Afnám tekjutengingar kosti ríkissjóð allt að 100 milljarða króna

Fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar segir að byrði lífeyriskerfisins á ríkissjóð myndi aukast verulega frá því sem er ef hætt yrði að tekjutengja lífeyri almannatrygginga.

Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Auglýsing

Rík­is­sjóður hefði getað þurft að greiða allt að hund­rað millj­arða króna auka­lega árið 2019 ef elli­líf­eyr­is­greiðslur voru ekki tekju­tengd­ar. Þetta eru nið­ur­stöður Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, stærð­fræð­ings, fyrrum fjár­mála­ráð­herra og stofn­anda Við­reisn­ar, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn.

Í betri stöðu en flestar vest­rænar þjóðir

Í grein Bene­dikts, sem byggir á skýrslu Talna­könn­unar fyrir Birtu líf­eyr­is­sjóð um stöðu og fram­tíð líf­eyr­is­kerf­is­ins, kemur fram að hlut­fall líf­eyr­is­greiðslna frá Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins (TR) af lands­fram­leiðslu hafi auk­ist um helm­ing frá árinu 2008. Á sama tíma hafi líf­eyr­is­rétt­indi þeirra sem eru að fara á eft­ir­laun batnað jafnt og þétt.

Bene­dikt segir þó að hlut­fallið lækki á næstu árum og ára­tugum ef reglur um líf­eyr­is­greiðslur hald­ist óbreytt­ar, þar sem líf­eyr­is­sparn­aður eykst. „Gangi þetta eftir mun því ekki bara hagur aldr­aðra batna á kom­andi ára­tugum heldur mun líka draga úr útgjöldum rík­is­ins til þessa mála­flokks,” bætir hann við.

Auglýsing

Þessi nið­ur­staða bendir til þess að Íslend­ingar séu í mun betri stöðu en flestar vest­rænar þjóð­ir, að mati Bene­dikts. Hann segir þó að það myndi hafa mjög mikil áhrif ef hætt yrði að tekju­tengja líf­eyri frá almanna­trygg­ing­um.

Allt að tvö­falt meiri greiðslu­byrði

Sam­kvæmt honum voru heild­ar­líf­eyr­is­greiðslur frá TR vegna elli­líf­eyris um 80 millj­arðar króna árið 2019. Ef miðað væri við að allir fengju hæstu greiðsl­ur, sem þá voru um 3,8 millj­ónir króna á ári fyrir ein­stæð­inga og 3,2 millj­ónir króna á ári fyrir sam­búð­ar­fólk, myndi sú upp­hæð nema 160 millj­örðum króna. Fengju allir hærri fjár­hæð­ina hefðu greiðsl­urnar orðið 180 millj­arðar króna.

Bene­dikt segir að gjarnan sé vitnað í erlend líf­eyr­is­kerfi þegar rætt er um það hvort líf­eyr­is­greiðslur eigi að koma fyrst og fremst frá Trygg­inga­stofnun eða frá líf­eyr­is­sjóð­um. Sam­kvæmt honum eru líf­eyr­is­kerfi þó marg­vís­leg eftir löndum og ekki auð­velt að bera þau saman nema að horft sé á þau heild­stætt, þar sem tekið er til­lit til sam­spils við skatt­kerf­ið.

„Skylt er að geta þess að sumir tala um að breyta líf­eyr­inum aftur í fyrra horf, þar sem allir fá fasta krónu­tölu, til dæmis 50 þús­und krón­ur,” segir Bene­dikt. “Slík ráð­stöfun myndi annað hvort skerða líf­eyri þeirra sem minnstar tekjur hafa, ef heild­ar­út­gjöld til mála­flokks­ins yrðu óbreytt, eða auka útgjöld rík­is­ins og skatt­byrði lands­manna.”

Hægt er að lesa grein Bene­dikts í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent