Afnám tekjutengingar kosti ríkissjóð allt að 100 milljarða króna

Fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar segir að byrði lífeyriskerfisins á ríkissjóð myndi aukast verulega frá því sem er ef hætt yrði að tekjutengja lífeyri almannatrygginga.

Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Auglýsing

Rík­is­sjóður hefði getað þurft að greiða allt að hund­rað millj­arða króna auka­lega árið 2019 ef elli­líf­eyr­is­greiðslur voru ekki tekju­tengd­ar. Þetta eru nið­ur­stöður Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, stærð­fræð­ings, fyrrum fjár­mála­ráð­herra og stofn­anda Við­reisn­ar, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn.

Í betri stöðu en flestar vest­rænar þjóðir

Í grein Bene­dikts, sem byggir á skýrslu Talna­könn­unar fyrir Birtu líf­eyr­is­sjóð um stöðu og fram­tíð líf­eyr­is­kerf­is­ins, kemur fram að hlut­fall líf­eyr­is­greiðslna frá Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins (TR) af lands­fram­leiðslu hafi auk­ist um helm­ing frá árinu 2008. Á sama tíma hafi líf­eyr­is­rétt­indi þeirra sem eru að fara á eft­ir­laun batnað jafnt og þétt.

Bene­dikt segir þó að hlut­fallið lækki á næstu árum og ára­tugum ef reglur um líf­eyr­is­greiðslur hald­ist óbreytt­ar, þar sem líf­eyr­is­sparn­aður eykst. „Gangi þetta eftir mun því ekki bara hagur aldr­aðra batna á kom­andi ára­tugum heldur mun líka draga úr útgjöldum rík­is­ins til þessa mála­flokks,” bætir hann við.

Auglýsing

Þessi nið­ur­staða bendir til þess að Íslend­ingar séu í mun betri stöðu en flestar vest­rænar þjóð­ir, að mati Bene­dikts. Hann segir þó að það myndi hafa mjög mikil áhrif ef hætt yrði að tekju­tengja líf­eyri frá almanna­trygg­ing­um.

Allt að tvö­falt meiri greiðslu­byrði

Sam­kvæmt honum voru heild­ar­líf­eyr­is­greiðslur frá TR vegna elli­líf­eyris um 80 millj­arðar króna árið 2019. Ef miðað væri við að allir fengju hæstu greiðsl­ur, sem þá voru um 3,8 millj­ónir króna á ári fyrir ein­stæð­inga og 3,2 millj­ónir króna á ári fyrir sam­búð­ar­fólk, myndi sú upp­hæð nema 160 millj­örðum króna. Fengju allir hærri fjár­hæð­ina hefðu greiðsl­urnar orðið 180 millj­arðar króna.

Bene­dikt segir að gjarnan sé vitnað í erlend líf­eyr­is­kerfi þegar rætt er um það hvort líf­eyr­is­greiðslur eigi að koma fyrst og fremst frá Trygg­inga­stofnun eða frá líf­eyr­is­sjóð­um. Sam­kvæmt honum eru líf­eyr­is­kerfi þó marg­vís­leg eftir löndum og ekki auð­velt að bera þau saman nema að horft sé á þau heild­stætt, þar sem tekið er til­lit til sam­spils við skatt­kerf­ið.

„Skylt er að geta þess að sumir tala um að breyta líf­eyr­inum aftur í fyrra horf, þar sem allir fá fasta krónu­tölu, til dæmis 50 þús­und krón­ur,” segir Bene­dikt. “Slík ráð­stöfun myndi annað hvort skerða líf­eyri þeirra sem minnstar tekjur hafa, ef heild­ar­út­gjöld til mála­flokks­ins yrðu óbreytt, eða auka útgjöld rík­is­ins og skatt­byrði lands­manna.”

Hægt er að lesa grein Bene­dikts í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent