Segir baráttu um umhverfisrask virkjana háða í skotgröfum

Mikilvægt er að verðmeta umhverfisáhrif fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda svo orkufyrirtæki greiði meira fyrir þær framkvæmdir sem valda miklu raski, að mati forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Urriðafoss í Þjórsá.
Urriðafoss í Þjórsá.
Auglýsing

Tjón af umhverf­is­raski vegna virkj­ana­fram­kvæmda ætti að leiða til útgjalda hjá fjár­fest­um, sem hægt væri að áætla með hag­rænu umhverf­is­mati. Þetta skrifar Sig­urður Jóhann­es­son, for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem birt­ist á föstu­dag­inn.

Í grein sinni fer Sig­urður yfir þær athuga­semdir sem eft­ir­lits­stofnun EFTA hefur gert við til­högun virkj­ana á Íslandi til að styðja við sam­keppni á orku­mark­aðn­um. Brugð­ist hefur verið við margar slíkra athuga­semda, til dæmis borga orku­fyr­ir­tæki skatta eins og önnur fyr­ir­tæki hér­lend­is, auk þess sem færri skuldir þeirra eru tryggðar með rík­is­á­byrgð.

Hins vegar hefur ekki verið brugð­ist við athuga­semdum stofn­un­ar­innar um að færa umhverf­is­á­hrif virkj­ana til gjalda hjá orku­fyr­ir­tækj­um. Sam­kvæmt Sig­urði er bar­áttan um umhverf­is­á­hrifin háð í skot­gröfum hér á landi, þar sem fólk sé annað hvort með virkj­unum eða á móti þeim vegna rasks­ins sem þær valda.

Auglýsing

Gall­aðar aðferðir í ramma­á­ætlun

Sig­urður gagn­rýnir þær aðferðir sem hafa verið not­aðar til að meta umhverf­is­á­hrif mögu­legra virkj­ana í ramma­á­ætl­un, en þar ræður sér­stök ein­kunna­gjöf því hvort raskið sé talið nógu lítið til þess að rétt sé að leyfa fram­kvæmd­ir. Sem dæmi um galla slíkrar ein­kunn­ar­gjafar nefnir hann afdrif Urriða­foss­virkj­unar í Þjórsá, en hún var sett í nýt­inga­flokk þar sem ein­kunna­gjöfin í ramma­á­ætlun benti til þess að virkj­unin hefði lítil umhverf­is­á­hrif.

Hins vegar hafi fag­hóp­arnir sem gáfu ein­kunn­ina bent á í umsögnun sínum að laxa­stofn­inn í ánni hefði sér­stöðu á heims­vísu sem end­ur­speglist ekki í heild­ar­ein­kun­inni, þar sem fiska­líf hefur ekki stórt vægi í henni.

Sam­kvæmt ein­kunn­ar­gjöf­inni er Urriða­foss­virkjun sú virkjun sem veldur næst­minnstum umhverf­is­á­hrifum af þeim 26 virkj­un­ar­kostum sem eru skoð­að­ar. Hins veg­ar, sam­kvæmt fag­hópnum sem gaf þessa ein­kunn, gefur ein­kunna­gjöfin „engan veg­inn rétta mynd af þeim verð­mætum sem hér eru í húfi með til­liti til laxa­stofns­ins.“ Því hefur virkj­unin verið sett í bið­flokk, þar sem lítið traust var á ein­kunn­ar­gjöf­inni.

Hag­rænt umhverf­is­mat

Hægt væri að koma í veg fyrir slíkt ósam­ræmi með svoköll­uðu hag­rænu umhverf­is­mati, sam­kvæmt Sig­urði. Í slíku mati séu engin mörk á vægi ein­stakra þátta, allt fari eftir smekk hvers svar­anda.

Hag­ræna umhverf­is­matið er byggt á greiðslu­vilja fólks til að koma í veg fyrir umhverf­is­raskið sem virkj­un­inni fylg­ir. Hag­fræð­ing­arnir Ágúst Arn­órs­son og Kristín Eiríks­dóttir hjá Hag­fræði­stofnun HÍ útbjuggu slíkt mat fyrir Urriða­foss­virkjun með skoð­ana­könnun fólks sem var á tölvu­póst­lista Mask­ínu, en þar var fólk spurt hversu mikið það væri til­búið að borga meira fyrir raf­magnið sitt í hverjum mán­uði til að greiða fyrir vernd­ar­að­gerðir gegn áhrifum virkj­un­ar­inn­ar.

Út frá svörum frá þess­ari skoð­ana­könnun var hægt að meta hversu mik­ils virði umhverf­is­á­hrifin af virkj­un­inni eru í augum hins almenna Íslend­ings, en sam­kvæmt þeim nið­ur­stöðum væri áhrifin metin á 30 millj­arða króna. Ef virkj­ana­að­il­arnir þyrftu að greiða þessa upp­hæð til að ráð­ast í virkj­un­ina myndi heild­ar­kostn­að­ur­inn vegna hennar aukast um 60 pró­sent.

Sig­urður segir það vera eðli­legt að að láta orku­fyr­ir­tækin greiða fyrir umhverf­is­á­hrif virkj­an­anna sem þau byggja. Gjaldið gæti svo runnið í rík­is­sjóð, en einnig mætti dreifa því beint til lands­manna. Sam­kvæmt honum er slík gjald­taka mik­il­væg, þar sem þá sé end­an­lega tryggt að raskið hafi áhrif á ákvörðun um fram­kvæmd­ina, rétt eins og annar kostn­aður við hana.

Hægt er að lesa grein Sig­urðar í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent