Segir ráðningu seðlabankastjóra hafa verið „eins og möndluleikur í jólaboði“

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði segir að stjórnmál og persónuleg tengsl hafi ráðið því hver sé ráðinn seðlabankastjóri. Stofnunin sé einfaldlega of mikilvæg pólitískt til að hæfasta fólkið sé leitað upp í störfin.

Gylfi Zoega Seðlabanki
Auglýsing

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, telur að að afleið­ing þess að sam­eina Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið sé ekki víst að leiða af sér ávinn­ing, meðal ann­ars vegna þess að freistni­vandi muni skap­ast hjá stjórn­mála­mönnum til þess að láta póli­tík og per­sónu­lega holl­ustu ráða við val á yfir­mönnum frekar en fag­leg sjón­ar­mið.

Í grein sem hann skrif­aði í síð­ustu Vís­bend­ingu segir hann að sá ávinn­ingur sem stefnt sé að, og snýr meðal ann­ars að auk­inni skil­virkni, skýr­leika ábyrgðar og bættri stjórn­sýslu við ákvörð­un­ar­töku myndi kannski eiga verða í „full­komnum heimi en í þeim heimi sem við búum í getur afleið­ingin orðið þver­öf­ug.“

Við sam­ein­ing­una mun stjórn­endum hins nýja Seðla­banka Íslands fjölga og stoðir í starf­semi hans verða þrjár: pen­inga­stefna, fjár­mála­stöð­ug­leika og fjár­mála­eft­ir­lit.

Auglýsing
For­sæt­is­ráð­herra mun skipa aðalseðla­­banka­­stjóra til fimm ára í senn, að hámarki þó tvisvar sinn­­um. Þá skipar hann einnig þann vara­seðla­banka­stjóra sem leiðir mál­efni er varða pen­inga­stefnu en hinir tveir verða skip­aðir eftir til­­­nefn­ingu fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Sá sem hreppir möndl­una talin hæf­astur

Gylfi telur til nokkur rök fyrir afstöðu sinni. Það sé til að mynda lík­legt að að póli­tísk áhrif á stjórn hins nýja seðla­banka verði meiri ein­fald­lega vegna þess hversu öflug stofn­unin verður og hversu áhrifa hennar mun gæta víða. „Stofnun sem setur reglur á fjár­mála­mark­aði, hefur eft­ir­lit með hegðun fyr­ir­tækja á mark­aði og getur farið inn í rekstur fjár­mála­stofn­ana ef henni finnst rekstur of áhættu­samur og þar að auki ákveðið vexti, bindi­skyldu og haft mikil áhrif á gengi gjald­mið­ils í gegnum kaup og sölu á gjald­eyri gæti þannig ein­fald­lega verið of stór og valda­mikil til þess að stjórn­mála­menn, þ.e.a.s. þeir sem eru í rík­is­stjórn á hverjum tíma, geti látið fag­leg sjón­ar­mið ráða við val á yfir­mönn­um. Póli­tísk og per­sónu­leg holl­usta mun skipta enn meira máli en áður. Sjálf­stæði starf­sem­innar væri þá ógn­að.“

Að mati Gylfa hefur hingað til verið nógu erfitt að ráða seðla­banka­stjóra á fag­legum nót­um. „Þess í stað hefur ráðn­ing­ar­ferlið yfir­leitt verið eins og möndlu­leikur í jóla­boði þar sem t.d. 16 sækja um og einn hreppir möndl­una sem hús­móð­irin ein veit hvar er, umsóknir eru metnar á þann hátt að sá sem möndl­una hreppir er tal­inn hæf­ast­ur. Stjórn­mál og per­sónu­leg tengsl ráða, stofn­unin er ein­fald­lega, jafn­vel fyrir sam­ein­ingu, of mik­il­væg póli­tískt til þess að reynt sé að leita uppi hæf­asta fólkið í störfin þótt afleið­ingar mis­taka í stjórn stofn­unar fyrir sam­fé­lagið geti verið og hafi stundum reynzt hörmu­leg­ar, t.d. fyrir hrun.“

Gylfi bendir á að afskipti hins nýja Seðla­banka af hegðun fjár­mála­fyr­ir­tækja á mark­aði geti valdið deilum við stjórn­endur fyr­ir­tækj­anna og einnig stjórn­mála­öfl. „Reyndar er næsta víst að slíkt mun ger­ast á ein­hverjum tíma­punkti. Í litlu sam­fé­lagi er til­hneig­ing til þess að slík deilu­mál verði per­sónu­leg[...]Mi­s­tök við afskipti af fjár­mála­stofn­unum og einnig óvin­sælar en rétt­læt­an­legar aðgerðir sem bitna á hagn­aði fjár­mála­stofn­ana geta þannig veikt þann hluta hins nýja seðla­banka sem sinnir hefð­bund­inni stjórn pen­inga­mála.“

Nýr seðla­banka­stjóri í sumar

Nýr seðla­banka­stjóri verður skip­aður í sum­ar, en Már Guð­munds­son lýkur seinna fimm ára skip­un­ar­tíma­bili sínu í ágúst næst­kom­andi, og má sam­kvæmt lögum ekki sækja um aft­ur.

Alls sóttu 16 manns um stöð­una. Hægt er að sjá lista yfir þá umsækj­endur hér.

Í vik­unni skip­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra þriggja manna hæf­is­­nefnd til að meta hæfni þeirra umsækj­enda sem sótt hafa um emb­ætti seðla­­banka­­stjóra.

Auglýsing
For­maður nefnd­­ar­innar verður Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­sviðs Seðla­­banka Íslands, sem skipuð er án til­­­nefn­ingar og er jafn­­framt for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar. Sig­ríður sat einnig í rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­­mik­illi skýrslu í apríl 2010.

Með henni í nefnd­inni verða Eyjólfur Guð­­munds­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­nefndur af sam­­starfs­­nefnd háskóla­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og vara­­for­­maður banka­ráðs, til­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­banka Íslands.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent