Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík

Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.

Kísilverksmiðjan í Helguvík
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Auglýsing

Stakks­berg ehf., félag í eigu Arion banka, vinn­ur nú að 4,5 millj­arða end­ur­bótum á kís­il­málm­verk­smiðj­unni í Helgu­vík. End­ur­bæt­urnar eru í sam­ræmi við skil­yrði sem Umhverf­is­stofnun setti þegar hún sam­þykkti úrbóta­á­ætlun fyrir verk­smiðj­una. Félagið stefnir að því að reisa 52 metra háan skor­stein sem draga á úr mengun frá verk­smimðj­unni, þar á meðal lykt­ar­meng­un.

Lokuð vegna meng­unar

Kís­­il­verið í Helg­u­vík er fyrsta kís­­­­il­­­­málm­­­­verk­­­­smiðjan sem hefur verið gang­­­­sett á Íslandi og fyrsti ljós­­boga­ofn­inn í verk­smiðj­unni fór af stað 13. nóv­­­­em­ber 2016. Fljót­­­­lega fór að bera á mik­illi óánægju hjá íbúum í Reykja­­­­nesbæ með mengun frá verk­smiðj­unn­i. Margir fundu fyrir tölu­verðum lík­­­­am­­­­legum ein­­­­kennum vegna þessa og voru meðal ann­­­ars haldnir fundir þar sem fólk deildi sögum sínum og kvart­aði undan meng­un­inn­i. 

Í apríl 2017 til­­­­kynnti Umhverf­is­­­­stofnun for­svar­s­­­­mönn­um United Sil­icon ehf. að ekki yrði hjá því kom­ist að loka verk­smiðj­unni vegna meng­unar sem frá henni streymdi. Í kjöl­farið voru veittir frestir en starf­­­­semin var end­an­­­­lega stöðvuð 1. sept­­­­em­ber 2017.

Auglýsing

United Sil­icon fór í kjöl­farið í þrot en helsti kröfu­hafi félags­ins var ­Arion banki. Eftir gjald­þrotið tók félag í eigu bank­ans yfir kís­il­mál­verk­smiðj­una í Helgu­vík og lýsti því yfir að mark­mið þess væri að gera allar þær úrbætur sem nauð­­­syn­­­legar væru til að upp­­­­­fylla kröf­ur Um­hverf­is­­stofn­un­­ar, og koma verk­smiðj­unni aftur í gagn­ið.

Skor­steinn skil­yrði Umhverf­is­stofn­unar

Í nýrri frétta­til­kynn­ingu Stakks­bergs segir að fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur félags­ins fel­ast meðal ann­ars í því að reisa 52 metra skor­steinn við hlið síu­húss verk­smiðj­unnar en skor­stein­inn var meðal þeirra skil­yrða sem Umhverf­is­stofnun setti en óheim­ilt er að end­­­­­ur­ræsa ofn verk­smiðj­unnar nema með skrif­­­­­legri heim­ild frá stofn­un­inn­i. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni mun allur útblástur frá verk­smiðj­unni verða leiddur í gegnum síu­hús þar sem ryk er síað frá áður en loft­inu verður blásið upp um skor­stein­inn. Með nýja skor­stein­inum mun útblást­ur­sopið hækka um tæp­lega 21,5 metra auk þess að þrengj­ast veru­lega sem mun valda veru­legri aukn­ingu í útblást­urs­hraða. Þá á þreng­ingin að valda því að styrkur meng­un­ar­efn­anna þynn­ist út mun hraðar en áður. 

Verk­fræði­stofan Vatna­skil hefur unnið að mati á áhrif end­ur­bót­anna á loft­gæðum fyrir Stakks­berg og að þeirra mati munu þessar end­ur­bætur draga veru­lega úr megnun frá verk­smiðj­unni. Þar á meðal lykt­ar­mengun í nær­liggj­andi íbúa­byggð. Í til­kynn­ingu félags­ins segir jafn­framt að und­ir­bún­ing­ur, hönnun og útfærsla end­ur­bóta á verk­smiðj­unni sé 4,5 millj­arða fjár­fest­ing. 

Mikil and­­staða á meðal íbúa

Mikil and­­staða hefur byggst upp á meðal íbúa Reykja­­nes­bæjar við frek­ari stór­iðju í Helg­u­vík. Sú and­­staða snýr bæði að end­­ur­ræs­ingu kís­­il­­málm­­vers Stakks­bergs og fyr­ir­hug­aðri verk­smiðju félags­­ins Thorsil á svæð­inu. Vegna hennar hafa verið stofnuð félaga­­sam­tökin „And­­stæð­ingar stór­iðju í Helg­u­vík­“. 

Sam­tökin stóðu fyrir und­ir­­skrifta­­söfnun til að efna til bind­andi íbú­a­­kosn­­inga vegna starf­­semi Stakks­berg og Thorsil í Helg­u­vík sem þau afhentu bæj­ar­yf­ir­völdum í Reykja­nesbæ í febr­úar á þessu ár. ­Söfn­unin var ekki sam­kvæmt reglum og því var ekki haldin kosn­ing á grund­velli henna. Þá hafa sam­tökin falið lög­manni að óska eftir því við Umhverf­is­stofnun að starfs­leyfi Stakks­bergs verði aft­ur­kall­að. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent