Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík

Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.

Kísilverksmiðjan í Helguvík
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Auglýsing

Stakksberg ehf., félag í eigu Arion banka, vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Endurbæturnar eru í samræmi við skilyrði sem Umhverfisstofnun setti þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Félagið stefnir að því að reisa 52 metra háan skorstein sem draga á úr mengun frá verksmimðjunni, þar á meðal lyktarmengun.

Lokuð vegna mengunar

Kís­il­verið í Helgu­vík er fyrsta kís­­­il­­­málm­­­verk­­­smiðjan sem hefur verið gang­­­sett á Íslandi og fyrsti ljós­boga­ofn­inn í verk­smiðj­unni fór af stað 13. nóv­­­em­ber 2016. Fljót­­­lega fór að bera á mik­illi óánægju hjá íbúum í Reykja­­­nesbæ með mengun frá verk­smiðj­unn­i. Margir fundu fyrir tölu­verðum lík­­­am­­­legum ein­­­kennum vegna þessa og voru meðal ann­­ars haldnir fundir þar sem fólk deildi sögum sínum og kvart­aði undan meng­un­inn­i. 

Í apríl 2017 til­­­kynnti Umhverf­is­­­stofnun for­svar­s­­­mönn­um United Sil­icon ehf. að ekki yrði hjá því kom­ist að loka verk­smiðj­unni vegna meng­unar sem frá henni streymdi. Í kjöl­farið voru veittir frestir en starf­­­semin var end­an­­­lega stöðvuð 1. sept­­­em­ber 2017.

Auglýsing

United Silicon fór í kjölfarið í þrot en helsti kröfuhafi félagsins var Arion banki. Eftir gjaldþrotið tók félag í eigu bankans yfir kísilmálverksmiðjuna í Helguvík og lýsti því yfir að markmið þess væri að gera allar þær úrbætur sem nauð­­syn­­legar væru til að upp­­­fylla kröf­ur Um­hverf­is­stofn­un­ar, og koma verksmiðjunni aftur í gagnið.

Skorsteinn skilyrði Umhverfisstofnunar

Í nýrri fréttatilkynningu Stakksbergs segir að fyrirhugaðar endurbætur félagsins felast meðal annars í því að reisa 52 metra skorsteinn við hlið síuhúss verksmiðjunnar en skorsteininn var meðal þeirra skilyrða sem Umhverfisstofnun setti en óheim­ilt er að end­­­­ur­ræsa ofn verk­smiðj­unnar nema með skrif­­­­legri heim­ild frá stofn­un­inni. 

Samkvæmt tilkynningunni mun allur útblástur frá verksmiðjunni verða leiddur í gegnum síuhús þar sem ryk er síað frá áður en loftinu verður blásið upp um skorsteininn. Með nýja skorsteininum mun útblástursopið hækka um tæplega 21,5 metra auk þess að þrengjast verulega sem mun valda verulegri aukningu í útblásturshraða. Þá á þrengingin að valda því að styrkur mengunarefnanna þynnist út mun hraðar en áður. 

Verkfræðistofan Vatnaskil hefur unnið að mati á áhrif endurbótanna á loftgæðum fyrir Stakksberg og að þeirra mati munu þessar endurbætur draga verulega úr megnun frá verksmiðjunni. Þar á meðal lyktarmengun í nærliggjandi íbúabyggð. Í tilkynningu félagsins segir jafnframt að undirbúningur, hönnun og útfærsla endurbóta á verksmiðjunni sé 4,5 milljarða fjárfesting. 

Mikil and­staða á meðal íbúa

Mikil and­staða hefur byggst upp á meðal íbúa Reykja­nes­bæjar við frekari stór­iðju í Helgu­vík. Sú and­staða snýr bæði að end­ur­ræs­ingu kís­il­málm­vers Stakks­bergs og fyr­ir­hug­aðri verk­smiðju félags­ins Thorsil á svæð­inu. Vegna hennar hafa verið stofnuð félaga­sam­tökin „And­stæð­ingar stór­iðju í Helgu­vík“. 

Sam­tökin stóðu fyrir und­ir­skrifta­söfnun til að efna til bind­andi íbúa­kosn­inga vegna starf­semi Stakks­berg og Thorsil í Helgu­vík sem þau afhentu bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ár. Söfnunin var ekki samkvæmt reglum og því var ekki haldin kosning á grundvelli henna. Þá hafa samtökin falið lögmanni að óska eftir því við Umhverfisstofnun að starfsleyfi Stakksbergs verði afturkallað. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent