Hugmyndafræði Pútíns jafnhættuleg og fasismi Mússólínís

Ólíklegt er að Pútín léti staðar numið eftir að hafa yfirtekið Úkraínu miðað við hugmyndafræðina sem hann aðhyllist í utanríkismálum, segja Gylfi Zoega og Juan Vicente Sola.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Auglýsing

Sú heims­sýn sem Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti aðhyllist er náskyld nas­isma Hitlers og fas­isma Mús­sól­ínís og mjög hættu­leg lýð­ræð­is­ríkj­um. Þetta kemur fram í grein Gylfa Zoega, hag­fræði­pró­fess­ors við HÍ, og Juan Vicente Sola, lög­fræði­pró­fess­ors við háskól­ann í Buenos Aires, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Dap­urt efna­hags­á­stand

Sam­kvæmt Gylfa og Juan er mögu­legt að Pútín hafi ákveðið að láta her sinn ráð­ast inn í Úkra­ínu til þess að sam­eina þjóð­ina á bak við sig á tímum mik­illa efna­hags­þreng­inga. Efna­hagur lands­ins líti ekki vel út í alþjóð­legum sam­an­burði, þar sem sá hag­vöxtur sem náð­ist á fyrstu valda­árum for­set­ans hafi smám saman fjarað út. Síð­ustu tíu árin hafi svo verið algjör stöðnun í efna­hags­lífi lands­ins.

Lands­fram­leiðsla Rúss­lands á mann er nú helm­ingi lægri en hún er í Sví­þjóð, ef tekið er til­lit til mis­mun­andi verð­lags í lönd­un­um. Sömu­leiðis eru sex sinnum fleiri banaslys í umferð­inni í Rúss­landi og níu sinnum fleiri morð. Þessir þætt­ir, auk meiri jöfn­uðar á milli kynj­anna, meiri nýsköp­un­ar, meiri frjó­semi og lengri lífslíkna, benda til þess að lífs­kjör séu langtum verri í Rúss­landi heldur en á Norð­ur­lönd­un­um.

Auglýsing

Dapr­ari heims­sýn

Þegar skyggnst er inn í hug­mynda­fræði og heims­sýn Pútíns og nán­ustu banda­manna hans kemur þó í ljós mun ógn­væn­legri mynd en að inn­rásin hafi ein­ungis verið leið hans til að afla sér vin­sælda, bæta höf­und­arnir við.

Einn af helstu hug­mynda­fræð­ingum í nán­asta umhverfi for­set­ans er Aleksandr Dug­in. Sam­kvæmt Gylfa og Juan sækir hann hug­myndir sínar til ein­ræð­is­herr­anna Mús­sól­íní á Ítalíu og Perón í Argent­ínu, en byggja að miklu leyti á því að finna sér sam­eig­in­legan óvin. Í hug­ar­heimi Dug­ins eru Banda­ríkin helsti óvinur Rúss­lands, sem ætti að vera leið­andi ríki á Evr­asíuflek­an­um.

Þjóð­ar­sátt rofin

Þrátt fyrir þessa heims­sýn er óvíst hvort Pútín hafi get­una til þess að fram­fylgja þessum áform­um.

Sam­kvæmt höf­und­unum er efna­hags­stefna for­set­ans, sem byggir á þjóð­ar­sátt á milli almenn­ings, auð­hringja og rík­is­ins. Slík sátt fól í sér að póli­tískum völdum auð­hringja væru settar skorður á meðan þeir fengju að arð­ræna almenn­ing, sem naut þess í stað lífs­kjara­bóta vegna hag­vaxtar á kostnað borg­ara­legra rétt­inda.

Þessi leið hefur ekki náð að skapa við­var­andi hag­vöxt og því segja Gylfi og Juan að þjóð­ar­sáttin sé nú rofin eftir tíu ára stöðnun í efna­hags­líf­inu. „Veikt hag­kerfi, efna­hags­hremm­ing­ar, hern­að­ar­ó­sigrar og þrýst­ingur frá mæðrum her­manna geta þó haldið aftur af hon­um,“ skrifa Gylfi og Juan. „Vonum það besta,“ bæta þeir við.

Hægt er að lesa grein Gylfa og Juan í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent