Hallast frekar að því að nýta orkuna hér en að flytja hana út

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tekur ekki vel í hugmyndir um orkuútflutning með sæstreng og segir Íslendinga frekar eiga að nýta orkuna til verðmætasköpunar hérlendis í viðtali í jólablaði Vísbendingar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Auglýsing

Sam­keppn­is­for­skotið sem Ísland hefur í að fram­leiða ódýra og vist­væna raf­orku ætti frekar að vera nýtt til verð­mæta­sköp­unar inn­an­lands frekar en raf­orku­út­flutn­ings með sæstreng. Þetta segir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, nýskip­aður umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, í ítar­legu við­tali í jóla­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út í gær.

Auglýsing

Sam­kvæmt Guð­laugi hafa helstu útflutn­ings­greinar lands­ins náð sam­keppn­is­for­skoti vegna aðgangs að grænni og hag­kvæmri orku, en hann segir vörur með minna kolefn­is­fót­spor víða vera verð­mæt­ari og hafa auð­veld­ara aðgengi að mark­aði. Í því til­efni nefnir hann sér­stak­lega sjáv­ar­út­veg­inn, sem stefnir að grænum orku­skiptum í náinni fram­tíð. „Og ef við værum ekki að brenna jarð­efna­elds­neyti við veið­arn­ar, þá skilar það sér von­andi í því að fisk­ur­inn verði verð­mæt­ari vara,“ segir ráð­herr­ann.

Land­kynn­ing fólgin í grænni orku­fram­leiðslu

Sömu­leiðis telur hann að það væri mikil land­kynn­ing fólgin í því ef Ísland yrði í fremstu röð landa án jarð­efna­elds­neyt­is, sem gæti gefið ferða­þjón­ust­unni sam­keppn­is­for­skot á önnur lönd. „Ég vil trúa því að það verði sér­stök verð­mæti fólgin í því,“ bætir hann við.

„Mín fram­tíð­ar­sýn er sú að þeir sem hingað komi ferð­ist um landið á raf­bíl, njóti á ferða­lagi sínu aðstoðar vist­vænnar ferða­þjón­ustu og kynn­ist okkar ósnortnu víð­ern­um. Þetta myndi fela í sér mikla og jákvæða land­kynn­ingu sem inni­stæða er fyr­ir.”

Jólablað Vísbeningar

Blaðið birtist ef þú þrýstir á forsíðuna

Tutorials Point

Hægt er að lesa jóla­blaðið í heild sinni, sem inni­heldur fjölda greina frá sér­fræð­ingum um lofts­lags­mál, umhverf­is­vernd og grænum lausnum, með því að smella á mynd­ina hér að ofan.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent