Trúnaðarráð harmar brotthvarf Sólveigar Önnu og kosningu nýs formanns flýtt

Trúnaðarráð Eflingar, sem fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli félagsfunda, hefur mælst til þess að stjórnarkosningu í Eflingu verði flýtt. Í ályktun ráðsins segir að í „formannstíð Sólveigar Önnu hefur þjónusta félagsins tekið miklum framförum.“

Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Auglýsing

Næsta stjórn­ar­kosn­ing í Efl­ingu, þar með talin kosn­ing nýs for­manns, hefur verið flýtt og mun fara fram fyrir 15. febr­úar næst­kom­andi. Sam­kvæmt lögum félags­ins þarf kosn­ingin að fara fram fyrir lok mars en trún­að­ar­ráð Efl­ingar ákvað í gær, í ljósi aðstæðna, að halda bæði stjórn­ar­kosn­ingu og aðal­fund eins fljótt og auð­ið.

Í ályktun sem sam­þykkt var á fundið trún­að­ar­ráðs í gær er, líkt og áður sagði, mælst til þess að kosn­ing stjórnar fari fram fyrir 15. febr­úar næst­kom­andi og að aðal­fundur verði hald­inn fyrir 15. mar­s. 

Frá­far­andi for­manni þakkað

Á fund­inum í gær var einnig sam­þykkt ályktun um frá­far­andi for­mann, Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, sem sagði af sér í síð­ustu viku. Í henni segir að Sól­veig Anna hafi gefið „fyr­ir­heit um breyt­ingar í Efl­ingu í kosn­inga­bar­áttu vorið 2018. Við þau fyr­ir­heit hefur hún stað­ið. Í for­mann­s­tíð Sól­veigar Önnu hefur þjón­usta félags­ins tekið miklum fram­för­um.

Auglýsing
Mikilvægust er þó umbreyt­ing félags­ins yfir í bar­áttu­sam­tök. Með því að virkja félags­fólk til þátt­töku í verk­falls­að­gerð­um, samn­inga­nefnd­um, fjölda­fundum og opin­berum mál­flutn­ingi hefur félagið tekið algjörum stakka­skipt­um.

Sól­veig Anna sýndi að Efl­ing gæti ekki aðeins leitt end­ur­nýj­aða bar­áttu verka- og lág­launa­fólks heldur náð raun­veru­legum árangri í þeirri bar­áttu. Þetta er ræki­lega stað­fest í tölum yfir launa­þróun síð­ustu ára.“

Trún­að­ar­ráðið þakkar Sól­veigu Önnu „fyrir linnu­lausa bar­áttu hennar fyrir hags­munum Efl­ing­ar­fé­laga og harmar brott­hvarf henn­ar.“

Trún­að­ar­ráð Efl­ingar fer með æðsta vald í mál­efnum félags­ins milli félags­funda sé ekki ann­ars getið í lögum þess. Trún­að­ar­ráðið skipa stjórn félags­ins ásamt 115 full­trúum félags­manna. Full­skipað trún­að­ar­ráð er 130 manns. 

Ekki búin að ákveða hvort hún bjóði sig aftur fram

Í við­tali við Kjarn­ann um síð­ustu helgi sagð­ist Sól­veig Anna ekki vera búin að ákveða hvort hún muni bjóða sig aftur fram til for­manns Efl­ing­ar. 

Hún skilji þó að það séu bolla­­legg­ingar um hvort hún muni fara aftur fram í kom­andi for­­manns­­kosn­­ingum í Efl­ingu, sem þurfa að fara fram fyrir lok mars á næsta ári. „Ég hef fengið gríð­­ar­­legt magn af skila­­boðum frá alls­­konar fólki sem lýsir yfir upp­­­námi yfir því að þetta sé að ger­­ast og inn­­takið í þessum skila­­boðum frá félags­­­fólki Efl­ingar er ein­beitt ósk um að þetta megi ekki vera að ger­­ast. Það er ekki vegna þess að þeim finnst ég svo skemmti­­leg mann­eskja, heldur út af þeim árangri sem hefur náðst. Og vegna þess að það fólk sem ég hef unnið með, til dæmis í samn­inga­­nefnd­um, veit að ég gefst ekki upp. Ég segi alltaf satt og rétt frá og leita alltaf eftir lýð­ræð­is­­legu umboði fyrir því sem ég geri og hef reynt að vera alltaf til staðar fyrir félags­­­fólk. En ég lít svo á núna að ég geti ekki hugsað lengra fram í tím­ann en einn dag í einu núna. Ég er bara þar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent