Segir ráðningu seðlabankastjóra hafa verið „eins og möndluleikur í jólaboði“

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði segir að stjórnmál og persónuleg tengsl hafi ráðið því hver sé ráðinn seðlabankastjóri. Stofnunin sé einfaldlega of mikilvæg pólitískt til að hæfasta fólkið sé leitað upp í störfin.

Gylfi Zoega Seðlabanki
Auglýsing

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, telur að að afleið­ing þess að sam­eina Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið sé ekki víst að leiða af sér ávinn­ing, meðal ann­ars vegna þess að freistni­vandi muni skap­ast hjá stjórn­mála­mönnum til þess að láta póli­tík og per­sónu­lega holl­ustu ráða við val á yfir­mönnum frekar en fag­leg sjón­ar­mið.

Í grein sem hann skrif­aði í síð­ustu Vís­bend­ingu segir hann að sá ávinn­ingur sem stefnt sé að, og snýr meðal ann­ars að auk­inni skil­virkni, skýr­leika ábyrgðar og bættri stjórn­sýslu við ákvörð­un­ar­töku myndi kannski eiga verða í „full­komnum heimi en í þeim heimi sem við búum í getur afleið­ingin orðið þver­öf­ug.“

Við sam­ein­ing­una mun stjórn­endum hins nýja Seðla­banka Íslands fjölga og stoðir í starf­semi hans verða þrjár: pen­inga­stefna, fjár­mála­stöð­ug­leika og fjár­mála­eft­ir­lit.

Auglýsing
For­sæt­is­ráð­herra mun skipa aðalseðla­­banka­­stjóra til fimm ára í senn, að hámarki þó tvisvar sinn­­um. Þá skipar hann einnig þann vara­seðla­banka­stjóra sem leiðir mál­efni er varða pen­inga­stefnu en hinir tveir verða skip­aðir eftir til­­­nefn­ingu fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Sá sem hreppir möndl­una talin hæf­astur

Gylfi telur til nokkur rök fyrir afstöðu sinni. Það sé til að mynda lík­legt að að póli­tísk áhrif á stjórn hins nýja seðla­banka verði meiri ein­fald­lega vegna þess hversu öflug stofn­unin verður og hversu áhrifa hennar mun gæta víða. „Stofnun sem setur reglur á fjár­mála­mark­aði, hefur eft­ir­lit með hegðun fyr­ir­tækja á mark­aði og getur farið inn í rekstur fjár­mála­stofn­ana ef henni finnst rekstur of áhættu­samur og þar að auki ákveðið vexti, bindi­skyldu og haft mikil áhrif á gengi gjald­mið­ils í gegnum kaup og sölu á gjald­eyri gæti þannig ein­fald­lega verið of stór og valda­mikil til þess að stjórn­mála­menn, þ.e.a.s. þeir sem eru í rík­is­stjórn á hverjum tíma, geti látið fag­leg sjón­ar­mið ráða við val á yfir­mönn­um. Póli­tísk og per­sónu­leg holl­usta mun skipta enn meira máli en áður. Sjálf­stæði starf­sem­innar væri þá ógn­að.“

Að mati Gylfa hefur hingað til verið nógu erfitt að ráða seðla­banka­stjóra á fag­legum nót­um. „Þess í stað hefur ráðn­ing­ar­ferlið yfir­leitt verið eins og möndlu­leikur í jóla­boði þar sem t.d. 16 sækja um og einn hreppir möndl­una sem hús­móð­irin ein veit hvar er, umsóknir eru metnar á þann hátt að sá sem möndl­una hreppir er tal­inn hæf­ast­ur. Stjórn­mál og per­sónu­leg tengsl ráða, stofn­unin er ein­fald­lega, jafn­vel fyrir sam­ein­ingu, of mik­il­væg póli­tískt til þess að reynt sé að leita uppi hæf­asta fólkið í störfin þótt afleið­ingar mis­taka í stjórn stofn­unar fyrir sam­fé­lagið geti verið og hafi stundum reynzt hörmu­leg­ar, t.d. fyrir hrun.“

Gylfi bendir á að afskipti hins nýja Seðla­banka af hegðun fjár­mála­fyr­ir­tækja á mark­aði geti valdið deilum við stjórn­endur fyr­ir­tækj­anna og einnig stjórn­mála­öfl. „Reyndar er næsta víst að slíkt mun ger­ast á ein­hverjum tíma­punkti. Í litlu sam­fé­lagi er til­hneig­ing til þess að slík deilu­mál verði per­sónu­leg[...]Mi­s­tök við afskipti af fjár­mála­stofn­unum og einnig óvin­sælar en rétt­læt­an­legar aðgerðir sem bitna á hagn­aði fjár­mála­stofn­ana geta þannig veikt þann hluta hins nýja seðla­banka sem sinnir hefð­bund­inni stjórn pen­inga­mála.“

Nýr seðla­banka­stjóri í sumar

Nýr seðla­banka­stjóri verður skip­aður í sum­ar, en Már Guð­munds­son lýkur seinna fimm ára skip­un­ar­tíma­bili sínu í ágúst næst­kom­andi, og má sam­kvæmt lögum ekki sækja um aft­ur.

Alls sóttu 16 manns um stöð­una. Hægt er að sjá lista yfir þá umsækj­endur hér.

Í vik­unni skip­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra þriggja manna hæf­is­­nefnd til að meta hæfni þeirra umsækj­enda sem sótt hafa um emb­ætti seðla­­banka­­stjóra.

Auglýsing
For­maður nefnd­­ar­innar verður Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­sviðs Seðla­­banka Íslands, sem skipuð er án til­­­nefn­ingar og er jafn­­framt for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar. Sig­ríður sat einnig í rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­­mik­illi skýrslu í apríl 2010.

Með henni í nefnd­inni verða Eyjólfur Guð­­munds­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­nefndur af sam­­starfs­­nefnd háskóla­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og vara­­for­­maður banka­ráðs, til­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­banka Íslands.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent