Hvetur hið opinbera til að setja sér félagsleg markmið í skuldabréfaútgáfu

Stjórnarformaður IcelandSIF segir tækifæri geta legið hjá ríki og sveitarfélögum í að skilgreina skýr félagsleg markmið samhliða skuldabréfaútgáfum hjá sér, rétt eins markmið í umhverfismálum eru sett fram samhliða útgáfu grænna skuldabréfa.

Kristbjörg M. Kristinsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF.
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF.
Auglýsing

Hið opin­bera gæti átt auð­veld­ara með að fjár­magna félags­lega þjón­ustu á sínum vegum ef skýr félags­leg mark­mið sem hægt væri að fylgja eftir væru sett fram sam­hliða skulda­bréfa­út­gáfu þess. Þetta skrifar Krist­björg M. Krist­ins­dótt­ir, fjár­mála­stjóri Stefnis og stjórn­ar­for­maður IcelandSIF, í jóla­blaði Vís­bend­ing­ar.

Áhugi á ábyrgum fjár­fest­ingum

Sam­kvæmt Krist­björgu hafa íslenskir stofn­ana­fjár­festar aukið stór­lega við þekk­ingu sína síð­ast­liðin ár þegar kemur að ábyrgum fjár­fest­ingum og hafa þeir flestir sett sér stefnur og verk­lag til þess að inn­leiða aðferð­ar­fræði ábyrgra fjár­fest­inga með ein­hverjum hætti. Þar eru svo­kall­aðar grænar fjár­fest­ing­ar, sem eiga að hafa jákvæð umhverf­is­á­hrif, sér­stak­lega áberandi.

Auglýsing

Þó bætir hún við að grænir fjár­fest­inga­kostir eigi sér einnig skugga­hliðar í svoköll­uðum græn­þvotti, þar sem vill­andi upp­lýs­ingum er teflt fram til að láta fjár­fest­ingar líta út fyrir að vera umhverf­is­vænni en þær virki­lega eru. Til þess að koma í veg fyrir slíka hátt­semi skipti máli að sam­ræm­ing upp­lýs­inga og við­miða á fjár­fest­inga­kostum sé skýr, en hún segir að nýjar reglur frá Evr­ópu­sam­band­inu sem taka gildi á næsta ári eiga að taka á þessu.

Jólablað Vísbeningar

Blaðið birtist ef þú þrýstir á forsíðuna

Tutorials Point

Tæki­færi í félags­lega þætt­inum

Krist­björg segir hins vegar að félags­legir þættir standi eft­ir, sem erfitt sé að skil­greina, en séu þó mik­il­vægir svo hag­kerfi okkar geti orðið sjálf­bær­ari. Yrðu þessir þættir betur skil­greindir gætu verk­efni sem stuðla að félags­legri fram­þróun mögu­lega átt auð­veld­ara með fjár­mögn­un, þar sem áhugi fjár­festa á ábyrgum fjár­fest­ingum hefur auk­ist.

Í því til­liti veltir Krist­björg því upp hvort tæki­færi liggi hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um, sem sjá um mörg þeirra verk­efna sem eru af félags­legum toga, í að setja sér skýr félags­leg mark­mið sam­hliða útgáfu skulda­bréf­anna þeirra og standa skil á upp­lýs­ingum um stöðu þeirra mála. Verði það gert gætu félags­leg verk­efni mögu­lega fengið auð­veld­ari fjár­mögnun og betri kjör.

Á meðal mögu­legra verk­efna af félags­legum toga sem gætu fengið betri fjár­mögnun með þessum hætti nefnir Krist­björg til að mynda heil­brigð­is­þjónu og hús­næð­is­upp­bygg­ingu sem ýtir undir félags­lega sjálf­bærni.

Auglýsing

Hægt er að lesa grein Krist­bjarg­ar, ásamt mörgum öðrum, í jóla­blaði Vís­bend­ingar sem má nálg­ast með því að smella hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent