Gylfi: „Þeir sem fara með straumnum gleymast með straumnum“

Gylfi Zoega segir stjórnmálamenn þurfa að sýna staðfestu í sóttvörnum í stað þess að reyna að afla sér vinsælda með því að slaka á þeim of snemma.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Auglýsing

Best væri að halda hóf­legum en stöð­ugum sótt­vörnum innan lands þangað til þjóðin hefur verið bólu­sett gegn COVID-19, að mati Gylfa Zoega, hag­fræði­pró­fess­ors í HÍ. Sam­kvæmt honum er hætta á að of mikið verði slakað á vörnum innan lands vegna löng­unar stjórn­mála­manna til vin­sælda. 

Þetta skrif­aði Gylfi í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út síð­asta föstu­dag, en í henni fór hann yfir mik­il­vægi stað­festu stjórn­mála­manna í yfir­stand­andi far­aldri. 

Sótt­varnir eins og skattur

Gylfi segir að hægt sé að líta á sótt­varn­ar­að­gerðir sem ákveðna teg­und af skatt­heimtu í inn­lenda efna­hags­starf­semi, þar sem þær koma sumum illa en bæta almanna­hag. Skattar auka kostnað við við­skipti, neyt­endur greiða hærra verð, fyr­ir­tæki fá minni tekjur og umfang við­skipta dregst sam­an. Þessi nei­kvæðu áhrif verði meiri eftir því sem skatt­arnir eru hærri. 

Auglýsing

Kostn­að­ur­inn sem fylgir skatta­hækk­unum segir Gylfi vera ástæðu þess að hag­kvæmt sé að hafa skatta­pró­sentur stöðugar yfir tíma. Það sé ekki hag­kvæmt að hafa lága skatta eitt árið og svo háa skatta næsta árið, þar sem háu skatt­arnir drægju of mikið úr efna­hags­starf­sem­i. 

Með sömu rökum segir Gylfi að hægt sé að halda því fram að best sé að hafa hóf­legar en sem stöðugastar sótt­varnir inn­an­lands þangað til þjóðin hefur verið bólu­sett gegn veirunni. Stöð­ug­leiki hjálpi ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum að aðlaga sig að þeim reglum sem í gildi eru, en lít­ill fyr­ir­sjá­an­leiki með aðgerðir fram­tíðar bitnar illa á efna­hags­líf­in­u. 

Ásókn í vin­sældir skapi hættu

Hins vegar er hætta á að stjórn­mála­menn slaki of hratt á sótt­vörnum inn­an­lands, þar sem slíkar aðgerðir gætu verið vin­sælar meðal almenn­ings, að mati Gylfa. Hann segir þessa hættu vera ástæðu þess að stjórn­völd hafi falið ókjörnum emb­ætt­is­mönnum óvin­sælar ákvarð­anir sem varða þjóð­ar­hag, til dæmis um vexti og pen­inga­stefn­u. 

„Stjórn­mála­menn sem grípa til óvin­sælla en nauð­syn­legra aðgerða sem síðar kemur í ljós að hafi verið far­sælar fá góða dóma sög­unn­ar,“ bætir Gylfi þó við. „Hið sama á við um emb­ætt­is­menn sem slá í borðið og gera það sem rétt er og ein­stak­linga í sam­fé­lag­inu sem sýna hug­rekki. Þeir sem fara með straumnum gleym­ast með straumn­um.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent