Ættu starfsmenn að eiga hlutabréf í eigin fyrirtækjum?

Fjallað er um hlutabréfaeign starfsmanna fyrirtækja, og aðferðir við einkavæðingu, í Vísbendingu sem koma til áskrifenda í dag.

vote.jpg
Auglýsing

„Erfitt er að ímynda sér hug­mynd sem bæði Karl Marx og Marg­aret Thatcher hefðu getað sam­mælst um, sér­stak­lega hug­mynd sem snýst um vel­ferð hins vinn­andi manns. Þó virð­ist útgáfa hluta­bréfa fyr­ir­tækja til eigin starfs­manna geta sam­ræmst hug­mynd­ar­fræði þeirra beggja og þannig sam­einað einn af meg­in­átaka­punktum félags­-og mark­aðs­hyggju. Stuðn­ingur við þessa hug­mynd hefur vaxið meðal stjórn­mála­fólks, fræði­manna og hags­muna­sam­taka á und­an­förnum miss­erum, en ekki eru allir jafn­sann­færðir um ágæti henn­ar. Hverju myndi hún breyta og hverju bæri að var­ast við fram­kvæmd henn­ar?“

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur.Þetta er meðal þess sem er til umfjöll­unar í grein eftir Jónas Atla Gunn­ars­son, Msc. í hag­fræði, í Vís­bend­ingu sem koma til áskrif­enda í dag. Í grein­inni fjallar hann um aðferðir við einka­væð­ingu, og þá einkum í mik­illi einka­væð­ing­ar­hr­inu í Bret­landi. Í henni var meðal ann­ars horft til þess að selja starfs­fólki heilu fyr­ir­tæk­in, fremur en hæst­bjóð­anda.

Aðferð­irnar voru umdeild­ar, og má segja að þær séu enn mikið hita mál í stjórn­mál­u­m. 

Auglýsing

Stoltir starfs­menn

„Árið 1982, í miðri einka­væð­ing­ar­hr­inu rík­is­stjórnar Bret­lands, ákvað Marg­aret Thatcher, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður íhalds­flokks­ins, að selja ætti eign­ar­hlut rík­is­ins í Opin­bera frakt­fé­lag­inu (e. National Freight Cor­poration). Salan var merki­leg fyrir þær sakir að hún fór ekki beint til hæst­bjóð­anda, heldur var starfs­mönnum félags­ins fyrst boðið að kaupa hluti í því á lágu verði. Að lokum voru 82 pró­sent fyr­ir­tæk­is­ins í eigu starfs­mann­anna, ásamt fjöl­skyldum þeirra og líf­eyr­is­sjóð­u­m. 

Söl­unni var ætlað að skapa hvata meðal starfs­manna til að auka skil­virkni sína í starfi. Sem hlut­hafar í félag­inu myndu þeir fá að njóta ávaxta erf­iðis síns og hagn­ast ef starf­semin gengi vel. Svo virð­ist sem sú áætlun hafi gengið upp, en á örfáum árum jókst fram­leiðni frakt­fé­lags­ins um 70% og hluta­bréf þess marg­föld­uð­ust í virði (1). 

Eftir árang­urs­ríka sölu á National Freight Cor­poration  varð hluta­bréfa­út­gáfa til starfs­manna algeng leið til einka­væð­ingar á rík­is­fyr­ir­tækjum á níunda og tíunda ára­tugn­um, bæði í Bret­landi og í Aust­ur-­Evr­ópu eftir fall Sov­ét­ríkj­anna,“ segir í grein Jónasar Atla.

Þetta er ein­ung­ist brot af grein­inni, sem fór til áskrif­enda Vís­bend­ingar í morg­un, á útgáfu­degi. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér. 

(1) McDonn­ell, D. (2012). Democratic Enter­prise: Ethical business for the 21st cent­ury. Diarmuid McDonn­ell.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent