Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt af sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.

Gylfi Zoega
Auglýsing

„Stjórnvöld, þ.e.a.s. ríkisstjórn og hinn nýji stóri seðlabanki, sem varð til með lögum um sameiningu FME og Seðlabankans nú í sumar, gætu tekið ákvarðanir á næstu árum sem stefna stöðugleika hagkerfisins í hættu. Til þess að hættuástand skapist þurfa margir þættir að breytast, enginn einn nægir.“ 

Þetta segir Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í grein sem birtist í nýjustu útgáfu Vísbendingar sem kom út í gær. 

Hann segir mikilvægt að stjórnvöld á hverjum tíma hafi hagsmuni allrar þjóðarinnar í huga þegar ákvarðanir eru teknar um þjóðhagsvarúð í efnahagsmálum. „Þetta þýðir að sem fæstir geti hagnast á gerðum sem stefna fjárhag annarra í hættu. Þess vegna eru varúðarreglur nauðsynlegar, svo að við endurtökum ekki leikinn frá því 2003-2007. Lánsfé er enn ódýrt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Vonandi munu stjórnvöld á komandi árum huga að þjóðarhag í stað þess að  hygla sér og sínum. Við skulum vona það besta en búa okkur undir það versta.“

Auglýsing
Í greininni segir Gylfi að á undanförnum tíu árum hafi gengið vel í efnahagsmálum hér á landi. Heppni, tilviljanir og ekki síst bætt hagstjórn hafa skilað betri árangri. „Verðbólga hefur verið lág, atvinnuleysi sömuleiðis, hagvöxtur myndarlegur og vextir sögulega mjög lágir. Afgangur hefur verið á viðskiptum við útlönd, eignastaða gagnvart útlöndum aldrei betri og gjaldeyrisforði meiri en 600 milljarðar króna.“

Það sé þó afar mikilvægt að stjórnvöld á hverjum tíma verji heildarhagsmuni en ekki sérhagsmuni  með því að setja almennar reglur sem koma í veg fyrir að sumir hagnist með því að setja aðra í hættu. „Einstakir aðilar í samfélaginu geta, svo nokkur dæmi séu tekin, haft hag af því að taka erlend lán til þess að kaupa hlutabréf, selja íslensk skuldabréf til erlendra fjárfesta sem vilja hagnast til skamms tíma, greiða bónusa í bönkum sem verðlauna fyrir mikinn fjölda nýrra útlána og láta banka og útlánasöfn vaxa hratt.  Ef ríkisstjórn og seðlabanki láta stjórnast af slíkum hagsmunum þá er voðinn vís.“

Gylfi segir að grundvöllur aðgerða sem gætu leitt af sér nýtt hættuástand sé sú trú, eða blekking, að áfallið 2008 stafaði einungis af hinni alþjóðlegu fjármálakreppu. Hérlendis hafi regluverk ekki verið í lagi og hagstjórnarmistök verið gerð ofan á annað sem átti sér stað á þessum árum. 

Gylfi telur svo upp þá atburði sem gætu framkallað nýtt fjármálahrun. Hann biður lesendur að prenta greinina út og setja X við þau atriði sem verða að veruleika. Ekki sé bráð hætta ef X-in verði eitt eða tvö en ef þeim fjölgi þá muni hættan á fjármálaáfalli aukast. 

Atriðin eru eftirfarandi: 

1. Eiginfjárkrafa banka lækkuð. [   ]

Rökstutt með því að verið sé að draga úr kostnaði við bankarekstur sem er satt en gerir bönkum einnig kleift að auka útlán meira og hraðar. Hröð aukning útlána myndi minnka gæði útlánasafna og aukar líkur á útlánatapi.                                                  

2. Slakað á takmörkunum á lánum í erlendri mynt til óvarinna innlendra aðila; fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga. [   ]

Rökstutt á þann hátt að einstök fyrirtæki og einstaklingar geti ávallt staðið í skilum ef gengi krónu fellur ef erlendu lánin eru ekki of hátt hlutfall af heildarskuldum en gleymist að lýsa áhrifum þess að allir taki slík lán. Þegar stór hluti fyrirtækja tekur lán verður það til þess að hækka gengi krónunnar sem skapar hvata fyrir enn fleiri að taka erlend lán. Þegar erlendir bankar og fjárfestar kippa síðar að sér hendinni og vilja fá endurgreitt þá fellur krónan og skuldir í krónum stökkbreytast, fyrirtæki verða tæknilega gjaldþrota.

3. Möguleikar annarra, sérstaklega lífeyrissjóða, til þess að keppa við bankana takmarkaðir. [   ]


Eykur hagnað banka á kostnað almennings. Erfitt að rökstyðja. En rökstuðningur verður án efa einhver.

4. Dregið úr takmörkunum á bónus greiðslum í bankakerfinu. [   ]

Rökstutt með því að annars verði grunnlaun of há og of litlir hvatar til góðrar frammistöðu. En bónus greiðslur verðlauna umsvif, t.d. mældum í umfangi nýrra útlána, og gæði útlánasafna eru því verri sem þau vaxa hraðar. Bankar verða brothættir við það að útlán vaxa hratt.

5. Fjármálaeftirlit, sem verður hluti af Seðlabankanum, verður skilningsríkt á þarfir og óskir  stjórnenda bankanna. [   ]

Fullyrt að fjármálaeftirlit sé gott. Í raun verður það stimpill sem segir að aðgerðir banka séu löglegar óháðar því hvort þær séu hættulegar fyrir fjármálakerfið. 

6. Fullyrt að fjármálastöðugleiki grundvallist á góðum hagnaði banka. [   ]

Hljómar vel en er hættulegt. Munið eftir miklum hagnaði gömlu bankanna fram að andláti. Það skiptir máli hvernig hagnaður verður til, hvort hann er búinn til af endurskoðendum eða hvort hann í raun eykur eigið fé.

Auglýsing

Peningastefna:

7. Hömlur á innflæði kviks fjármagns (sérstök bindiskylda) ekki virkjuð þegar innlend fjármálafyrirtæki byrja að selja skráð krónuskuldabréf til erlendra fjárfesta í miklu magni. [   ]

Réttlætt með því að frjálst flæði auki hagkvæmni og sé í samræmi við alþjóðlega samninga (ESB).  En innflæðið skekkir innleitt vaxtaróf og hækkar gengi. Tveir kostir eru í boði. Annars vegar að hafa sömu lágu vextina og á evrusvæðinu en vextir nálægt 0% myndu valda hækkun fasteigna- og hlutabréfaverðs og draga úr innlendum sparnaði. Hins vegar mætti halda vöxtum óbreyttum og láta gengi krónunnar hækka vegna vaxtamunarviðskipta, verð á innflutningi félli og viðskiptahalli myndaðist. Erlendir fjárfestar gætu síðar selt bréfin og krónan myndi þá falla skyndilega. Fjármálastöðugleika væri stefnt í hættu.

Til þess að bæta gráu ofan á svart:

8. Bankar seldir til pólitískt tengdra aðila í skuldsettri fléttu, a.m.k. einn ef ekki tveir. Það sem eftir situr í eigu ríkisins verður einnig undir stjórn pólitískt tengdra aðila. [   ]

Fullyrt að nýir eigendur séu ekki pólitískt tengdir þótt þeir séu það. Þessi síðasti liður myndi hella olíu á eldinn sem myndaðist í atriðum 1-7 hér að ofan vegna þess að stjórnvaldsaðgerðir tækju í meira mæli mið af sérhagsmunum þessara aðila en ekki þjóðhagsvarúð.

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent