Segir ráðningu seðlabankastjóra hafa verið „eins og möndluleikur í jólaboði“

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði segir að stjórnmál og persónuleg tengsl hafi ráðið því hver sé ráðinn seðlabankastjóri. Stofnunin sé einfaldlega of mikilvæg pólitískt til að hæfasta fólkið sé leitað upp í störfin.

Gylfi Zoega Seðlabanki
Auglýsing

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, telur að að afleið­ing þess að sam­eina Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið sé ekki víst að leiða af sér ávinn­ing, meðal ann­ars vegna þess að freistni­vandi muni skap­ast hjá stjórn­mála­mönnum til þess að láta póli­tík og per­sónu­lega holl­ustu ráða við val á yfir­mönnum frekar en fag­leg sjón­ar­mið.

Í grein sem hann skrif­aði í síð­ustu Vís­bend­ingu segir hann að sá ávinn­ingur sem stefnt sé að, og snýr meðal ann­ars að auk­inni skil­virkni, skýr­leika ábyrgðar og bættri stjórn­sýslu við ákvörð­un­ar­töku myndi kannski eiga verða í „full­komnum heimi en í þeim heimi sem við búum í getur afleið­ingin orðið þver­öf­ug.“

Við sam­ein­ing­una mun stjórn­endum hins nýja Seðla­banka Íslands fjölga og stoðir í starf­semi hans verða þrjár: pen­inga­stefna, fjár­mála­stöð­ug­leika og fjár­mála­eft­ir­lit.

Auglýsing
For­sæt­is­ráð­herra mun skipa aðalseðla­­banka­­stjóra til fimm ára í senn, að hámarki þó tvisvar sinn­­um. Þá skipar hann einnig þann vara­seðla­banka­stjóra sem leiðir mál­efni er varða pen­inga­stefnu en hinir tveir verða skip­aðir eftir til­­­nefn­ingu fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Sá sem hreppir möndl­una talin hæf­astur

Gylfi telur til nokkur rök fyrir afstöðu sinni. Það sé til að mynda lík­legt að að póli­tísk áhrif á stjórn hins nýja seðla­banka verði meiri ein­fald­lega vegna þess hversu öflug stofn­unin verður og hversu áhrifa hennar mun gæta víða. „Stofnun sem setur reglur á fjár­mála­mark­aði, hefur eft­ir­lit með hegðun fyr­ir­tækja á mark­aði og getur farið inn í rekstur fjár­mála­stofn­ana ef henni finnst rekstur of áhættu­samur og þar að auki ákveðið vexti, bindi­skyldu og haft mikil áhrif á gengi gjald­mið­ils í gegnum kaup og sölu á gjald­eyri gæti þannig ein­fald­lega verið of stór og valda­mikil til þess að stjórn­mála­menn, þ.e.a.s. þeir sem eru í rík­is­stjórn á hverjum tíma, geti látið fag­leg sjón­ar­mið ráða við val á yfir­mönn­um. Póli­tísk og per­sónu­leg holl­usta mun skipta enn meira máli en áður. Sjálf­stæði starf­sem­innar væri þá ógn­að.“

Að mati Gylfa hefur hingað til verið nógu erfitt að ráða seðla­banka­stjóra á fag­legum nót­um. „Þess í stað hefur ráðn­ing­ar­ferlið yfir­leitt verið eins og möndlu­leikur í jóla­boði þar sem t.d. 16 sækja um og einn hreppir möndl­una sem hús­móð­irin ein veit hvar er, umsóknir eru metnar á þann hátt að sá sem möndl­una hreppir er tal­inn hæf­ast­ur. Stjórn­mál og per­sónu­leg tengsl ráða, stofn­unin er ein­fald­lega, jafn­vel fyrir sam­ein­ingu, of mik­il­væg póli­tískt til þess að reynt sé að leita uppi hæf­asta fólkið í störfin þótt afleið­ingar mis­taka í stjórn stofn­unar fyrir sam­fé­lagið geti verið og hafi stundum reynzt hörmu­leg­ar, t.d. fyrir hrun.“

Gylfi bendir á að afskipti hins nýja Seðla­banka af hegðun fjár­mála­fyr­ir­tækja á mark­aði geti valdið deilum við stjórn­endur fyr­ir­tækj­anna og einnig stjórn­mála­öfl. „Reyndar er næsta víst að slíkt mun ger­ast á ein­hverjum tíma­punkti. Í litlu sam­fé­lagi er til­hneig­ing til þess að slík deilu­mál verði per­sónu­leg[...]Mi­s­tök við afskipti af fjár­mála­stofn­unum og einnig óvin­sælar en rétt­læt­an­legar aðgerðir sem bitna á hagn­aði fjár­mála­stofn­ana geta þannig veikt þann hluta hins nýja seðla­banka sem sinnir hefð­bund­inni stjórn pen­inga­mála.“

Nýr seðla­banka­stjóri í sumar

Nýr seðla­banka­stjóri verður skip­aður í sum­ar, en Már Guð­munds­son lýkur seinna fimm ára skip­un­ar­tíma­bili sínu í ágúst næst­kom­andi, og má sam­kvæmt lögum ekki sækja um aft­ur.

Alls sóttu 16 manns um stöð­una. Hægt er að sjá lista yfir þá umsækj­endur hér.

Í vik­unni skip­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra þriggja manna hæf­is­­nefnd til að meta hæfni þeirra umsækj­enda sem sótt hafa um emb­ætti seðla­­banka­­stjóra.

Auglýsing
For­maður nefnd­­ar­innar verður Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­sviðs Seðla­­banka Íslands, sem skipuð er án til­­­nefn­ingar og er jafn­­framt for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar. Sig­ríður sat einnig í rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­­mik­illi skýrslu í apríl 2010.

Með henni í nefnd­inni verða Eyjólfur Guð­­munds­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­nefndur af sam­­starfs­­nefnd háskóla­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og vara­­for­­maður banka­ráðs, til­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­banka Íslands.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent