík á næsta rúma ára­tug. Þessi hluti fjár­mögn­un­ar­innar á að nást í kass­ann með svoköll­uðum flýti- og umferð­ar­gjöld­um, sem enn hafa ekki verið útfærð.

Sam­talið hafið

Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna ohf., sér­staks félags í eigu ríkis og sveit­ar­fé­laga sem stofnað var til þess að halda utan um fram­kvæmd­irnar í sam­göngusátt­mál­anum og fjár­mögnun þeirra ræddi þessi mál aðeins á morg­un­fundi sem Vega­gerðin stóð fyrir í gær.

Hann kom því þar á fram­færi að hlut­verk Betri sam­gangna væri ein­göngu það að inn­heimta gjöldin fyr­ir­hug­uðu, en fyrst þyrftu stjórn­mála­menn að útfæra hvernig gjöldin yrðu og setja fram laga­frum­varp sem heim­ilar þessa gjald­töku á Alþingi.

Skjáskot úr útsendingu Vegagerðarinnar frá því í gær.

Í erindi sínu sagði hann að sam­tal væri hafið milli sveit­ar­fé­laga, rík­is­ins og Betri sam­gangna um útfærslu til­lagna að þessum gjöldum og bætti svo við að von­andi yrði hægt að kynna það „fljót­lega“.

Stóru spurn­ing­unum þurfi að beina til póli­tíku­sana

Undir lok fund­ar­ins fékk Davíð svo spurn­ingu sem varð­aði leiðir til þess að hafa áhrif á umferð á anna­tím­um, eins og til dæmis bíla­stæða­gjöld, skatt­kerf­is­breyt­ingar eða íviln­an­ir.

Auglýsing

„Þetta kannski teng­ist þess­ari umræðu um flýti- og umferð­ar­gjöld, sem er bara að fara af stað. Þetta líka teng­ist því að það eru að eiga sér stað orku­skipti í sam­göngum og eins og ríkið orðar það er það að verða af miklum tekjum út af því, bens­ín- og olíu­gjöldin eru að renna sitt skeið á enda og ég held að flestum þyki sann­gjarnt að þeir sem nota þessa inn­viði borgi að ein­hverju leyti fyrir þá.

Að þessu leyti teng­ist þetta okk­ur, því okkur hjá Betri sam­göngum er ætlað að inn­heimta flýti- og umferð­ar­gjöld á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þegar komin er lög­gjöf um það, en stærri spurn­ing­unum í þessu er kannski betra að beina til póli­tíku­sana frekar en okk­ar, emb­ætt­is­mann­anna,“ sagði Dav­íð, í svari sínu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent