Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári

Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Auglýsing

Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, býst við að meginvextir Seðlabankans hækki í 2 prósent eftir að sóttvarnaraðgerðum á landamærunum verður aflétt. Samkvæmt honum gæti skammtímaverðbólga vaxið frekar hratt á fyrstu mánauðum ársins 2022, þar sem þensla gæti myndast í efnahagslífinu sem væri erfitt að stöðva.

Þetta segir Sigurður í nýjustu hagspá Hagfræðistofnunarinnar, sem birtist í síðasta tölublaði Vísbendingar, en þar fer hann yfir vænta þróun verðlags, gengis og atvinnuleysis á næstu mánuðum.

Enn lítil eftirspurn eftir krónum

Samkvæmt Sigurði hefur Seðlabankinn verið umsvifamikill á gjaldeyrismarkaði síðan í fyrrasumar, en veiking krónunnar hefur verið lítil síðan þá. Frá ágúst í fyrra til febrúarmánaðar keypti bankinn tæplega helming allra króna sem voru til sölu á gjaldeyrismarkaði. Í febrúar sagðist bankinn svo ætla að draga úr tíðni og umfangi reglubundinnar gjaldeyrissölu, en gæti látið til sín taka á gjaldeyrismarkaði ef hann telur þörf á því.

Auglýsing

Sigurður segir ekki víst hvort mikil stefnubreyting sé boðuð með þessari yfirlýsingu, þar sem almenn eftirspurn eftir krónum muni sennilega ekki aukast að neinu ráði fyrr en landið verði opnað aftur fyrir ferðamönnum.

Verðbólga gæti aukist aftur á næsta ári

Í hagspánni er búist við að ársverðbólga fari undir 4 prósenta mörkin í maí og lækki jafnt og þétt til ársloka. Þó segir Sigurður að miklar launahækkanir ýti verðlaginu upp, en vaxandi atvinnuleysi haldi aftur af verðhækkunum fram á sumar. Þegar landið opnast svo aftur fyrir ferðamönnum er svo búist við að krónan styrkist, sem dragi úr verðbólgu.

Hins vegar bætir Sigurður við að erfitt gæti verið að stöðva þensluna sem fer af stað þegar landið verður opnað. Skammtímaverðbólga gæti því vaxið frekar hratt á fyrstu mánuðum ársins 2022.

Náttúrulegt atvinnuleysi í nóvember

Spá Hagfræðistofnunar um þróun atvinnuleysis byggir á tölum Hagstofu. Sigurður bætir þó við að ljóst sé að Hagstofan hafi vanmetið skráð atvinnuleysi, þar sem illa gengur að ná í fólk sem hefur aðeins verið á landinu í skamma hríð. Aftur á móti segir Sigurður að Hagstofan noti sömu aðferðir og stuðst er við í flestum öðrum löndum og því sé rétt að styðjast við tölur hennar í alþjóðlegum samanburði.

Hagfræðistofnun gerir ráð fyrir auknu atvinnuleysi fram á vor, en að það minnki síðan hratt í sumar líkt og venjan er og minnki svo enn frekar eftir að ferðamenn taka aftur að streyma hingað. Ef spáin er rétt verður mælt atvinnuleysi komið niður fyrir fjögur prósent í nóvember á þessu ári, en það er stigið sem Hagfræðistofnun telur vera náttúrulegt atvinnuleysi hér á landi.

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent