Umhverfisáhrif virkjana þurfi að meta til fjár

Hagfræðingur segir mat virkjanakosta í rammaáætlun ýmsum annmörkum háð og bendir á að niðurstöður mats á umhverfisáhrifum hafi ekki áhrif á arðsemismat virkjanakosta.

Ef tekið væri tillit til alls umhverfiskostnaðar í tilfelli Urriðafossvirkjunar myndi kostnaður hækka um 60 prósent. Það hefði sennilega einhver áhrif á arðsemismat virkjunarinnar, ritar Ágúst Arnórsson í Vísbendingu, en útilokar ekki frekari virkjanir.
Ef tekið væri tillit til alls umhverfiskostnaðar í tilfelli Urriðafossvirkjunar myndi kostnaður hækka um 60 prósent. Það hefði sennilega einhver áhrif á arðsemismat virkjunarinnar, ritar Ágúst Arnórsson í Vísbendingu, en útilokar ekki frekari virkjanir.
Auglýsing

Núgild­andi aðferða­fræði við ein­kunna­gjöf virkj­ana­kosta innan ramma­á­ætl­unar er ýmsum ann­mörkum háð, þar sem ein­kunna­gjöfin nær ekki að end­ur­spegla raun­veru­leg verð­mæti þar sem arð­sem­is­mat virkj­ana tekur ekki til­lit til umhverf­is­á­hrifa þeirra. Þetta kemur fram í grein Ágúst Arn­órs­sonar hag­fræð­ings í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar, sem birt­ist áskrif­endum síð­asta föstu­dag.

„Nið­ur­stöður mats á umhverf­is­á­hrifum hafa ekki áhrif á arð­sem­is­mat og rask á nátt­úr­unni er því oft afgreitt sem til­finn­ingarök þegar kemur að ákvörð­unum um virkj­ana­fram­kvæmd­ir. En þetta þarf ekki að vera svona. Til eru fjöl­margar mats­að­ferðir þar sem umhverf­is­á­hrif eru metin til fjár – svo­kall­aðar hag­rænar mats­að­ferð­ir,“ ritar Ágúst.

Í grein sinni fjallar hann um mat Urriða­foss­virkj­unar sem er neðsti virkj­ana­kost­ur­inn í Þjórsá sam­kvæmt núgild­andi ramma­á­ætl­un. Sam­kvæmt kostn­að­ar­flokkun Orku­stofn­un­ar, sem miðað er við í ramma­á­ætl­un, er Urriða­foss­virkjun hag­kvæm miðað við aðra virkj­un­ar­kosti en hins vegar sé ekki tekið til­liti til umhverf­is­á­hrifa virkj­un­ar­inn­ar.

Auglýsing

Hafa áhyggjur af laxa­stofn­inum

Í fyrr­nefndu mati á Urriða­foss­virkjun voru við­horf og afstaða þjóð­ar­innar til fram­kvæmd­ar­innar könn­uð. Farið var yfir hvernig virkj­un­ar­kostum er raðað í ljósi ráð­gjafar og rann­sókna fag­hópa í ramma­á­ætlun og virkj­un­inni lýst ásamt væntum umhverf­is­á­hrifum og mót­væg­is­að­gerð­um. Að því loknu voru þátt­tak­endur í könn­un­inni beðnir um að raða Urriða­fossi í orku­nýt­ing­ar- eða vernd­ar­flokk út frá þeim upp­lýs­ingum sem lágu fyr­ir. 41,5% aðspurðra settu Urriða­foss­virkjun í orku­nýt­ing­ar­flokk en tæp 36% töldu hana eiga heima í vernd­ar­flokki.

Þeir sem völdu orku­nýt­ing­ar­flokk nefndu helst að umhverf­is­á­hrifin væru lítil sam­kvæmt fag­hópum eða að þörf væri á meiri orku. Á þriðja tug þeirra sem völdu orku­nýt­ing­ar­flokk tóku sér­stak­lega fram að þeir hefðu áhyggjur af far­sæld laxa­stofns­ins. Af þeim sem töldu rétt að færa Urriða­foss í vernd­ar­flokk nefndu tæp­lega tvö hund­ruð að staða laxa­stofns­ins skipti mestu þar um.

Breytt kostn­að­ar­mat úti­loki ekki frek­ari virkj­anir

Ágúst segir að sam­hliða sífellt vax­andi áherslu á kostn­að­ar- og ábata­mat verði umfang umhverf­is­á­hrifa að taka alvar­lega. „Sam­kvæmt þeim mats­ramma þarf að bera öll vel­ferð­ar­á­hrif saman við allan kostnað vegna fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda yfir líf­tíma verk­efn­is­ins. Ef ábati er meiri en kostn­að­ur­inn telst verk­efnið arð­bært og auka vel­sæld, ann­ars ekki. Við gætum borið kostn­að­inn af því að segja upp stór­iðju­samn­ingi saman við annan kostnað sem hlýst af nýrri virkj­un­ar­fram­kvæmd, þar með talið umhverfis­kostn­að.“

Hann bendir á að í til­felli Urriða­foss myndi heild­ar­kostn­aður virkj­un­ar­innar hækka um 60 pró­sent ef svo væri. „Það hefði senni­lega ein­hver áhrif á arð­sem­is­mat­ið, en úti­lokar ekki frek­ari virkj­an­ir,“ ritar Ágúst Arn­órs­son.

Hægt er að lesa grein Ágústs í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent