Gylfi: „Þeir sem fara með straumnum gleymast með straumnum“

Gylfi Zoega segir stjórnmálamenn þurfa að sýna staðfestu í sóttvörnum í stað þess að reyna að afla sér vinsælda með því að slaka á þeim of snemma.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Auglýsing

Best væri að halda hóflegum en stöðugum sóttvörnum innan lands þangað til þjóðin hefur verið bólusett gegn COVID-19, að mati Gylfa Zoega, hagfræðiprófessors í HÍ. Samkvæmt honum er hætta á að of mikið verði slakað á vörnum innan lands vegna löngunar stjórnmálamanna til vinsælda. 

Þetta skrifaði Gylfi í grein sinni í nýjasta tölublaði Vísbendingar, sem kom út síðasta föstudag, en í henni fór hann yfir mikilvægi staðfestu stjórnmálamanna í yfirstandandi faraldri. 

Sóttvarnir eins og skattur

Gylfi segir að hægt sé að líta á sóttvarnaraðgerðir sem ákveðna tegund af skattheimtu í innlenda efnahagsstarfsemi, þar sem þær koma sumum illa en bæta almannahag. Skattar auka kostnað við viðskipti, neytendur greiða hærra verð, fyrirtæki fá minni tekjur og umfang viðskipta dregst saman. Þessi neikvæðu áhrif verði meiri eftir því sem skattarnir eru hærri. 

Auglýsing

Kostnaðurinn sem fylgir skattahækkunum segir Gylfi vera ástæðu þess að hagkvæmt sé að hafa skattaprósentur stöðugar yfir tíma. Það sé ekki hagkvæmt að hafa lága skatta eitt árið og svo háa skatta næsta árið, þar sem háu skattarnir drægju of mikið úr efnahagsstarfsemi. 

Með sömu rökum segir Gylfi að hægt sé að halda því fram að best sé að hafa hóflegar en sem stöðugastar sóttvarnir innanlands þangað til þjóðin hefur verið bólusett gegn veirunni. Stöðugleiki hjálpi einstaklingum og fyrirtækjum að aðlaga sig að þeim reglum sem í gildi eru, en lítill fyrirsjáanleiki með aðgerðir framtíðar bitnar illa á efnahagslífinu. 

Ásókn í vinsældir skapi hættu

Hins vegar er hætta á að stjórnmálamenn slaki of hratt á sóttvörnum innanlands, þar sem slíkar aðgerðir gætu verið vinsælar meðal almennings, að mati Gylfa. Hann segir þessa hættu vera ástæðu þess að stjórnvöld hafi falið ókjörnum embættismönnum óvinsælar ákvarðanir sem varða þjóðarhag, til dæmis um vexti og peningastefnu. 

„Stjórnmálamenn sem grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða sem síðar kemur í ljós að hafi verið farsælar fá góða dóma sögunnar,“ bætir Gylfi þó við. „Hið sama á við um embættismenn sem slá í borðið og gera það sem rétt er og einstaklinga í samfélaginu sem sýna hugrekki. Þeir sem fara með straumnum gleymast með straumnum.“

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu með því að smella hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent