Mynd: 123rf.com húsnæði
Mynd: 123rf.com

Lægstu verðtryggðu vextir nú 2,3 prósent – Hafa aldrei verið lægri

Mánaðarleg útlán lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna vegna íbúðarkaupa voru lægri í desember síðastliðnum en þau hafa verið í tæp þrjú ár. Í þeim mánuði tóku sjóðsfélagar í fyrsta sinn meira fé að láni óverðtryggt en verðtryggt. Lífeyrissjóðir bjóða nú upp á lægri verðtryggða vexti en nokkru sinni fyrr og verðbólga lækkaði milli mánaða.

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefur lækkað breyti­lega verð­tryggða vexti á íbúða­lánum sem sjóð­ur­inn veitir úr 2,36 pró­sentum í 2,30 pró­sent. Það eru lægstu vextir sem sjóð­ur­inn hefur nokkru sinni boðið upp á og lægstu íbúða­lána­vextir sem eru í boði á Íslandi í dag. Vext­irnir sem líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, sem er sá næst stærsti á land­inu, býður nú upp á eru umtals­vert lægri en þeir vextir sem voru í boði þegar hann hóf inn­reið sína inn á íbúða­lána­markað að nýju haustið 2015. Þá voru vext­irnir sem boðið var upp á 3,6 pró­sent. Þeir hafa því lækkað um 36 pró­sent síðan þá, en þeir taka breyt­ingum í hverjum mán­uði og eru alltaf 0,75 pró­sentu­stigum hærri en með­al­á­vöxtun síð­asta mán­aðar á ákveðnum flokki íbúða­lána­bréfa, HFF150434.

Verð­bólga lækk­aði á milli des­em­ber og jan­ú­ar­mán­aðar og er nú 3,4 pró­sent. Því hefur hagur við­skipta­vina Líf­eyr­is­sjóðs verlszun­ar­manna sem eru með breyti­leg verð­tryggð lán vænkast umtals­vert á síð­ustu vik­um. Vert er að taka fram að þorri íslenskra líf­eyr­is­sjóða bjóða ein­ungis upp á lán fyrir 70 pró­sent af fast­eigna­mati þeirrar eignar sem verið er að kaupa.

Á sama tíma eru lægstu sam­bæri­legur breyti­legu óverð­tryggðu vextir sem líf­eyr­is­sjóðir bjóða upp á 5,91 pró­sent hjá Gildi líf­eyr­is­sjóði. Birta líf­eyr­is­sjóður býður reyndar upp á lægri óverð­tryggða vexti, 5,60 pró­sent, en veð­hlut­fall á lánum þess sjóðs er 65 pró­sent.

Útlán helm­ing­ast á örfáum mán­uðum

Útlán líf­eyr­is­sjóð­anna til sjóðs­fé­laga vegna íbúð­ar­kaupa héldu áfram að drag­ast saman í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Þá voru ný útlán líf­eyr­is­sjóða sam­tals 5,1 millj­arður króna, sem tæp­lega helm­ingur þess sem þeir lán­uðu út í ágúst síð­ast­liðn­um, þegar útlán sjóð­anna í heild voru 10,2 millj­arðar króna. Í krónum talið náðu útlán líf­eyr­is­sjóða hámarki sínu í fyrra­sum­ar, en þeir komu aftur af fullum krafti inn á íbúða­lána­markað haustið 2015 þegar margir þeirra hækk­uðu veð­hlut­fall lána sinna, lækk­uðu vexti og lækk­uðu lán­töku­gjaldið hjá sér um allt að fjórð­ung. Síðan þá hafa þau dreg­ist hratt saman og hafa ekki verið lægri innan mán­aðar síðan í mars 2016. Ef miðað er við des­em­ber 2017 þá voru útlánin í saman mán­uði ári síðar um fjórum millj­örðum króna lægri.

Kjör á breytilegum verðtryggðum vextum raðað frá þeim skaplegustu til þeirra verstu.
Mynd: Skjáskot/Herborg.is

Auk mik­ils sam­dráttar í útlánum líf­eyr­is­sjóða urðu þau tíð­indi í des­em­ber 2018 að í fyrsta sinn frá end­ur­kom­unni haustið 2015 lán­uðu líf­eyr­is­sjóð­irnir meira í óverð­tryggðum lán­um, rúm­lega 3,1 millj­arða króna, en verð­tryggð­um, um tvo millj­arða króna.

Lán Íslend­inga að uppi­stöðu verð­tryggð

Þessi breyt­ing er áhuga­verð í ljósi þess að frá byrjun árs 2013 og fram á sama tíma árið 2018 voru 71 pró­sent allra nýrra íbúða­lána sem tekin voru hér­lendis verð­tryggð. Í októ­ber síð­ast­liðnum voru 77 pró­sent heild­ar­skulda heim­ila verð­tryggð­ar. Með öðrum orðum hafa Íslend­ingar fremur kosið að taka verð­tryggð lán en þau óverð­tryggðu sem hafa verið í boði hér­lend­is, fyrst og fremst vegna þess að þau hafa verið hag­stæð­ari á und­an­förnum árum.

Ástæð­una í sam­drætt­inum í töku verð­tryggðra lána má rekja til tveggja þátta: í fyrsta lagi hefur fast­eigna­mark­aður kælst tölu­vert eftir for­dæma­lausar hækk­anir á und­an­förnum árum þar sem íbúða­verð í krónum talið hefur til að mynda hækkað um 105 pró­sent frá byrjun árs 2011 og fram í des­em­ber 2018, eða á átta árum.

Hin ástæðan er sú að verð­bólgan hækk­aði umtals­vert á síð­ari hluta árs 2018 eftir að hafa verið undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands (2,5 pró­sent) síðan í febr­úar 2014. Hún fór frá því að vera tvö pró­sent í lok maí 2018 í að vera 3,7 pró­sent í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

slend­ing­ar, sem eru margir hverjir ansi brenndir af áhrifum verð­bólgu á verð­tryggð íbúða­lán þeirra, sér­stak­lega í kjöl­far hruns­ins þegar verð­bólga fór í 18,6 pró­sent í byrjun árs 2009, virð­ast sumir hverjir hafa ákveðið að bregð­ast við þessum aðstæðum með því að færa sig yfir í óverð­tryggð lán eða halda að sér höndum á fast­eigna­mark­aði á meðan að verð­bólgan væri að aukast.

Hún dróst síðan saman milli des­em­ber og jan­úar og er nú 3,4 pró­sent.

Þarf að hækka vexti umtals­vert til að ná arð­semi

Lán­veit­endur hafa brugð­ist við þessu ástandi líka, og skýrir það að ein­hverju leyti sam­drátt í heild­ar­út­lán­um. Þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og nú síð­­­ast Gildi Líf­eyr­is­­sjóður hafa nú allir lækkað veð­hlut­fall sjóðs­­fé­lags­lána sinna úr 75 í 70 pró­­sent. Það gerir það að verkum að færri sjóðs­fé­lagar en áður geta tekið slík lán. Þetta var meðal ann­ars gert með var­úð­ar­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi vegna mik­illa verð­hækk­ana á und­an­förnum árum.

Breyti­leg vaxta­kjör líf­eyr­is­sjóð­anna hafa hins vegar verið að batnað á und­an­förnum á meðan að íslensku við­skipta­bank­arn­ir, sem hafa ekki verið sam­keppn­is­hæfir í vaxta­kjörum, hafa annað hvort staðið í stað eða hækk­að.

Íslensku við­skipta­bank­arnir hafa lengi kvartað undan því að þeir séu ekki sam­keppn­is­hæfir við líf­eyr­is­sjóð­ina, meðal ann­ars vegna þeirra sér­tæku banka­skatta sem þeir þurfa að borga en líf­eyr­is­sjóð­irnir ekki. Þessi afstaða krist­all­að­ist mjög vel í orðum Hösk­uldar H. Ólafs­son­ar, banka­stjóra Arion banka, þegar sá banki birti von­brigða­upp­gjör vegna árs­ins 2018 í vik­unni. Í til­kynn­ingu var haft eftir honum að eitt helsta verk­efni þessa árs væri að auka arð­semi í rekstri bank­ans. „Það er engu síður ljóst að það er erfitt verk­efni að ná við­un­andi arð­semi án umtals­verðra hækk­ana á útlána­vöxtum þegar rík­is­valdið við­heldur ofur­sköttum á banka­kerfið og eft­ir­lits­að­ilar bæta við eig­in­fjár­kröfum og öðrum álög­um.“

Með öðrum orðum eru hækk­anir á vöxtum útlána framundan að óbreyttu.

Þessi þróun var farin að sjást í fyrra. Fastir vextir til nokk­urra ára á óverð­tryggðum íbúða­lánum hjá íslensku við­skipta­bönk­unum hækk­uðu mjög skarp á árinu 2018. Með því eru bank­arnir að verja sig fyrir mögu­legu tapi ef verð­bólgan myndi hækka mikið á sama tíma og fleiri við­skipta­vinir hefðu valið að kaupa sér vörn gegn slíkri hækkun með því að binda sig inni í föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára.

Óverðtryggðir fastir vextir sem í boði eru, raðað frá þeim ódýrustu til þeirra dýrustu.
Mynd: Skjáskot/Herborg.is

Sama á raunar við líf­eyr­is­sjóð­ina sem bjóða upp á fasta óverð­tryggða vexti. Nú eru ódýr­ustu slíkir 6,24 pró­sent, hjá Frjálsa líf­eyr­is­sjóðnum til þriggja ára, en þeir dýr­ustu eru 7,28 pró­sent, hjá Arion banka til fimm ára.

Þess má geta að Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn er rek­inn af Arion banka og er til húsa í höf­uð­stöðvum bank­ans í Borg­ar­túni. Þá sinna ráð­gjafar í úti­búum Arion banka í Borg­ar­túni, Bílds­höfða og Smára­túni afgreiðslu lána fyrir Frjálsa líf­eyr­is­sjóð­inn.

Þeir sem eiga minnst þurfa að taka verstu lánin

Það er þó ákveð­inn kúnna­hópur sem við­skipta­bank­arnir sitja einir að, þeir sem þurfa að fá yfir 70-75 pró­sent af fast­eigna­mati íbúðar að láni. Sá hóp­ur, sem á minnst eigið fé og inni­heldur meðal ann­ars stóran hluta fyrstu íbúð­ar­kaup­enda, þarf að taka miklu dýr­ari lán en hinir sem eiga meira og geta fjár­magnað sig hjá líf­eyr­is­sjóð­unum á sögu­lega lágum vöxt­um.

Líkt og áður sagði er hægt að fá 2,30 pró­sent verð­tryggða breyti­lega vexti hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna og 70 pró­sent veð­hlut­fall. Hjá Lands­bank­an­um, þeim við­skipta­banka sem býður íbúða­lána­tökum upp á skap­leg­ustu kjörin sem bankar bjóða upp á, þurfa við­skipta­vinir að greiða 3,55 pró­sent verð­tryggða breyti­lega vexti fyrir 70 pró­sent lán. Það er um 54 pró­sent hærri vextir en hag­kvæm­ustu vextir sem líf­eyr­is­sjóð­irnir bjóða. Ef við­kom­andi þarf líka að taka 15 pró­sent við­bót­ar­lán þurfa þeir að taka það óverð­tryggt og borga vexti upp á sjö pró­sent.

Dýr­ustu verð­tryggðu breyti­legu lánin eru hjá Arion banka, þar sem hægt er að fá lánað upp að 80 pró­sent af kaup­verði á 3,89 pró­sent verð­tryggðu breyti­legu grunn­láni og við­bót­ar­láni á sama formi með 4,99 pró­sent vöxt­um. Þegar bæði lánin eru lögð saman skilar það breyti­legum vöxtum upp á 4,22 pró­sent verð­tryggt, sam­kvæmt útreikn­ingum heima­síð­unnar Her­borg.is, sem ber saman þau kjör sem bjóð­ast á íbúða­lána­mark­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar