Miðhálendisþjóðgarður vinsæll meðal almennings

Samkvæmt könnun á vegum Hagfræðistofnunar HÍ og Maskínu er fólk almennt hlynnt þjóðgarði á miðhálendinu. Útivistarfólk virðist hvorki vera hlynntara né andvígara þjóðgarðinum heldur en aðrir.

Ýmsir sem eru mótfallnir hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð virðast hafa áhyggjur af ferðafrelsi á hálendinu.
Ýmsir sem eru mótfallnir hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð virðast hafa áhyggjur af ferðafrelsi á hálendinu.
Auglýsing

Fólk er mun lík­legra til að vera hlynnt áformum um mið­há­lend­is­þjóð­garð heldur en and­vígt þeim. Ekki er mik­ill munur á jákvæðum og nei­kvæðum við­horfum gagn­vart honum hjá fólki sem hefur farið í lengri ferðir í óbyggðum Íslands og öðrum, en mik­ill munur er á stjórn­mála­skoð­unum þeirra sem eru and­vígir og þeirra sem eru nei­kvæð­ir.

Þetta er á meðal nið­ur­staðna sem birt­ust í skoð­ana­könnun Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands og Mask­ínu, en fjallað var um þær í síð­asta hefti Vís­bend­ingar. Alls voru svar­endur könn­un­ar­innar 5349 tals­ins, en af þeim sögð­ust tæp 69 pró­sent þeirra annað hvort vera hlynnt eða and­víg hug­mynd­inni um þjóð­garð­inn. 47,5 pró­sent svar­enda voru hlynnt áformun­um, en 21,1 pró­sent þeirra voru and­víg þeim.

Ferða­venjur skýra ekki afstöðu

Sam­kvæmt Ágústi Arn­órs­syni, hag­fræð­ingi hjá Hag­fræði­stofnun HÍ, virð­ast margir þeirra sem eru and­vígir áformunum hafa áhyggjur af því að aðgengi þeirra að þjóð­garðs­svæð­inu yrði skert. Þessar áhyggjur gætu gefið til kynna að þeir sem ferð­ist oftar um hálendið séu mót­falln­ari hug­myndum um mið­há­lend­is­þjóð­garð.

Auglýsing

Hins vegar benda könn­un­ar­innar til þess að svo sé ekki, þar sem eng­inn skýr munur er á við­horfum þeirra sem hafa farið í lengri ferðir í óbyggðum Íslands og ann­arra svar­enda gagn­vart þjóð­garð­in­um, ef frá er talið hlut­fall þeirra sem taka ekki afstöðu.

Sjálf­stæð­is­menn lík­legri til að vera mót­fallnir

Skýr­ari munur er á við­horfum svar­enda könn­un­ar­innar eftir því hvaða flokk þeir kjós­a.Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins eru lík­legri til að vera and­vígir áformun­um, á meðan kjós­endur flestra hinna stjórn­mála­flokk­anna eru lík­legri til að vera hlynntir þeim. Ágúst segir þennan mun geta varpað ljósi á það hvers vegna ekki hafi tek­ist að koma frum­varp­inu um þjóð­garð­inn í gegnum þing­ið, þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um hann í stjórn­ar­sátt­mál­an­um.

Hægt er að nálg­ast grein Ágústs og nið­ur­stöður könn­un­ar­innar með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent