Arion banki vill selja verksmiðjuna í Helguvík „eins fljótt og kostur er“

Bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík, sem var upphaflega í eigu United Silicon, er 15,5 milljörðum krónum undir þeirri fjárfestingu sem þegar er búið að kosta til við uppbyggingu hennar. Arion banki ætlar sér að selja hana við fyrsta tækifæri.

Kísilver united silicon helguvík mynd: Skjáskot/Youtube
Auglýsing

Eignir Stakks­berg, félags­ins sem Arion banki stofn­aði utan um starf­semi kís­il­málm­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík, eru metnar á 6,5 millj­arða króna. Virði þeirra hækk­aði um 1,3 millj­arð króna í fyrra, en það var bók­fært á 5,2 millj­arða króna í árs­lok 2017. Skuldir þess eru eng­ar. Arion banki hyggst selja Stakks­berg eins fljótt og kostur er.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Arion banka fyrir árið 2018 sem birtur var fyrir helgi.

Sé bók­fært virði kís­il­málm­verk­smiðj­unnar end­an­legt virði hennar er ljóst að gríð­ar­legt tap hefur orðið á fjár­fest­ingum í henni. Í bréfi sem lög­maður Stakks­berg sendi til skipu­lags­stofn­unar í lok árs í fyrra kom fram að þegar unnin fjár­fest­ing í verk­smiðju Stakks­berg næmi „um 22 millj­örðum króna.“

Óvissa og ágrein­ingur við aðra kröfu­hafa

Eftir að United Sil­icon var lýst gjald­þrota þann 22. jan­úar í fyrra, vegna alvar­legra tækni­legra erf­ið­leika í rekstri sem lauk með því að tíma­bundið bann var lagt við starf­semi félags­ins, tók Arion banki, sem stærsti kröfu­hafi félags­ins, yfir eignir þess og færði inn í nýtt félag, áður­nefnt Stakks­berg. Í kjöl­far þess vann bank­inn að því að „draga úr óvissu varð­andi end­ur­gang­setn­ingu verk­smiðj­unn­ar, m.a. með því að fá starfs­leyfi rekstr­ar­ins yfir­færð til félags­ins, afla félag­inu nýs raf­orku­samn­ings og vinna að grunn verk­fræði­legri hönnun þeirra úrbóta sem nauð­syn­legt er að unnar séu í aðdrag­anda end­ur­gang­setn­ing­ar. Stakks­berg vinnur í dag að gerð nýs umhverf­is­mats fyrir verk­smiðj­una, sem miðar vel áfram, sem og að und­ir­bún­ingi að breyt­ingu á deiliskipu­lagi sem unnið verður í sam­vinnu við Reykja­nesbæ er nær dregur end­ur­gang­setn­ingu. Nið­ur­staða um hið síð­ar­nefnda er óviss á þessu stig­i.“Þegar ráðamenn þess tíma og forvígismenn United Silicon tóku skóflustungu að verksmiðjunni ríkti mikil bjartsýni. Hún hefur síðan snúist upp í martröð.

Í árs­reikn­ingi Arion banka kemur einnig fram fram að tveir óveð­tryggðir kröfu­hafar hafi mót­mælt því að bank­inn hafi leyst til sín allar eignir United Sil­icon við þrot félags­ins, þrátt fyrir að skipta­stjóri þrota­bús­ins hefði sam­þykkt veð­kröfur Arion banka. „Skipta­stjóri þrota­bús­ins hefur vísað ágrein­ingnum til Hér­aðs­dóms Reykja­ness. Bank­inn hefur farið yfir mót­mælin og hafnar þeim öll­um. Aðal­með­ferð máls­ins er áætluð í haust. Vakin er athygli á því að í samn­ingi milli bank­ans og þrota­bús­ins kemur fram að ef komi til þess að veð bank­ans verði dæmd ólög­mæt muni bank­inn end­ur­greiða þrota­bú­inu fjár­hæð ógiltra veð­skjala.“

Margir þegar tapað miklu

Arion banki hefur þegar afskrifað 4,8 millj­­­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins.

En fleiri hafa tapað stórum fjár­­­hæð­­­um. Frjálsi líf­eyr­is­­­­­­sjóð­­­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­­­ur­inn á í félag­inu um 100 pró­­­­­­sent. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­­­launa­­­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­­­manna (EF­Í­A). Þar nemur nið­­­­­­ur­­­­­­færslan einnig 100 pró­­­­­­sent­­­­­­um. Líf­eyr­is­­­­­­sjóð starfs­­­­­­manna Bún­­­­­­að­­­­­­ar­­­­­­banka Íslands (LS­BÍ) fjár­­­­­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­­­un­­­­­­ar­­­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­­­stöðvum hans í Borg­­­­­­ar­­­­­túni.

Þá setti líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­­­ur­inn Festa 875 millj­­­­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­­­­kvæmt var­úð­­­­­ar­n­ið­­­­­ur­­­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Mikil and­staða á meðal íbúa

Starf­­semi kís­­il­verk­smiðju United Sil­icon stöðvuð 1. sept­­em­ber í fyrra. eftir að Umhverf­is­­­­stofnun tók ákvörðun þess efn­­­­is. Óheim­ilt var að end­­­­ur­ræsa ofn verk­smiðj­unnar nema með skrif­­­­legri heim­ild frá stofn­un­inni að loknum full­nægj­andi end­­­­ur­­­­bótum og ítar­­­­legu mati á þeim. Það mat mun, líkt og áður sagði, taka allt að 20 mán­uði.

Auglýsing
Í bréfi sem Umhverf­is­­­­stofnun sendi til for­svar­s­­­­manna United Sil­icon föst­u­dag­inn 19. jan­úar 2018 kom fram að ráð­­­­ast þurfi í úrbætur sem kosta um þrjá millj­­­­arða króna áður en að verk­­­­smiðjan fær að fara í gang að nýju. Í kjöl­farið var tekin ákvörðun um að setja félagið í þrot og færa eignir hennar yfir til nýs félags í eigu Arion banka. Það hefur síðan það hlut­verk að gera verk­smiðj­una starf­hæfa og selja hana síð­an.

Mikil and­staða hefur byggst upp á meðal íbúa Reykja­nes­bæjar við frekarið stór­iðju í Helgu­vík. Sú and­staða snýr bæði að end­ur­ræs­ingu kís­il­málm­vers Stakks­bergs og fyr­ir­hug­aðri verk­smiðju félags­ins Thorsil á svæð­inu.

Vegna hennar hafa verið stofnuð félaga­sam­tökin „And­stæð­ingar stór­iðju í Helgu­vík“. Sam­tökin hafa staðið fyrir und­ir­skrifta­söfnun til að efna til bind­andi íbúa­kosn­inga vegna starf­semi Stakks­berg og Thorsil í Helgu­vík. Þau afhentu bæj­ar­yf­ir­völdum í Reykja­nesbæ und­ir­skrifta­lista 2.700 íbúa Reykja­nes­bæjar í vik­unni.

Sam­tökin vilja einnig að beiðni um breyt­ingar á deiliskipu­lagi í Helgu­vík verði hafnað og hafa falið lög­manni að óska eftir því við Umhverf­is­stofnun að starfs­leyfi Stakks­bergs verði aft­ur­kall­að.

Kostn­að­ur­inn nú þegar 22 millj­arðar

Kjarn­inn greindi frá því um miðjan des­em­ber síð­ast­lið­inn að Stakks­berg, og þar af leið­andi Arion banki, hafi ekki hug á því að beygja sig undir þessar ósk­ir. Þá var sagt frá því að Stakks­berg teldi að íbúa­kosn­ing um breyt­ingar á skipu­lagi á svæð­inu sem félagið hefur óskað eftir að láta vinna sé ekki lög­mæt.

Í bréfi sem félagið sendi Skipu­lags­stofn­un, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að „slíkar umsóknir verði að afgreiða á grund­velli lög­mætra og mál­efna­legra sjón­ar­miða en ekki í vin­sæld­ar­kosn­ing­u.“ Þar var verið að vísa í und­ir­skrifta­söfn­un­ina sem þá stóð yfir.

Í bréf­inu segir lög­maður Stakks­berg að þegar hafi verið fall­ist á starf­sem­ina sem hafi fengið öll leyfi og sé meðal ann­ars með gilt starfs­leyfi. „Verk­smiðjan hefur þegar verið byggð á lóð­inni fyrir um 22 millj­arða króna. Um er að ræða rétt­indi sem njóti verndar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis 72. gr. stjórn­ar­skrár­innar og atvinnu­rétt­indi sem njóti verndar 75. gr. stjórn­ar­skrár. Um slík rétt­indi verði ekki kosið í almennum kosn­ingum að mati Stakks­berg ehf.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar