Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík

Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.

Kísilverksmiðjan í Helguvík
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Auglýsing

Stakks­berg ehf., félag í eigu Arion banka, vinn­ur nú að 4,5 millj­arða end­ur­bótum á kís­il­málm­verk­smiðj­unni í Helgu­vík. End­ur­bæt­urnar eru í sam­ræmi við skil­yrði sem Umhverf­is­stofnun setti þegar hún sam­þykkti úrbóta­á­ætlun fyrir verk­smiðj­una. Félagið stefnir að því að reisa 52 metra háan skor­stein sem draga á úr mengun frá verk­smimðj­unni, þar á meðal lykt­ar­meng­un.

Lokuð vegna meng­unar

Kís­­il­verið í Helg­u­vík er fyrsta kís­­­­il­­­­málm­­­­verk­­­­smiðjan sem hefur verið gang­­­­sett á Íslandi og fyrsti ljós­­boga­ofn­inn í verk­smiðj­unni fór af stað 13. nóv­­­­em­ber 2016. Fljót­­­­lega fór að bera á mik­illi óánægju hjá íbúum í Reykja­­­­nesbæ með mengun frá verk­smiðj­unn­i. Margir fundu fyrir tölu­verðum lík­­­­am­­­­legum ein­­­­kennum vegna þessa og voru meðal ann­­­ars haldnir fundir þar sem fólk deildi sögum sínum og kvart­aði undan meng­un­inn­i. 

Í apríl 2017 til­­­­kynnti Umhverf­is­­­­stofnun for­svar­s­­­­mönn­um United Sil­icon ehf. að ekki yrði hjá því kom­ist að loka verk­smiðj­unni vegna meng­unar sem frá henni streymdi. Í kjöl­farið voru veittir frestir en starf­­­­semin var end­an­­­­lega stöðvuð 1. sept­­­­em­ber 2017.

Auglýsing

United Sil­icon fór í kjöl­farið í þrot en helsti kröfu­hafi félags­ins var ­Arion banki. Eftir gjald­þrotið tók félag í eigu bank­ans yfir kís­il­mál­verk­smiðj­una í Helgu­vík og lýsti því yfir að mark­mið þess væri að gera allar þær úrbætur sem nauð­­­syn­­­legar væru til að upp­­­­­fylla kröf­ur Um­hverf­is­­stofn­un­­ar, og koma verk­smiðj­unni aftur í gagn­ið.

Skor­steinn skil­yrði Umhverf­is­stofn­unar

Í nýrri frétta­til­kynn­ingu Stakks­bergs segir að fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur félags­ins fel­ast meðal ann­ars í því að reisa 52 metra skor­steinn við hlið síu­húss verk­smiðj­unnar en skor­stein­inn var meðal þeirra skil­yrða sem Umhverf­is­stofnun setti en óheim­ilt er að end­­­­­ur­ræsa ofn verk­smiðj­unnar nema með skrif­­­­­legri heim­ild frá stofn­un­inn­i. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni mun allur útblástur frá verk­smiðj­unni verða leiddur í gegnum síu­hús þar sem ryk er síað frá áður en loft­inu verður blásið upp um skor­stein­inn. Með nýja skor­stein­inum mun útblást­ur­sopið hækka um tæp­lega 21,5 metra auk þess að þrengj­ast veru­lega sem mun valda veru­legri aukn­ingu í útblást­urs­hraða. Þá á þreng­ingin að valda því að styrkur meng­un­ar­efn­anna þynn­ist út mun hraðar en áður. 

Verk­fræði­stofan Vatna­skil hefur unnið að mati á áhrif end­ur­bót­anna á loft­gæðum fyrir Stakks­berg og að þeirra mati munu þessar end­ur­bætur draga veru­lega úr megnun frá verk­smiðj­unni. Þar á meðal lykt­ar­mengun í nær­liggj­andi íbúa­byggð. Í til­kynn­ingu félags­ins segir jafn­framt að und­ir­bún­ing­ur, hönnun og útfærsla end­ur­bóta á verk­smiðj­unni sé 4,5 millj­arða fjár­fest­ing. 

Mikil and­­staða á meðal íbúa

Mikil and­­staða hefur byggst upp á meðal íbúa Reykja­­nes­bæjar við frek­ari stór­iðju í Helg­u­vík. Sú and­­staða snýr bæði að end­­ur­ræs­ingu kís­­il­­málm­­vers Stakks­bergs og fyr­ir­hug­aðri verk­smiðju félags­­ins Thorsil á svæð­inu. Vegna hennar hafa verið stofnuð félaga­­sam­tökin „And­­stæð­ingar stór­iðju í Helg­u­vík­“. 

Sam­tökin stóðu fyrir und­ir­­skrifta­­söfnun til að efna til bind­andi íbú­a­­kosn­­inga vegna starf­­semi Stakks­berg og Thorsil í Helg­u­vík sem þau afhentu bæj­ar­yf­ir­völdum í Reykja­nesbæ í febr­úar á þessu ár. ­Söfn­unin var ekki sam­kvæmt reglum og því var ekki haldin kosn­ing á grund­velli henna. Þá hafa sam­tökin falið lög­manni að óska eftir því við Umhverf­is­stofnun að starfs­leyfi Stakks­bergs verði aft­ur­kall­að. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent