Hugmyndafræði Pútíns jafnhættuleg og fasismi Mússólínís

Ólíklegt er að Pútín léti staðar numið eftir að hafa yfirtekið Úkraínu miðað við hugmyndafræðina sem hann aðhyllist í utanríkismálum, segja Gylfi Zoega og Juan Vicente Sola.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Auglýsing

Sú heims­sýn sem Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti aðhyllist er náskyld nas­isma Hitlers og fas­isma Mús­sól­ínís og mjög hættu­leg lýð­ræð­is­ríkj­um. Þetta kemur fram í grein Gylfa Zoega, hag­fræði­pró­fess­ors við HÍ, og Juan Vicente Sola, lög­fræði­pró­fess­ors við háskól­ann í Buenos Aires, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Dap­urt efna­hags­á­stand

Sam­kvæmt Gylfa og Juan er mögu­legt að Pútín hafi ákveðið að láta her sinn ráð­ast inn í Úkra­ínu til þess að sam­eina þjóð­ina á bak við sig á tímum mik­illa efna­hags­þreng­inga. Efna­hagur lands­ins líti ekki vel út í alþjóð­legum sam­an­burði, þar sem sá hag­vöxtur sem náð­ist á fyrstu valda­árum for­set­ans hafi smám saman fjarað út. Síð­ustu tíu árin hafi svo verið algjör stöðnun í efna­hags­lífi lands­ins.

Lands­fram­leiðsla Rúss­lands á mann er nú helm­ingi lægri en hún er í Sví­þjóð, ef tekið er til­lit til mis­mun­andi verð­lags í lönd­un­um. Sömu­leiðis eru sex sinnum fleiri banaslys í umferð­inni í Rúss­landi og níu sinnum fleiri morð. Þessir þætt­ir, auk meiri jöfn­uðar á milli kynj­anna, meiri nýsköp­un­ar, meiri frjó­semi og lengri lífslíkna, benda til þess að lífs­kjör séu langtum verri í Rúss­landi heldur en á Norð­ur­lönd­un­um.

Auglýsing

Dapr­ari heims­sýn

Þegar skyggnst er inn í hug­mynda­fræði og heims­sýn Pútíns og nán­ustu banda­manna hans kemur þó í ljós mun ógn­væn­legri mynd en að inn­rásin hafi ein­ungis verið leið hans til að afla sér vin­sælda, bæta höf­und­arnir við.

Einn af helstu hug­mynda­fræð­ingum í nán­asta umhverfi for­set­ans er Aleksandr Dug­in. Sam­kvæmt Gylfa og Juan sækir hann hug­myndir sínar til ein­ræð­is­herr­anna Mús­sól­íní á Ítalíu og Perón í Argent­ínu, en byggja að miklu leyti á því að finna sér sam­eig­in­legan óvin. Í hug­ar­heimi Dug­ins eru Banda­ríkin helsti óvinur Rúss­lands, sem ætti að vera leið­andi ríki á Evr­asíuflek­an­um.

Þjóð­ar­sátt rofin

Þrátt fyrir þessa heims­sýn er óvíst hvort Pútín hafi get­una til þess að fram­fylgja þessum áform­um.

Sam­kvæmt höf­und­unum er efna­hags­stefna for­set­ans, sem byggir á þjóð­ar­sátt á milli almenn­ings, auð­hringja og rík­is­ins. Slík sátt fól í sér að póli­tískum völdum auð­hringja væru settar skorður á meðan þeir fengju að arð­ræna almenn­ing, sem naut þess í stað lífs­kjara­bóta vegna hag­vaxtar á kostnað borg­ara­legra rétt­inda.

Þessi leið hefur ekki náð að skapa við­var­andi hag­vöxt og því segja Gylfi og Juan að þjóð­ar­sáttin sé nú rofin eftir tíu ára stöðnun í efna­hags­líf­inu. „Veikt hag­kerfi, efna­hags­hremm­ing­ar, hern­að­ar­ó­sigrar og þrýst­ingur frá mæðrum her­manna geta þó haldið aftur af hon­um,“ skrifa Gylfi og Juan. „Vonum það besta,“ bæta þeir við.

Hægt er að lesa grein Gylfa og Juan í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiErlent