Flestar nýskráningar í fjármála- og byggingarstarfsemi

Fjöldi nýskráðra fyrirtækja hefur aukist um tæpan helming á fyrri hluta þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra. Mest hefur skráningum fjármálafyrirtækja fjölgað, en hún hefur einnig verið mikil á meðal fyrirtækja í byggingarstarfsemi.

Borgartún, fjármálahverfi Reykjavíkur.
Borgartún, fjármálahverfi Reykjavíkur.
Auglýsing

Alls voru rúm­lega tvö þús­und félög og fyr­ir­tæki nýskráð á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, en það er 47 pró­sent aukn­ing frá sama tíma­bili í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hag­stofu um nýskrán­ingar fyr­ir­tækja og félaga.

Sam­kvæmt töl­unum var langstærstur hluti nýju fyr­ir­tækj­anna einka­hluta­fé­lög, en einnig var nokkuð um skrán­ingar sam­lags­hluta­fé­laga, hús­fé­laga og félaga­sam­taka. Líkt og sést hér að neðan var fjöldi nýskrán­inga nokkuð stöð­ugur áður en far­ald­ur­inn hóf­st, en tók að fjölga skömmu eftir að fyrsta bylgja hans var liðin í maí í fyrra.

Síðan þá fjölg­aði nýskrán­ingum nokkuð jafnt og þétt þangað til þær náðu hámarki í mars í fyrra, en þá voru 456 félög og fyr­ir­tæki skráð.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa.

Mesta aukn­ingin í nýskrán­ingum hefur verið á meðal fyr­ir­tækja í fjár­mála- og vátrygg­inga­starf­semi, en þær voru alls 224 á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, miðað við 87 á sama tíma í fyrra. Aukn­ingin hefur einnig verið mikil ef miðað er við fyrri hluta árs­ins 2019, en þá voru þær þriðj­ungi færri heldur en í ár.

Auglýsing

Næst­mesta aukn­ingin á þessu tíma­bili var á meðal fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð, en nýskrán­ingum þar fjölg­aði um 122 á milli ára. Þetta er einnig mikil aukn­ing ef miðað er við fyrstu sex mán­uði árs­ins 2019, þar sem þær voru 90 færri en núna þá.

Þrátt fyrir mik­inn sam­drátt í ferða­þjón­ust­unni frá upp­hafi heims­far­ald­urs­ins fjölg­aði nýs­r­káðum fyr­ir­tækjum nokkuð í rekstri gisti­staða og veit­inga­rekstri, en þau voru um 30 fleiri í ár heldur en í fyrra og árið 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent