Ættu starfsmenn að eiga hlutabréf í eigin fyrirtækjum?

Fjallað er um hlutabréfaeign starfsmanna fyrirtækja, og aðferðir við einkavæðingu, í Vísbendingu sem koma til áskrifenda í dag.

vote.jpg
Auglýsing

„Erfitt er að ímynda sér hug­mynd sem bæði Karl Marx og Marg­aret Thatcher hefðu getað sam­mælst um, sér­stak­lega hug­mynd sem snýst um vel­ferð hins vinn­andi manns. Þó virð­ist útgáfa hluta­bréfa fyr­ir­tækja til eigin starfs­manna geta sam­ræmst hug­mynd­ar­fræði þeirra beggja og þannig sam­einað einn af meg­in­átaka­punktum félags­-og mark­aðs­hyggju. Stuðn­ingur við þessa hug­mynd hefur vaxið meðal stjórn­mála­fólks, fræði­manna og hags­muna­sam­taka á und­an­förnum miss­erum, en ekki eru allir jafn­sann­færðir um ágæti henn­ar. Hverju myndi hún breyta og hverju bæri að var­ast við fram­kvæmd henn­ar?“

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur.Þetta er meðal þess sem er til umfjöll­unar í grein eftir Jónas Atla Gunn­ars­son, Msc. í hag­fræði, í Vís­bend­ingu sem koma til áskrif­enda í dag. Í grein­inni fjallar hann um aðferðir við einka­væð­ingu, og þá einkum í mik­illi einka­væð­ing­ar­hr­inu í Bret­landi. Í henni var meðal ann­ars horft til þess að selja starfs­fólki heilu fyr­ir­tæk­in, fremur en hæst­bjóð­anda.

Aðferð­irnar voru umdeild­ar, og má segja að þær séu enn mikið hita mál í stjórn­mál­u­m. 

Auglýsing

Stoltir starfs­menn

„Árið 1982, í miðri einka­væð­ing­ar­hr­inu rík­is­stjórnar Bret­lands, ákvað Marg­aret Thatcher, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður íhalds­flokks­ins, að selja ætti eign­ar­hlut rík­is­ins í Opin­bera frakt­fé­lag­inu (e. National Freight Cor­poration). Salan var merki­leg fyrir þær sakir að hún fór ekki beint til hæst­bjóð­anda, heldur var starfs­mönnum félags­ins fyrst boðið að kaupa hluti í því á lágu verði. Að lokum voru 82 pró­sent fyr­ir­tæk­is­ins í eigu starfs­mann­anna, ásamt fjöl­skyldum þeirra og líf­eyr­is­sjóð­u­m. 

Söl­unni var ætlað að skapa hvata meðal starfs­manna til að auka skil­virkni sína í starfi. Sem hlut­hafar í félag­inu myndu þeir fá að njóta ávaxta erf­iðis síns og hagn­ast ef starf­semin gengi vel. Svo virð­ist sem sú áætlun hafi gengið upp, en á örfáum árum jókst fram­leiðni frakt­fé­lags­ins um 70% og hluta­bréf þess marg­föld­uð­ust í virði (1). 

Eftir árang­urs­ríka sölu á National Freight Cor­poration  varð hluta­bréfa­út­gáfa til starfs­manna algeng leið til einka­væð­ingar á rík­is­fyr­ir­tækjum á níunda og tíunda ára­tugn­um, bæði í Bret­landi og í Aust­ur-­Evr­ópu eftir fall Sov­ét­ríkj­anna,“ segir í grein Jónasar Atla.

Þetta er ein­ung­ist brot af grein­inni, sem fór til áskrif­enda Vís­bend­ingar í morg­un, á útgáfu­degi. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér. 

(1) McDonn­ell, D. (2012). Democratic Enter­prise: Ethical business for the 21st cent­ury. Diarmuid McDonn­ell.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent